Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 28. mars 2011 Mánudagur „Þetta var ekki drauma- kosturinn en þetta var eini kosturinn.“ n Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um 100 milljóna leigusamning sem sveitarfélagið hefur gert við V Laugaveg ehf, félag í eigu Arnars og Bjarka Gunnlaugssona. – DV „Ég var lang- yngstur á hjartadeild- inni.“ n Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, um það þegar hann fékk hjartaáfall fyrir fjórum árum, þá aðeins 37 ára að aldri. – DV „Ég vil bara fá dótið mitt til baka.“ n Ester Gísladóttir sem síðastliðin fimm ár hefur barist fyrir að fá hluti úr gámi sem stendur við Sundahöfn. – DV „Ég syrgi þær báðar, og það er eðlilegt því báðar voru þær stór hluti af minni tilveru.“ n Bragi Kristjónsson bóksali um fyrrverandi eiginkonur sínar sem báðar eru látnar. – DV „Eina fólkið sem fær að vita hvors kyns barnið er eru þau sem ætla að prjóna eitthvað handa því.“ n Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona um barnið sem hún ber undir belti. – DV „Það er mjög óráðlegt að ætlast til þess að raun- ávöxtun á innborganir sé hærri en hagvöxtur.“ n Ólafur Margeirsson hagfræðingur um ávöxtunarkröfu íslensku lífeyrissjóðanna. – DV Blekking Hannesar F rjálshyggjusinnaði prófessor- inn Hannes Hólmsteinn Giss- urarson hefur um áraraðir þegið stórfé frá þeim sem hann hefur mært. Peningarnir sem hann þiggur eru gjarnan úr vasa almennings, þvert gegn lífsskoðunum hans og veitend- anna. Hannes er reglulega gagnrýnd- ur fyrir að hafa brotið höfundarlög með notkun á verkum nóbelsskálds- ins Halldórs Laxness, sem hann var dæmdur fyrir. En það skiptir litlu máli, enda hagnaðist Hannes varla á því og enginn tapaði í raun. Það sem skipt- ir meira máli er hlutdeild Hannesar í klíku sjálfstæðismanna sem nærðist á íslenskum almenningi. Hannes var meðlimur í svoköll- uðum Eimreiðarhópi ungra sjálf- stæðismanna, sem beitti sér fyrir því að sveigja stefnu flokksins í átt til ný- frjálshyggju undir lok áttunda ára- tugarins. Í hópnum voru, ásamt Hannesi: Davíð Oddsson, síðar for- sætisráðherra,  Þorsteinn Pálsson, síð- ar forsætisráðherra,  Geir H. Haarde, síðar forsætisráðherra,  Baldur Guð- laugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins – nú fyrir dómi vegna meintra innherjasvika,  Brynj- ólfur Bjarnason, síðar forstjóri ýmissa stórfyrirtækja,  Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans,  og  Jón Steinar Gunn- laugsson, skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum. Hannes er fræðimaður sem boð- ar frjálshyggju, þar sem hver mað- ur kemst áfram á eigin verðleikum og aðrir eiga ekki að þurfa að halda hon- um uppi. En Hannesi er og hefur verið haldið uppi af þjóðinni, eftir ákvörðun þeirra sem hann mærir. Þrátt fyrir það hefur hann í áratugi kennt nemendum í ríkisháskólanum hvernig það sé órétt- látt að einstaklingar þurfi að borga fyr- ir vandamál annarra einstaklinga, eins og öryrkja, foreldra og svo framvegis. DV greindi frá því á dögunum að Hannes hefði þegið um sex milljónir króna frá Landsbanka Íslands árin 2007 og 2008. Seinna árið sagði hann þetta um aðaleiganda bankans, sem hann sagði hafa mikið „siðferðislegt áhrifa- vald“: „Hann er góðgjarn og skynsam- ur, og menn hlusta á hann. Hann er öðrum fyrirmynd ...“ Á sama tíma réðst Hannes að æru þeirra sem hægt var að tengja við Baug, ef þeir gagnrýndu Sjálfstæðisflokkinn og Davíð. Tenging Sjálfstæðisflokksins og Landsbankans er líklega öllum ljós. Þar nægir að nefna að stjórnmálamenn handvöldu þá sem fengu að kaupa bankann, varaformað- ur bankaráðs var framkvæmdastjóri flokksins og flokkurinn tók við 25 millj- ónum frá bankanum á laun árið 2006. En greiðslurnar til Hannesar voru fyrir „kynningarátak vegna skattalækkana“. Hannes hefur fengið fleiri greiðslur fyrir framlag sitt til íslensks samfélags, sem hefur fyrst og fremst falist í blindum áróðri fyrir flokk- inn og leiðtoga hans, Davíð Odds- son, en einnig í