Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 3
og umsvif en það kæmi á endan- um einnig fátækum til góða. Er- indi þessara hagfræðinga á veg- um Hannesar Hólmsteins voru síðar birt í bókinni „Cutting Taxes to Increase Prosperity“ sem kalla mætti Skattalækkun í þágu auk- innar hagsældar. Bókinni ritstýrði Tryggvi Þór Herbertsson ásamt Hannesi. Svokallaður bogi Laffers fjallar um að tekjur ríkissjóðs geti að- eins hækkað upp að vissu marki með skattahækkunum. Við efstu mörk fari tekjur að lækka, hvatinn til umsvifa minnkar og svo fram- vegis. „Lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Væri atvinnulífið örv- að með skattalækkunum til vaxt- ar, myndi það skila ríkinu meiri tekjum. Ronald Reagan boðaði þessa hugmynd í baráttunni fyr- ir forsetakjörið 1980, en andstæð- ingum hans fannst fátt um og köll- uðu vúdú-hagfræði,“ segir Hannes Hólmsteinn á einum stað. Í raun var skattaverkefni Hann- esar liður í áróðursstríði sem beindist að gagnrýnendum frjáls- hyggjustefnunnar, enda snerti málið þá arfleifð sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðis- flokksins skildi eftir sig á löngum ferli. Stefán Ólafsson prófessor hafði misserum og árum saman vakið athygli á aukinni misskipt- ingu og íþyngjandi skattbyrði á lágar tekjur um leið og létt væri sköttum af eignafólki og fyrir- tækjum. Þessi átök bárust meðal annars inn í sali Alþingis þar sem tekist var á um trúverðugleika og heiður Stefáns sem fræðimanns. n Árni Mathiesen lét Hannes Hólmstein Gissurarson hafa 10 milljónir króna n Peningana átti Hannes að nota til að svara spurningum um ágæti skattalækkana n Ætla má að skattalækkunarverkefni Hannesar hafi kostað tugi milljóna króna n Bankar, tryggingafélög og stórfyrirtæki voru styrktar aðilar „Íslenska efnahagsundursins“ Fréttir | 3Mánudagur 28. mars 2011 VERKEFNI HANNESAR FÉKK 10 MILLJÓNIR Spurningar sem Árni Mathiesen vildi fá svör við: 1. Hversu mikið af auknum skatttekjum af fyrirtækjum á síðustu árum stafar af stofnun einkahlutafélaga og einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja og hversu mikið af almennri eflingu atvinnulífsins? 2. Hversu mikið af auknum skatttekjum af einstaklingum stafar af því að skatt- leysismörk hækkuðu um skeið ekki með vísitölu neysluverðs eða launa og hversu mikið af auknum almennum tekjum? 3. Hvað er líklegt að mikill hluti til- tekinnar prósentulegrar skattalækkunar á fyrirtæki skili sér aftur til ríkissjóðs við ráðstöfun hins skattalega sparnaðar? 4. Hvað er líklegt, ef horft er til reynslu annarra þjóða, að skattstofninn geti aukist vegna flutnings erlendra fyrirtækja og efnahagsstarfsemi til landsins? 5. Er líklegt, og þá hversu mikið, að skattskil batni við slíka skattalækkun? 6. Hver þyrfti lækkun tekjuskatts á ein- staklinga að vera, til þess að venjulegt launafólk greiddi lægri eða jafnlága skatta og fjármagnseigendur af tekjum sínum? 7. Hvaða áhrif myndi slík skattalækkun hafa á vinnufýsi og skattskil? 