Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 28. mars 2011
n Uppnám og reiði vegna endurútreikninga bankanna n Örvæntingarfullum lántakendum
gengislána gert að greiða hærri afborganir en fyrir endurútreikninga n Stríðir gegn stjórnar-
skrá og lögum að reikna vexti og vaxtavexti aftur í tímann n Verið að undirbúa kvörtun til ESA
BORGA MEIRA EFTIR
ENDURÚTREIKNINGA
Aukin greiðslubyrði af endurútreikn
uðum gengislánum bankanna veldur
mikilli reiði og uppnámi. Guðmund
ur Andri Skúlason hjá Samtökum
lánþega segir að allt að tvö þúsund
örvæntingarfullir einstaklingar hafi
haft samband að undanförnu vegna
þyngri greiðslubyrði af lánunum eftir
endurútreikninga bankanna.
„Þessa dagana er það einkum skil
víst fólk, sem búið er að leysa út sér
eignarsparnað, fá frystingu lána og
tæma aðra möguleika, sem hefur
samband. Þetta er fólkið sem hef
ur unnið baki brotnu og er búið að
reyna allt til að þóknast bönkunum og
standa í skilum. Þetta fólk bjóst við að
eitthvað betra biði við enda þessara
svipuganga. Síðan kemur þessi end
urútreikningur bankanna á gengis
lánunum. Og það er bara áframhald
andi svipugöng og þrældómur, þyngri
greiðslubyrði og engin lausn. Fólk lýs
ir sárum vonbrigðum og vonleysi. Við
erum að tala um allt að tvö þúsund
manns sem hafa haft samband vegna
þessa að undanförnu.“
Búnir að endurreikna að mestu
Íslandsbanki á enn eftir að endur
reikna um 6.000 gengislán af um 17
þúsund samningum um gengistryggð
lán sem dæmd voru ólögleg af Hæsta
rétti síðastliðið sumar. Aðrir bank
ar hafa að mestu lokið við að endur
reikna gengislánin í samræmi við
lögin sem samin voru í kjölfar dóms
ins og tóku gildi í lok síðasta árs. Sam
kvæmt þeim áttu fjármálafyrirtæk
in að endurreikna höfðustól lánanna
innan 60 daga. Uppgjör átti sam
kvæmt lögunum að fara fram 30 dög
um síðar eða um nýliðna helgi.
Guðmundur Andri segir að engin
viðurlög séu við því þótt bankarnir fari
ekki eftir þessu. „Þetta er fresturinn
sem fjármálafyrirtækin hafa gagnvart
lántakendunum samkvæmt lögun
um. Þeir hafa túlkað þetta mjög frjáls
lega. Þeir eru í flestum tilvikum búnir
að reikna út og senda út kröfur vegna
þeirra lána sem lántakendur eiga að
fara að borga aukalega. Þeir eiga eftir
að reikna út flóknari lán þar sem lán
takendur kunna að eiga kröfu á bank
ann. Í lögunum er eingöngu verið að
fjalla um kröfu lántakenda til bank
anna. Það er aldrei um neina kröfu
bankans að ræða á hendur lántak
anda og það er lykilatriði.“
Farið í kringum lögin?
Margir lögfræðingar, sem fást við
gengislán og endurútreikninga fyrir
hönd lántakenda, telja að gróflega sé
brotið gegn lántakendum. Það stand
ist varla eignarréttarákvæði stjórnar
skrárinnar að reikna vaxtavexti aftur í
tímann.
Samtök lánþega spurðu embætti
umboðsmanns skuldara um þetta
með formlegum hætti fyrir tveimur
vikum, það er hvort umboðsmaður
teldi að í lögunum væri að finna skýra
heimild til innheimtu þeirrar fjárhæð
ar sem fjármálafyrirtæki reikna sér til
tekna í samræmi við ákvæði laganna
um endurútreikning fyrir liðinn tíma.
Hjalti Halldórsson, lögfræðingur
hjá embætti umboðsmanns skuldara,
segir ekkert öruggt um túlkun þessa
og bíða verði niðurstöðu í dómsmál
um. Ætla mætti að lögin fjölluðu um
greiðsluskyldu kröfuhafans í sam
ræmi við dóm Hæstaréttar. „Að öllu
jöfnu væri þetta eðlilegur skilningur.
En þarna virðist ákvæðinu hafa verið
snúið á hvolf, ef svo má segja. Aðal
efnisatriði ákvæðisins er ekki endur
greiðsluskylda kröfuhafa (banka),
heldur það hvernig finna skuli nýja
stöðu skuldarinnar. Þetta er frámuna
lega illa skrifað ákvæði og til þess fallið
að valda misskilningi því að raunveru
legt efni þess dylst. Vilja löggjafans má
hins vegar sjá skýrlega af nefndaráliti
meirihlutans.“
130 prósenta hækkun greiðslu-
byrði í krónum
Meðfylgjandi eru myndir af greiðslu
seðlum, veðskuldabréfi og greiðslu
áætlunum af tilteknu láni sem tekið
var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum
árið 2006. Eins og sjá má er upphaflegt
lán í jenum og svissneskum frönkum,
29,9 milljónir króna til 40 ára á libor
vöxtum með 2,05 prósenta vaxtaálagi.
