Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Mánudagur 28. mars 2011 Í atvinnu- mennsku til Svíþjóðar 1 Einkapartí Hildar og Lindu stóð í rúman sólarhring Partíið ætlaði engan enda að taka. 2 Enn og aftur unglingar á skemmtistað Geira á Goldfinger Lögreglan vísaði 20 unglingum út af skemmtistaðnum Re-Play um helgina. Áður hefur þurft að leysa upp gleðskap á sama stað. 3 „Tilsammans“ með boxhanska Ágústa Eva býr með bardaga- mönnum úr Mjölni og er í sambandi með einum þeirra. 4 Loforð um lífeyri á Íslandi of stór Ólafur Margeirsson hagfræðingur er svartsýnn á lífeyriskerfið. 5 Balotelli aftur í vandræðum: Kastaði pílum að ungum leik- mönnum City Leikmaðurinn er alltaf til vandræða. 6 Þórunn fær rauða spjaldið Jóhanna Sigurðardóttir er æf út í Þórunni Sveinbjarnardóttur. 7 Tæknideild lögreglunnar rann-sakar brunninn Range Rover Dularfullur bruni Range Rover í Hveragerði um helgina. Lögreglan rannskar málið. Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, hefur ákveðið að semja við sænska kvennafélagið LdB Malmö. Sara Björk sem er tvítug mun flytja til Svíþjóðar til að spila með liðinu en hún á sér líka fast sæti í íslenska kvennalandsliðinu. Hver er konan? „Ung stúlka frá Hafnarfirði sem lifir fyrir fótboltann.“ Hvað drífur þig áfram? „Markmiðin sem ég set mér.“ Hvert er uppáhaldsnammið þitt? „Lakkrísrindlar.“ Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? „Æfing á morgnana og vinn svo hálfan daginn. Æfing svo aftur seinnipartinn og dett svo í góða spólu á kvöldin.“ Áttu þér önnur áhugamál en fótbolta? „Já, að vera með vinum mínum og taka því rólega.“ Með hvaða liði heldurðu í enska boltanum? „Manchester United.“ Þekkirðu vel til í Svíþjóð? „Nei, en ég hef komið tvisvar þangað, bæði skiptin til Malmö. Ég þekki ekki mikið til en stelpurnar sem eru þarna úti hafa mælt með þessu og eru ánægðar þarna.“ Áttu ekki eftir að sakna Íslands? „Jú, mjög mikið, en þetta eru engin endalok, ég er ekkert að fara að loka mig inni í Sví- þjóð í þrjú ár. Maður á eftir að sakna marga hérna. Ísland er alltaf best.“ Er þetta draumur að rætast? „Já, klárlega eitthvað sem ég hef stefnt að og gaman að hafa náð því. Þetta er klárlega draumurinn.“ „Já, alveg takmarkalaust. Ef þeir vilja standa við það sem þeir sögðust ætla að gera með því að ættleiða róna.“ Jóhann Freyr Frímannsson, 39 ára sjálfstæður atvinnurekandi „Já, það mættu ábyggilega vera mun betri úrræði.“ Pálmi Már Þórarinsson, 25 ára atvinnulaus „Já, mér finnst það, þetta eru toppmenn.“ Andri Már Þórarinsson, 21 árs „Já, það er ekkert smá sem mætti gera. Til dæmis sleppa því að senda fólk út klukkan níu á morgnana, sama hvernig viðrar. Svo mætti setja upp bekki þar sem er skjól, en allir bekkirnir í borginni standa þar sem er mestur vindur. Það er bara óendanlegt sem mætti gera.“ Auður Haraldsdóttir, 63 ára rithöfundur „Já, auðvitað.“ Sigga Björg Sigurðardóttir, 33 ára myndlistarmaður Mest lesið á dv.is Maður dagsins Finnst þér að bæta megi aðstöðu útigangsfólks í Reykjavík? Vorboðinn ljúfi Það er óhætt að telja það merki um að vorið sé í nánd þegar götur og torg fyllast af vélhjólaköppum á öllum aldri. Þessir kváðust þó reyna að hjóla allt árið um kring, en í vetur hefði hálkan verið heldur til trafala. Mynd: Sigtryggur Ari JónSSon Myndin Dómstóll götunnar M erkilegt hvernig vinnu- markaðurinn hefur þróast, ekki aðeins á Íslandi held- ur um allan heim. Eins og ekkert sé orðið að semja um nema skuldaklafann. Frumlíkan vinnumarkaðarins er að vinnukaupandi og vinnuselj- andi semji um kaup og kjör fyrir af- not af vinnuafli seljandans. Líkt og mörg einföld líkön eru þau aðeins til í fræðaheiminum því samningar að- ila vinnumarkaðsins eiga sér ávallt stað innan viss laga- og menningar- ramma, eru afsprengi valdahlutfalla og valdabrölts, þar sem annar