Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Mánudagur 28. mars 2011 Það mikilvægasta sem þú setur á þig í dag Nýtt Daywear SPF 15 Nú með enn öflugri andoxunarefnablöndu Andoxunarefni. Góð fyrir líkamann og góð fyrir andlitið. Þessi nýja efnablanda okkar, Super Anti-Oxidant Complex, er svo öflug að engin andoxunarefni sem við höfum rannsakað komast nálægt henni í virkni. Auk þess veitir hún vernd gegn öllum helstu tegundum sindurefna sem áreita húðina og gera ásýnd hennar eldri. Þannig dregur greinilega úr fyrstu ummerkjum öldrunar. 96% kvenna (sem þátt tóku í rannsókn okkar?) sögðu að áferð húðarinnar hefði strax orðið sléttari, ferskari og heilbrigðari. STEFÁN LOGI TRYGGÐI FYRSTA STIGIÐ Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið á blað í H-riðli undankeppni EM 2012 eftir að hafa gert marka- laust jafntefli við Kýpur um helgina. Stigið geta Íslendinga þakkað mark- verðinum Stefáni Loga Magnússyni sem varði meðal annars vítaspyrnu frá heimamönnum í fyrri hálfleik. Leikurinn var vægast sagt kaflaskipt- ur hjá íslenska liðinu. Fyrri hálfleik- urinn var algjör hörmung þar sem menn komu vart sendingu á milli manna og varnarleikurinn var á tæp- asta vaði. Í seinni hálfleik átti Ísland fínan hálftímakafla þar sem mikill kraftur og vilji var í liðinu. Sending- ar skánuðu og fékk liðið mörg ákjós- anleg tækfæri til að skapa hættu við mark Kýpur. Á síðasta þriðjungnum gekk þó allt á afturfótunum og kom- ust okkar menn aldrei nálægt því að skapa alvöruhættu við mark Kýp- verja. Ljúft að verja vítið „Við vorum ekki nægilega góð- ir í fyrri hálfleik, alla vega miðað við það sem við ætluðum okkur,“ segir hetja íslenska liðsins, Stef- án Logi Magnússon, í samtali við DV. „Kýpverjar eru góðir á bolta og við ætluðum að vera þolinmóðir. Síðan ætluðum við að vinna bolt- ann, nýta svæðin á vængjunum og keyra hratt á þá. Þar vantaði oft heyrslumuninn því sendingar voru að klikka og það sem þessir flottu strákar geta gert þarna frammi var ekki að nýtast. Við eigum það þá bara inni,“ segir Stefán sem varði vítaspyrnu heimamanna glæsilega í fyrri hálfleik. „Ég svona bæði las hann og giskaði. Svona er þetta stundum. Það var virkilega ljúft að ná að verja vítið og sérstaklega á þessum tímapunkti. Þeir voru að pressa okkur og við hefðum mátt mæta þeim aðeins ofar. Leikurinn hefði líka eflaust breyst töluvert ef þeir hefðu skorað. Þeir hefðu kannski bakkað og farið að spila leiðin- legri bolta. En að sama skapi hefði það kannski tvíeflt okkur. Það var alla vega gaman að verja vítið og ná jafntefli því það hefði ekki ver- ið gaman að fara heim með tap á bakinu,“ segir Stefán Logi. Svekktir með stigið Stefán var nokkuð ánægður með stigið þegar leikurinn er skoð- aður í heild sinni. „Fyrsta stigið er alla vega komið í hús og von- andi getum við byggt ofan á það. Mér fannst baráttan í liðinu fín í leiknum og allir voru að leggja sig fram. Það höfðu allir þann metnað að vinna leikinn sem mér fannst ánægjulegt. Inn vildi þó boltinn ekki. Við vissulega sköpuðum okk- ur held ég engin færi. Það er nógu erfitt að vinna fótboltaleiki þegar maður skapar sér bara tvö eða