Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 9
É
g vissi allan tímann að ég var
ekki ófrísk,“ sagði Agné Kratavi
ciuté við aðalmeðferð í Héraðs
dómi Reykjavíkur á þriðjudag.
Agné gaf skýrslu við þing
haldið, þar sem reynt er að varpa ljósi
á þann hryllilega atburð sem átti sér
stað á baðherbergi á herbergi núm
er 319 á Hótel Fróni, 2. júlí síðastliðið
sumar, en þá fannst nýfætt barn látið
í ruslagámi við hótelið. Agné talaði
móðurmál sitt en túlkur þýddi vitnis
burð hennar í dómsal.
Fékk að sjá myndir
Agné neitar staðfastlega sök. Hún
segist aldrei hafa haft vitneskju um
að hún væri með barni. Hún segist
ekki muna eftir að hafa fætt barn.
Hún segist ekki heldur muna eft
ir því að hafa veitt því áverka með
eggvopni, kyrkt það, vafið því inn í
nokkra plastpoka, og sett það að lok
um í stóran svartan ruslapoka. En
það er það sem ákæruvaldið hefur
gefið henni að sök út frá þeim stað
reyndum sem liggja fyrir í málinu.
Því er þó enn ósvarað hvers vegna
Agné segist ekki muna neitt frá sjálfri
fæðingunni, en getur þó lýst deg
inum sjálfum í smáatriðum og at
burðarás fyrir og eftir að barnið
fæddist og var deytt. Geðlæknar sem
kallaðir voru fyrir dóminn sögðu
skýringuna geta falist í því að hún
hafi mögulega verið í geðrofsástandi
þegar hún fæddi barnið. Í von um
viðbrögð sýndi saksóknari Agné
blað þar sem voru fjórar myndir
sem teknar voru af nýfæddu barni
hennar látnu. „Vekur þetta ekki upp
neinar minningar,“ spurði saksókn
ari og hélt myndunum á lofti. Agné
sat, horfði svipbrigðalaus á blaðið og
svaraði neitandi. Myndirnar vöktu
ekki upp minningar.
Vinafá og vernduð
Agné sat í dómsal klædd í brúna
dúnúlpu, með sítt skollitað hárið
slegið. Fyrir dómi kom fram að hún
hafi verið venjuleg ung kona sem þar
til í október 2010 bjó í foreldrahús
um í heimalandi sínu, Litháen. Hún
var vernduð af foreldrum sínum og
mjög háð móður sinni. Agné stund
aði nám í markaðsfæði í framhalds
skóla, var vinafá en góð stúlka sem
kynntist barnsföður sínum og fyrr
verandi kærasta á internetinu. For
eldrar hennar höfðu væntingar um
að hún héldi áfram námi en Agné
hafði önnur áform og sagði fyrir
dómi að sér hefði fundist mikilvæg
ara að flytja til Íslands og hefja sam
búð með manninum sem hún hafði
verið í fjarbúð með í fimm ár. Hún fór
því einn daginn án þess að láta for
eldra sína vita, til að hefja nýtt líf með
manninum sem hún sagðist hafa hitt
einu sinni áður í eigin persónu. Sjálf
ur sagði barnsfaðir hennar fyrir dómi
að hann hefði ekki vitað að hún væri
á leið til hans fyrr en hann fékk smá
skilaboð frá henni þar sem sagði að
hún væri á leiðinni. „Hún var samt
velkominn,“ bætti hann við.
„Venjulegur laugardagur“
Saksóknari bað Agné um að lýsa deg
inum sem barnið fæddist. Agné gat
lýst því nákvæmlega þegar hún horfði
á bíómynd kvöldið áður heima hjá
kærasta sínum og tengdaforeldrum
þar sem hún bjó. Hún svaf lítið um
nóttina vegna kviðverkja og bað því
tengdamóður sína um verkjalyf sem
hún fékk. Undir morgun bað hún um
róandi lyf sem tengdamóðir hennar
neitaði henni um þar sem hún átti
að mæta til vinnu fáeinum klukku
stundum síðar. Hún var sótt undir
morguninn af vinnufélögum sínum
á Hótel Fróni þar sem hún vann sem
herbergisþerna.
„Þetta var ósköp venjulegur
laugar dagur, en það var mikið að gera.