aðil- inn hefur nánast engin pólitísk áhrif. Þetta hefur síðan markað alla löggjöf vinnumarkaðsins. Til að mynda voru hjúalögin aldrei borin undir hjúin. Þriðja og fjórða aflið Að ríkisvaldið og menningin er fjórða aflið á vinnumarkaðnum virð- ist hafa farið fram hjá mörgum. Þeg- ar efnt var til ritgerðarsamkeppni 1929 um stöðu söguprófessors við HÍ (með um 100 nemendur) var um- sækjuendum gert að fjalla um stöðu frjálsra verkamanna á þjóðveldistím- anum. Þrír umsækjendur skiluðu inn löngum úttektum sem byggðust nær alfarið á miðaldaritum. Í þeim var jafnræðið milli vinnukaupanda og vinnuseljanda lítt kannað. Þriðja aflið á vinnumarkaðnum birtist í lagasetningu eins og um lengd vinnutímans, svo sem vöku- lögin frá 1936. Ég minnist þess þegar ég fór nokkra túra á togaranum Röðli um 1965 að unnið var á 6 tíma vökt- um. En þegar mokafli var í Meðal- landsbugtinni breyttust vaktirnar í átta tíma lotur. Vald lagasetningar- innar hefur oftast þurft að víkja fyrir vinnumenningunni (fjórða aflinu). Það þarf nefnilega breið bök og þykk- an skráp til að neita yfirvinnu. Aðeins liðleskjum, mannleysum (Ljósvík- ingum) og bókaormum dettur slíkt í hug. Öreigar allra landa... Umsækjendurnir þrír, líkt og Jón for- seti, höfðu aldrei heyrt minnst á Karl Marx svo ekki sé talað um arfleifð hans. Þeir lifðu í forneskjunni þar sem hetjur riðu um héruð og sungu „Hraustir menn“ og „Hamraborgin háa og fríða“. „Vér mótmælum allir“ átti alls ekki við hjúin. Marx og hans líkar sem voru miklu hrifnari af Schubert og Schill- er og bentu á að ekkert jafnræði væri á vinnumarkaðnum. Í skjóli eignar- réttarins hefði atvinnurekandinn valdið til að ráða fólk og reka. Að verkamaðurinn væri í engri samn- ingsstöðu og yrði að þiggja það sem honum væri rétt. Að eina ráðið til að bæta þessa veiku stöðu væri að taka höndum saman, stofna verka- lýðsfélög þar sem stórir vinnustaðir voru og þéttbýli hafði myndast. Í hill- ingum sáu menn regnhlífarsamtök, landssambönd og alþjóðasambönd. „Öreigar allra landa sameinist“ náði einnig til hjúanna. Sjálfstýring vinnumarkaðsins Í dag eru margir ef ekki flestir á móti verkalýðsfélögum, upplifa sig sem strengjabrúður. Skýringin felst ekki aðeins í fákunnáttu um söguna heldur hefur framangreind þróun leitt til hagræðingar og miðstýring- ar þar sem um 150 kjarasamningar eru samtengdir líkt og umferðarljós stórborga. Ein upphafsljós (þjóðar- sáttin) eru ákveðin sem allir verða að beygja sig undir. Annars verða flöskuhálsar og umferðartafir. Allir kjarasamningar hafa þannig sömu uppbyggingu í töflureikni og gagna- grunni. Þeir ganga út á að gera breytingar í forrituðum forsendu- hluta reiknilíkananna og sjá afleið- ingar slíkra breytinga. Við rjúkandi Bragakaffi, snittur og vínarbrauð er setið fyrir framan skjámyndir, stytting vinnutímans um eina mín- útu slegin inn, smellt á „enter“ og á augabragði birtist blikkandi niður- staðan á skjánum. Vantar viðsemjendur Við þessa þróun hafa aðilar vinnu- markaðsins orðið að áhorfendum skjámynda-sérfræðinganna. Eigin- lega er þeim ofaukið því þeir skilja ekkert í þessum reiknilíkönum. Þeg- ar atvinnurekendur og samtök þeirra eru komin á hausinn og rekin af skilanefndum hins opinbera eru þau aðeins með til málamynda. Þau segja líkt og alltaf; við eigum bágt, getum ekki, kunnum ekki og verða fyrst af- lögufær þegar ríkisstjórnin skapar verkefni fyrir þau. Einkennilegt. Hvers konar vinnu- markaður er á Íslandi? Er ekki alveg ljóst að hann er í höndum reiknilík- ana-sérfræðinganna? Félagar stétt- arfélaganna spyrja sig hver sé til- gangur þeirra við þessar aðstæður næstu 10 til 20 árin. Vinnumarkaður án viðsemjenda Kjallari Sævar tjörvason„ Í dag eru margir ef ekki flestir á móti verkalýðsfélögum, upplifa sig sem strengjabrúður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.