Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 15
Neytendur 15Miðvikudagur 29. febrúar 2012
Snjallforrit njósna um þig
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs sjö sæta
í stjórn VR, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09:00 þann 1. mars 2012 og lýkur
kl. 12:00 á hádegi þann 9. mars 2012.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að
hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700.
Kjörstjórn VR
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
U
mhverfis- og samgöngu-
ráð Reykjavíkurborgar hef-
ur samþykkt að beina því
til borgarráðs að gjald fyrir
bílastæði í miðborginni verði
hækkað og að gjaldskyldur tími
verði lengdur. Ráðið ferð fram á
að hækkunin nemi um 67 til 87
prósentum en þetta kemur fram
á heimasíðu Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda.
Þar segir að tillögur ráðsins
gangi út á að klukkutíma stöðu-
gjald hækki úr 150 krónum
klukkutíminn í 250 krónur eða um
67 prósent á gjaldsvæði 1. Á gjalds-
væði 2 hækki það úr 80 krónum í
150 krónur eða um 87 prósent og
jafnframt lengist gjaldskyldur tími
þannig að á virkum dögum sé
gjaldskyldur tími frá klukkan 9 til
18. Eins eigi gjaldskylda að byrja
klukkan 9 á laugardögum og endi
klukkan 16. Samþykki borgarráð
tillögu umhverfis- og samgöngu-
ráðs hefst nýja gjaldtakan 15. apríl
2012.
Á vef Félags íslenskra bifreiðar-
eigenda, fib.is, segir að þessar
hækkanir séu réttlættar með því
að erlendar rannsóknir sýni að
bílastæði séu lengur upptekin ef
stöðugjald er lágt og að verðhækk-
un ætti að tryggja meira framboð
af stæðum í miðborg Reykjavíkur.
Þetta sé því til mikilla hagsbóta
fyrir viðskiptavini, kaupmenn og
aðra rekstraraðila. Þessu eru kaup-
menn og rekstraraðilar í miðborg-
inni ekki sammála og segja að hin
fyrirhugaða hækkun yrði aðför að
versluninni í miðborginni sem
hefur átt undir högg að sækja und-
anfarin misseri.
gunnhildur@dv.is
n Kaupmenn í miðborginni hafa áhyggjur
Gjaldið gæti hækkað
Bílastæði Gjaldið mun hækka um 67 til
87 prósent verði tillaga umhverfis- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur samþykkt.
„Með þessu
geta þeir
fylgst með símtölum
þínum, skoðað
smáskilaboð og
jafnvel staðsett þig
Ókeypis snjallforrit
Svokallað app er snjall-
forrit sem fæst oft
ókeypis í símann.