8. Hvernig verður hagur láglaunafólks best bættur með skattbreytingum? Úr samningi Árna Mathiesen við Félags- vísindastofnun og Hannes Hólmstein Gissurarson. Spurningar Árna Margar af stærstu fasteignum við- skiptalífsins eru nú í eigu bankanna eft- ir að fyrrverandi eigendur þeirra misstu þær. Þannig eru margar af stærstu og kunnuglegustu byggingum Borgartúns í Reykjavík komnar í eigu bankanna. Fyrir hrun þróaðist Borgartúnið hratt í að verða eins konar fjármálahverfi borgarinnar – Wall Street Íslendinga – þar sem fjármálafyrirtæki áttu að blómstra á hverju götuhorni. Stórhuga fasteignafélög sem byggðu þar eru nú hins vegar komin á hliðina og bankarn- ir hafa tekið yfir eignirnar. Hvar sem far- ið er um höfuðborgarsvæðið eru stórar byggingar sem hýsa eða áttu að hýsa fyrirtæki, komin í eigu bankanna. Eiga 1.027 fasteignir Viðskiptabankarnir eiga alls um 1.027 fasteignir sem þeir hafa leyst til sín á síðustu tveimur árum eftir hrunið. Flestar þessar eignir voru yfirteknar í fyrra eða alls um 1.650 eignir sam- kvæmt frétt RÚV á dögunum. Lands- bankinn er langumsvifamesti eigandi fasteigna á landinu, því alls á ríkis- bankinn 535 fasteignir. Þar af eru 148 iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, 181 íbúðarhúsnæði auk sumarhúsa og bú- jarða. Íslandsbanki á næstflestar fasteign- ir af bönkunum, eða 299 talsins. Þar af eru 168 íbúðir og 51 atvinnuhúsnæði. Arion banki á síðan 193 fasteignir. Þar af eru 88 íbúðarhúsnæði. Fasteignafélög bankanna Arion banki, Íslandsbanki og Lands- bankinn eiga öll dótturfélög sem sýsla með atvinnuhúsnæði sem bankarnir hafa tekið yfir. Landsbankinn á dóttur- félagið Regin ehf. sem á meðal annars Smáralindina og Egilshöll. Reginn á einnig um 7 þúsund fermetra húsnæði World Class í Laugum. Arion banki á félagið Landfestar sem á tugþúsundir fermetra af skrif- stofuhúsnæði í Borgartúni. Meðal annars 9.078 fermetra í Höfðaborg og 12.700 fermetra skrifstofubyggingu í Borgartúni 26 á 8 hæðum. Íslandsbanki á síðan dótturfélag- ið Miðengi ehf. sem er meðal annars stærsti einstaki hluthafinn í Fasteign ehf., með 37% hlut. Félagið á þann- ig stóran hlut í byggingu Háskólans í Reykjavík, íþróttamiðstöðinni Álfta- nesi og höfuðstöðvum færsluhirðinga- fyrirtækisins Borgunar í Ármúla svo fátt eitt sé nefnt. Vilja leggja félagið niður Takmark bankanna er að reyna að selja þær eignir sem þeir hafa tekið yfir og sitja uppi með, en það hefur gengið hægt. Þannig hefur Landsbankanum ekki enn tekist að selja Smáralindina á viðunandi verði. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að endanlegt markmið sé að selja allar eignir Regins svo hægt verði að leggja félagið niður. Í millitíðinni mun félagið hins vegar einnig sinna þróunarverk- efnum svo hægt sé að koma tilteknum eignum í söluhæft ástand. Þannig á bankinn ókláraða nýbyggingu við slipp- inn í Reykjavík sem til stendur að þróa og klára að byggja. Almennt hefur þó gengið illa að koma stærstu fasteignun- um út. „Við höfum gert tilraun til að selja Smáralindina, það tókst ekki síðastliðið haust, en markmiðið er að leggja þetta niður um leið og kaupendur finnast að fasteignum félagsins,“ segir Kristján. Tugmilljarða eignir Í ársreikningi Regins fyrir árið 2009 eru heildareignir félagsins metnar á rúma 15 milljarða króna. Fram hefur komið að síðan þessi ársreikningur var gefinn út hefur félagið tekið yfir fleiri fasteign- ir og því líklegt að eignir Regins séu umtalsvert hærri. Eignir Miðengis samkvæmt árs- reikningi 2009 