Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 28. mars 2011 Mánudagur
Tryggingaféð dregið til baka hjá unnusta Helgu Ingvarsdóttur:
Vickram aftur í fangelsi
Vickram Bedi, unnusti Helgu Ing-
varsdóttur, var aftur sendur í fang-
elsi síðastliðinn fimmtudag eftir að
tryggingaféð sem hafði verið reitt
fram til að fá hann lausan var dreg-
ið til baka. Vickram fann engan ann-
an til þess að leysa sig úr haldi gegn
tryggingu og var því sendur aftur í
Westchester County-fangelsið í Val-
halla og er Helga þar einnig. Á frétta-
síðunni Lohud segir að ekki hafi
náðst í lögfræðinga hans við vinnslu
fréttarinnar.
Vickram og Helga eru grunuð um
að hafa kúgað sex milljónir Banda-
ríkjadala út úr tónlistarmanninum
Roger C. Davidson. Er þeim gefið að
sök að hafa í gegnum tölvufyrirtæki
mannsins, Datalink Computer Servi-
ces, kúgað stórfé úr fórnarlambi sínu
á sex ára tímabili. Davidson leitaði til
þeirra þeirra með vírussýkta tölvu í
ágúst 2004 og hafði áhyggjur af því að
tónverk hans, myndir og önnur verð-
mæti á harða diski tölvunnar myndu
glatast. Helga sat í stjórn góðgerðar-
samtaka tónskáldsins, The Society
for Universal Sacred Music, sem
gjaldkeri. Samtökin, sem ekki eru
rekin í hagnaðarskyni, eru hugsuð
til að styðja við bakið á tónskáldum
og tónlistarmönnum á alþjóðlegum
tónlistarhátíðum.
Davidson er stofnandi og forseti
samtakanna. Eru Helga og unnusti
hennar sögð hafa logið að Davidson
um ýmiss konar tölvutengd örygg-
isvandamál. Tókst þeim einnig að
sannfæra Davidson um að hann og
fjölskylda hans væru í mikilli hættu
í tölvuárásar-samsæri. Með sann-
færingarkrafti sínum tókst þeim að
fá Davidson til að borga, ekki aðeins
fyrir endurheimt gagnanna á sýktu
tölvunni, heldur einnig persónulega
vernd. Mál Helgu verður næst tekið
fyrir þann 17. maí. Þau eiga bæði yfir
höfði sér allt að 25 ára fangelsi.
Aftur í steininn Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi eru í vondum málum í Bandaríkj-
unum.
Icesave-samning-
urinn kynntur
Hagnýtar upplýsingar um fram-
kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar
um Icesave-samninginn hafa verið
settar á vefinn kosning.is. Þar má
meðal annars finna leiðbeiningar
til kjósenda um framkvæmd at-
kvæðagreiðslunnar, kosningarrétt,
atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
og táknmálsfréttir. Reykvíkingar og
íbúar nokkurra stærri sveitarfélaga
á landinu fá einnig upplýsingar um
kjörstað og kjördeild. Á mánudag
hefjast svo starfsmenn innanríkis-
ráðuneytisins handa við að senda
sérprentun laga númer 13/2011,
sem fjalla um ríkisábyrgð Íslands á
Icesave, inn á öll heimili í landinu.
Á myndböndum úr öryggismynda-
vélum sést hvar karlmaður, sem varð
úti á Granda aðfaranótt fimmtudags,
lagðist niður á götuna eftir að hafa
gengið út úr smáhýsi á staðnum.
Þetta segir aðstandandi hans í sam-
tali við DV. Þá segist hann telja að
manninum hafi verið vísað frá öðru
athvarfi þessa sömu nótt.
Maðurinn fannst liggjandi rétt
hjá smáhýsum fyrir heimilislausa og
bráðabirgðaniðurstöður krufning-
ar sýna að hann lést úr ofkælingu.
Hann hafði lengi barist við áfengis-
sýki og farið í fjölmargar áfengis-
meðferðir síðastliðin ár. Hann var 42
ára og hét Bergþór Friðriksson. Úti-
gangsmenn sem DV ræddi við sögðu
úrræðum ábótavant.
Ekki íbúi á staðnum
„Það sést á eftirlitsmyndavélum að
hann rölti þarna út og lagðist niður.
Hann hefur sjálfsagt ætlað að hvíla
sig en hefur líklega verið kominn úr
sjónmáli við smáhýsin. Þeir hugsa
nú allir hver um annan, þessir bless-
uðu menn,“ segir ættingi mannsins í
samtali við blaðið. Hann segir enga
ástæðu til að halda að einhver brögð
hafi verið í tafli.
Samkvæmt frétt RÚV var mannin-
um vísað burt af íbúum. „Ég veit bara
að honum var vísað þarna frá,“ sagði
ættingi mannsins í samtali við DV á
föstudaginn.
Stella Kristín Víðisdóttir, sviðs-
stjóri velferðarsviðs Reykjavíkur-
borgar, segir alla eiga kost á því að
fá húsaskjól yfir nóttina. Reglurnar
séu skýrar og enginn eigi að þurfa að
sofa á götunni. Borgin starfræki gist-
iskýli þar sem fólk geti eytt nóttinni,
Konukot fyrir konur og Gistiskýlið í
Þingholtsstræti fyrir karla. Smáhýsin
úti á Granda eru með annars konar
fyrirkomulagi en þau samanstanda
af fjórum íbúðum í eins konar gám-
um sem leigðar eru til heimilislausra
í gegnum Félagsbústaði. Bergþór var
samkvæmt upplýsingum frá velferð-
arsviði ekki íbúi í slíku smáhýsi.
