Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 18
Takmarkinu næstum náð n Söfnun fyrir bókinni Taktabrot gengur vel F orystumenn vefsíð- unnar breakbeat.is, plötusnúðarnir Karl Tryggvason, Kalli, og Gunni Ewok, eru nú ansi nálægt takmarki sínu í söfn- un fyrir bókinni Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi breakbeat.is 2000–2012. Bókin mun innihalda tugi glæsilegra veggspjalda eftir fjöldann allan af listamönn- um og hönnuðum. Veggspjöldin eiga ríkan sess í sögu breakbeat-tón- listarinnar á Íslandi en þau hafa öll á einhverjum tíma- punkti hangið uppi víðs vegar um Reykjavíkurborg, í skólum landsins og á veit- ingastöðum svo einhverjir staðir séu nefndir. Þau hafa hlotið tilnefningar til verð- launa Félags íslenskra teikn- ara og Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, og eftirprentanir af þeim hafa birst í mörgum tímaritum og bókum, innanlands og utan. Markmið strákanna var að safna 700.000 krónum og eru þeir ekki langt frá takmarki sínu. Á þriðjudag- inn höfðu safnast rétt tæpar 600.000 krónur en söfnun- inni lýkur á föstudaginn. Eru þeir því ekki langt frá því að ná settu markmiði. Breakbeat.is-menn ákváðu frekar að leita til fólksins í landinu en að finna einn fjár- sterkan aðila en þeir sem leggja söfnuninni lið fá allir eitthvað fyrir sinn snúð. Þeir sem styrkja verkefnið um 1.000 krónur fá nafns síns getið á sérstakri styrktar- síðu í bókinni og á vefsíðunni. Þeir sem styrkja söfn- unina um 3.500 krónur fá það sama auk þess sem þeim áskotnast eintak af bókinni sjálfri. Þeir sem leggja svo 5.000 krónur í styrktarsjóðinn fá allt framangreint auk sætis á gestalista í útgáfuteiti bók- arinnar sem fer fram þann 24. mars. Viljir þú styrkja verk- efnið getur þú millifært á reikning breakbeat.is en reikningsnúmerið er: 0130- 26-447325 og kennitala 421299-3319. Settu svo netfangið þitt í skýringar- reitinn eða sendu póst á bok@breakbeat.is. tomas@dv.is 18 Menning 29. febrúar 2012 Miðvikudagur Viltu Óskarinn? – kauptu hann Fimmtán óskarsverðlauna- styttur voru boðnar upp á uppboði í gær, þriðjudag. Búist var við tilboðum upp að allt að fjórum milljónum dollara í hverja styttu. Allar stytturnar voru í eigu athafnamanns sem tengdur er skemmtanaiðnaði í Los Angeles. Stytturnar eru allar frá því fyrir 1950, fyrir kvikmynd- irnar Citizen Kane og Wut- hering Heights til að mynda. Það var áður en handhöfum verðlaunanna var bannað að selja stytturnar. Þeir mega að vísu selja þær en fyrst verða þeir að bjóða þær aftur til baka fyrir einn dollara. Óskarsverðlaunanefndin er allt annað en ánægð með uppboðið. „Það á að vinna til verðlaunanna, það á ekki að vera hægt að kaupa þau.“ Þ etta er minn leik- völlur. Þarna er rólegt og gott að vera,“ segir Kári Viðarsson, leikari og forsvarsmaður nýj- asta atvinnuleikhússins á Ís- landi, Frystiklefans á Rifi. Kári býður Íslendingum til sín í gamalt hraðfrysti- hús á Rifi þar sem hann hefur sett upp skemmtilegt leik- hús. Í þessu leikhúsi setti hinn athafnasami „sandari“ upp sýninguna Góðir hálsar um Axlar-Björn á síðasta ári og fékk mikið lof fyrir. Hann hef- ur áður sótt í sagnaarf æsku- slóðanna. Árið 2010 setti hann upp einleikinn Hetju og verk- ið, sem byggir á Bárðar sögu Snæfellsáss, sem fékk einnig afar góða dóma. Ekkert áreiti Kári sem er uppalinn á Hellis- sandi, segist hafa alist upp með þessum sögum í æsku og finnst mikilvægt að vinna bæði með arfinn og að leggja til heima- byggðar sinnar. „Það er afar þægilegt að vinna að krefjandi verkefnum í svo miklu næði. Aðstaðan er góð og mér finnst ég ná einbeitingu þarna sem ég finn ekki annars staðar. Það er ekkert utanaðkomandi áreiti í svona litlu plássi,“ segir hann og segist telja sig heppinn að hafa haft gæfu til þess að koma þessu verkefni af stað. „Ég fæ mikið út úr verkefninu sjálfur, ég get notað tímann til sjálf- stæðra verkefna til þess að byggja mig upp sem leikara og stefni á það að vinna áfram að mínu eigin efni þarna í heima- byggð.