Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 36
E rla fæddist á Hornafirði en ólst upp í Mosfellsbænum. Hún var í Varmárskóla, stundaði nám við
Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan
stúdentsprófi 2001, stundaði síðan
nám í viðskiptafræði við Háskólann
í Reykjavík og lauk BSc.-prófi þaðan
2006.
Erla var líkamsræktarþjálfari hjá
Baðhúsinu og Sporthúsinu með
námi, starfaði hjá Pricewaterhouse-
Coopers endurskoðunarstofu í eitt ár
en hefur starfrækt ferðaþjónustuna
að Hellishólum í Rangárþingi frá 2007
auk þess sem hún er fjármálastjóri
Múr- og málningarþjónustunnar
Höfn í Reykjavík frá 2010.
Erla æfði fitness um skeið og tók
þátt í Galaxy Fitness-mótinu árið 2005.
Fjölskylda
Maður Erlu er Birgir Þór Júlíusson, f.
11.7. 1972, matreiðslumaður á Hellis-
hólum.
Börn Erlu og Birgis Þórs eru Birgir
Þór Birgisson, f. 13.3. 2007; Viktor Logi
Birgisson, f. 4.7. 2009; Nadía Líf Birgis-
dóttir, f. 24.11. 2010.
Bræður Erlu eru Benedikt Arnar
Víðisson, f. 18.4. 1974, nemi í lögfræði
við Háskólann á Bifröst; Elías Víðis-
son, f. 9.4. 1976, byggingarfræðingur,
búsettur í Mosfellsbæ; Hlynur Víðis-
son, f. 2.11. 1977, húsamálari, búsett-
ur í Reykjavík; Víðir Víðisson, f. 12.9.
1989, húsamálari og boxari, búsettur
í Mosfellsbæ.
Foreldrar Erlu eru Víðir Jóhanns-
son, f. 31.7. 1956, framkvæmdastjóri
Múr- og málningaþjónustunnar og
Stoðpallaleigu, búsettur á Hellishól-
um, og Bryndís Laila Ingvarsdóttir, f.
3.8. 1957, framkvæmdastjóri Ferða-
þjónustunnar á Hellishólum.
B ergvin fæddist í Grindavík og ólst þar upp. Hann var í Grunn-skóla Grindavíkur.
Bergvin byrjaði til sjós sextán ára
og var á bátum og Grindavík, lengst af
á Árna í Teigi GK – I og Grindvíkingi
GK – 606. Hann hóf síðan störf hjá afa
sínum og ömmu í saltfiskvinnslunni
Þrótti 2007, hefur starfað þar síðan og
er nú vinnslustjóri þar.
Bergvin hefur æft og keppt í körfu-
bolta með ÍG frá 2005 og hefur leikið
með meistaraflokki liðsins.
Fjölskylda
Kona Bergvins er Hildur María Brynj-
ólfsdóttir, f. 6.3. 1985, húsmóðir.
Börn Bergvins og Hildar Maríu eru
Pétur Ingi Bergvinsson, f. 19.9. 2000;
Ólöf María Bergvinsdóttir, f. 23.10.
2007; Karen Lind Bergvinsdóttir, f.
7.2. 2011.
Systkini Bergvins eru Alís Inga, f.
26.7. 1972, starfsmaður við Grensás-
deild Landspítalans, búsett í Hafn-
arfirði; Sigríður Jónasdóttir, f. 24.11.
1973, húsmóðir í Grindavík; Sigurður
Jóhann, f. 26.11. 1973, bóndi að Hálsi í
Fnjóskadal; Ingibergur Þór Ólafarson,
f. 22.5. 1976, leigubílstjóri, búsettur í
Reykjavík; Fjóla Kristín Ólafardóttir,
f. 16.8. 1991, nemi við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Foreldrar Bergvins: Ólöf Þórar-
insdóttir, f. 17.1. 1955, d. 19.11. 1998,
húsmóðir í Grindavík, og Rúnar Þór
Björgvinsson, f. 15.10. 1955, skipstjóri
í Grindavík.
