Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 29. febrúar 2012 Mannréttindabrot verður að stöðva Ragnar Þórisson: Ef ný stjórnarskrá stjórnlagaráðs hefði verið í gildi fyrir útrásarárin, hefði hún ein saman getað hindrað atburðina sem leiddu til bankahruns?  Þorvaldur: Nei, en hún hefði dregið úr líkum hruns, hefði hún haft tíma til að skjóta rótum. Styrkari valdmörk og mótvægi, meira gegnsæi, minni leynd og betri stjórnsýsla hefðu dregið úr hættunni. Hjörtur Hjartarson: Hvað getur komið í veg fyrir að kosið verði um nýja stjórnar- skrá samhliða forsetakosningum?  Gísli: Sæll Hjörtur. Helst dytti mér í hug að málþóf gæti tafið það en ég held að þá eigi meirihlutinn mótleik. Daði Ingólfsson: Hverjir eru að ykkar mati alvarlegustu „hnökrarnir“ við núverandi stjórnarskrá?  Þorvaldur: Þeir eru margir, Daði. Til- finnanlegust er heimild forsetans, eins og kóngsins forðum, til að veita undanþágur frá lögum eftir hentugleikum. Geir Guðmundsson: Allt frumkvæði að breytingum á stjórnarskrá verður í höndum Alþingis skv. 113 gr. Er ekki betra að hafa stjórnlagþing á 10–20 ára fresti svo ekki þurfi að bíða í öld eftir næstu breytingu?  Gísli: Jú, Geir. Ég hefði talið reglulegt stjórnlagaþing betra – og lagði það raunar til en sú tillaga naut ekki meirihlutastuðnings í ráðinu. Á móti geta kjósendur tekið frum- kvæði samkvæmt 66. gr. frv. Hjörtur Hjartarson: Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði þegar stjórnlagaráð var skipað að hann tæki ekki mark á neinu sem frá því kæmi. Ræður sú yfirlýsing ekki afstöðu flokksins, að hafna öllum breytingum fyrirfram?  Þorvaldur: Sjálfstæðisflokkurinn er þversum í málinu í blóra við fyrri stefnu flokksins. Kommúnistar í Austur-Evrópu voru sam- vinnufúsari, þegar 25 nýjar stjórnarskrár sáu dagsins ljós þar eystra eftir 1990. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Hverju eruð þið stoltastir af í nýrri stjórnarskrá?  Þorvaldur: Ég er stoltastur af þeim tveim ákvæðum, sem ráðið samþykkti með lófataki. Annars vegar ákvæðið um jafnt vægi atkvæða. Hins vegar ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu. Mikilvæg mannréttindamál. Jón Kr. Guðmundsson: Hvað er mikið notað úr gömlu stjórnaskránni í þeirri nýju?  Gísli: Mikið, svo sem grundvallaratriði á borð við þingræðisskipulag, forsetaembætti, skipulag og hlutverk Alþingis og góð mann- réttindaákvæði. Margt af þessu lögum við hins vegar miðað við reynslu og fordæmi. Ingólfur Hermannsson: Einu stjórnarskrárbreytingarnar sem þingið hefur átt auðvelt með að koma sér saman um eru breytingar sem styrkja fjórflokkinn? Er ráðlegt að þingið geti breytt stjórnarskrá fyrirvaralaust án kosninga?  Gísli: Sæll, Ingólfur. Nú er það svo að kosningar þarf á milli samþykkta Alþingis um stjórnarskrárbreytingu en kjósendur koma ekki beint að breytingunni. Okkar tillaga gerir ráð fyrir sérstöku þjóðaratkvæði. Undan- tekningin gerir ráð fyrir 5/6 (113. gr. frv.) svo að ef sú regla verður samþykkt þá er hugsunin að hún eigi fyrst og fremst við um tæknilegar eða óumdeildar breytingar. Jóhann Hansen: Teljið þið líklegt að ný ný stjórnarskrá verði samþykkt á þingi?  Þorvaldur: Jóhann, þjóðin ræður. Ef þjóðin samþykkir frumvarpið, getur Alþingi ekki leyft sér að ganga gegn vilja þjóðarinnar. Níels Ársælsson: Sælir. Hvernig er með auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá, á það að tryggja að ekki verði hægt að veðsetja óveiddan fiskinn í sjónum?  