Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Mánudagur 28. mars 2011 Verkamannaflokks Norður- Kóreu. Minnismerkið stendur í höfuð- borg landsins, Pjongjang, og skartar þremur hnefum. Einn hnefinn held- ur á hamri, annar á sigð og sá þriðji á pensli. Má telja víst að hamarinn og sigðin séu verkamönnum lands- ins og afrekum þeirra til heiðurs, en hvað pensillinn stendur fyrir er erf- iðara um vik að fullyrða; kannski til er hann til heiðurs mennta-, gáfu- og listamönnum. Sjálfur hefur Kim Jong-il verið ólatur við að gera minnismerki sjálf- um sér til dýrðar, hvort heldur sem er með minnismerkjum í máluð- um myndum og er það mat manna að hann hafi gefið hugtökunum „per sónu-“ eða „sjálfsdýrkun“ nýja merkingu. Friðarstillirinn Mars Einn merkur leiðtogi, Napóleón Bónaparte, komst að þeirri niður- stöðu að við hæfi væri að hann tæki á sig ímynd herguðsins Mars. Keisar- inn fékk ítalskan listamann, Antonio Canova, til að gera styttu af nöktum Napóleón sem nefnd var Napóleón sem friðarstillirinn Mars. Síðar ku keisarinn hafa lýst óánægju með styttuna og sagði, þegar hún var til- búin fjórum árum eftir að verkið hófst, að hann væri of íþróttamanns- legur enda hafði heilsu hans hrakað. Sjálf gefur styttan styttum af róm- verskum keisurum lítið eftir hvað stærð og útlit varðar. Í umfjöllun um minnismerki sem alvaldar hafa í gegnum tíð- ina látið reisa sjálfum sér til hylli er nánast broslegt að fjalla um mál- verk. Máluð hafa verið málverk af þjóðarleiðtogum á nánast öllum tímum mannkynssögunnar. Í sum- um tilfellum hefur ekki þurft meira til en að myndefnið hafi verið seðla- bankastjóri örríkis í Norður-Atlants- hafi. Einræðisherrarnir Adolf Hitler og Benító Mússolíní létu báðir gera mál- verk af sér, fleiri en eitt og fleiri en tvö. Hitler var gjarna sýndur með dáleið- andi augnaráð, sem reyndar átti eftir að draga heila heimsálfu til helvítis. Kollega Hitlers og bandamaður, Benító Mússólíni, fékk dáðan málara, Philip Alexius de László, til að koma „il Duce“, leiðtoganum á léreft. Líkt og hjá Hitler virðist sem mikil áhersla hafi verið lögð á augnaráð alvaldsins. Horft til fornaldar Ramses II, faraó í Egyptalandi, er tal- inn hafa verið einn valdamesti faraó í sögu egypska veldisins. Hann var dýrkaður sem Guð væri af epypsku þjóðinni og hafði þurrkað út öll merki fyrri valdaætta í ríkinu. Þessi gríðarstóra stytta af Ramsesi er við Lúxor-hofið og er talin til merk- is um áhrif hans og völd í Egyptalandi til forna, en styttan var gerð frá 1279 til 1213 fyrir Krists burð. Konstantínus mikli var enginn amlóði og eftir að hafi unnið slag- inn og tekið yfir heilt stórveldi fannst honum vel til fundið að taka hálf- karaða styttu af fyrrverandi alvaldi, Maxentíusi, og láta klára hana í sinni mynd. Eins og það væri ekki nóg þá fyrir- skipaði hann smíði gríðarstórrar basil- íku sem hýsti tólf metra háa styttu af honum. Það eina sem eftir er af stytt- unni í dag eru höfuðið og nokkrir aðrir hlutar styttunnar og eru þeir geymdir í Róm. MYNDBIRTING SJÁLFSDÝRKUNAR Í anda Rómaveldis Napóleon Bónaparte fannst styttan sýna sig í helst til góðu formi þegar smíði hennar var lokið. MYND WIKIMEDIA Ramses II Gríðarstór stytta af einum voldugasta faraó Egyptalands er við hofið í Lúxor. MYND REUTERS „Sverð sigurs“ í Bagdad Hvaða sigri einræðisherrann Saddam Hussein vildi fagna með merkinu kann að velkjast fyrir fólki. MYND REUTERS Styttan af Saparmurat Niyazov, einræðisherra í Túrkmenistan Styttan snýst þannig að sólin skín ávallt á „föður Túrkmena“. MYND REUTERS Hugmyndasmiður „Stóra stökksins“ Stytta við grafhvelfingu Maós Zedong sýnir hann fara fyrir hópi baráttuglaðra byltingarsinna. MYND: ÓÞEKKT Krepptur hnefi Muammar al-Gaddafi lætur gjarna mynda sig við þetta minnismerki. MYND REUTERS Heimildir huffingtonpost.com, esquire. com, thesexybeast.com, wikipedia.com og fleiri miðlar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.