Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 22
Afmæli og útskrift sama dag n Maríanna Clara kláraði meistararitgerðina á steypinum Þ etta rétt slapp fyrir horn. Hann var svo tillits- samur og kom tveimur vikum á eftir áætlun þannig að það passaði alveg,“ segir leikkonan Maríanna Clara Lúthersdóttir. Hún út- skrifaðist með meistaragráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Lokaritgerðina skrifaði hún á steypinum en hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Dýra Ólafsson, fyrir tveimur og hálf- um mánuði. En hvernig var að vera kas- ólétt að skrifa meistara ritgerð? „Ég var búin að ákveða að það væri engin pressa, ef ég myndi ekki ná að klára hana þá myndi ég bara klára hana næsta vor. Ég hugsa að þetta hafi bara verið ágætt, konur verða svo þreyttar og pirraðar þegar þær bíða eftir barni sem lætur bíða eftir sér þannig ég nýtti tímann í þetta í staðinn,“ segir Maríanna. Maríanna lauk ritgerðinni fyrir fæð- inguna og útskrifaðist svo með ágætiseinkunn en það er besta einkunn í Háskóla Íslands. Meistararitgerðin fjallaði um birtingarmyndir kvenna í hreyfimyndum Pixar og Dis- ney. „Ég var búin að vera að horfa á Pixar-myndirnar og sá að það voru engar konur í þeim. Í framhaldinu fór ég að skoða teiknimyndir almennt og þannig vatt þetta upp á sig. Niðurstaðan er sú að það eru færri konur en karlar í teiknimyndum, yfirleitt er ein kona á móti þremur körlum. Þetta er reyndar í öllu barna- efni sem er sérstakt því þetta endurspeglar ekki beint heim barnanna.“ Maríanna útskrifaðist eins og áður sagði á laugardaginn en sama dag varð hún 35 ára. „Það var nóg að gera og mikið bakað,“ segir hún. „Ég fór út að borða á afmælisdaginn og hélt svo kökuboð fyrir nokkrar vin- konur daginn eftir.“ viktoria@dv.is 22 Fólk 29. febrúar 2012 Miðvikudagur Hann er „sex“ ára í dag Pétur Mikael Guðmundsson fæddist á hlaupársdegi 1988. Hann er sex ára í dag n Pétur Mikael Guðmundsson fæddist á hlaupársdegi 1988 J ú, jú, það er stórafmæli á morgun [í dag],“ segir Pétur Mikael Guð- mundsson, háskóla- nemi og fótboltakappi, sem á afmæli í dag, hlaup- ársdag. Hann fæddist 29. febrúar á því herrans ári 1988 og er því 24 ára í dag en þetta er aðeins hans sjötti „alvöru“ afmælisdagur. Hann segist ekki vera mikið fyrir að halda upp á afmæli sitt en hann fagnar afmælisdeginum í flugvél. „Ég hef ekki verið grimm- ur að halda upp á þetta. Þetta var alltaf haldið 28. febrúar þegar ég var yngri en svo voru kannski aðeins stærri veislur þegar stóru dagarn- ir komu. En ég er nú að fara til San Francisco á morgun. Menn ætla aðeins að lyfta sér upp. Þar ætla ég að hitta góða vini mína og pabbi er að fara elda á Þorrablóti þannig ég ákvað að nýta ferð- ina,“ segir Pétur. „Ég er ekki mikill afmælis- drengur. Afmælisdagurinn er kannski ástæðan fyrir því. Sjálfum finnst mér þetta ekk- ert stórmerkilegt. Þetta var reyndar gaman þegar ég var tvítugur því þetta hitti þannig á. En nú er ég bara 24 ára. Það er ekkert merkilegt,“ seg- ir hann. Eðli málsins samkvæmt gleymir enginn afmælis- degi Péturs vegna sérstöðu hans. Það kemur sér þó nokkuð illa fyrir hann því sjálfur er hann óhæfur um að muna afmælisdaga nokk- urra annarra. „Þetta er svo- lítið sérstakt að því leyti að ég er gallaður þegar kemur að því að muna afmælisdaga,“ segir hann og hlær við. „Allir þessir afmælis dagar renna bara saman í eitt hjá mér. Ég man ekki einu sinni hvenær mamma á afmæli. Svo er ég sjálfur með þennan afmælis- dag,“ segir Pétur. Hann segir að fólk taki vissulega vel eftir afmælis- degi hans. „Það sjá þetta fleiri. Facebook er samt ekki með 29. febrúar hjá sér þannig ég hverf bara þar. Ég hef allavega ekki orðið var við hann hjá þeim. En jú, afmælisgjafirnar eru klár- lega fleiri og það vita allir af þessu. Það laumaði því nú einhver að mér að ég væri einn af 208 Íslendingum sem ætti þennan afmælisdag. Það eru nú fleiri en ég hélt,“ segir Pétur sem viðurkennir að vinirnir grínist stundum í honum vegna dagsins sér- staka. „Það er auðvitað smá „banter“ í kringum þetta en ekkert alvarlegt,“ segir hann. Aðspurður að lokum hvort hann sé ekki orðinn snilling- ur í fjórum sinnum töflunni svarar hann hlæjandi: „Jú, klárlega. Hún er mín uppá- haldsmargföldunartafla. Það er alveg klárt.“ Flaug af baki Leikkonan Bryndís Ás- mundsdóttir datt af hestbaki í síðustu viku. Bryndís var í útreiðartúr með kærast- anum, Fjölni Þorgeirssyni. Bryndís sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni og kær- astinn skrifaði undir að núna væri ástin hans orðin alvöru hestakona þar sem hún væri loksins búin að fljúga af baki. Hann lýsir fallinu sem skrúfu og heljarstökki sem endað hafi með Gilitrutt lendingu. Hann ætlaði ekki að gefa sinni heittelskuðu neinn séns og ætlaði að láta hana fara á bak fyrir hádegi morg- uninn eftir svo hún missti ekki starfskraftinn. Kolfinna best klædd Fyrirsætan Kolfinna Krist- ófersdóttir heldur áfram að gera það gott en hún var í fyrsta sæti í kosningu um best klæddu fyrirsætuna á tískuvikunni í London á tískusíðunni style.com á dögunum. Kolfinna hefur verið á samningi hjá Eskimo Models en á síðasta ári skrifaði hún undir samning við Next sem er ein stærsta fyrirsætuskrifstofa Bretlands. Hún hefur unnið fyrir fræg- ustu merki heims á borð við Marc Jacobs, Versace, Marni, Prada, Missoni og Moschino. Hrekkjóttur Logi Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er víst með stríðnari mönnum. Á dög- unum hrekkti hann Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur úr Ís- landi í dag en Sigríður gerði þau mistök að skilja fésbókar- síðu sína opna nálægt Loga. Í tilraun til að bæta skaðann biðlaði Sigríður til vina sinna. „Ok Facebook snillar. Er ein- hver leið að sjá allar útsendar vinabeiðnir? Það verður farið að blæða úr fingurgómun- um áður en ég næ að skrolla í gegnum alla sem heita Ro- driguez,“ skrifaði hún en Logi hafði sent vinabeiðnir til fjölda manna sem heita Rodriguez. Frábær árangur Maríanna kláraði meistararitgerðina á lokaspretti meðgöngunnar og útskrifaðist svo með ágætiseinkunn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.