Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 22
22 | Úttekt 28. mars 2011 Mánudagur Í gegnum tíðina hefur margur ein- ræðisherrann, heill á geði eða ekki, seilst í djúpa vasa þjóðar sinnar til þess eins að reisa minn- ismerki sjálfum sér til dýrðar. Til að undirstrika guðumlíka persónu sína, óskeikulleika og „ást“ þjóðarinnar í sinn garð. Stundum hefur ástin þó ekki verið meiri en svo að að viðkomandi ein- ræðisherra gengnum hafa öll um- merki tilveru hans verið þurrkuð út, í magnvana tilraun til að þurrka út ákveðið skeið í sögunni. Þess ber þó að geta að oft og tíðum hefur slíkt ver- ið gert að undirlagi eftirmanns við- komandi sem einnig hefur viljað reisa sjálfum sér viðlíka bautasteina. Til að allrar sanngirni sé gætt er vert að taka það fram að þeir voru til sem virkilega gátu réttlætt minnismerki um afrek sín sem urðu þjóð þeirra til heilla og velmegunar. Aðrir þjáðust af sjálfs- dýrkun á háu stigi, firru og geðveiki – voru, og eru sumir enn – gjörsamlega úr tengslum við hinn dapurlega raun- veruleika sem umlék ríki það sem þeir ríktu yfir. Seinni tíma minnismerki Sá einræðisherra sem er nú hvað plássfrekastur í fjölmiðlum er Muammar al-Gaddafi – „bróðurleg- ur leiðtogi byltingarinnar“, „konung- ur konunga Afríku“ og sitthvað fleira á jafnhógværum nótum. Myndbirting athyglisþarfar hans hefur oft og tíðum verið á mörkum þess að vera grátbrosleg og geðveik- isleg. Líbía, undir stjórn Gaddafis, og Bandaríkin hafa löngum eldað grátt silfur og árið 1986 tengdi ríkisstjórn Reagans Bandaríkjaforseta Gaddafi við sprengjuárás á þýskt diskótek sem varð tveimur bandarískum hermönn- um að aldurtila. Í refsingarskyni lét bandaríski herinn sprengjum rigna yfir líbísk skotmörk í Bengasí og Trí- polí með þeim afleiðingum að yfir hundrað manns lágu í valnum, þeirra á meðal ættleidd dóttir Gaddafis. Gaddafi lét reisa minnisvarða sem hann lætur gjarna mynda sig við; risa- vaxinn gylltan hnefa sem er við það að kremja bandaríska orrustuflugvél. Undanfarið hefur hann gjarna verið festur á filmu við minnismerkið – með krepptan hnefa. Kabila og Austur-Kongó Þeir eru þó nokkrir einvaldar Afríku- ríkja sem hafa gengið langt í sjálfs- dýrkun og er Mobutu Sese-Seko, for- seti Zaire sem þá var en heitir nú Austur-Kongó, einn þeirra frægari. Hann verður látinn liggja milli hluta hér en sjónum beint að Laurent Ka- bila, sem tók við af Mobutu eftir að honum var steypt af stóli 1996. Kabila bar ábyrgð á því að gera að engu efnahag þjóðarinnar, sem byggði á demantavinnslu, sem og einum blóðugustu átökum seinni tíma, borgarastyrjöld sem kostaði um 4 milljónir lífið. Þrátt fyrir þessi afrek sín sá Kabila ekkert athugavert við að láta reisa gríðarstóra styttu af sér í Kinshasa, höfuðborg landsins. Styttan er margra mannhæða há og sýnir „mikilmennið“ ábúðarfullt með plögg í annarri hendi, en með hinni virðist hann vilja leggja áherslu á ..., sennilega eigin mikilfengleika. Sonur Kabila, Joseph, tók við valdataumunum af föður sínum og hefur ekki séð ástæðu til að fjarlægja styttuna af pabba gamla. Sovétríkin, Lenín og Stalín Erfitt gæti verið að réttlæta að horft væri fram hjá Sovétríkjunum sálugu í umfjöllun um minnismerki alræð- is. Bæði Vladimír Lenín og Jósef Sta- lín virtust ekki velkjast í vafa um eigin stórfengleika. Það skal reyndar tekið fram að það minnismerki um Len- ín sem laðað