þrjú færi. En þegar maður skapar sér engin færi er það varla hægt,“ seg- ir Stefán sem segir liðið hafa verið svekkt með stigið eftir leik. „Í byrjun held ég að menn hafi verið svekktir að landa ekki þremur stigum. En svona eftir á að hyggja verður að horfa til þess að þetta er erfiður útivöllur, langt ferðalag og svo má ekki gleyma að Kýpverjar hafa nú alveg náð flott- um úrslitum á sínum heimavelli. En samt, svona beint eftir leikinn voru menn ekki sáttir með stig- ið sem ég tel jákvætt. Menn vildu meira.“ Vill halda stöðunni Stefán Logi hefur varið mark Lille- ström undanfarin tvö ár í norsku úrvalsdeildinni en samt sem áður ekki notið náðar fyrir augum Ólafs Jóhannessonar. Vegna meiðsla Gunnleifs Gunnleifssonar fékk Stefán Logi tækifærið á Kýpur í sín- um fyrsta mótsleik en hann hafði áður spilað fjóra æfingaleiki. Stef- án segir samstarf hans og Gunn- leifs gott en samkeppni sé þó til staðar. „Samvinna mín og samskipti við Gulla eru góð. Ég ber mikla virð- ingu fyrir Gulla, bæði sem mann- eskju og markverði. Ég held það hafi nú verið ég sem manna fyrstur sagði að hann ætti að fá tækifærið hér fyrir nokkrum árum. Svo má nú ekki gleyma að það eru fleiri en ég og hann sem koma til greina. Sam- band okkar er gott. Við viljum bara bæta og þróa hvor annan. Gulli er fimm árum eldri en ég þannig að ég get lært mikið af honum, ekki síður sem persónu. Auðvitað vil ég samt spila og Gulli líka og ég stefni að því að halda mér í markinu,“ segir Stefán Logi Magnússon. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is n Fyrsta stig Íslands í undankeppni EM innbyrt á Kýpur n Stefán Logi Magnússon varði víti í sínum fyrsta mótsleik n Fá marktækifæri sköpuð Bjargaði því sem bjargað varð Stefán Logi hélt hreinu og varði víti í fyrri hálfleik.MYND AME „Fyrsta stigið er alla vega komið í hús og vonandi getum við byggt ofan á það. A-riðill Þýskaland - Kasakstan 4-0 1-0 Miroslav Klose (3.), 2-0 Thomas Muller (25.), 3-0 Thomas Muller (43.), 4-0 Miroslav Klose (88.). Austurríki - Belgía -2 0-1 Axel Witsel (6.), 0-2 Axel Witsel (50.). B-riðill Armenía - Rússland 0-0 Andorra - Slóvakía 0-0 Írland - Makedónía 2-1 1-0 Aiden McGeady (2.), 2-0 Robbie Keane (22.), 2-1 Ivan Trickovski (45.). C-riðill Serbía - Norður-Írland 2-1 0-1 Gareth McAuley (40.), 1-1 Marko Pantelic (65.), 2-1 Zoran Tosic (74.). Slóvenía - Ítalía 0-1 0-1 Thiago Motta (73.). D-riðill Bosnía-Hersegóvína - Rúmenía 2-1 Albanía - Hvíta-Rússland 1-0 Lúxemborg - Frakkland 0-2 0-1 Philippe Mexes (28.), 0-2 Yoann Gourcuff (72.). E-riðill Ungverjaland - Holland 0-4 0-1 Rafael Van der Vaart (8.), 0-5 Ibrahim Afellay (45.), 0-3 Dirk Kuyt (53.), 0-4 Robin van Persie (62.). F-riðill Georgía - Króatía 1-0 Ísrael - Lettland 2-1 Malta - Grikkland 0-1 G-riðill Wales - England 0-2 0-1 Frank Lampard (7. víti), 2-0 Darren Bent (14.). Búlgaría - Sviss 0-0 H-riðill Kýpur - Ísland 0-0 Noregur - Danmörk 1-1 0-1 Dennis Rommedahl (28.), 1-1 Erik Huseklepp (81.). I-riðill Spánn - Tékkland 2-1 0-1 Jaroslav Plasil (29.), 1-1 David Villa (69.), 2-1 David Villa (73. víti). Úrslit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.