Við drukkum kaffi, skiptum með okk
ur verkum og flýttum okkur að byrja
daginn. Ég fór ásamt annarri stelpu
og við þrifum um sjö til átta herbergi.
Stelpan fór síðan niður í kaffistofu
að undirbúa morgunmat fyrir starfs
fólkið sem við borðuðum alltaf sam
an klukkan 10 og ég sagði henni að
ég myndi bara klára að þrífa og koma
svo. Ég kláraði það sem ég átti eftir
en fór allt í einu að svima. Ég settist á
klósettið og fann blóð renna niður úr
mér. Mér brá að sjá svona mikið blóð.
Það blæðir stundum mikið hjá mér
en ekki svona mikið. Það tók um tvær
til þrjár mínútur fyrir blæðinguna að
stöðvast. Þegar blæðingarnar minnk
uðu þvoði ég mér svolítið og klæddi
mig í buxurnar.“
Hún sagði að samstarfsstúlka
hennar hefði þá hringt og undrast að
hún væri ekki komin niður í morgun
mat. Hún sagði henni að hún væri á
leiðinni en hún væri svolítið veik.
Hún kláraði að hreinsa herbergið, fór
niður í móttöku og út í lítið hús þar
sem kaffistofan er.
„Þegar ég kom sögðu stelpurnar
að ég væri svolítið föl og spurðu
hvort það væri í lagi með mig. Ég
sagði þeim að það hefði byrjað að
blæða mjög mikið og þær sögðu mér
að fara heim.“ Úr varð að tengdafaðir
Agné kom ásamt barnsföður hennar
og keyrðu þeir hana á sjúkrahús þar
sem uppgötvaðist eftir rannsóknir að
Agné hefði skömmu áður fætt full
burða barn. Í kjölfarið hófst lögreglu
rannsókn og barnið fannst látið eins
og áður sagði.
„Ég var ekki ófrísk, ég fæddi
ekki barn“
Aðspurð af saksóknara um bleytu
sem vitni sá á stól sem hún hafði set
ið á skömmu áður en barnið fæddist
og hvort hún myndi eftir því, beygði
Agné af og sagði: „Ég veit það ekki.
Það eina sem ég get sagt ykkur er
að ég var ekki ófrísk. Börn eru allt
sem ég elska.“ Hún sagðist aðspurð
hafa haft reglulegar blæðingar allan
þann tíma sem hún var ólétt og út
skýrði þyngdaraukningu með því að
hún hefði alltaf rokkað upp og niður
í þyngd. Kviðurinn hafði ekki stækk
að að hennar sögn. Hún var oft föl en
sagðist eiga sögu um að vera blóðlít
il. Aldrei hafi það hvarflað að henni
að hún gæti verið ólétt. Hún sagðist
aldrei hafa fundið fyrir hreyfingum
eða spörkum. Grátandi sagði hún að
„þó að ég myndi uppgötva á síðustu
stundu að ég væri ólétt myndi ég
vera glöð.“ Aðspurð hvort hún fyndi
fyrir sektarkennd sagðist hún ekki
vita hvernig sér ætti að líða. „Ég veit
ekki hvernig mér á að líða. Ég segi við
sjálfa mig: Ég var ekki ófrísk, ég fæddi
ekki barn.“ Aðspurð hvað henni
fyndist almennt um börn sagði hún
„… börn vera mjög mikilvæg í sínum
huga og að eignast barn væri mikil
gleði.“ Hún taldi að barnsfaðir henn
ar yrði góður faðir og að hún hefði
ekki óttast að hann myndi yfirgefa
hana ef hún yrði ófrísk.
Ég er bara til
Agné er alin upp í kaþólskri trú. Sak
sóknari spurði um viðhorf hennar og
aðstandenda hennar til barneigna
utan hjónabands og hvort litið væri
á slíkt sem eitthvað neikvætt eða
vandamál. „Já, það er neikvætt að
eignast barn og vera ekki gift. En
mamma sagði eitt sinn að það væri
ekki svo hræðilegt og við myndum
lifa það af.“ Hún svaraði aðspurð að
hún myndi því ekki upplifa skömm
ef hún fæddi barn utan hjónabands.
Hún sagðist ekki hafa neina ástæðu
til að hræðast viðbrögð barnsföður
síns eða tengdafjölskyldu ef kæmi í
ljós að hún væri ófrísk.
