Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 28. mars 2011 Mánudagur „Ég var að vinna við kerfóðrun í álverinu þegar ég og félagi minn sáum að skautklemma sem er járn- biti um þrír til fjórir metrar á lengd og þrjú til fjögurhundruð kíló að þyngd dettur ofan á stelpu sem var að vinna þarna rétt hjá okkur. Við stukkum til og í einhverju adrena- línsrússi náðum við að lyfta bitan- um af henni á meðan aðrir drógu hana undan,“ segir Þórarinn Björn Steinsson, þrítugur fjögurra barna faðir, sem árið 2005 vann mikla hetjudáð þegar samstarfskona hans í Norðuráli Grundartanga lenti í alvarlegu vinnuslysi. Ekki viðurkennt sem vinnuslys Þórarinn og félagi hans, Helgi Val- ur Árnason, sýndu snarræði þegar þeir komu stúlkunni til hjálpar en afleiðingar þess hafa gert Þórar- in Björn óvinnufæran. Við að lyfta stálbitanum brást eitthvað í baki hans og eftir innlagnir á sjúkrahús og margra ára sjúkraþjálfun þarf hann að reiða sig á verkjalyf til að komast í gegnum daginn og nota svefntöflur til að sofa. Án þeirra vaknar hann oft á nóttu vegna verkja. Norðurál vill ekki viðurkenna að Þórarinn hafi orðið fyrir vinnu- slysi og segir að Þórarinn hefði átt að hugsa sig tvisvar um áður en hann lyfti bitanum af stúlkunni. Þórarinn Björn stendur nú í mála- ferlum við Norðurál og Sjóvá en málið á sér engin fordæmi á Ís- landi. Leit illa út „Þetta gerðist þannig að mitt teymi var í pásu akkúrat þarna. Stelp- an var að taka skautklemmuna úr krananum, en þá er hún látin síga niður á skaut og henni húkkað úr krananum. Við stóðum álengdar, ég og þessir strákur sem stökk í þetta með mér og vorum að spjalla sam- an þegar við sjáum að skautklemm- an losnar úr krananum og dettur ofan á stelpuna. Stelpan hafði stað- ið ofan á skauti og þegar skautk- lemman féll ofan á hana klemmir hún fæturna á henni fastar og búk- urinn liggur niður á gólfið. Það stóð bolti úr skautinu sem stelpan stóð á og hann stakkst djúpt inn í lærið á henni. Þetta leit mjög illa út og hún öskraði eins og stungin grís á hjálp. Við vorum tveir sem stukkum strax til og losuðum hana undan bitan- um á einhverjum tíu sekúndum eða svo. Það voru svo einhverjir aðrir sem drógu hana undan honum og lögðu hana á gólfið. Allan tímann emjaði hún af sársauka og við ótt- uðumst að hún væri brotin og al- varlega slösuð.“ Sjúkrabíll kom á staðinn stuttu seinna og fór með stúlkuna á sjúkrahús. Þórarinn fann fyrir smá eymslum í bakinu og settist inn á kaffistofu til að athuga hvort verk- urinn myndi ekki líða hjá. „Seinna þegar ég ætlaði að standa upp gat ég mig hvergi hreyft og þá er mér skutlað niður á sjúkrahús líka. Þar var ég sprautaður niður með mor- fíni og látinn liggja fram á kvöld. Ég var myndaður og þá kom í ljós byrj- un á brjósklosi og að einn liðþófi hafði fallið saman. Fyrir slysið var ég aldrei með nein bakvandamál og læknar hafa staðfest að þessi meiðsl urðu við að lyfta bitanum.“ Eigin viðbrögðum að kenna Þórarinn var frá vinnu í mánuð fyrst eftir slysið. Þar sem vinna við ker- fóðrun er líkamlega mjög erfið fékk hann sig fluttan yfir í kerskálan eft- ir að hafa gert tilraun til að vinna áfram við kerfóðrun sem varð til þess að hann þurfti aftur að hverfa frá vinnu vegna verkja. „Í kerskál- anum stendur maður með fjarstýr- ingu og stjórnar krönum og svona en það tók mjög á og suma daga var ég alveg frá vinnu. Síðasta hálfa árið er ég búinn að vera á sjúkradagpen- ingum og núna er ég að bíða eftir að komast inn á endurhæfingarlífeyri.