Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Síða 36
36 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20.–22. maí 2011 Helgarblað Zóphónías Pálsson Fyrrv. skipulagsstjóri ríkisins f. 17.4. 1915 – d. 15.5. 2011 Jónína Jónatansdóttir Kvenréttindakona og verkalýðsleiðtogi f. 22.5. 1869 – d. 1.12. 1946 Zóphónías fæddist að Hvanneyri í Borgarfirði og ólst þar upp til fermingaraldurs er fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Zóphónías lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, stundaði nám í mælingarverkfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaup­ mannahöfn og lauk þaðan prófum 1939. Zóphónías starfaði síðan í Dan­ mörku, einkum hjá Geodætisk Insti­ tut í Óðinsvéum og í Kaupmanna­ höfn. Zóphónías flutti með fjölskyldu sína heim til Íslands 1945 og hóf þá störf sem verkfræðingur hjá Skipu­ lagi bæja og kauptúna. Hann var yfirverkfræðingur þar á árunum 1950–54 en var þá skipaður skipu­ lagsstjóri ríkisins og gegndi því emb­ ætti til 1985 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann starfaði þar þó áfram að tilteknum skipulagsmál­ um og starfaði auk þess í nokkur ár hjá varnarmáladeild utanríkisráðu­ neytisins. Zóphónías kenndi auk þess við Iðnskólann í Reykjavík á árunum 1945–54 og var prófdómari þar til 1985. Þá var hann prófdómari við verkfræðideild Háskóla Íslands 1948–85. Zóphónías var félagi í Rótarý­ klúbbnum Reykjavík – Austurbær frá stofnun klúbbsins, 1963. Zóphónías og Lis, eiginkona hans, voru mikið fyrir útvist og gönguferð­ ir, sund og bóklestur og ræktuðu vel fjölskyldutengslin. Fjölskylda Zóphónías kvæntist 20.12. 1940 Lis Nellemann, f. í Álaborg 25.1. 1921, d. 29.10. 2009, húsmóður. Hún var dóttir Nic. Nellemann, mælingar­ verkfræðings í Álaborg, og k.h., Mar­ grethe, f. Lund, húsmóður. Zóhónías hafði verið í starfsnámi við fyrirtæki tengdaföður síns um skeið. Zóphónías og Lis eignuðust fjög­ ur börn. Þau eru: Páll Zóphóníasson, f. 12.7. 1942, byggingatæknifræðingur, kvænt­ ur Áslaugu Hermannsdóttur, f. 6.8. 1943, og eru börn þeirra Zóphónías, f. 8.2. 1967; Sigríður, f. 2.7. 1969, og á hún tvo syni, þann eldri með Hall­ varði Þórssyni, en þann yngri með Karli Hjálmarssyni; Sif, f. 22.2. 1974 en maður hennar er Grímur Jónsson og eiga þau tvö börn. Hjalti Nick Zóphóníasson, f. 20.2. 1944, lögfræðingur, kvæntur Sig­ rúnu Þór Haraldsdóttur, f. 22.1. 1944, kennara og eru börn þeirra Ágústa Þóra, f. 12.6. 1964 en maður hennar er Gunnar Hilmarsson og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn; Harald­ ur Ásgeir, f. 30.10. 1965, var kvæntur Huldu Styrmisdóttur og eiga þau þrjá syni; Anna Lis, f. 12.5. 1969; Hjördís Björk, f. 17.6. 1981. Bjarki, f. 13.6. 1946, arkitekt, kvæntur Ulrike Baierl, f. 6.9. 1948, og eru synir þeirra Magnús Daníel, f. 23.6. 1975; Jakob Nicolai Basil, f. 24.4. 1980. Margrét, f. 13.10. 