Þorvaldur: Níels, auðlindaákvæðinu er ætlað að tryggja, að menn geti aðeins veðsett leiguréttinn, ekki óveiddan fisk. Engum má leyfast að veðsetja eigur annarra. Ingólfur Hermannsson: En samt mun 5/6 þingsins geta breytt stjórnarskrá án þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki satt?  Gísli: Jú, Ingólfur og það getur orkað tvímælis að sumra mati og ef Alþingi gerir það að álitaefni mætti kannski spyrja þjóðina sér- staklega um valkost hvað það varðar. Halldór Magus: Hvernig gat það liðist að hafa enn þá kirkju í stjórnarskránni, þrátt fyrir að allar skoðanakannanir segi að fólk vilji það ekki og það sé óréttlátt?  Gísli: Í 19. gr. frv., Halldór, er að mínu mati frábær lausn á áhyggjum flestra: Lagalegri stöðu þjóðkirkju er breytt – hún færð úr stjórnarskrá og í almenn lög og ekki lengur skylt að styðja hana og vernda. Raunverulegri stöðu kirkjunnar er hins vegar ekki breytt nema Alþingi eða kjósendur skv. 66. gr. vilji setja málið á dagskrá. Þá ráða kjósendur. Ragnar Þórisson: Finnst ykkur nýja stjórnarskráin taka nógu skýrt á hlutverki forseta?  Þorvaldur: Ragnar, mér finnast forseta- ákvæðin vera alveg skýr. Stjórnarskrá þarf bæði að vera skýr og sveigjanleg, svo að hún endist vel og standist tímans tönn. Níels Ársælsson: Er þá ekki úti um hugmyndir stjórnvalda og sáttanefndar um nýtingasamninga til áratuga?  Þorvaldur: Níels, ný fiskveiðistjórnarlöggjöf verður að standast nýja stjórnarskrá. Mann- réttindabrotum verður að linna. Punktur. Ingólfur Hermannsson: Hver er mikilvægasta breytingin í nýrri stjórnarskrá að ykkar mati?  Gísli: Mikilvægasta breytingin, Ingólfur, er margþætt stefna í þá átt að auka vald- dreifingu. Aðhald Alþingis með ráðherrum er stóraukið. Aðhald forseta með þeim er aukið. Aðhald kjósenda með þinginu er aukið. Ingólfur Hermannsson: Hvaða grein teljið þið að mæti mestri andstöðu sérhagsmunasamtaka? Hvers vegna snýst umræða fræðimanna svona lítið um innihald einstakra greina en svona mikið um einhver smáatriði?  Gísli: Ég held, Ingólfur, að í raun beinist and- staðan mest að auðlindaákvæðinu (34. gr.) þó að andstæðingar og efasemdarfólk tali mest um annað! Ég held að þeir þori varla í efnisumræðu.  Þorvaldur: Ingólfur, tvær greinar, hryggjar- stykkin í frumvarpinu, munu mæta mestri andstöðu, greinin um jafnt vægi atkvæða (rjúpan kvíðir jólunum) og auðlindagreinin, því hún kveður á um fullt veiðigjald. Smári McCarthy: Að hve miklu leyti mynduð þið álíta að tillagan að nýrri stjórnarskrá sé byggð á tillögum frá almenningi sem komu upp í þróunarferlinu? Virkaði samráðið við almenning vel?  Þorvaldur: Almenningur gerði starfinu mikið gagn, bæði það, sem sagt var, og hitt, sem var látið ósagt. Við vissum, að mörg hundruð manns fylgdust með vinnu okkar frá degi til dags tilbúin að blása í flautu. Geir Guðmundsson: Teljið þið nægan tíma fyrir almenning að setja sig inn í frumvarpið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess hve lítil EFNISLEG umræða hefur verið um frumvarpið hingað til?  Þorvaldur: Geir, tíminn er nægur. Í Banda- ríkjunum dugði eitt ár til að halda atkvæða- greiðslur í 13 ríkjum. Þjóðmálaumræðan vestra hefur aldrei verið líflegri en þetta eina ár 1787–88. Allir lásu frumvarpið. Ragnar Þórisson: Forsetinn hefur látið hafa það eftir sér að nýja stjórnarskráin færi embættinu meiri völd en sú gamla, er það hans túlkun eða er það á e-n hátt raunin?  Þorvaldur: Ragnar, hlutverk forsetans styrkist bæði og veikist. Hann þarf að deila málskotsréttinum með kjósendum (veiking), og hann gegnir nýju aðhaldshlutverki við embættaveitingar (styrking). Jón Líndal: Af hverju er ekkert fjallað um fjármál í stjórnarskránni eins og þeirri bandarísku og rætt er um að gera í Grikklandi núna (varðandi skuldaþak ríkisins)?  