hefur að milljónir píla- gríma var reist eftir dauða hans 1924. Þar er um að ræða stórkostlega graf- hvelfingu sem geymir líkamsleifar hans. Flestar styttur af hugmynda- smiðnum á bak við leynilögreglu Sov- étríkjanna og föður Sovétríkjanna voru gerðar eftir dauða hans. Hið sama verður ekki sagt um Jós- ef Stalín því þegar hann lést árið 1953 var svo komið í Sovétríkjunum að áhrifa hans gætti, fyrir tilstilli ógnar, um allt listasamfélagið. Eftirmaður hans, Nikíta Krussjoff, afneitaði þeirri persónudýrkun sem einkennt hafði Sovétríkin undir stjórn einræðisherr- ans og að undirlagi Krusjoffs var ráð- ist í að fjarlægja allar styttur af Stál- manninum og list honum tengda um gervöll Sovétríkin. Teiknað í frístundum Hvort Saparmurat Niyazov, einvald- ur í Túrkmenistan frá 1990 til 2006, hafi verið með hýrri há andlega skal ósagt látið. Stjórnarhættir hans voru af mörgum álitnir þeir alræðislegustu sem sögur hafa farið af og gekk hann svo langt að þvinga eigin sérvisku upp á Túrkmena. Mánuðirnir voru endur- nefndir og fengu nöfn fjölskyldumeð- lima hans og nafn móður hans var notað í stað túrkmenska orðsins yfir brauð. Eitt helsta framlag Niyazovs til túrkmensku þjóðarinnar var varla til þess fallið að draga úr eymd hennar því hann vann ötullega að því að láta reisa sér minnismerki til að undir- strika eigin persónu. Eitt hið þekktasta stendur enn þann dag í dag; Hlutleysisboginn, turn sem byggður var 1998. Til að full- komna merkið var sett 12 metra há gyllt stytta af „föður allra Túrkmena“ á topp turnsins sem snýst með þeim hætti að styttan snýr ávallt mót sólu. Í ljósi alls þess fjölda minnis- merkja sem hann lét reisa má leiða getum að því að Niyazov hafi einn- ig verið önnum kafinn við ýmislegt fleira en stjórn landsins – til dæmis að teikna og hanna minnismerki sjálfum sér til dýrðar. Menningarbylting og mannfellir Líkt og í tilfelli Leníns getur þú, ef á ferð um Kína, litið við í grafhvelfingu hins mikla leiðtoga Maós Zedong. Við grafhvelfinguna er einnig að finna styttu sem sýnir lítinn hóp fólks sem horfir einbeitt til ókunnrar framtíðar. Í fararbroddi er Maó sjálfur, en hvað skyldi sú framtíð sem hann leiddi kín- versku þjóðina til hafa geymt? Meira en fjórtán milljónir Kínverja urðu hungrinu að bráð í „Stökkinu mikla“ sem þjóðin tók undir forystu Maós, og ótölulegur fjöldi pólitískra andstæðinga hans lenti á bak við lás og slá þar sem ókunn örlög biðu and- stæðinganna. „Bylting er ekkert teboð,“ var haft eftir Maó og það fékk kínverska þjóð- in svo sannarlega að reyna þegar reynt var að undirlagi Maós og skó- sveina hans að þurrka út stóran kafla í sögu þessarar stórkostlegu þjóðar. Sigursverðin Einræðisherrann og harðstjórinn í Írak, Saddam Hussein, var alls ófeim- inn við að minna íröksku þjóðina á hver réði lögum og lofum í landinu, hver væri elskaður, dáður og stór- fenglegur leiðtogi. Þótt nú sé búið að fella sennilega allar styttur af leiðtoganum stendur enn eitt stærsta minnismerkið um valdatíð hans; Sverð sigurs. Um er að ræða risavaxinn boga sem sam- anstendur af tveimur sverðum sem skarast og mun Hussein hafa áform- að byggingu sigurmerkisins áður en stríði Íraks og Írans lauk. Hvaða sigur um ræðir er ekki hægt um vik að fullyrða því stríðið endaði með „jafntefli“ og yfir einni milljón fórnarlamba. Reyndar var það svo að Hussein hafði ekki marga sigra til