Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 29. febrúar 2012 Tæplega þúsund fóstureyðingar n Svipað hlutfall fóstureyðinga og síðustu ár Á rið 2010 voru 976 fóstureyðing- ar framkvæmdar hér á landi. Það er sambærilegur fjöldi og var tvö ár þar á undan. Þetta kemur fram í Talnabrunni Land- læknisembættisins en þar eru bornar saman tölur frá embættinu fyrir árið 2010 og fyrri ár. Algengt er að tíðni fóstureyð- inga sé skoðuð í hlutfalli við fæð- ingar. Sé það gert kemur í ljós að framkvæmdar voru tæplega 200 fóstur eyðingar fyrir hver 1.000 börn sem fæddust á sama tímabili. Lítil breyting hefur orðið á þessu hlutfalli á síðustu fimm árum. Talsvert hefur hins vegar dregið úr fóstureyðingum frá tímabilinu 1997 til 2003 því þá voru framkvæmdar um 220 til 230 fóstureyðingar á móti hverjum 1.000 lifandi fæddum börnum. Langstærstur hluti aðgerðanna, eða um 90 prósent, var framkvæmd- ur á kvennadeild Landspítalans. Næstflestar aðgerðanna voru fram- kvæmdar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Á undanförnum árum hef- ur sú þróun átt sér stað að fóstureyð- ingar eru framkvæmdar á sífellt færri stöðum. Flestar aðgerðirnar voru fram- kvæmdar á konum sem gengnar voru tólf vikur eða skemur. Sérstaklega er kveðið á um það í lögum að fóstur- eyðingar eigi helst að framkvæma á fyrstu tólf vikum meðgöngunnar og að aðeins sé leyft að framkvæma fóst- ureyðingar vegna læknisfræðilegra ástæðna eftir sextán vikna meðgöngu. Aðeins fjögur prósent fóstureyðingar- aðgerða voru gerðar eftir meira en tólf vikna meðgöngu. Þ að fer eftir því hvernig kran- inn snýr hvort ég get horft á sjónvarpið eða ekki,“ segir Elín Guðrún Þorsteinsdótt- ir, íbúi í Reykjanesbæ, sem segist ekki hafa getað horft á sjón- varpsútsendingar til fjölda ára vegna krana á byggingasvæði í næsta ná- grenni við hana. Málið hefur komið til kasta bæjaryfirvalda auk bygging- araðila en engin lausn er í sjónmáli. „Þessi byggingarkrani hér fyrir utan hefur verið ónotaður í tvö ár. Þetta er mjög þreytandi. Maður er kannski að horfa á spennandi mynd og þá skellur á með truflunum,“ segir Elín og bætir við að hún sé að því komin að segja upp sjónvarpsáskriftinni að Stöð 2 vegna málsins. Bæjaryfirvöld segjast hafa brugðist við kvörtunum Árni Sigfússon, bæja☻rstjóri Reykja- nesbæjar, segir bæinn hafa brugðist við kvörtun íbúa og reynt að fá stað- fest hvort byggingarkrani geti trufl- að útsendingu. Um það hafi þó ekki fengist skýr svör. „Óskað var eftir að bóma á krananum yrði felld. Ef hún kynni að trufla móttöku sjónvarps í ákveðnum áttum. Byggingaraðili hef- ur enn ekki orðið við því,“ segir í svari Árna við fyrirspurn DV. Þá segir Árni að engar kvaðir um tíma séu settar á byggingarsvæði þar sem hægst hefur á framkvæmdum vegna niðursveiflu vegna efnahagshrunsins. „Hér eru hins vegar áhyggjur af því að bóman trufli sendingar sjónvarps og sjálfsagt að ítreka að hún sé tekin niður. Þann- ig má sannreyna hvort truflunin sé af hennar völdum. Ég hef ítrekað óskað eftir að það verði gert en við beitum engum dagsektum í svona máli. Leit- um bara vinsamlegra lausna.“ „Guð hjálpi mér“ Áskell Agnarsson, eigandi Húsagerð- arinnar, sem á umrætt vinnusvæði segir byggingarfulltrúa í Reykja- nesbæ ekki hafa staðfest gagnvart sér að kraninn trufli raunverulega út- sendingar. „Guð hjálpi mér. Ég þekki þetta mál. Þetta er bara staðhæfing á móti staðhæfingu sérfræðings,“ segir Áskell en bætir við að íbúum á svæð- inu bjóðist sjónvarp í gegnum kapal í jörðu. Hann segir ekki fullvíst að byggingarkraninn trufli útsendingar enda séu móttökuskilyrði örbylgju- útsendinga sjónvarpsstöðvanna ekki upp á sitt besta í Reykjanesbæ. „Ör- bylgjusamband frá Reykjavík er háð veðri hér yfir flóann. Sérstaklega því lægra sem þú ert. Lægstu húsin í Keflavík eru í rosalegum vandræðum með örbylgjusamband í Reykjavík,“ segi Áskell. Hann segist þó ekki vita hvort Elín notist við örbylgjuloftnet. „Ég hélt að þetta mál væri úr sög- unni. Það hefur ekki verið leitað til mín hvorki frá Reykjanesbæ eða frá þessari konu,“ segir Áskell. Aðspurð- ur hvort ekki væri nær að deiluaðil- ar leituðu lausna til dæmis með því að vinna að því í sameiningu að færa sjónvarpstengingu Elínar í jörð sagði Áskell að það væri líklega eðlilegast. „Auðvitað. Prinsippsins vegna þá finnst mér það samt dálítið skrýtin leið. Ég vil bara fá á hreint að þetta sé það sem talað er um,“ segir Áskell. Augljóst mál „Það er enginn vandi að sýna fram á að kraninn sé það sem truflar. Það fer eftir því hvernig hann snýr hvort ég get horft á sjónvarpið,“ segir Elín þegar blaðamaður bar undir hana