1953, myndlistar maður, var gift Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni en þau skildu og er dóttir þeirra Júlía, f. 20.10. 1986. Systkini Zóhóníasar voru Unnur Pálsdóttir, f. 23.5. 1913, d. 1.1. 2011, húsmóðir, var gift Sigtryggi Klem­ enzsyni, ráðuneytisstjóra í fjármála­ ráðuneytinu og seðlabankastjóra; Páll Agnar Pálsson, f. 9.5. 1919, d. 10.7. 2003, yfirdýralæknir, var kvæntur Kirsten Henriksen dýra­ lækni; Hannes Pálsson, f. 5.10. 1920, fyrrv. aðstoðarbankastjóri Búnað­ arbanka Íslands, kvæntur Sigrúnu Helgadóttur; Hjalti Pálsson, f. 1.11. 1922, d. 24.10. 2002, lengst af fram­ kvæmdastjóri verslunarsviðs SÍS, var kvæntur Ingigerði Karlsdóttur, fyrrv. flugfreyju; Vigdís Pálsdóttir, f. 13.1. 1924, húsmóðir í Reykjavík og ekkja eftir Baldvin Halldórsson leik­ ara. Foreldrar Zóphóníasar voru Páll Zóphóníasson, f. í Viðvík í Skaga­ firði 18.11. 1886, d. 1.12. 1964, skóla­ stjóri, alþm. og búnaðarmálastjóri, og k.h., Guðrún Þuríður Hannes­ dóttir, f. 11.5. 1881, d. 11.11. 1963, húsmóðir. Ætt Páll var sonur Zóphóníasar, prófasts í Viðvík Halldórssonar, b. á Brekku í Svarfaðardal Rögnvaldssonar. Móð­ ir Halldórs var Sophía Þorsteins­ dóttir, systir Hallgríms, föður Jón­ asar skálds. Móðir Zóphóníasar var Guðrún Björnsdóttir, systir Guð­ nýjar, langömmu Hermanns Jónas­ sonar forsætisráðherra, föður Steingríms forsætisráðherra, föður Guðmundar alþm. Móðir Páls var Jóhanna Sofía, systir Jarþrúðar, konu dr. Hannes­ ar Þorsteinssonar, ritstjóra og þjóð­ skjalavarðar, en hálfsystur hennar voru Þóra, kona Jóns Magnússonar forsætisráðherra, og Elínborg, kona Geirs, vígslubiskups Sæmundssonar. Jóhanna Sofía var dóttir Jóns, há­ yfirdómara og alþm., bróður Péturs biskups og Brynjólfs Fjölnismanns. Jón var sonur Péturs, prófasts á Víðivöllum í Skagafirði Péturssonar og Þóru Brynjólfsdóttur, gullsmiðs Halldórssonar, biskups á Hólum Brynjólfssonar. Móðir Jóhönnu var Jóhanna Soffía Bogadóttur, fræði­ manns á Staðarfelli Benediktssonar, ættföður Staðarfellsættar og Jarþrúð­ ar Jónsdóttur, pr. í Holti í Önundar­ firði Sigurðssonar. Móðir Jarþrúðar var Solveig Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði Jónssonar, ættföður Eyrarættar, langafa Jóns forseta. Guðrún Þuríður var dóttir Hann­ esar, hreppstjóra í Deildartungu Magnússonar, hreppstjóra á Vil­ mundarstöðum Jónssonar, b. á Vilmundarstöðum Auðunssonar. Móðir Jóns var Margrét Þorvalds­ dóttir, hreppstjóra á Sturlureykjum Arngrímssonar. Móðir Guðrúnar var Vigdís, systir Þuríðar, ömmu Jóns Helgasonar, prófessors og skálds í Kaupmannahöfn. Vigdís var dóttir Jóns, b. í Deildartungu Jónsson­ ar, dbrm. í Deildartungu Þorvalds­ sonar, ættföður Deildartunguættar, bróður Margrétar. Jónína fæddist á Miðengi í Garðahverfi á Álftanesi. Á fæðingarári henn­ ar kom út í Bretlandi rit heimspekings­ ins, frjálshyggju­ og nytjastefnumanns­ ins Johns Stuarts Mill, Kúgun kvenna, en það rit átti eftir að vera biblía kvenrétt­ indasinna í marga ára­ tugi og, ásamt Frelsinu, þekktasta