Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 28. mars 2011 Mánudagur Portúgalar hafa safnast saman á göt- um úti undanfarna daga og vikur til að mótmæla mögulegum efnahags- björgunaraðgerðum af hálfu Evrópu- sambandsins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Vilja Portúgalar ekki hljóta sömu örlög og Grikkir og Írar, þar sem stjórnvöld hafa þurft að skera miskunnarlaust niður í opinberum útgjöldum með tilheyrandi neikvæð- um áhrifum á almannaþjónustu. Portúgalar hafa sem áður segir safnast saman á götum úti, en þar syngja þeir hástöfum baráttusöngva. Það kemur ef til vill á óvart, að sá bar- áttusöngur sem mest er sunginn er framlag Portúgala til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovisi- on, sem fram fer í Düsseldorf í Þýska- landi dagana 12–14. maí næstkom- andi. Það er óhætt að segja að það teljist til undantekninga að keppn- islög í Eurovision geti talist pólitísk, og við fyrstu áheyrn mætti álykta hið sama um lag Portúgala, „A Luta é Alegria,“ með hljómsveitinni Ho- mens da Luta. Lauslega þýtt upp á ís- lensku gæti titillinn verið „Baráttan er ánægja,“ en hljómsveitarnafnið er einmitt Baráttumennirnir. Forsætisráðherrann sagði af sér Mikil óvissa ríkir í Portúgal þessa dagana eftir að José Socrates, sem hafði verið forsætisráðherra síð- an árið 2005, sagði af sér á fimmtu- daginn og boðaði til nýrra kosninga. Socrates, sem er einnig aðalritari Sósíalistaflokksins í Portúgal, sagði af sér eftir að nýju frumvarpi um frekari niðurskurð og aðhaldsað- gerðir í ríkisfjármálum var hafnað af portúgalska þinginu. Frumvarp- ið kvað á um miklar skattahækkan- ir sem og aukaskatt sem leggja átti á lífeyrisgreiðslur. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á portúgölskum almenningi sem lét duglega í sér heyra og safnað- ist saman dag hvern til að mótmæla frumvarpinu. Frumvarpið hafði ver- ið undirbúið af bæði portúgölsku ríkisstjórninni sem og fulltrúum Evr- ópusambandsins, en markmiðið var að leiðrétta mikinn fjárlagahalla sem nú ríkir þar syðra. Mestur var fjár- lagahallinn árið 2009 eða 9,3 pró- sent af vergri þjóðarframleiðslu og var von portúgalskra stjórnvalda að honum yrði náð niður í liðlega 4 pró- sent á þessu ári. „Við þurfum enga hjálp“ Lengi hefur verið í umræðunni að Portúgal þurfi á efnahagslegum björgunaraðgerðum að halda, í lík- ingu við þær sem Evrópusambandið, í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, hefur staðið fyrir á Grikklandi og Írlandi. Socrates hefur þó ætíð sagt að Portúgal þurfi ekki á björgunar- aðgerðunum að halda. „Ég veit hvað það myndi þýða. Ég veit hvað það gerði bæði Írum og Grikkjum og ég vil ekki að það sama komi fyrir mína þjóð,“ sagði Socrates eftir fund með leiðtogum aðildarríkja Evrópusam- bandsins í Brussel á föstudag. Mótmæla í takt við Eurovision Nuno Moreira stundar háskólanám í Lissabon. Hann var einn af 200 þúsund mótmælendum sem söfn- uðust saman til að hlýða á Homens da Luta flytja framlag sitt til Euro- vision, laugardaginn 12. mars. Við- burðurinn var skipulagður á sam- skiptasíðunni Facebook, rétt eins og svo margir mótmælafundir sem hafa farið fram í Mið-Austurlönd- um og Norður-Afríku á undanförn- um mánuðum. Moreira sagði í við- tali við blaðamann breska blaðsins Telegraph, að ástandið væri á ábyrgð stjórnmálamanna. „Það fór allt úr- skeiðis vegna stjórnmálamannanna, alveg sama hvort þeir voru hægri- eða vinstrisinnaðir. Þeir hafa völdin og hjá þeim kemst bara eitt að, að græða, græða, græða,“ sagði Moreira, sem fannst vanta upp á lýðræðislega stjórnarhætti í Portúgal. „Við viljum alvörulýðræði, það er þjóðin sem á að taka alvöruákvarðanir um póli- tíska stefnu. Þetta er ekkert flókið, hvort sem það er í Portúgal, í Líbíu eða í Bandaríkjunum.