Eftirlit með svæðinu
„Við reynum að búa eins vel að þessu
fólki og við getum. Þess vegna erum
við með sólarhringsgistiskýli uppi í
Þingholtsstræti sem hefur hingað til
annað eftirspurninni. Við fylgjumst
auðvitað vel með því,“ segir Stella.
Hún segir velferðarsviðið undanfarið
hafa verið að þróa og koma á fót fjöl-
breyttari úrræðum fyrir þennan hóp
af fólki, enda séu þarfirnar mismun-
andi. Smáhýsin á Granda séu ólík
gistiskýlunum að því leyti að þar sé
um sjálfstæða búsetu að ræða, með
sérstökum stuðningi og eftirliti.
Aðspurð í hverju eftirlitið sé aðal-
lega fólgið segir hún að þar starfi fólk
á vöktum en Þjónustumiðstöð mið-
borgar og Hlíða annist það og tengi
saman við annað eftirlit sem viðhaft
er í sambærilegum tilfellum. Hún
tekur fram að í smáhýsunum fái fólk
sem er í neyslu að búa, engin skilyrði
séu fyrir því að fólk hætti neyslu til að
fá inni. Samkvæmt heimildum DV
þekkti Bergþór íbúa í smáhýsunum
en ekki hefur fengist staðfest hvort
honum hafi verið vísað í burtu.
Hent út klukkan tíu
Blaðamaður DV hitti heimilislausa
menn fyrir utan Kolaportið á sunnu-
daginn og tók þá tali. Þeir vildu ekki
koma fram undir nafni en sögðu
ekki óalgengt að fólk í þeirra stöðu
léti sér nægja að sofa úti í hörku-
frosti. Slíkt væri vissulega að bjóða
hættunni heim eins og hefur sýnt
sig en stundum séu gistiskýlin full
og ekkert annað hægt að gera. Ein-
um þeirra var vísað frá þegar hann
reyndi að komast inn í Gistiskýlið í
Þingholtsstræti. Hann segist hafa
tekið til þess bragðs að ganga í mik-
illi hálku upp á lögreglustöðina við
Hverfisgötu til þess að fá skjól. Þar
fékk hann að gista fangageymslur
lögreglunnar. „Það var ekkert annað
að gera. Hvað eiga menn eins og við,
sem eru búnir að lenda aðeins undir
í lífinu, að gera?“ spurði hann. Hann
sagði suma frekar kjósa að sofa úti,
og þá gæti, eins og dæmin sanna,
farið illa.
Þá sögðu mennirnir sem blaða-
maður ræddi við erfitt að vera sendir
út af gistiskýlinu á hverjum morgni,
sama hvernig viðraði. „Mönnum
er hent út klukkan tíu á morgnana
og eiga bara að mæla göturnar til
klukkan fimm á daginn. Þannig að
það er ekkert opið allan sólarhring-
inn,“ segir einn þeirra. Þeir gefa því
lítið fyrir orð sviðsstjórans þess efnis
að allir eigi kost á öruggu húsaskjóli.
Á daginn segjast mennirnir oft fara
niður í Samhjálp til að borða en þar
er opnað klukkan tólf. Þess á milli
láta þeir tímann líða og halda hóp-
inn.
n Myndband úr öryggismyndavélum sýnir manninn sem varð úti fyrir helgi leggj-
ast í götuna n Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir engan þurfa að
sofa úti n Heimilislausir menn sem DV ræddi við hafa aðra sögu að segja
DÓ ÚR KULDA
ÚTI Á GRANDA
„Hvað eiga menn
eins og við sem
eru búnir að lenda aðeins
undir í lífinu að gera?
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Algengt Heimilislausir menn sem DV
ræddi við sögðu algengt að fólk svæfi úti í
hörkufrosti. MYNDIN TENGIST FRÉTTINNI EKKI BEINT
Smáhýsin Smáhýsin
svokölluðu eru eins
konar gámar til leigu
fyrir heimilislausa.
Ummæli borgar-
stjóra skemma
Ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra
um bága fjárhagsstöðu Orkuveitu
Reykjavíkur eru talin koma í veg fyrir
milljarða endurfjármögnun fyrir-
tækisins. Hann lýsti því yfir á Fa-
cebook-síðu sinni að fyrirtækið væri
á hausnum.
Þetta kom fram í kvöldfréttum
Stöðvar 2 á sunnudag þar sem sagði
að samningaumleitanir Orkuveit-
unnar, OR, við hóp helstu lánveit-
enda sinna um endurfjármögnun
milljarða lána gengju illa. Ummæli
Jóns borgarstjóra eru sögð ekki
hjálpa til í þeim efnum en auk hans
hafa aðrir stjórnendur Orkuveit-
unnar tjáð sig um erfiða fjárhags-
stöðu OR.
Sökum tregðu lánveitenda ræða
forsvarsmenn OR nú aðrar leiðir til
endurfjármögnunar, meðal annars
sölu eigna, frestunar framkvæmda
og hækkunar gjaldskrár.
Sýrustig innan
eðlilegra marka
Greining á sýnum úr Eyjafirði sýnir
að sýrustig í sjónum sé innan eðli-
legra marka. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá álþynnuverksmiðju
Becromal við Akureyri. Segir í til-
kynningunni að þetta sé til vitnis
um að frárennsli frá verksmiðjunni
hafi engin áhrif haft til hækkunar á
sýrustigi sjávar. Sýnataka og greining
þeirra var í höndum Matís. Sýnin
voru tekin við afrennsli verksmiðj-
unnar og á miðjum firðinum fram
undan verksmiðjunni. Á bilinu 30–
70 rúmmetrum af frárennsli er veitt
frá verksmiðjunni í sjóinn á hverri
klukkustund og er þar að megin-
uppistöðu um að ræða skolvatn sem
notað er til þrifa á vélbúnaði verk-
smiðjunnar, segir í tilkynningunni.