Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Ég myndi vinna um það bil frítt fyrir þjóðina Þá mynd tók ég af vefsíðu Ólafur Ragnar Grímsson íhugar stöðu sína. – DVHildur Lilliendahl safnar niðrandi ummælum karla. – DV Í skugga valdboðsins „Já, ekki reykja. Ég ætlaði mér alltaf að leggja þúsundkallinn til hliðar þegar ég hætti sextán ára að reykja.“ María Hildur Maack 53 ára í doktorsnámi „Versla í Bónus, það er ódýrast.“ Lilja Rún 28 ára starfar með geðfötluðum „Drekka vatn og fara á bókasafnið.“ Hjördís Jónsdóttir 37 ára starfsmaður SINE „Ekki eyða peningum í vitleysu. Takið með ykkur nesti.“ Dagur Steingrímsson 19 ára þjónn „Akkúrat það sem ég er að gera núna. Skilja bílinn eftir og labba. Ég safna saman því sem þarf að útrétta á bílnum og geri allt í einu, til að spara.“ Erla Vilborg Adólfsdóttir 64 ára atvinnulaus Átt þú sparnað- arráð til handa lesendum DV? A f grein Þorvalds Gylfasonar hér í blaði 17. febrúar sl. er ljóst að okkur greinir á um hvort tekst að gera tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá þannig úr garði að þjóðin geti í atkvæðagreiðslu tekið af- stöðu til hennar. Hann er bjartsýnn og segir að stjórnlagaráð kunni að vinna hratt og vel og allar úrtölur séu ástæðu- lausar. Ég er hins vegar einn þeirra fjöl- mörgu sem lýst hafa efasemdum. Í stað þess að hefja þjark um þetta sýnist mér hollast að hlíta dómi reynslunnar og hann fellur væntanlega innan fárra mánaða. Í lok greinarinnar víkur Þorvaldur að allt öðru og óskyldu máli, sem sé skoðunum mínum á stjórn fiskveiða. Með því að blanda persónu minni með þessum hætti inn í atkvæðagreiðslu um framangreindar tillögur, er mál- inu drepið á dreif, en slíkt innlegg hefur aldrei þótt gott í rökræðu – raunar ekki umræðu almennt – enda er hún þá farin að snúast um eiginleika manna en ekki röksemdir. Gagnstætt rökum mínum og ráðgjöf, segir Þorvaldur að mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi í álitsgerð árið 2007 komizt að þeirri nið- urstöðu að stjórnkerfi fiskveiða bryti í bága við mannréttindi – nánar tiltekið 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1979. Álitið hafi verið birt „með bindandi fyrirmæl- um til ríkisstjórnarinnar um að nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fisk- veiðistjórnarkerfinu“ en þeim fyrir- mælum ekki verið hlýtt. Liggur þá næst fyrir að líta nánar á álitið sem ekki var einróma; af 24 nefndarmönnum töldu 6 að ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum. Fyrst er rétt að geta þess, að álit mannréttindanefndarinnar eru ekki lagalega bindandi, en kunna að sjálf- sögðu að hafa siðferðileg og pólitísk áhrif. Þess eru mörg dæmi að ríki þar sem lýðræði og mannréttindi eru í heiðri höfð, hafi haft slík álit að engu, meðal annars vegna óljósra fyrirmæla og illa rökstuddra. Í álitinu um fiskveiðistjórnarkerf- ið er lagt til grundvallar að skipting kvóta hafi verið miðuð við veiðireynslu árin 1980–1983 og það viðmið síðan haldizt. Þetta er rangt. Eftir 1983 hefur stjórnkerfið margsinnis verið endur- skoðað og breytingar gerðar allt fram á þennan dag og enn er það til skoðunar. Af þessum röngu forsendum er síðan dregin sú ályktun að brotið hafi verið það ákvæði í lögunum um stjórn fisk- veiða, að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, orðum sem hafa enga bitastæða merkingu í laga- texta. Hér er ályktun mannréttinda- nefndarinnar reist á röngum forsend- um og studd orðum sem eru nánast merkingarlaus – og hvað stendur þá eftir? Þessi merkingarlausu orð á síðan að festa í 34. gr stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs um að auðlindir lands og sjávar sem eru ekki í einkaeign, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðar- innar. Og þetta frumvarp „stjórnlaga- ráðs innsiglar ósigur Sigurðar Líndal og Bjargar Thorarensen fyrir mann- réttindanefnd SÞ.“ segir Þorvaldur og þá væntanlega einnig ósigur minni hluta nefndarmannanna. Hér er nú hvorki hógværð né lítillæti fyrir að fara, enda mælt í umboði hinnar nýju valdastofnunar – stjórnlagaráðs. Í skugga valdboðsins skal málið útkljáð og allri rökræðu lokið. Að lokum verður ekki komizt hjá að nefna að ýmsir stjórnmálamenn og fylgjendur þeirra telja lagatexta með óljósum orðum og fögrum yfirlýsing- um til prýði. Þeir fagna slíkum textum, því að í skjóli þeirra gefst aukið svig- rúm til pólitískra umsvifa, en hinu er ekki gaumur gefinn að áður en var- ir eru þeir orðnir hlífðarskjöldur geð- þóttaákvarðana og spillingar. Stuðningsmenn forseta Á meðan hópur stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar kom sér fyrir inni á Bessastöðum til þess að afhenda honum áskorun um að bjóða sig fram í fimmta skiptið, áttu þessir vélhjólakappar stund milli stríða við forsetabústaðinn og fengu sér að reykja. mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSonMyndin Umræða 17miðvikudagur 29. febrúar 2012 1 Blaðamaður í slagsmálum við ljósmóður á fæðingardeild Blaðamaðurinn Douglas Kennedy lenti í átökum við nokkrar ljósmæður þegar hann reyndi að yfirgefa fæðingardeild með nýfæddan son sinn í New York. 2 Gekk fram á allsbera konu á Skólavörðustíg Í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu segir Björg Magnúsdóttir frá því þegar hún gekk fram á nakta konu sem kastaði af sér þvagi á Skólavörðustíg um liðna helgi. 