Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Síða 2
„Þegar ég fór úr vinnunni klukkan tvö þá var bíllinn horfinn.“ Þannig hefst frásögn Ragnhildar Jónu Þor- geirsdóttur, sundlaugarstarfsmanns á sjötugsaldri, sem varð fyrir barðinu á óprúttnum þjófum þann 24. mars. Ragnhildur segir að skömmu eftir að bíllinn hvarf hafi hún áttað sig á því að þjófarnir hefðu einnig farið heim til hennar og hreinsað þar út öll verðmæti hennar og barnabarns hennar. Lyklarnir horfnir Ragnhildur hafði hengt upp úlpuna sína í fatahengi starfsmanna Sund- hallarinnar þar sem hún starfar. Í lok vinnudags áttaði hún sig á því að lyklarnir að bílnum hennar voru horfnir úr úlpuvasanum og bíll- inn var hvergi sjáanlegur þar sem hún hafði skilið við um morguninn. Ljóst var að einhverjir óprúttnir að- ilar höfðu stolið bílnum eftir að hafa tekið lyklana ófrjálsri hendi fyrr um daginn. Eins og í bíómynd Ragnhildur gerði sér grein fyrir því í samtali við lögreglu að húslykl- arnir hefðu einnig verið á kippunni. Vinnufélagi hennar fór þá með henni að heimili hennar til að ganga úr skugga um að ekki væri búið að fara þar inn. Því miður reyndust þjóf- arnir hafa látið greipar sópa á heim- ili Ragnhildar. „Þetta var bara eins og í bíómynd, búið að róta í öllum kommóðum og skúffum. Allt skartið var tekið, tölva, myndavél og GSM- sími. Svo var einnig tekin tölva, iPod og allir skartgripir frá dótturdóttur minni sem dvelur hjá mér.“ Bíllinn enn týndur Ragnhildur segir það svakalega lífs- reynslu að lenda í því að koma að heimili sínu í þessu ástandi. Erfitt sé að ímynda sér annað en að vanir menn hafi þarna verið á ferðinni. Hún hefur grun um að tvær mann- eskjur á fertugsaldri sem vöktu nokkra athygli eins sundlaugargests hafi verið að verki. Virðist sem þess- ir aðilar hafi ekki haft það efst í huga að njóta sundferðarinnar heldur hafi þeir verið í leit að einhverju allt öðru. Lögreglan hefur ekki haft uppi á þjófunum eftir því sem DV kemst næst. Bíllinn hennar, Toyota Rav 4, er ennþá týndur en Ragnhildur seg- ir það erfiðast að sætta sig við að öll gögn barnabarnsins hennar úr skóla séu horfin. Hún vonast þó til þess að með því að koma fram og segja sína sögu geti það hjálpað til við leitina að þjófunum og því sem stolið var. Númer bílsins er MP 336 og eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um málið beðnir að hafa samband við lögreglu. 2 | Fréttir 8.–10. apríl 2011 Helgarblað Eykur lífsgæði barna sinna Ebba Guðný Guðmunds- dóttir ferðaðist með fötluðum syni sínum og fjölskyldu yfir hálfan hnött- inn vegna kynna þeirra af suðurafr- íska spretthlaup- aranum Oscar Pistorius sem fæddist, eins og sonur Ebbu Guðnýjar, fóta- laus fyrir neðan hné. Ebba Guðný er höfundur bókarinnar Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða og trúir því að það megi auka lífsgæðin með því að borða hollan og ljúffengan mat. Ebba Guðný sagði frá dvöl sinni í Afríku í mánudagsblaði DV og gaf lesendum að auki nokkrar hvetjandi uppskriftir til að prófa heima við. Gáttaður á fléttu Björgólfs Starfsmaður ríkisskatt- stjóra gagnrýndi viðskiptafléttu Björgólfs Thors Björgólfssonar í tölvupósti. Björg- ólfur hefur yfir- tekið einkahlutafélagið Hersi–ráð- gjöf og þjónustu, sem áður var í eigu samstarfsmanna hans og afskrifað 70 milljóna kröfu sem hann átti á félagið. Samhliða afskriftinni og yfir- töku Björgólfs hefur ríkisskattstjóri löggilt