Í ágúst árið 2006 var gengi krón
unnar hátt. Mánaðarleg afborgun var
um 128 þúsund krónur á mánuði, eft
irstöðvar tæpar 29 milljónir króna og
vextir samtals um 2,9 prósent.
Liðlega tveimur árum síðar, eða 15.
október 2008, var banka
kerfið fallið og krónan
sömuleiðis. Viðkomandi
lántakandi átti þar með
að greiða um 245 þúsund
krónur þann mánuðinn
af láninu sem nú stóð í 43
milljónum króna.
Nú, fyrir endurútreikn
ing bankans stóð lánið í
um 60 milljónum króna og
afborgun var um 245 þús
und krónur á mánuði.
Eftir endurútreikning
Frjálsa fjárfestingarbank
ans er höfðustóll lánsins
liðlega 43 milljónir króna
en vextirnir allt aðrir en
áður, eða 5,5 prósent. Mán
aðarleg afborgun við
komandi lántakanda los
ar nú 300 þúsund krónur
á mánuði. Greiðslubyrð
in hefur því hækkað um
128 prósent frá lántöku
og höfuðstóllinn um lið
lega 45 prósent.
Málið til ESA
Gögnin sem hér eru birt
nafnlaust eru frá Frjálsa
(SPRON) og er efnivið
ur í málatilbúnaði og
kvörtun sem ætlunin
er að senda til ESA, eft
irlitsstofnunar EFTA.
„Neytendarétturinn er
þarna fótum troðinn með því að inn
heimta afturvirkt sem reikna mátti
með að væri þegar greitt,“ segir Guð
mundur Andri. „Í öðru lagi er verið
að setja á skuldarana lán sem er í öll
um tilvikum óhagstæðara en að sætta
sig við ólöglega gjörninginn og greiða
í samræmi við skilyrðin sem giltu
fyrir endurútreikninga bankanna.
Greiðslubyrðin er út í hött. Og Frjálsi
(SPRON) svarar út í hött þegar spurt
er hvort ekki þurfi að leggja greiðslu
mat til grundvallar þessum nýju upp
hæðum. Segja bara að það stæðist
enginn slíkt mat. Þetta er hreinskilið
svar og segir allt sem segja þarf. Vaf
inn varðandi þessa innheimtu er það
mikill að það er glórulaust að halda
þessu áfram.“
Að endurreikna er ekki sama og
að innheimta
Guðmundur Andri segir mikilvægt að
skilja á milli endurútreikninga bank
anna og innheimtu þeirrar upphæðar
sem slíkir útreikningar leiða til. „Eitt
er endurútreikningar bank
anna sem eru þeim sjálfum
nauðsynlegir. Þeir þurfa meðal
annars að áætla eignasafn sitt
og sýna fram á rétta afkomu í
bókhaldi sínu, til dæmis gagn
vart hluthöfum eða lánar
drottnum. Þeir þurfa að reikna
þetta aftur í tímann vegna þess
að með dómi og lögum er ver
ið að rýra eign þeirra í gengisl
ánunum. Annað er að ráðast
í fulla innheimtu á því sem út
úr slíkum endurútreikningum
kemur. Það stenst ekki ákvæði
kröfuréttarins, stjórnarskrár
innar, samningalög eða neyt
endalög að gera tilraun til að
innheimta samkvæmt þessum út
reikningum. Þarna verður að skilja á
milli.
Ágúst 2006
Afborgun: 128.031
Staða láns: 28.139.901
Vextir: 2,92%
Febrúar 2011 - fyrir endurútreikning
Afborgun: 245.077
Staða láns: 60.139.901
Vextir: 2,18%
Febrúar 2011 - eftir endurútreikning
Afborgun 301.121
Staða láns: 43.416,697
Vextir: 5,50%
Þyngri afborganir
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
Greiðsluseðill Í október 2008 hafði afborgun hækkað í 245 þúsund krónur.
Greiðslukvittun Í ágúst 2006 greiddi lántaka
nd-
inn 128 þúsund krónur á mánuði af láninu.
Örvænting grípur um sig „Þetta fólk
bjóst við að eitthvað betra biði við enda
þessara svipuganga,“ segir Guðmundur
Andri Skúlason hjá Samtökum lánþega.
Veðskuldabréf Upphaflegt lán var 29,9 milljónir króna. Eftir endurútreikning bankans stendur það í 43 milljónum króna.
„Við erum að tala
um allt að tvö
þúsund manns sem hafa
haft samband vegna
þessa að undanförnu.