Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 15
komið upp sú staða að við greiðum eiginlega með fólki.“ Dýrast með smyril-line.com Vert er að geta þess að þegar slegin eru inn leitarskilyrði fyrir verð á ís- lensku síðunni kemur upp 298.000 krónur en Sigurjón benti á að inni í því verði væri forfallatrygging sem væri valkvæð og upp á 8.000 krón- ur í þessu tilfelli. Ekki er sú trygg- ing í verðinu sem gefið er upp á færeysku síðunni. Smyril Line á Íslandi býður einnig upp á 2 pró- senta staðgreiðsluafslátt og fer fargjaldið fyrir fjölskylduna þá í 284.200 krónur ef forfallatrygging er ekki tekin með. Eins og sjá má á töflunni er dýrast að panta farið með Norrænu á smyril-line.com en benda má á að töluvert ódýrara er að versla við færeysku síðuna. Það er þó breytilegt eins og Sigur- jón benti á. Nú þegar við erum farin að sjá fyr- ir endann á vetrinum eru flestir landsmenn farnir að huga að sum- arfríinu og ferðalögum. Margir ætla að skella sér til útlanda í sum- ar og vert er að skoða alla ferða- möguleika sem standa til boða. Smyril-Line ferjar Íslendinga yfir til meginlandsins og er það góður kostur fyrir þá sem vilja taka með sér bíl og keyra um. Eins er mögu- legt að taka með sér húsbíl og spara sér þannig gistingu á hótel- um og gistiheimilum. Munur á verði eftir löndum Það er hægt að bóka far með Nor- rænu á að minnsta kosti þremur heimasíðum Smyril-Line. Það vek- ur athygli að fargjaldið er hærra ef pantað er á Íslandi en í Færeyj- um. „Þetta liggur líklega í gengis- muninum hjá okkur. Við þurfum að gefa upp verð á ákveðnu gengi sem getur breyst. Það getur verið allt annað í sumar þegar við þurf- um að greiða. Stundum er það dýr- ara hjá okkur og stundum ódýr- ara,“ segir Sigurjón Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Hann bendir einnig á að erfitt sé að gera slíkan verðsaman- burð þar sem verðið breytist með gengi krónunnar. „Það hefur aldrei verið ætlun okkar að selja Íslend- ingum dýrari ferðir. Þetta getur sveiflast heilmikið og það hefur Neytendur | 15Mánudagur 28. mars 2011 Sparaðu og pantaðu Norrænu í Færeyjum n Það getur borgað sig að skoða verð á mismunandi síðum Smyril Line Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Það hefur aldrei verið ætlun okkar að selja Íslendingum dýr- ari ferðir. Ferðamáti smyril-line.is smyril-line.fo smyril-line.com Án húsbíls 282.000 kr. 261.902 kr. 289.811 kr. Með bíl 416.800 kr. 378.403 kr. 422.600 kr. Með húsbíl 504.500 kr. 455.921 kr. 510.074 kr. Ferð með Norrænu Verð fyrir fjögurra manna fjölskyldu með Norrænu til Danmerkur þann 16. júní og til baka þann 30. júní. Verðið er fyrir fjögurra manna herbergi með glugga. Á færeysku síðunni var verðið gefið upp í dönskum krónum en evrum á smyril-line.com og var það reiknað út frá gengi þann 25. mars sem var fengið af borgun.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.