3 Popparinn sótti fíkniefnin í fríi með fjölskyldunni Vissi ekki að sterarnir væru ólöglegir. 4 „Sumir segja að þetta sé gamli Bubbi, ég veit það ekki“ Bubbi Morthens um nýja plötu sína, Þorpið. 5 Heimilisfjármálin: Vörumst þessar gildrur Neytendur lenda oft í gildrum þegar kemur að fjármálum. 6 Fékk barnleysið á heilann Rósa Hlín reyndi í fimm ár að eignast barn. 7 . Agné: „Ég vissi allan tímann að ég var ekki ófrísk“ Agné neitar að hafa eignast barnið og hefur engar útskýringar á því hvers vegna það þykir vera sannað að hún hafi fætt barn. Mest lesið á DV.is Kjallari Sigurður Líndal „Hér er nú hvorki hógværð né lítillæti fyrir að fara, enda mælt í umboði hinnar nýju valda- stofnunar – stjórnlaga- ráðs. H agvöxtur eftir hrun hefur að mestu leyti byggst á auknum sjávarafla og einkaneyslu þeirra sem skattgreiðendur björguðu með fullri innlánstryggingu og verð- tryggingin verndaði gegn eignarýrnun eftir hrun. Á sama tíma hafa skuldsett heimili neyðst til að ganga á séreignar- sparnað sinn og taka rándýr yfirdrátt- arlán til að standa í skilum með lán sem enn á ný vaxa með ógnarhraða vegna nýs verðbólguskots. Nú er svo komið að 26 þúsund einstaklingar eru í alvar- legum vanskilum við fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki og hafa aldrei verið fleiri. Ljóst er að alvarleg skuldastaða margra heimila mun verða ein helsta hindrunin á leið okkar út úr kreppunni. Sértæk skuldaúrræði og dómsúrskurðir auka á misskiptinguna og reiðina í sam- félaginu. Samstaða mun ekki nást nema stjórnarflokkarnir hætti að kynda undir ágreiningi og leiti sátta með almennri leiðréttingu lána og afnámi verðtrygg- ingar. Enn á ný er ætlunin að bregðast við skuldavandanum með því að taka sér- staklega út einn hóp lántakenda. Nú á að búa til enn eitt skuldaúrræðið fyrir þá sem tóku sitt fyrsta lán eftir 2004. Skuldaúrræði hinnar „norrænu velferð- arstjórnar“ eru í anda frjálshyggjunnar, þ.e. einstaklingsbundnar lausnir í gegn- um dómskerfið og skuldaaflausn hjá þeim sem eru í mestri neyð. Fordæmis- gildi dóma er oftast takmarkað og þeir auka misskiptinguna milli þeirra sem ekki voru með nákvæmlega eins lán en tóku á sig sama forsendubrestinn. Von er á mörg þúsund málaferlum vegna mögulega ólöglegra lána. Málaferli sem nú þegar hafa dregið endurreisnina á langinn og kostað fólk mikla fjármuni og fyrirhöfn. Einstaklingar hafa verið látnir sækja rétt sinn gagnvart fjár- málafyrirtækjum en ekki öfugt – þvert á loforðið um skjaldborg heimilanna. Mikil og vaxandi reiði er í samfélaginu með óréttlætið og misskiptinguna sem sértæk skuldaúrræði ríkisstjórnarinnar og þröng túlkun á dómum Hæstaréttar hafa alið af sér. Í Ástralíu og Bretlandi hefur verið gripið til peningamillifærsluleiðarinn- ar til bjargar bönkum. Ég hef áður rætt um hana og Ólafur Margeirsson hefur aðlagað hana að Íslandi. Peningamilli- færsluleiðin felur í sér að Seðlabank- inn gefur út skuldabréf fyrir kostnað- inum af skuldaleiðréttingunni, þ.e. 200 milljarða, og lánar eignarhaldsfélagi sínu sem greiðir skuldsettum heim- ilum upphæðina. Slík skuldabréf eru gefin út þegar fjármagna þarf halla á ríkissjóði og telst því ekki vera „töfra- bragð“. Heimilin eru síðan skylduð til þess að fara með greiðsluna frá eignar- haldsfélaginu í bankann og borga niður höfuðstól lána sinna. Bankarnir yrðu síðan að leggja 200 milljarða inn- greiðslu heimilanna inn á reikning hjá Seðlabankanum. Engin verðbólga verður af völdum 200 milljarða milli- færslunnar, þar sem peningarnir enda hjá Seðlabankanum. Kostnaður af þess- ari leið fellur á banka, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð sem fá lægri vaxtatekjur af eignum sínum. Þess ber að geta að ekki er hægt að fella niður allar skuldir heimilanna, þar sem vaxtatekjur fjár- málastofnana yrðu þá svo litlar að þær yrðu gjaldþrota. Björgum heimilunum Kjallari Lilja Mósesdóttir Ég brá syni mínum fyrir mér sem skildi Megas vildi ekki taka í höndina á ráðherra Framsóknarflokksins. – Kastljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.