G uðmann fæddist í Varmahlíð í Skagafirði og ólst þar upp. Hann var í Varmahlíðarskóla, stund-
aði nám við Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra og Verkmenntaskólann á
Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi,
4. stigs vélstjórnarprófi og prófi í raf-
virkjun. Hann lauk síðar sveinsprófi
í rafvirkjun hjá Eimskip í Sundahöfn
2008.
Guðmann var í sumarvinnu í
klæðningaverki að leggja slitlag á
þjóðvegi víða um land á framhalds-
skólaárunum, var vélstjóri á togar-
anum Klakki frá Sauðárkróki í eitt ár,
var við nám og störf við rafvirkjun hjá
Eimskip í Reykjavík til 2010 en er nú
vélstjóri hjá Vífilfelli á Akureyri.
Guðmann starfaði um skeið í Flug-
björgunarsveitinni í Varmahlíð.
Fjölskylda
Eiginkona Guðmanns er Dagný Rut
Magnúsdóttir, f. 11.1. 1986, nemi við
Verkmenntaskólann á Akureyri.
Börn Guðmanns og Dagnýjar Rut-
ar eru Viktoría Rós Egilsdóttir, f. 6.7.
2002; Anton Orri Guðmannsson, f.
11.12. 2007.
Systir Guðmanns er Eva Rún
Böðvarsdóttir, f. 7.9. 1992, nemi við
Verkmenntaskólann á Akureyri.
Foreldrar Guðmanns eru Böðv-
ar Hreinn Finnbogason, f. 24.5. 1957,
bifvélavirki hjá Frumherja, búsettur í
Varmahlíð, og Guðbjörg Guðmanns-
dóttir, f. 28.11. 1963, sundlaugarvörð-
ur í Varmahlíð.
Harpa fæddist í Hafnarfirði, ólst þar upp til fjögurra ára aldurs en síðan í Þingholt-
unum.
Hún var í Austurbæjarskóla,
stundaði nám við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk síðar prófum í
tölvunarfræði og tölvuviðgerðum.
Harpa var í unglingavinnunni í
Reykjavík, fór á barnsaldri með föð-
ur sínum í siglingar víða um heim
en hann var þá bryti í farmennsku,
var sjálf kokkur á Svaninum og var
plötusnúður við diskótek á Hótel
Borg, í Sigtúni og í Zafari, vann á
rannsóknarstofu Háskóla Íslands
1980–85, var læknaritari við Land-
spítalann 1987–89, var einkaritari
héraðslæknisins í Reykjavík 1990–
92 og hefur starfað við Heilsugæslu
Miðbæjar frá 1992.
Harpa hefur stundað myndlist
frá 1975, hefur tekið þátt í nokkr-
um samsýningum og haldið fimm
einkasýningar. Hún hóf að mynd-
skreyta barnabækur 1975 og hefur
myndskreytt fimmtán bækur auk
þess sem hún teiknaði myndasögur
fyrir Stundina okkar í Sjónvarpinu
um skeið. Þá hefur hún sinnt dag-
skrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp.
Harpa er trúnaðarmaður á
vegum SFR og situr í fræðslu- og
skemmtinefnd SFR.
Fjölskylda
Maður Hörpu er Gunnar Gunnars-
son, f. 15.9. 1959, ljósmyndari.
Sonur Hörpu og Ásgeirs Ragn-
ars Bragasonar dansara er Franz
Guðni, f. 15.6. 1984.
Systkin: Þröstur Júlíus Karlsson,
f. 1.11. 1948, rithöfundur og sjúkra-
liði; Sigrún Stella Karlsdóttir, f. 1.2.
1954, húsmóðir í Portúgal; Guð-
rún Glódís Gunnarsdóttir, f. 13.12.
1968, leikkona og eróbikkennari í
Wales á Englandi.