öðrum verkefnum eins og undarlegri heimildarmynd um Halldór Laxness. Fram kemur í mánudagsblaði DV að Hannes fékk 10 milljóna króna styrk frá fjármála- ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins árið 2007 til að fjármagna kynninguna á skattalækkunum Sjálfstæðisflokks- ins. Liður í því var ráðstefna um „Ís- lenska efnahagsundrið“. Undrið hrundi svo árið eftir. Eftir það varð aukin meðvitund um spillingu í ís- lensku samfélagi. Oflof Hannesar, og fjárveitingar hinna lofuðu til hans, verða að skoðast í því ljósi. Hannes mærði flokkinn og bank- ana, sem endurguldu honum lofið og sendu okkur reikninginn. Við höfum verið neydd til að halda Hannesi uppi með skattfé okkar. Hannes er hold- gervingur þess sem hann fyrirlítur sjálfur. Leiðari Er pressa á Tíma nornarinnar? „Tími nornarinnar er kominn og hann hefur betur,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, en Ríkissjónvarpið hóf sýningar á nýjum leiknum spennuþætti, Tíma nornarinnar, um helgina. Þátturinn er sýndur rétt á undan sjónvarps- þættinum Pressu á Stöð 2 en báðir þættirnir fjalla um blaðamenn. Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Bjarni í uppnámi n Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur og Agnes Bragadóttir voru sammála í Silfrinu á sunnudag um að Bjarni Benediktsson hefði lagt sjálfan sig að veði með því að taka afstöðu með Icesave-samn- ingnum. Stefanía benti á að það hefði einmitt verið sérvalinn samninganefnd- armaður hans, Lárus Blöndal, sem sagði þjóðinni að þetta væri skásti samningurinn sem hægt væri að fá. Hin trú- verðuga Agnes gaf svo fyrir hönd náhirðarinnar skýra yfirlýsingu um hver yrðu örlög Bjarna með því að segjast viss um að samningurinn félli. Formaðurinn virðist sjálfur svo sleginn yfir stöðugum árásum ritstjóra Morgunblaðsins að hann leggur ekki í að taka slaginn með samningnum sem hann stóð að með ríkisstjórninni. Stuðnings- menn Bjarna eru því orðnir uggandi yfir viðbragðsleysi hans, og telja víst að náhirðin ætli að slá tvær flugur í einu höggi og fella bæði Icesave og formann Sjálfstæðisflokksins 9. apríl. Atli á taugum n Þingmaðurinn Atli Gíslason ramb- ar þesa dagana á barmi afsagnar. Atli þykir vera viðkvæmur í lund og hermt er að hann þoli illa mótlæti. Menn vitna til þess að eftir blóðug átök í þinginu um stefnu Geirs Haarde fyrir landsdóm hafi Atli, sem stýrði þingmannanefndinni, skyndilega stokkið í frí. Sagt er að hann hafi þá ætlað að hætta alveg þingmennsku en Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hafi fengið hann ofan af því. Nú segja menn að brostið bakland Atla í kjördæminu þýði jafnframt að taugar hans gefi sig og hann muni hætta. Gimsteinn Engeyinga n Kvittur er uppi um að sligandi skuldir BNT verði til þess að fyrir- tækið verði fljótlega tekið úr hönd- um Engeyjarættarinnar og það fari undir forræði helstu viðskipta- banka sinna. Verði af þessu fellur helsta fjölskylduhnoss Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, í hendur óvinanna. Þetta mun einnig hafa þær afleiðingar að óvissa verður uppi um framhald á starfi Hermanns Guðmundssonar forstjóra og Kristjáns Arasonar, fyrr- verandi Kaupþingsstjóra og ofur- skuldara, sem starfar náið með honum. Hermann vill meira n Orðrómur er uppi um að Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, ætli sér ekki að lenda á flæðiskeri þegar Eng- eyingarnir, bakhjarlar hans, missa olíufélagið. Talað er um að hann sé þegar farinn að leita fjárfesta til að halda félaginu. Þar hafi hann hugsað sér að vera í lykilhlutverki. Hermann er reyndar með ágætt orðspor sem frjór og virkur viðskiptamaður. Margt þykir hafa gengið upp hjá honum þótt jólabókasala N1 hafi fengið slæman endi. Sandkorn TRyGGVAGöTu 11, 101 ReykjAVík Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. S varthöfði hefur tekið eftir ákveðinni tilhneigingu í ís- lenskri samfélagsumræðu sem honum finnst nokkuð var- hugaverð. Þetta er sú tilhneiging hags- munaaðila í samfélaginu, sérstaklega