skilanefnd yfir Hersi. „Ég verð enn að segja að ég skil ekki hvaða leikur er þarna í gangi,“ sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður hjá fyrir- tækjaskrá ríkisskattstjóra, í tölvupósti til annars skilanefndarmannanna sem stjórn Hersis hafði kosið til að slíta félaginu. Metinn hæfur af barnavernd Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðis- brot gegn sjö ára syni sínum hefur í gegnum tíðina verið dæmdur fyrir ýmiss konar brot. Gert var hæfnismat á mannin- um að beiðni barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar fyrir nokkrum árum. Þar var hann metinn hæfur til að vera með drenginn á móti móður hans. Manninum var dæmd full umgengni við drenginn. Móðir drengsins vildi ekki leyfa manninum að umgangast hann vegna gruns um að maðurinn væri í fíkniefnaneyslu og neitaði að fara eftir dómnum, samkvæmt heim- ildum DV. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Hlaupasokkar • Minnka verki og þyngsl í kálfum • Minni hætta á blöðrumyndun • Draga úr bjúgsöfnun „Þetta var bara eins og í bíómynd, búið að róta í öllum kommóðum og skúffum. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Sundlaugarvörður rændur í vinnunni n Stálu bíllyklunum meðan hún var í vinnunni og tóku bílinn n Fóru einnig inn á heimili hennar og létu greipar sópa n Skartgripir, tölva og myndavél hurfu Sárt saknað Þjófarnir stálu lyklunum að bifreið Ragnhildar og óku á brott. Allt farið Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér voru iPod, tölva og skartgripir dótturdóttur hennar sem dvelur hjá henni. Mynd RóBERt REyniSSon Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn sextán ára stúlku. Þá var hann dæmdur til að greiða henni 400 þúsund krónur í miskabætur. Málsatvikum var lýst þannig fyrir dómi að maðurinn hafi verið farar- stjóri í æfingar- og keppnisferð sem stúlkan var í ásamt fleirum árið 2007. Hópurinn hafi gist í íþrótta- húsi og öll hafi þau verið búin að neyta áfengis þegar atvikið átti sér stað. Flestir sváfu á hörðum dýnum á gólfi hússins, en fararstjórinn lá á stærri og þykkari dýnu. Hann bauð stúlkunni og öðrum fararstjóra að sofa með sér á dýnunni og þáðu þau það. Stúlkan segir fararstjór- ann hafi snúið sér að henni og káfað innan klæða á kynfærum hennar og brjósti. Þá var í dómnum einnig til- greint atvik sem átti sér stað á heim- ili stúlkunnar árið 2008. Stúlkan hélt teiti fyrir sama hóp og var í fyrr nefndri æfingar- og keppnisferð og þar segir hún fararstjórann hafa af- klætt sig og lagst ofan á hana, hann hafi hins vegar horfið frá því að hafa samræði við hana. Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan hafi verið staðföst í fram- burði sínum bæði í skýrslutökum og fyrir dómi. Þá fær framburður stúlkunnar einnig stoð í framburði vitna. Ákærði neitaði sök í málinu en kannaðist þó við að hafa lagt hönd á mjöðm stúlkunnar undir sængur- fötum í ferðinni. Þá kvaðst hana hafa kysst stúlkuna í teitinu og farið höndum um líkama hennar eftir að hún hafði afklæðst. Í niðurstöðu dómsins kemur jafnframt fram að ákærði hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið sem stóð að ferðinni. Þá hafi hann einnig verið framkvæmdastjóri þess. Hann bar ábyrgð á ungmennum sem honum var trúað fyrir og bar sér- stök skylda að gæta barna yngri en 18 ára. Sex mánaða fangelsi: Fararstjóri braut gegn stúlku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.