Aðspurð hvernig henni hafi liðið
eftir atburðinn leit hún niður og
sagði lágróma: „Ég er bara til. Stund
um líður mér mjög illa, stundum
ekki.“ Agné er komin með nýja vinnu
og segist reyna að hafa nóg að gera.
Hún er í sjálfboðavinnu hjá nunnum
og sótti námskeið sem hún hefur nú
lokið. Hennar helsti stuðningur er frá
vinkonu hennar hér á landi og lög
manni hennar sem hún sagði hafa
hjálpa sér mikið.
Foreldrar Agné búa í Litháen og
hafa ekki komið til landsins til að veita
henni stuðning eftir að hún var úr
skurðuð í gæsluvarðhald. Hún sagði
móður sína vera atvinnulausa en föð
ur sinn vinna sem vörubílstjóra sem
keyrði langar vegalengdir oft á milli
landa. „Þau eru ennþá í sjokki,“ sagði
hún þegar geðlæknir, sem er með
dómari í málinu, spurði hvernig for
eldrar hennar hefðu það. Geðlækn
irinn spurði hana einnig af hverju
þau hefðu ekki komið og veitt henni
stuðning. „Við höfum talað um það,
en þau tala ekki ensku eða íslensku
en við höfum mikið samband í gegn
um Skype og síma. Ég vonast eftir að
komast heim til Litháen bráðum.“
Segir Agné hafa logið
Barnsfaðir Agné, sem einnig er frá
Litháen, bar vitni með aðstoð túlks
og kaus Agné þá að yfirgefa réttar
salinn. Hún var ekki viðstödd það
sem eftir var þinghaldið. Hann sagð
ist ekki hafa vitað að Agné væri ófrísk
og að ekkert í hennar fari eða líkams
lögun hafi gefið slíkt til kynna. Hann
hefði þó reglulega séð hana fáklædda
og nakta. Hann tók ekki eftir neinu
óvenjulegu morguninn áður en Agné
fór til vinnu. Hann sagði barneignir
hafa borist í tal en það hefði þó ekki
verið á döfinni fyrr en seinna. „Við
vorum mjög hrifin af hvort öðru og
ætluðum að vera saman í framtíð
inni.“ Aðspurður hvort barn yrði óvel
komið hefði það komið fyrr en áætlað
var sagðist hann „elska börn“ og hann
hefði orðið mjög glaður þó Agné yrði
ólétt fyrr en áætlað var. Hann sagðist
ekki geta ímyndað sér hvað hafi gerst
sem hafi orðið þess valdandi að Agné
deyddi nýfætt barn þeirra. „Þegar ég
hugsa til baka kemur ekkert svar. En
þegar mamma talaði við mömmu
hennar kom í ljós að margt sem hún
sagði var lygi.“
Sem dæmi um lygar sagði hann
að Agné hefði sagt sér að hún væri að
vinna í Litháen, og að hún ætti frænku
sem byggi á Selfossi með fatlað barn.
Hann hefur ekki talað við Agné eftir að
málið kom upp. „Mér líður mjög illa
og ég reyni að hugsa ekki um þetta. Ég
er að reyna að gleyma öllu sem gerð
ist og reyna að hreinsa hjartað og hug
ann minn vel.“ Aðalmeðferð í málinu
heldur áfram í dag, miðvikudag.
Sýndi engin Svipbrigði
n Þrotabú vill fá til sín heimili Stefáns og Rikku
n Okrað á öldruðum n Borga meira fyrir matinn en borgarstarfsmenn
Fréttir 9Miðvikudagur 29. febrúar 2012
Hönnuður
óskast
DV leitar að áhugasömum og metnaðargjörnum
prent- og vefhönnuði í fullt starf. Reynsla af InDesign,
Photoshop og Flash er æskileg. Einnig þekking
á HTML, CSS og Javascript.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist á dv.is/atvinna/honnudur
Frestur er til og með 15. mars 2012.
„Ég veit það ekki.
Það eina sem ég
get sagt ykkur er að ég
var ekki ófrísk. Börn eru
allt sem ég elska.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
n Agné segist ekki muna eftir að hafa fætt barnið n Segist „bara vera til“
Í héraðsdómi Agné Krataviciuté þegar hún mætti við fyrirtöku málsins. Hún neitar sök og segist ekki hafa vitað hún væri ófrísk eða muna eftir fæðingunni.
Hótel Frón Barnið fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón í júli 2011.