Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Miðvikudagur 29 febrúar 2012 n Ummæli á Facebook draga dilk á eftir sér n Jill Hawkins hefur helgað líf sitt barneignum í velgjörðarskyni Þ ó svo að Jill Hawkins sé kom- in fast að fimmtugu er hún ekkert á þeim buxunum að slaka á í barneignum. Hawk- ins, sem verður 48 ára á árinu, er ólétt að tvíburum og þegar þeir fæðast verður hún búin að eign- ast tíu börn. Jill tók þá ákvörðun fyr- ir rúmum tuttugu árum að bera barn undir belti fyrir hjón sem gátu ekki eignast barn, að verða staðgöngu- móðir í velgjörðarskyni. Hún segir að það, að geta hjálpað öðrum, hafi ver- ið svo gefandi að hún ákvað að halda því áfram. Og eftir að tvíburarnir fæð- ast vill Jill halda áfram og eignast tvö börn í viðbót áður en hún verður fimmtug. Hún er einstæð og starfar sem einkaritari. Varð mikið veik Þar sem Jill er að nálgast fimmtugt hafa líkurnar á ýmiss konar vanda- málum samfara óléttu og barneignum aukist. Hún varð mikið veik árið 2010 þegar hún gekk með dreng og gat nánast ekkert unnið þá níu mánuði sem hún gekk með hann. Í samtali við breska blaðið The Daily Mail segist Jill hafa lofað fjölskyldu sinni, áhyggju- fullum foreldrum þar á meðal, að hún myndi ekki eignast fleiri börn. Hún viðurkennir að hún hafi ekki getað hætt og ákveðið að ganga með fleiri börn. Vill gleðja aðra „Foreldrar mínir voru mjög áhyggju- fullir síðast því ég varð lífshættu- lega veik. Í dag er ég búin að gleyma því öllu og ætla að halda áfram. Mér finnst dásamlegt að vera ólétt. Ég hef gaman af að gefa og gleðja aðra og að geta uppfyllt óskir annarra með barneignum er dásamlegt,“ segir Jill og bætir við að tvíburarnir sem hún gengur nú með undir belti hafi glatt hana sérstaklega mikið. „Það var eins og að verða ólétt aftur í fyrsta skiptið.“ Sjö fyrstu börnin sem Jill gekk með voru getin með hennar eigin eggjum og með sæði úr viðkomandi föður. Í dag er hún ekki fær um að verða ólétt með náttúrulegum hætti og því hafa þrjú síðustu börn, tvíburarnir þar á meðal, verið getin með glasafrjóvg- unarmeðferð. Faðirinn líkist Kevin Costner Jill er komin fjórtán vikur á leið og eru því væntanlegir síðsumars. Enn sem komið er lítur allt vel út. Líf- fræðilegir foreldrar tvíburanna eru 42 og 40 ára hjón. Þau eiga fyrir níu ára dóttur en hafa ekki getað eign- ast barn síðan þá. Jill segist hafa val- ið þau vegna þess að þau hafi ver- ið aðlaðandi og virkað vel á hana. Þá hafi ekki skemmt fyrir að faðir- inn hafi minnt hana á stórleikarann Kevin Costner. Jill er þegar farin að finna fyr- ir svipuðum einkennum og síðast þegar hún var ólétt. „Ég er mjög fljót að verða þreytt. Ég er með stans- lausan höfuðverk og gæti svo sem tekið verkjatöflur. Ég geri það ekki því þá gæti ég stefnt tvíburunum í hættu,“ segir hún. Aðspurð hvort það sé ekki erf- itt að horfa á eftir börnunum þegar þau loks koma í heiminn segir Jill að svo sé – að hluta til að minnsta kosti. „Ég vil aldrei halda þeim en það eru ekki margar konur sem gætu þetta. Það fylgja því miklar tilfinningar að eignast barn og þú þarft að vera mjög sterk. Fólk held- ur að ég sé brjáluð en ekkert kem- ur vinum mínum eða fjölskyldu á óvart lengur.“ 48 ára og á von á tíunda barninu Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Ekki hætt Jill Hawkins ætlar að halda áfram barneignum en hún gengur nú með tvíbura. Henni finnst gaman að gleðja aðra. Tvíburarnir Þessi sónarmynd sýnir annan tvíburann sem Jill ber undir belti. Sjöunda barnið Þetta er Isabella sem Jill eignaðist í nóvember 2006. Hún var sjöunda barnið sem Jill eignaðist í velgjörðarskyni. „Foreldrar mínir voru mjög áhyggjufullir síðast því ég varð lífshættulega veik Bólulyf veldur þunglyndi: Sjálfsvíg vegna aukaverkana Réttarrannsókn hefur leitt í ljós að 18 ára stúlka fyrirfór sér vegna aukaverkana lyfsins roaccutane, sem ætlað er að draga úr bólum. Lyfið er stundum nefnt accutane og þykir afar umdeilt. Það er talið geta valdið miklu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. Melissa Martin-Hughes var 18 ára þegar hún svipti sig lífi. Hún var fyrsta flokks nemandi í menntaskóla og námsárang- ur hennar var framúrskarandi. Í rannsókn á láti hennar hefur kom- ið fram að hún hafði átt erfitt frá 14 ára aldri, þegar hún steyptist út í bólum í andliti og efri hluta líkam- ans. Hún fór að skaða sjálfa sig. Hún fór til læknis og fékk lyfið roaccutane sem er eingöngu ávís- að á ef um mjög slæm tilvik er að ræða. Um er að ræða eitt sterk- asta inntökulyf sem völ er á gegn útbrotum eða bólum. Það getur haft gríðarleg áhrif á bólurnar en einnig haft miklar aukaverkanir. Það getur valdið þunglyndi, lifrar- bólgu og jafnvel fæðingargöllum ef þunguðum konum verður á að taka það inn. Sjúklingar verða að vera undir handleiðslu húðsjúk- dómalæknis alla þá fimm mánuði sem meðferðin getur tekið. Í próftíð árið 2009 reyndi Mel- issa fyrst að svipta sig lífi. Álag vegna prófa hafði gert útbrotin verri en ella. Áfallateymi átti að fylgjast með henni í kjölfar þess atburð- ar en samkvæmt rannsókninni var henni ekki sinnt eins og hefði þurft. Hún svipti sig lífi í apríl 2010, sjö mánuðum eftir að hún hitti teymið síðast. Ástæðan fyrir að svo langur tími leið var að sál- fræðingurinn í teyminu fór í langt veikindaleyfi. Þá hafði það líka áhrif að Melissa náði 18 ára aldri og fór því inn í annað kerfi en það sem börn eru í. „Það tók enginn við málinu og það er óverjandi,“ sagði sálfræðingurinn fyrir dómi. Melissu var að sögn ekki fullkunn- ugt um aukaverkanir lyfsins. Sér- fræðingur sem dómurinn leitaði til sagði að ef til vill hefði með sam- talsmeðferð verið hægt að afstýra því sem gerðist. Rannsókn málsins er ekki lokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.