að ekki væri vissa um að byggingarkran- inn truflaði útsendingu sjónvarpsins. Hún segist þó ekki hafa ráðfært sig við sérfræðinga í málinu. Hún viður- kennir að hafa ekki athugað að fullu hvort hægt sé að fá sjónvarp í gegn- um kapal í jörðu. „Ég hef bara enga peninga til að fá mér slíkt og hef ekk- ert vit á því hvernig þetta er,“ segir Elín sem sárnar að talað sé um mál- ið líkt og hún sé ein með vandræði. „Þetta vesen með sjónvarpið hefur verið í gangi í tæp fjögur ár. Ég áttaði mig bara ekki á því að kraninn væri vandamálið fyrr en fyrir rúmu ári. Ég er ekkert sú eina sem kvartar, það eru þrjár fjölskyldur í nágrenni við mig sem allar hafa kvartað yfir útsend- ingunni hjá sér.“ Ekki náðist í byggingafulltrúa Reykjanesbæjar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Krani truflar sjónvarpið n Guðrún Elín getur stundum ekki horft á sjónvarpið vegna truflana „Það fer eftir því hvernig hann snýr hvort ég get horft á sjón- varpið. 50 þúsund krónur á ári Hjá áskriftadeild 365 miðla fengust þær upplýsingar að áskriftagjald og leiga á myndlykli væri sú sama, óháð því hvernig áskrifendur ná sendingum fyrirtækisins. Hins vegar er nauðsynlegt að kaupa netáskrift til að taka á móti sendingum í gegnum ADSL-netsjónvarp. Í söludeild Vodafone fengust þær upp- lýsingar að ódýrasta leiðin fyrir þá sem verða að fá sjónvarpið í gegnum netið en nota ekki internetið sé svokölluð Vodafone 0 leið sem kostar 4.219 krónur á mánuði. Miðað við þetta er ljóst að kostnaður Elínar og annarra sem ekki eru með netáskrift, við að skipta yfir í ADSL-sjón- varp, er í kringum fimmtíu þúsund á ári. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Hættir með Stöð 2 Guðrún Elín Þor- steinsdóttir segist að því komin að hætta með Stöð 2 vegna ástandsins. Skyggir á skemmtiefnið Bygginga- kraninn sem sem Guðrún segir truflsjón- varpsútsendingar til sín og nágranna. Dregið úr fóstureyðingum Sé litið á hlutfall fóstureyðinga miðað við fjölda fæðinga kemur í ljós að dregið hefur úr fóstureyðingum á síðustu árum frá því sem var 1997–2003. Árás á grískan túrista: Dæmdir í fangelsi Tveir af þeim sem réðust á grísk- an ferðamann í miðbæ Reykjavík- ur í maí árið 2010 voru dæmdir í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Alls voru fjórir karlmenn ákærðir vegna árásarinnar en sá þriðji hlaut sextán mánaða fangelsisdóm og sá fjórði hálfs árs fangelsi. Mennirnir réðust á Grikkjann í Bankastræti þar sem þeir lömdu og spörkuðu í andlit og höfuð hans.  Árásin á að hafa átt sér stað í maí 2010 í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti við veitingastaðinn Sólon. Mennirnir þrír sem eru á aldr- inum 27 til 33 ára neituðu allir sök. Einn mannanna játaði að hafa gripið ferðamanninn háls- taki aftan frá og að einhverjar ryskingar hafi átt sér stað, en neitaði að hafa beitt hnefum eða sparkað í hann. Hinir tveir báru fyrir sig minnisleysi og könnuð- ust ekki við að hafa átt nokkur samskipti við ferðamanninn, þrátt fyrir að framburður vitna gæfi annað til kynna. Fleiri uppsagnir hjá Orkuveitunni Starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur hefur fækkað um 200, niður í 400, síðan árið 2008 þegar þeir voru flestir. Á þriðjudag var 20 starfs- mönnum sagt upp störfum hjá fyrirtækinu og marka þær upp- sagnir lokaáfangann í þeirri upp- stokkun á rekstrinum sem staðið hefur undanfarið misseri. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að skuldabyrði fyrirtækisins sé enn mjög þung og hagræðing í daglegum rekstri því mikilvægur þáttur í að styrkja fjárhagsstöðuna og ráða fram úr skuldavandanum. Samkvæmt aðgerðaáætlun sem Orkuveitan er rekin eftir er gert ráð fyrir að lækka rekstrarkostnað um 900 milljónir króna á árinu 2012. Áætlunin gerir ráð fyrir lækkun á rekstrarkostnaði um fimm millj- arða á tímabilinu 2011 til 2016. 74 eiga von á sekt Brot 74 ökumanna voru mynd- uð í Hamrahlíð í Reykjavík á þriðjudag. Fylgst var með öku- tækjum sem var ekið Hamra- hlíð í vesturátt, á móts við Menntaskólann í Hamrahlíð. Á einni klukkustund, eftir há- degi, fóru 192 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 39 prósent, of hratt eða yfir af- skiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43,5 kílómetrar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Sjö óku á 50 kílómetra hraða eða meira. Vöktun lögreglunnar í Hamrahlíð er liður í umferðar- eftirliti hennar við skóla á höf- uðborgarsvæðinu en þarna eru margir gangandi vegfarendur á ferð, meðal annars vegna MH og líka Hlíðaskóla en aðeins Háahlíð aðskilur lóðir skólanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.