Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 21
Fréttir | 21Helgarblað 20.–22. maí 2011 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 110% leiðin – átt þú rétt? · Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar. · Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009. · Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur. · Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu. · Sækja skal um rafrænt á www.ils.is. · Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2011. Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágvöruverðversl- unum og fjórum þjónustuverslun- um á höfuðborgarsvæðinu mánu- daginn 16. maí. Hæsta verðið var oftast að finna í Nóatúni og Fjarð- arkaupum eða í um þriðjungi til- vika. Í þeim tilvikum sem umbeðin vara var til í verslununum Bónuss, Krónunnar og Nettó var um eða undir þriggja króna verðmunur í 21 tilviki. Í könnuninni voru 107 vöru- tegundir skoðaðar. Sem fyrr segir voru Nóatún og Fjarðarkaup með hæsta verðið í 36 tilvikum og Hag- kaup í 26 tilvikum. Bónus var með lægsta verðið á 77 vörutegundum af þeim 107 sem skoðaðar voru. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru til í Fjarð- arkaupum eða 105 af 107 og næst- flestar í Hagkaupum 102 af 107. Í frétt um könnunina á vef- síðu ASÍ kemur fram að áberandi mestur verðmunur í könnuninni var á ávöxtum og grænmeti en í aðeins 3 tilvikum af 19 var munur á hæsta og lægsta verði minni en 25 prósent. Sem dæmi má nefna að mestur verðmunur var á rauð- um chillí en hann kostaði 1.290 krónur kílóið í Bónus en var dýr- astur á 3.975 krónur kílóið í Fjarð- arkaupum. Verðmunurinn var því talsverður, 208 prósent. Minnstur verðmunur var á avokadó sem var ódýrast á 519 krónur kílóið í Bón- us en dýrast á 598 krónur kílóið í Fjarðarkaupum, 15 prósent verð- munur. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Holtagörðum, Krónunni Höfða, Nettó Mjódd, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóatúni í Nóatúni, Samkaupum Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Kringlunni. Verslunin Kostur í Kópavogi neitaði að taka þátt í könnuninni. ASÍ kannaði verðlag í verslunum: Ódýrast í Bónus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.