Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 14
Fyrirmyndar- þjónusta n Lofið fær Krambúðin á Skóla- vörðustíg. „Ég er fastakúnni í Kram- búðinni og mig langar að fá að hrósa starfsfólki hennar. Alltaf þegar ég kem í búðina þá fæ ég alveg ein- staklega góða þjónustu sem er til fyrirmyndar. Starfólkið er vinalegt og verslunarstjórinn heilsar manni alltaf. Í Kram- búðina er afskaplega gott að koma og eiga viðskipti við þetta góða fólk,“ segir íbúi í Þing- holtunum. Allir hlutir á sinn stað Á stórum og barnmörgum heimilum getur skipulagið farið úr skorðum og ekki eru allir hlutir á sínum stað. Flestir foreldrar kannast við það að fallast hendur þegar ganga þarf frá á heimilinu en til er gott ráð í því sam- hengi. Í stað þess að fullorðna fólkið sjái eitt um að ganga frá er öllum á heimilinu fenginn poki eða bali og hver og einn á að finna 27 hluti sem eru ekki á sínum stað. Sá hinn sami kemur hlutunum á réttan stað og á augabragði eru allir hlutir komnir á sinn stað. Börnunum finnst þetta skemmtilegur leikur og þetta léttir störf foreldranna. Börnin komast auðveldlega út n Lastið fær kaffihúsið Mömmukaffi í Kópavogi. „Mömmukaffi er fínt kaffi- hús og gott að koma þangað með börn en það er einn stór galli þar. Úti- dyrahurðin er sjálfvirk og mér finnst það stórhættulegt. Þetta er kaffihús sem er hugsað fyrir börn en þau kom- ast auðveldlega út um þessar dyr og beint út á götu ef maður hefur ekki stanslaust auga með þeim. Mér finnst að það ætti að breyta þessu,“ segir áhyggjufull móðir. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Lífrænar vörur ódýrastar í Krónunni Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á vottuðum lífrænum matvörum í níu matvöru- og sérverslunum með lífrænar vörur þann 21. mars. Lægsta verðið var oftast að finna í Krónunni eða á 16 tegundum af 54. Ódýrast var í Fjarðarkaupum í 14 tilvikum og 9 í Hagkaupi. Hæsta verðið var oftast að finna í Blómavali eða í 18 tilvikum og í Manni lifandi í 12 tilvikum. Mikill verðmunur var á milli verslananna en í meira en helmingi tilvika reyndist munurinn á hæsta og lægsta verði á bilinu 25 til 75 prósent. Á heimasíðu ASÍ er tekið fram að aðeins sé um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki sé lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 28. mars 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 228,9 kr. Verð á lítra 231,9 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 231,5 kr. Verð á lítra 236,4 kr. Verð á lítra 232,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Verð á lítra 231,4 kr. Verð á lítra 236,5 kr. Verð á lítra 231,5 kr. Verð á lítra 236,4 kr. Verð á lítra 231,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð n Mikil vakning er hér á landi um hollt mataræði n Danir hafa lengi notast við matarpýramída sem viðmið fyrir holl mat- væli n Borðum mest af botninum og minnst af toppnum HOLLUSTU- PÝRAMÍDINN Danir hafa löngum verið örlítið á undan okkur Íslendingum þegar kemur að því að vera meðvitaðir um hollt mataræði. Árlega gefa dönsku neytendasamtökin FDB út matar- pýramída sem segir til um hversu mikið af hvaða fæðutegundum æski- legt sé að borða. Nokkrar breytingar hafa ver- ið gerðar á pýramídanum í ár en sú veigamesta er að grænmetið hefur verið sett á botninn en þar er það sem við eigum að borða mest af. Ávextir eru enn í miðjunni en þótt þeir séu hollir og við hvött til að borða mikið af þeim er mikilvægara að borða meira af grænmeti. Önnur breyting er sú að hrísgrjón og pasta hefur verið fært frá botnin- um upp í miðjuna og hefur því verið aðskilið frá kartöflum, rúgbrauði og haframjöli, sem er enn á botninum. Eins eru nú eingöngu heilhveiti- vörur í nýja pýramídanum. Mest af grænmeti og minna af kjöti Pýramídinn virkar á þann hátt að við eigum að borða sem mest af því sem er á botninum en minnst af toppn- um. