Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 21
Fréttir | 21Helgarblað 20.–22. maí 2011 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 110% leiðin – átt þú rétt? · Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar. · Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009. · Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur. · Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu. · Sækja skal um rafrænt á www.ils.is. · Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2011. Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágvöruverðversl- unum og fjórum þjónustuverslun- um á höfuðborgarsvæðinu mánu- daginn 16. maí. Hæsta verðið var oftast að finna í Nóatúni og Fjarð- arkaupum eða í um þriðjungi til- vika. Í þeim tilvikum sem umbeðin vara var til í verslununum Bónuss, Krónunnar og Nettó var um eða undir þriggja króna verðmunur í 21 tilviki. Í könnuninni voru 107 vöru- tegundir skoðaðar. Sem fyrr segir voru Nóatún og Fjarðarkaup með hæsta verðið í 36 tilvikum og Hag- kaup í 26 tilvikum. Bónus var með lægsta verðið á 77 vörutegundum af þeim 107 sem skoðaðar voru. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru til í Fjarð- arkaupum eða 105 af 107 og næst- flestar í Hagkaupum 102 af 107. Í frétt um könnunina á vef- síðu ASÍ kemur fram að áberandi mestur verðmunur í könnuninni var á ávöxtum og grænmeti en í aðeins 3 tilvikum af 19 var munur á hæsta og lægsta verði minni en 25 prósent. Sem dæmi má nefna að mestur verðmunur var á rauð- um chillí en hann kostaði 1.290 krónur kílóið í Bónus en var dýr- astur á 3.975 krónur kílóið í Fjarð- arkaupum. Verðmunurinn var því talsverður, 208 prósent. Minnstur verðmunur var á avokadó sem var ódýrast á 519 krónur kílóið í Bón- us en dýrast á 598 krónur kílóið í Fjarðarkaupum, 15 prósent verð- munur. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Holtagörðum, Krónunni Höfða, Nettó Mjódd, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóatúni í Nóatúni, Samkaupum Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Kringlunni. Verslunin Kostur í Kópavogi neitaði að taka þátt í könnuninni. ASÍ kannaði verðlag í verslunum: Ódýrast í Bónus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.