rit Mills. Jónína var dóttir Jóna­ tans Gíslasonar, sjómanns á Miðengi, og k.h., Margrétar Ólafsdótt­ ur húsfreyju. Jónína gekk í Kvenrétt­ indafélag Íslands 1910 og var helsti hvatamaður að stofnun Verkakvenna­ félagsins Framsóknar 1914, ásamt vinkonu sinni, Bríeti Bjarnhéðins­ dóttur, en þær stöllur voru nágranna­ konur í Þingholtsstrætinu í Reykjavík. Jónína var formaður félagsins frá stofnun og næstu tutt­ ugu árin. Hún var í öðru sæti á framboðslista Kvennaframboðsins til bæjarstjórnar, 1914. Þá var Jónína einn stofnenda Alþýðu­ sambands íslands og Alþýðuflokksins og átti sæti í stjórn þeirra. Hún varð fyrsta konan sem tók sæti í bæjar­ stjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðuflokkinn 1920, átti sæti í fátækranefnd og fjársöfn­ unarnefnd Landspítalans og vann mikið fyrir Slysavarnafélag Íslands. Jónína var rólynd kona og hug­ ljúf, með fremur viðkvæma lund, en þó ætíð reiðubúin að rétta þurfandi hjálparhönd. Eiginmaður hennar var Flosi Sig­ urðsson trésmíðameistari. Andlát Merkir Íslendingar Torfi Hjartarson Tollstjóri og ríkissáttasemjari f. 21.5. 1902 – d. 8.10. 1996 Torfi Hjartarson fædd­ist á Hvanneyri í Borgar firði. For­ eldrar hans voru Hjörtur Snorrason alþm., skólastjóri á Hvanneyri og bóndi á Skeljabrekku og í Arnarholti, og k.h., Ragnheiður hús­ freyja, dóttir Torfa, skólastjóra í Ólafs­ dal Bjarnasonar, þess fræga búskaparfrömuðar og framfarasinna. Bróðir Torfa Hjartarson­ ar var Snorri, eitt listfengnasta skáld okkar á síðari helmingi síðustu ald­ ar. Það var hann sem ráðlagði meist­ ara Þórbergi að halda áfram að vinna með Matthíasi Johannessen að sam­ talsbókinni Í kompaníi við allífið, sem síðar varð frægasta viðtalsbók sem gefin hefur verið út á Íslandi. Meðal barna Torfa eru Hjörtur, fyrrv. hæstaréttardómari, og Ragn­ heiður, fyrrv. rektor Menntaskólans í Reykjavík. Torfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1930 og dvaldi í London við framhaldsnám á árunum 1930–31. Torfi naut mikils trausts sem vandaður embættismaður enda tollstjóri í Reykjavík í tæp þrjátíu ár, sátta­ semjari á sama tíma frá 1945 og til sjötíu og átta ára aldurs og oddviti yfirkjörstjórn­ ar við bæjarstjórnar­ kosningar í Reykjavík á árunum1949–70. Hann kom oft til álita til ýmissa embætta, t.d. kom hann sterk­ lega til greina sem borgarstjóraefni sjálfstæðismanna og sem ráðherra í utanþingsstjórn. Hann varð fyrsti for­ maður Sambands ungra sjálfstæðis­ manna, 1930, og hélt eftirminnilega ræðu á afmæli SUS á Þingvöllum, 1990. Þar mælti hann skörulega gegn ESB­aðild og sagði Íslendinga ekki hafa brotist undan Dönum til að láta þá stjórna sér aftur í gegnum Brussel. Torfi var látlaus og hressilegur í viðmóti, hélt góðri heilsu fram á elliár og ók eins og herforingi sínum hálfrar aldar gamla Willys­jeppa, er hann sjálfur var kominn á tíræðis­ aldur. Merkir Íslendingar FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.