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir Joan Preisler, heilsuráð- gjafi hjá FDB, að með því að styðjast við pýramídann getum við á einfald- an hátt áttað okkur á því hvað við eig- um að leggja áherslu á til að fá sem hollast og fjölbreyttast mataræði. Eins er hægt að nota hann þegar við kaupum í matinn en sam- kvæmt honum ættum við að kaupa sem mest af grænmeti og minna af kjöti. Því það sé í búðinni sem við tökum fyrsta skrefið í átt að hollara mataræði. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Pýramídinn sýnir hvaða matvæli við eigum að leggja mesta áherslu á til að fá holla og fjölbreytta fæðu. NEÐST Vatn Svölum þorstanum með vatni. Við eigum að drekka um það bil lítra af vatni á degi hverjum. Ef heitt er í veðri eða við svitnum mikið skal auka dagskammtinn. Rúgbrauð, haframjöl og kartöflur Danir borða mikið af grófu rúgbrauði og samkvæmt pýramídanum skulu rúgbrauð, haframjöl og kartöflur vera á matseðlinum á hverjum degi. Passlegur skammtur fyrir fullorðna eru tvær brauð- sneiðar og einn skammtur af haframjöli. Börn þurfa minni skammt. Grænmeti Borða skal að minnsta kosti 300 grömm af grænmeti daglega. Ráðlagður skammtur fyrir 4 til 10 ára börn eru 150 til 250 grömm en því eldri sem þau verða því meira grænmeti þurfa þau. Veldu gróft grænmeti, svo sem kál og rótargrænmeti, frekar en það fína. Grænmetið er hollt hvort sem það er hrátt, eldað, ferskt eða frosið. Í MIÐJUNNI Grófkornabrauð, múslí, pasta, hrísgrjón og búlgur. Gott er að borða grófkornabrauð og múslí öðru hvoru. Pasta og hrísgrjón má borða einu sinni til tvisvar í viku en eins má skipta því út fyrir til dæmis búlgur eða kúskús. Alltaf skal velja gróft korn. Mjólkurvörur Drekktu eða borðaðu um það bil hálfan lítra af mjólkurvörum á dag. Velja skal fituminni vörur og þær sem eru án viðbætts sykurs. Kotasæla inniheldur sömu næringarefni og mjólk og ávallt skal velja magran ost. Ávextir, ber og hnetur Borða skal 300 grömm af ávöxtum og berjum á dag en ekki meira en það. Börn á aldrinum 4 til 10 skulu borða 150 til 250 grömm af ávöxtum og því eldri sem þau eru því meira þurfa þau. Hvort sem ávextirnir eru hráir, eldaðir, ferskir eða frosnir þá eru þeir hollir. Handfylli af ósöltuðum og ósætum hnetum eða möndlum er sjálfsagt að fá sér yfir daginn. EFST Fiskur og skeldýr Borðaðu minnst 200 til 300 grömm af fiski á viku. Það samsvarar tveimur máltíðum eða einni máltíð og fiski sem áleggi daglega. Skiptu á milli þess að borða feitan og magran fisk. Fiskur, hvort sem hann er ferskur, frosinn eða úr dós er hollur. Fiðurfé og egg Borðaðu fiðurfé nokkrum sinnum í viku. Veldu magurt kjöt, eða það sem innheldur í mesta lagi 10 prósent fitu á hver 100 grömm. Egg má borða tvisvar til þrisvar í viku. Kjöt Borða má nauta- og svínakjöt um það bil tvisvar sinnum í viku. Velja skal magurt kjöt sem inniheldur í mesta lagi 10 prósent fitu á hver 100 grömm. Innmatur, svo sem hjarta og lifur, er sérstaklega hollur og skal borða hann inn á milli. Fita Við skulum fara sparlega með fituna og velja fljótandi fitu, svo sem jurtaolíu í stað harðar fitu, svo sem smjörs og smjörlíkis. Gott er að breyta reglulega til þegar kemur að jurtaolíunni. Innihald matarpýramídans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.