Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Mánudagur 28. mars 2011 Vill fara fyrir dóm L indsay Lohan vill ekki semja utan dómstóla vegna þjófnaðar hennar í skartgripabúð í Los Angeles. Þetta staðfestir saksóknari í borginni við bandaríska tímaritið People. Lögmaður leikkonunnar, Shawn Chapman Holley, tilkynnti dómaranum í málinu að leikkonan knáa vildi ekki samþykkja tilboð saksóknara um að játa sig seka og fá þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm. Lohan, 24 ára, er sökuð um þjófnað á hálsmeni að verðmæti 2.500 dala, eða rúmlega 286 þúsund króna, í janúar síðastliðnum. Vitnaleiðslur verða í málinu 22. apríl næst­ komandi en Lohan hefur staðfastlega neitað sök í málinu þrátt fyrir að myndbandsupptaka úr öryggismyndavél úr skartgripaversluninni sé meðal gagna sem lögð hafa verið fyrir dóminn. Ef dómari úrskurðar Lohan seka á hún yfir höfði sér þriggja ára óskilorðsbundna fangelsisvist. Dómurinn gæti þá þyngst ef dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að með þjófnaðnum hafi hún brotið gegn skilorði vegna ölvunarakstursdóms sem hún hefur áður hlotið. Málið er ekki það fyrsta sem kemur upp er snýr að meintum þjófnaði Lohan. Hún var árið 2007 sökuð um að stela skóm og fylgihlutum að verðmæti 10.000 dala, eða rúmrar milljónar króna, frá fyrrver­ andi vinkonu sinni. Árið 2008 tók hún „óvart“ með sér 11.000 dala – eða 1,2 milljóna króna – minka­ pels af næturklúbb í New York sem hún var svo síðar mynduð í eigandanum til mikillar gremju. Lindsay Lohan vill fara alla leið: J ustin Bieber hrekkti vinkonu sína, Wil­ low Smith, á sviði á miðjum tónleikum í síðustu viku. Ryan Seacrest setti mynd­ band af hrekknum á internetið. Á meðan Smith söng lagið Whip My Hair á tón­ leikum sem Bieber og hún héldu saman fóru Scooter Braun og Ryan Good, umboðsmaður og aðstoðarmaður Biebers, inn á sviðið með hárkollur og dönsuðu. Stuttu síðar mætti svo Bieber sjálfur á sviðið og dansaði af fullum krafti við lagið. Bróðir Smith, Jaden, mætti líka á sviðið og byrjaði að sveifla hárinu, eins og texti lagsins snýst um, á meðan systir hans vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Þeir náðu mér en þetta er ekki búið,“ sagði söngkonan eftir að hún kom af sviðinu. Eftir sýninguna setti hún svo skilboð inn á Twitter síðuna sína þar sem hún gaf til kynna að hún myndi hefna sín. Hljóp óvænt inn á sviðið Justin Bieber hrekkir vinkonu sína: Stríðnispúki Justin Bieber kann svo sannarlega að skemmta sjálfum sér og öðrum. Segist vera saklaus Lindsay Lohan er tilbúin að fara alla leið fyrir dóm- stólum. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Reese gengin í það heilaga R eese Witherspoon er búin að gifta sig. Óskarsverðlaunaleikkonan giftist unnusta sínum Jim Toth á laugardagskvöld. Þetta staðfestir fjöl­ miðlafulltrúi leikkonunnar við bandaríska tímaritið People. Parið trúlofaðist í desember síðastliðnum en athöfnin fór fram á búgarði Witherspoon í Ojai í Kaliforníu. Meðal þeirra sem viðstaddir voru athöfnina voru börn Witherspoon – sem hún á með Ryan Phillippe, sínum fyrrverandi – Ava, 11 ára, og Deacon, 7 ára, Renée Zellweger, Sean Penn og Scarlett Johansson, Tobey Maguire, Robert Downey Jr. og eiginkona hans, Susan, og Alyssa Milano. Reese Witherspoon gifti sig um helgina: Persónuleg athöfn Athöfnin fór fram á búgarði Reese í Kaliforníu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.