“ Eftir slysið var Þórarni og félaga hans hrósað fyrir snarræðið og lof- uðu yfirmenn hans hversu fljótt og vel þeir brugðust við. „Daginn eft- ir slysið var þrýst á mig að koma upp eftir og gefa skýrslu, sem ég gerði þrátt fyrir mikla verki. Starfs- mannastjórinn hrósaði mér fyr- ir þetta og sagði að það væri gott að hafa menn eins og mig í vinnu. En svo kemur að því að ég fer í mál því þeir hjá Norðuráli vilja ekki við- urkenna þetta sem vinnuslys sem þýðir að ég á engan rétt á bótum. Þeir beita því fyrir sig að ég hafi ekki lent sjálfur í slysinu, heldur að þetta hafi bara verið mínum viðbrögðum að kenna. Það er nú bara þannig að í alvarlegum slysum skiptir hver sekúnda máli og þegar maður sér einhvern í hættu þá stekkur maður til hjálpar.“ Erfitt að halda á eins árs dóttur Stelpan sem fékk bitann ofan á sig hefur náð sér að fullu eftir slysið og einu verksummerki þess er stórt ör á öðru lærinu eftir boltann sem stakkst þar á kaf. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sem hann hefur gengið í gegnum sér Þórarinn ekki eftir að hafa hjálpað stúlkunni á raunarstundu og myndi ekki hika við að koma manneskju í neyð til hjálpar. „En mér finnst þetta undarleg skilaboð sem fyrir- tækið sendir, þegar maður á ekki að koma starfsfólki þess til hjálpar eins fljótt og hægt er. Þetta voru bara fyrstu viðbrögð að hlaupa til henn- ar. Og jú, það hefði verið hægt að nota kranann til að lyfta bitanum, en það hefði tekið fimm, sex mín- útur að útbúa það allt.“ Aðspurður um batahorfur seg- ir Þórarinn Björn að það sé erfitt að segja til um slíkt. „Læknarnir geta ekk- ert sagt um það. Kannski næ ég mér eftir ár en kannski mun ég aldrei ná mér að fullu. Ég lagðist í viku inn á Reykjalund árið 2009 og er í eft- irmeðferð þaðan núna og mun sennilega leggjast aftur inn í sumar. Verkirnir hafa farið versnandi en það er kannski vegna þess að maður hef- ur verið að pína sig áfram í vinnu. Ég lenti á sjúkra- húsi 2009 en þá fékk ég svo miklar bólgur í bakið að ég missti allan mátt í fót- unum. Ég lá á sjúkrahúsi í tvær vikur og gat ekkert hreyft fæturna. Þá hafði ég verið að vinna í versl- un sem er nú engin erf- iðisvinna.“ Þórarinn Björn á fjögur börn á aldr- inum eins til tólf ára og hafa bakmeiðsl- in haft áhrif á fjöl- skyldulíf sem og tóm- stundir. „Maður getur ekki gert hvað sem er með börnunum og ég á stundum erfitt með að halda á þess- ari yngstu sem er eins árs. Ég get ekki lyft krökkunum og þetta getur oft verið mjög leiðinlegt fyrir okkur öll.“ Fyrir slysið æfði Þórarinn keilu en vegna bakmeiðslanna getur hann ekki stundað hana lengur. Einnig hafði hann gaman af því að spila fót- bolta með félögunum sem er ekki lengur í boði. „Þetta hefur áhrif á allt og er einnig búið að taka sinn toll af and- legu hliðinni. Maður hefur oft farið ansi langt niður. Ég er bara þrítugur og á allt eftir.“ DV hafði samband talsmann Norðuráls á föstudaginn. Hann hefur enn ekki brugðist við spurningum blaðsins um málið. ÓVINNUFÆR EFTIR BJÖRGUNARAFREK n Slasaðist við að koma samstarfskonu til hjálpar í Norðuráli n Óvinnufær vegna bakmeiðsla en fyrirtækið segir atvikið ekki flokkast undir vinnuslys n Á erfitt með að halda á eins árs dóttur vegna verkja Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Það er nú bara þannig að í alvarlegum slysum skiptir hver sekúnda máli og þegar maður sér einhvern í hættu þá stekkur maður til hjálpar. Sýndi snarræði Þórarinn Björn Steinsson kom sam- starfskonu sinni til hjálpar þegar þungur stálbiti féll ofan á hana. Í dag er hann óvinnufær vegna bak- meiðsla en fær ekki bætur þar sem Norðurál telur bakmeiðslin hans eigin við- brögðum að kenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.