Foreldrar Hörpu eru Karl Júlí-
usson, f. 26.4. 1924, d. 19.10. 1975,
bryti, og Guðrún Jacobsen, f. 30.10.
1930, rithöfundur í Reykjavík.
36 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
Þ orsteinn fæddist á Reyðará og ólst þar upp. Hann naut far-kennslu á barnaskólaaldri og
lauk gagnfræðaprófi frá Laugaskóla í
Suður-Þingeyjarsýslu 1949.
Þorsteinn bjó félagsbúi á Reyðará
1950–64 og tók síðan alfarið við búi
þar og var þar bóndi til 1997. Þá fluttu
þau hjónin til Hafnar í Hornafirði og
hafa verið búsett þar síðan.
Þorsteinn var auk þess barna-
kennari í Bæjar- og Mýrahreppi í tutt-
ugu og tvo vetur.
Þorsteinn sat í stjórn ungmenna-
félagsins Hvatar í tíu ár, í stjórn ung-
mennasambandsins Úlfljóts 1960–65,
1970–76 og 1984–85, í stjórn Búnað-
arfélags Lónsmanna frá 1964–98, var
gjaldkeri Búnaðarsambands Austur-
Skaftfellinga 1962–87, í stjórn Sauð-
fjárræktarfélags Lónsmanna þrjátíu
og tvö ár, í stjórn Sauðfjárræktarsam-
bands Austur-Skaftfellinga 1955–75,
var fulltrúi á fjórtán aðal- og auka-
fundum Stéttarsambands bænda á
árunum 1971–87, sat í stjórn Stéttar-
sambands bænda og í Framleiðslu-
ráði landbúnaðarins 1973–87, í stjórn
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga 1971–
92, í sóknarnefnd Stafafellskirkju
1965–98, í stjórn Menningarsam-
bands Austur-Skaftfellinga um árabil,
sat í hreppsnefnd Bæjarhrepps 1963–
98, var oddviti hreppsins 1982–98, sat
í sýslunefnd Austur-Skaftfellinga um
árabil frá 1987 og í stjórn Sjúkrasam-
lags Bæjarhrepps frá 1951 og meðan
það starfaði. Hann var stofnfélagi í
Karlakórnum Jökli og söng með hon-
um í fjölda ára.
Eftir Þorstein hafa komið út bæk-
urnar Gamla hugljúfa sveit, I. bindi,
útg. 1990, II. bindi, útg. 1995, III.
bindi, útg. 1998, og IV. bindi útg. 2007.
Þá hefur hann skrifað greinar í Skaft-
felling, ársrit Austur-Skaftfellinga, og
í afmælisrit sem gefið var út þegar
ungmennasambandið Úlfljótur varð
fimmtíu ára.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist 10.7. 1965 Vig-
dísi Guðbrandsdóttur, f. 24.5. 1929,
d. 21.9. 2005, húsfreyju frá Heydalsá.
Hún var dóttir Guðbrands Björnsson-
ar, f. 14.5. 1889, d. 2.7. 1946, bónda á
Heydalsá í Strandasýslu, og Ragn-
heiðar Sigureyjar Guðmundsdóttur,
f. 24.8. 1894, d. 24.10. 1972, húsfreyju.
Synir Þorsteins og Vigdísar eru
Geir Þorsteinsson, f. 24.4. 1965, tré-
smíðameistari á Höfn í Hornafirði,
eiginkona hans er Björk Pálsdóttir
og börn þeirra eru; Þorsteinn, f. 27.1.
1996 og Vigdís María, f.19.05.2002,
en sonur Geirs er Stefán Mikael Þór,
f. 18.9. 1990; Gunnar Bragi Þorsteins-
son, f. 13.8. 1966, búfræðingur og
verktaki, var kvæntur Herborgu Þur-
íðardóttur en þau skildu en dætur
þeirra eru Elín Sól, f. 20.1. 1993, Þór-
dís, f. 3.9. 1996, og Birta, f. 3.6. 1998, en
sonur Herborgar er Gísli Halldór Sig-
urðsson, f. 31.7. 1987.