Þorvaldur: Fjármál eru sjaldgæf í stjórnar- skrám vegna þess, að það er auðvelt að fara í kringum slík ákvæði. Líka og einnig vegna þess að stjórnarskrár þurfa að vera sveigjan- legar til að endast.  Gísli: Við fjölluðum um fjármál í fyrsta lagi í 69. gr. um greiðsluheimildir, 70. gr. um upplýs- ingarétt fjárlaganefndar (og óbreytt ákvæði í 70. gr. um skatta) en einnig t.d. óbeint í 97. gr. frv. Baldvin Björgvinsson: Þjóðfundurinn tók skýra afstöðu til þjóðkirkjunnar, hvernig fór það hjá ykkur?  Gísli: Baldvin. Við tókum líka skýra afstöðu, breyttum lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar, úr stjórnarskrá í lög. Raunverulegri stöðu kirkjunnar vildum við ekki breyta; það á þjóðin að gera ef hún vill. Geir Guðmundsson: Hvernig teljið þið að best sé að kynna frumvarpið fyrir þjóðinni þannig að fram komi hverju það breyti í raun frá núverandi stjórnskipan?  Þorvaldur: Geir, Alþingi hlýtur að senda frumvarpið í hvert hús. Fólkið í landinu, t.d. 523 frambjóðendur til stjórnlagaþings, hljóta að láta málið til sín taka. Fundir verða haldnir um allt land, býst ég við. Sigurður Ingi: Ætti heilbrigðisþjónusta ekki að vera án gjaldtöku til að tryggja 23. gr. frumvarps stjórnlagaráðs og 76. gr. í núverandi stjórnarskrá ?  Gísli: Sá réttur, Sigurður Ingi, skal tryggður í lögum skv. 2. mgr. 23. gr. eins og skv. 1. mgr. 76. gr. Svigrúm löggjafans felst í orðunum viðeigandi, aðgengi og fullnægjandi eins og nú í orðinu „þurfa“. Héðinn Björnsson: Niðurstöðurnar úr stjórnlagaráði voru ákveðin málamiðlun til að ná samstöðu um hið endanlega skjal. Teljið þið að málamiðlunin fari að rakna upp ef gerðar verða breytingar á einstökum greinum?  Þorvaldur: Héðinn, samstaðan leiddi ekki til útvötnunar, því að frumvarpið boðar gagn- gerar réttarbætur. Ég á ekki von á verulegum efnislegum breytingartillögum frá Alþingi, heldur lagatæknilegum tillögum. Aðalheiður Guðjónsdóttir: Hvers vegna takið þið vald þjóðaratkvæðis- greiðslna frá almenningi með því að leyfa Alþingi að ráða hvort þær séu bindandi eða ráðgefandi? Að vera pólitískt bundinn hefur litla merkingu fyrir íslenska þingmenn.  Gísli: Góð spurning. Þetta er mjög stórt skref sem við tökum og þurfti þetta til að ná sátt í hópnum – sem endurspeglar þjóðina sem er sjálfsagt ekki einhuga um mörkin. Við færum kjósendum vald! Sigvaldi Fannar Jónsson: Óttist þið dómahrinu í kjölfar þess ef stjórnar- skráin væri samþykkt óbreytt og að dómstólar myndu mögulega túlka ákvæðin á aðra leið en þið höfðuð gert ráð fyrir?  Gísli: Nei. Engin dómahrina kom í kjölfar verulegra breytinga á mannréttindakafla 1995 en hægfara þróun jókst kannski heldur. Sama nú, enda eru hinir kaflarnir yfirleitt ekki þrætuepli dóma.  Þorvaldur: Réttarbótum er m.a. ætlað að opna leiðir handa almenningi til að leita réttar síns. Umhverfisverndarákvæðunum er t.d. ætlað að opna slíkar leiðir. Jón Líndal: Allt snýst um peninga á einhvern hátt – það er varla rétt að setja engar reglur um peninga vegna þess að hægt verði að fara fram hjá reglunum. Slík skýring getur átt við um alla stjórnarskrána.  Þorvaldur: Nei, Jón, peningamál eru sjald- séð í stjórnarskrám af þeim ástæðum, sem ég hef þegar rakið. Ákvæðunum um skipun embættismanna og sjálfstæði ríkisstofnana er m.a. ætlað að styrkja peningastjórnina. Henrý Baldursson: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Er þetta ekki full óljóst? Telst nýtingarréttur fiskiveiðistofna sem réttindi í einkaeigu?  