“ Lánshæfismat lækkað Í kjölfar þess að ríkisstjórn José Socrates sagði af sér, lækkaði alþjóð- lega matsfyrirtækið Standard & Po- or’s lánshæfismat Portúgal úr A- í BBB sem er lægsta einkunnin í fjár- festingarflokki. Áhættuálagið á ríkis- skuldabréf Portúgala er nú um átta prósent, en fjármálatímaritið Fin- ancial Times hafði spáð því að ef álagið hækkaði umfram sjö prósent neyddust Portúgalar til að sækjast eftir björgunaraðgerðum frá ESB og AGS. Þurfa Portúgalar að endurfjár- magna ríkisskuldabréf sín í byrjun maí en ekki er með öllu ljóst hvort nægilegt fé sé til í sjóðum þeirra til að það takist. Þar að auki ríkir nú stjórn- arkreppa og ekki er búist við að nýj- ar kosningar fari fram fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí, eða um það leyti sem Homens da Luta stígur á svið í Düsseldorf. Björgunarpakkinn er tilbúinn Björgunaraðgerðir eru þegar eyrna- merktar Portúgölum af hálfu Evr- ópusambandsins og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Þær myndu felast í neyðarláni sem hljóðar upp á 75 milljarða evra, eða sem samsvarar rúmlega 12 þúsund milljörðum ís- lenskra króna. Ef af björgunarað- gerðunum verður, er ljóst að portú- galska þjóðin mun þurfa að horfa upp á mikinn niðurskurð og skatta- hækkanir. Christine Lagarde, fjár- málaráðherra Frakklands, varaði Portúgala við því að ef þeir þægju neyðaraðstoð yrði borðleggjandi að þeir myndu horfa upp á almennan niðurskurð. „Þetta er spurning um að bæði gefa og þiggja. Hvert það að- ildarríki sem leitar eftir slíkri hjálp verður að geta tekið til í sínu eigin fjármálakerfi til sýna fram á að það sé tilbúið til þess að takast á við vand- ann sem að steðjar.“ Þrátt fyrir mikla óvissu í Portú- gal, þar sem ríkir stjórnarkreppa auk þess sem landið virðist ramba á barmi gjaldþrots, er sennilega eitt öruggt. Portúgalska þjóðin mun koma til með að verða límd við sjón- varpið þegar Baráttumennirnir stíga á stóra sviðið í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í maí. A Luta é Alegria eftir Vasco Duarte Stundum finnst þér þú vera dapur stundum finnst þér þú vera var um þig stundum finnst þér þú vera hræddur og stundum finnur þú fyrir örvæntingu. Dag og nótt er baráttan ánægja og við stígum skrefið áfram hrópandi á götum úti. Það er ástæðulaust að herða sultarólina það er ástæðulaust að kvarta það er ástæðulaust að yggla brýnnar og reiðin er tilgangslaus, hún hjálpar þér ei. Færðu fram brauðið, færðu fram ostinn, færðu fram vínið hinir gömlu koma, hinir ungu koma, drengurinn mun koma. Fögnum ástandinu syngjum á móti aðgerðum. Margir munu segja þér að passa þig margir munu reyna að þagga niður í þér margir vilja að þú verðir sár og margir munu reyna að selja þér loftið sjálft. Dag og nótt er baráttan ánægja og við stígum skrefið áfram hrópandi á götum úti. BARÁTTUSÖNGURINN ER EUROVISION-FRAMLAG n Portúgalir mótmæla niðurskurði og skattahækkunum með því að syngja Euro- vision-framlag þjóðarinnar í ár n Forsæt- isráðherrann, José Socrates, sagði af sér á fimmtudaginn n Björgunaraðgerðir ESB og AGS líklega óumflýjanlegar Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Sagði af sér José Socrates á blaða- mannafundi í Brussel á föstudaginn. Alþýðuhetjur Hljómsveitin Homens da Luta hefur sungið sig í hjörtu Portúgala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.