Sonur Vigdísar er Guðbrandur
Ragnar Jóhannsson, f. 19.8. 1949,
kennari og eigandi Vatnajökul Travel,
var kvæntur Benediktu Theódórs og
eru synir þeirra Páll, f. 30.9. 1974, d.
26.5. 1976, og Páll, f. 13.4. 1979. Guð-
brandur og Benedikta skildu og var
síðan sambýliskona hans Þórdís Sig-
urðardóttir, f. 2.2. 1939, d. 24.12. 1994.
Systkin Þorsteins: Aðalheiður
Geirsdóttir, f. 11.3. 1923, fyrrv. vefnað-
arkennari á Höfn í Hornafirði; Sigurð-
ur Geirsson, f. 5.2. 1924, d. 18.8. 2004,
bóndi á Reyðará, síðar verktaki og
umsjónarmaður íþróttahúss á Höfn;
Baldur Geirsson, f. 11.9. 1930, rafvirki
í Reykjavík.
Foreldrar Þorsteins voru Geir Sig-
urðsson, f. 21.7. 1898, d. 10.2. 1974,
bóndi að Reyðará, og Margrét Þor-
steinsdóttir, f. 18.9. 1896, d. 13.4. 1987,
húsfreyja.
Ætt
Geir var bróðir Stefáns, skólastjóra
í Reykholti í Biskupstungum, Ás-
mundar, kennara og alþm., og Hlöð-
vers, skólastjóra á Siglufirði. Geir
var sonur Sigurðar, b. á Reyðará
Jónssonar, b. og söðlasmiðs á Set-
bergi í Nesjum Jónssonar. Móðir
Sigurðar var Sesselja Sigurðardótt-
ir. Móðir Geirs á Reyðará var Anna,
dóttir Lúðvíks J. Christian Schou,
verslunarmanns í Vallaneshjáleigu
og faktors á Húsavík Hermannsson-
ar Schou, verslunarmanns á Siglu-
firði. Móðir Önnu var Elín, systir
Hjörleifs, pr. á Undirfelli, föður Ein-
ars H. Kvaran rithöfundar, afa Æv-
ars Kvaran, leikara og rithöfundar.
Bróðir Einars Kvaran var Sigurður
Kvaran læknir, afi Ásdísar Kvaran
lögfræðings. Bróðir Elínar var Jón í
Saurhaga á Völlum, afi Guðmund-
ar Sveinssonar, fyrrv. skólameistara
Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Jón
var auk þess langafi Einars Jónsson-
ar, pr. á Kálfafellsstað. Elín var dóttir
Einars, pr. í Vallanesi Hjörleifsson-
ar, pr. á Hjaltastöðum Þorsteins-
sonar, bróður Guttorms, prófasts á
Hofi, langafa Þórarins á Tjörn, föður
Kristjáns Eldjárn forseta, föður Þór-
arins Eldjárn, skálds og rithöfundar,
og Sigrúnar myndlistarkonu. Móðir
Elínar var Þóra Jónsdóttir Schjölds,
vefara á Kórreksstöðum og ættföður
Vefaraættar Þorsteinssonar.
Þorsteinn Geirsson
Fyrrv. bóndi, oddviti og kennari að Reyðará í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu
Erla Víðisdóttir
Viðskiptafræðingur að Hellishólum
Bergvin Ólafarson
Vinnslustjóri hjá saltfiskvinnslunni Þrótti í Grindavík
Guðmann Þ. Böðvarsson
Vélstjóri á Akureyri
Harpa Karlsdóttir
Kerfisumsjónarmaður hjá Heilsugæslunni í Miðbæ
85 ára á föstudag
30 ára á laugardag
30 ára á laugardag
30 ára á sunnudag
50 ára á laugardag