eru hins vegar um 429 milljónir króna. Líklegt má telja að eignir félagsins séu umtalsvert meiri nú. Félagið hefur hins vegar þegar selt hluta af þeim eignum sem það hafði tekið yfir. Landfestar ehf., fasteignafélag í eigu Arion banka, sérhæfir sig í leigu á iðnaðarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Á vef félagsins segir að því sé ætlað að eiga, reka og leigja út atvinnuhúsnæði sem Arion banki eignast með samningum um endurskipulagningu skuldastöðu við- skiptavina sinna. Samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2009 voru eign- ir félagsins metnar á um 15,4 milljarða króna. Reginn og Landfestar eiga því samanlagt 30 milljarða króna eignir. Í eignasafni Landfesta má nefna 6.287 fermetra skrifstofuhúsnæði í Holtasmára í Kópavogi. Reitir í eigu bankanna Landic Property var fyrir hrun eitt stærsta fasteignafélag landsins og var að stærstum hluta í eigu útrásarfélaga. Eftir gjaldþrot þess er það er nú orðið hluti af fasteignafélaginu Reitum ehf. sem á gríðarlegar fasteignir. Stærst eig- andi Reita ehf. er Eignabjarg ehf. sem á 42,6% hlut í félaginu. Eignabjarg er dótturfélag Arion banka. Landsbankinn, NBI hf, á 29,6 pró- senta hlut. Þá á þrotabú Landic Prop- erty um 16% hlut. Landsbankinn og Arion banki eiga því samtals rúmlega 72% hlut í Reitum og þar með fasteign- um þess. Meðal eigna Reita má nefna versl- unarmiðstöðina Kringluna, hluta í verslunarmiðstöðinni Spönginni í Grafarvogi, verslunarmiðstöðina Holtagarða og skrifstofuhúsnæðið við Höfðabakka 9. Þá má nefna 3. og 4 hæð í Skaftahlíð 24 þar 365 hefur höf- uðstöðvar sínar. Þá eiga Reitir 6 þús- und fermetra skrifstofuhúsnæði við Dalshraun 3 í Hafnarfirði. Aðrar fast- eignir félagsins eru meðal annars Nor- dica-hótelið og höfuðstöðvar Kaup- hallar Íslands. Undirbúningur stendur nú yfir vegna skráningar Reita á markað seinni hluta næsta árs. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á þessu ári. Verðmæti eignasafns Reita er talið um 92 milljarðar króna. „Við höfum gert tilraun til að selja Smáralindina, það tókst ekki síðastliðið haust, en markmiðið er að leggja þetta niður um leið og kaupendur finnast að fasteignum félagsins. BANKARNIR ERU FASTEIGNARISAR n Bankarnir eiga risastórar fasteignir n Reyna að selja þær en gengur hægt n Skrifstofuhúsnæði, háskóli, líkamsræktarstöð, verslunar- miðstöð og knattspyrnuhöll meðal eigna n Tugmilljarða verðmæti Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is ÚR EIGNASAFNI BANKANNA Háskólinn í Reykjavík Stærð: 30.000 fermetrar Eigandi: Miðengi ehf., dótturfélag Íslandsbanka á 37%. Holtasmári 1 Stærð: 6.287 fermetrar Eigandi: Landfestar ehf., dótturfélag Arion banka. Höfðaborg Stærð: 9.078 fermetrar Eigandi: Landfestar, dótturfélag Arion banka. Borgartún 26 Stærð: 12.700 fermetrar Eigandi: Landfestar ehf., dótturfélag Arion banka. Smáralind Stærð 61.574 fermetrar Eigandi: Reginn ehf., dótturfélag Lands- bankans. Vínlandsleið 1 - Húsasmiðjan og Blómaval Stærð: 18.427 fermetrar Eigandi: Reginn ehf., dótturfélag Lands- bankans. Egilshöll Stærð: 31.000 fermetrar Eigandi: Reginn ehf., dótturfélag Lands- bankans. World Class - Laugar Stærð: 7.255 fermetrar Eigandi: Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.