“ Sumarsýningar á Rifi Kári hefur nóg fyrir stafni. Hann fer með hlutverk í verk- inu Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson sem verður fært upp af Vesturporti í Gamla bíói í mars. Verkið var áður flutt í Hafnarfjarðarleikhúsi og fékk góða dóma. Þá leikstýrir Kári nemendum Fjölbrauta- skóla Suðurlands sem setur upp verkið Týpísk ástarsaga. Í sumar sýnir svo Frystiklefinn verkið Trúðsleik eftir Hallgrím H. Helgason í leikhúsinu á Rifi. „Við ætlum að frumsýna í júní. Þetta verður sumarsýning Frystiklefans. Mér hugkvæmd- ist að setja upp um sumar þeg- ar ég færði upp verkið Hetju og það gekk svo vel að ég sýndi allt sumarið. Ætli það sé ekki vegna þess að þá þarf ekki að reiða sig jafn mikið á færðina.“ Sjálfstæð vinnubrögð Kári fór til Englands að læra leiklist árið 2006 og útskrifað- ist árið 2009 frá Rose Bruford- leiklistarskólanum. Þar er lögð áhersla á sjálfstæð vinnu- brögð að sögn Kára sem hann hefur svo sannarlega nýtt sér á heimaslóð. „Ég flutti heim í maí 2010, þannig að það má segja að ég sé eiginlega bara nýkom- inn heim. Sem betur fer hefur alltaf verið nóg að gera hjá mér. Ég hef verið heppinn. Það var æðislegt að fá að vera með í skaupinu. Þar fór ég með hlutverk Ásgeirs Kol- beins og rappandi sjálfstæð- ismanns. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í því. Ég hef ekki ennþá leitast eftir því að starfa innan leikhúss- ins,“ segir hann aðspurður um hvort hann stefni á að koma sér að í stóru leikhúsunum. „Ég hef kosið að vinna sjálf- stætt og kem úr námi þar sem lagt er upp með að nemendur hafi færni til þess að stunda sjálfstæða sköpun. Mér finnst líka að maður verði að vera búinn að sanna sig áður en maður fer inn í þessi stóru leikhús.“ Mikilvægt að leggja til heimabyggðar n Kári Viðarsson rekur leikhús í gömlu hraðfrystihúsi á Rifi Ungur á uppleið Kári leikur í Dubbeldusch, leikstýrir mennt- skælingum og undirbýr sumarleik- hússýninguna Trúðsleik á Rifi. Eitt af hinum glæsilegu plakötum Þetta er frá september 2007. Siðblindir útrásarvíkingar Siðblindir og morðóðir út- rásarvíkingar sem láta einskis ófreistað. Ef einhver glæpa- sagnahöfundur Íslands hefði haft hugmyndaflug til þess að fá útrás fyrir tilfinningar sínar um hrunið í blóðugri glæpa- fléttu hefði hann skrifað sögu að hætti Jussi Adler Olsen. Árið 1987 fundust tvö systkini myrt á hrottafenginn hátt í sumarbústað á Sjálandi og grunur beinist að hópi ungmenna úr yfirstétt. Málinu er sópað undir teppi en eins og alltaf komast allar syndir upp um síðir og þá kemur til kasta Carls Mørck, forstöðumanns Deildar Q hjá dönsku lögreglunni. Við sögu máls koma úti- gangskona sem er ekki öll þar sem hún sýnist og þrír auðugustu og valdamestu menn landsins. Söguþráður- inn hverfist að miklu leyti um veiðar og miskunnarleysið og fýsnina sem felst í því að fella bráðina. Jussi segir listilega vel frá og sagan er grípandi, óhugnanleg og atburðarásin hröð. Veiðimennirnir er önnur bókin í seríunni um Carl Mørck og Deild Q. Fyrsta bókin, Konan í búrinu, kom út á íslensku á síðasta ári og fékk afar góða dóma. Hér er því komin fyrirtaks sería fyrir unnendur glæpasagna að fylgjast með. kristjana@dv.is Veiðimennirnir Höfundur: Jussi Adler Olsen Útgefandi: Forlagið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.