stjórnmálamanna og skósveina þeirra, að segja að málflutningur eða skoð- anir andstæðinga þeirra séu einmitt eitt af einkennum þess hugarfars sem leiddi til hrunsins. Með slíkum mál- flutningi hlýtur viðkomandi alltaf að gera stöðu sína betri en ella þar sem hann er málsvari skoðana sem eru andstæðar þeim sem leiddu til hruns- ins. N ú síðast rökstuddu Atli Gísla- son og Lilja Mósesdóttur þá ákvörðun sína að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna meðal annars með því að þau ætluðu sér ekki að vera hluti af stjórnmála- flokki þar sem foringjaræði í stjórn- málum – eitt af þeim atriðum sem leiddu til hrunsins samkvæmt þeim – væri ráðandi. Orðrétt orðuðu þau þessa gagnrýni sína svo í yfirlýsingu: „Foringjaræðið sem Rannsóknar- skýrsla Alþingis gagnrýndi ræður för sem fyrr og mál í reynd afgreidd af þröngum hópi.“ Atli og Lilja eru því saklaus og siðhrein sem börn af því þau neita að vera hluti af hugarfari hrunsins sem einkennir Vinstri græna. S varthöfði er mikill aðdáandi Rannsóknarskýrslu Alþingis og er ekki heldur fylgjandi for- ingjaræði í stjórnmálum. En hann sér samt að hægt er að teygja og toga lærdóma hrunsins þannig að þeir henti málfutningi hvers og eins hverju sinni, meira að segja að hengja það á Vinstri græna að flokkurinn sé spilltur af einkennum hrunsins. Ekki þarf að spyrja að leikslokum þegar slíkum rök- brellum er beitt því allir vita að hrunið og hugarfarið sem leiddi til þess var slæmt. Svarthöfði hræðist þessa rök- brellu því hún getur vissulega lent í tröllahöndum. S varthöfði hefur nefnilega tekið eftir þessari tilhneigingu hjá Davíð Oddssyni og fylgismönn- um hans. Hún er auðvitað mun merkilegri í meðförum Davíðs, Hann- esar Hólmsteins og meðreiðarsveina þeirra heldur en Atla og Lilju þar sem þeir eru í reynd arkitektar þess samfé- lags sem hrundi haustið 2008. Hannes sjálfur er auðvitað höfundur þess slag- orðs og grafskriftar hrunsins að Íslend- ingar séu fólk sem „græði á daginn og grilli á kvöldin“. Þegar góðærið stóð sem hæst var Hannes helsta dansfífl þess og vísaði þá endalaust í þá skoð- un að Davíð hefði búið til þetta samfé- lag velsældar með nýfrjálshyggjuna og markaðsvæðinguna að vopni. e ftir að allt hrundi árið 2008 er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Davíð og Hannes eru orðnir að mönn- unum sem vöruðu við hruninu og reyndu að sporna við því með því að hefta útþenslu og vöxt útrásarvíkinga eins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Að eigin sögn eru þeir mennirnir sem sáu hrunið fyrir, vöruðu við því og hafa allt önnur viðhorf en einkenna hugarfar hrunsins. Þeir ætla sér ekki að borga skuldir óreiðumannanna og hrunverjanna sem þeir seldu Lands- bankann til þó svo að þessir menn hafi verið helstu samherjar og banda- menn þeirra á meðan allt lék í lyndi. Davíð og Hannes eiga engan þátt í hruninu og eru gagnrýnir á hugarfar hrunsins. S varthöfði telur að ef svo fer sem horfir að svo margir og svo ólíkir hagsmunaaðilar í samfélaginu – jafnvel stríðandi öfl með and- stæðar skoðanir – haldi áfram að not- ast við tilvísanir um að hugsanir þeirra og skoðanir séu ekki hluti af hugarfari hrunsins líkt og meiningar andstæð- inga þeirra þá verði þessi vísun í lær- dóma hrunsins merkingarlaus. Rök- brellan um hugarfar hrunsins verður að rökvillunni um hugarfar hrunsins, reductio ad hrunus. Líkt og rökvillan um Hitler, reductio ad Hitlerum – sem gengur út á að stilla andstæðingi sín- um í rökræðu upp sem skoðanabróður Adolfs Hitler – verða tilvísanir í hugar- far og lærdóma hrunsins merkingar- lausar því þær munu lykta af rökvillu. Lærdómar hrunsins verða gengis- felldir ef allir hossa sér á því að þeir og þeirra skoðanir hafi ekki með einum eða neinum hætti tengst hruninu eða hugarfari þess, jafnvel þó staðreynd- irnar segi allt annað, líkt í tilfelli Vinstri grænna og Davíðs og Hannesar. Svarthöfði Reductio ad hRunus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.