að státa af; tap í tveimur stríðum gegn Bandaríkjamönnum og fylgisveinum þeirra og jafntefli gegn Íran. Hugsanlega gæti hann hafa státað af sigri gegn óvopnuðum almenningi Kúrda í norðurhluta landsins sem hann lét stráfella með efnavopnum. Eitt mesta minnismerki um Huss- eins var um tólf metra há stytta af honum á Firdos-torgi í Bagdad. Stytt- an lék stórt hlutverk í brotthvarfi Husseins af valdastóli þegar hún var rifin niður á fyrstu dögum innrásar Bandaríkjanna og viljugra banda- manna þeirra í Írak. Sigur verkalýðsins Einn alskrautlegasti einræðisherra nútímans er Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu. Þjóðin er sú fátæk- asta í heimi, nánast allir innviðir í molum og framleiðsla, önnur en til hernaðarmála, vart merkjanleg. Það var reyndar faðir Jong-il, Kim il-sung, sem lét reisa gríðar- mikið minnismerki um stofnun MYNDBIRTING SJÁLFSDÝRKUNAR n Harðstjórar sögunnar hafa verið ötulir við að reisa minnismerki sér til dýrðar n Minnismerkin hafa verið misstór og af mörgum gerðum en tilgangurinn er jafnan sá sami n Flest bera merkin sjálfsdýrkun viðkomandi einræðisherra vitni Mannvirki misstórra mikilmenna En einvaldar sögunnar hafa ekki einasta farið offari í að reisa styttur af sjálfum sér. Þeir hafa einnig markað spor sín á síðum sögunnar með gríðarmiklum mannvirkjum. Kalígúla Rómakeisari lét smíða tvo 75 metra langa pramma á Nemi-vatni í Ítalíu nútímans. Pramm- arnir voru hlaðnir skreytingum og bronsskúlptúrum. Veggir þeirra voru úr fílabeini og voru prammarnir útbúnir með rennandi vatni. Prammarnir sukku á sínum tíma en var bjargað á þurrt af í valdatíð Mússólínis en síðar eyðlagðir í síðari heimsstyrjöldinni. Jósef Titó Tvær eyjar á Adríahafinu eru tengdar Jósef Tító, einræðisherra Júgóslavíu sem var, órofa böndum. Önnur hafði að geyma gúlagið Goli Otok þar sem pólitískir fangar strituðu í illræmdum vinnubúðum. Hin eyan sem um ræðir var algjör andstæða Goli Otok því þar hafði Tító látið koma upp paradís; einka- dýragarði þar sem hann hafði ofan af fyrir sjálfum sér og fyrirmennum sem sóttu hann heim. Babýlon endurreist Þó enginn sé í raun viss um hvernig borgin Babýlon leit út fyrirskipaði Saddam Hussein að borgin skyldi endur- reist árið 1983. Fyrirskipaði Hussein að notaðir yrðu gulir múrsteinar sem báru nafn hans. Til að fullkomna vitleysuna lét hann við lok Persaflóastríðsins reisa þar höll í súmerskum stíl sem afskræmdi staðinn enn frekar. Innrásin sem aldrei varð Svo óttaðist einræðisherrann Enver Hoxa í Albaníu innrás erlendra herja að hann lét byggja 750.000 varnarbyrgi um Albaníu þvera og endilanga. Líkt og sveppi er byrgin nú að finna í íbúðahverf- um, engjum, leikvöllum, kirkjugörðum og ströndum. En óvinurinn lét aldrei á sér kræla og áratugum eftir brotthvarf Hoxa stara tómar „augntóftir“ byrgjanna út yfir landið. Leiðtoginn Mússólíní Einbeitt augnaráð átti að undirstrika einurð „Il Duce“. MYND WIKIMEDIA Verkalýðnum hampað Gríðarstórt minnismerki um afrek verkalýðsins er að finna í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu, eins fátækasta ríkis heims. MYND REUTERS „Bylting er ekkert teboð,“ var haft eftir Maó og það fékk kín- verska þjóðin svo sannar- lega að reyna þegar reynt var að undirlagi Maós og skósveina hans að þurrka út stóran kafla í sögu þessarar stórkostlegu þjóðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.