Gísli: Nei, Henrý. Löggjafinn er skýr í fiskveiðilöggjöfinni að nýtingarréttur fisk- veiðistofna skapi ekki einkaeignarrétt. Af því eru dómstólar bundnir. Guðrún Konný Pálmadóttir: Hvað viljið þið segja um samvisku þeirra þingmanna sem telja sig á engan hátt þurfa að taka tillit til meirihlutavilja þjóðarinnar ?  Þorvaldur: Þingmenn þurfa að skilja, að þeir sækja umboð sitt til þjóðarinnar. Þeir framselja ekki vald sitt til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur skila þeir þá valdi sínu til þjóðarinnar. Björn Guðmundsson: Hvernig stendur á því að samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá má framselja vald erlendis? Hver er tilgangur þessa ákvæða?  Gísli: Það má, Björn í tilgreindu skyni og afmarkað til að við getum – ef þing og þjóð vill – haldið áfram samstarfi svo sem við Öryggisráð SÞ, EES og Schengen – og gengið í ESB ef vilji stendur til. Pétur Jónsson: Hver er ykkar skoðun á þjóðaratkvæðagreiðslu? Er hún ávallt bindandi eða er þetta bara eins og hver önnur Gallup-könnun? Ef þið sætuð á þingi, gætu þið farið gegn vilja þjóðarinnar?  Þorvaldur: Ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla t.d. um frumvarp stjórnlagaráðs er í reyndinni bindandi, því að Alþingi hlýtur að telja sér skylt að lúta vilja þjóðarinnar. Gunnlaugur Sigurðsson: Hvers vegna haldið þið að það sé svona mikil andstaða hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gegn nýrri stjórnarskrá?  Þorvaldur: Gunnlaugur, Framsóknar- flokkurinn gerði nýja stjórnarskrá að helzta stefnumáli sínu fyrir kosningarnar 2009, en sneri síðan við blaðinu. Nokkrir þingmenn flokksins styðja frumvarpið. Sjálfstæðis- flokkurinn er einangraður í málinu. Hann er eini flokkurinn, sem berst gegn fyrri stefnu sjálfs síns í málinu. Flokkurinn er ofurseldur útgerðinni eins og Mogginn, býst ég við. Fundarstjóri segir: Barst í pósti: Hvers vegna var ekki kveðið á um það í nýju stjórnarskránni að landið yrði eitt kjördæmi ?  Gísli: Það var til þess að ná sátt um markmið um jöfnuð atkvæða – sem náðist. Hitt vildu margir tryggja, svo sem ég, að unnt yrði að halda tengslum kjósenda og þingmanna með kjördæmum. Jón Líndal: Af hverju er ekki skilgreint í stjórnarskránni hvað teljist „auðlindir“. T.d. fiskurinn, þarinn, sjávarföllin, vindurinn, vatnsföllin o.s.frv.?  Gísli: Ef upptalning, Jón, er of mikil er hætta á að hún verði ranglega talin tæmandi. Við segjum t.d. í 34. gr. „auðlindir hafs og hafs- botns“. Ef við teldum upp yrði spurt hvað með nýja auðlind á morgun! Geir Guðmundsson: 15 gr. um upplýsingarétt má túlka þannig að opinberar rannsóknastofnanir og háskólar séu skyldug til að láta þriðja aðila í té niðurstöður sem keppinautur borgar fyrir og vill að leynt fari. Er það ókei?  Þorvaldur: Þetta atriði er á mörkunum, sýnist mér og gæti í e-m tilvikum þurft að koma til kasta dómstóla. Það er aldrei hægt að eyða allri óvissu um álitamál af þessu tagi. Sigurður Eggertsson: Í 67gr. er talað um þjóðréttarskuldbindingu sem undan- þágu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Myndi ESB-samningur falla þarna undir? Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum undanþágum um þjóðaratkvæði?  Þorvaldur: Sigurður, Alþingi er skylt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB skv. 111. grein. Undanþágur í þjóðaratkvæði að kröfu kjósenda eiga ekki við um þjóðaratkvæði fyrir tilstilli forsetans. Erlingur Þorsteinsson: Nú vantar í tillögur ykkar viðurlög ef ekki er farið að viðkomandi lögum, er þetta ekki verulegur galli í lagasetningu? Þetta hefur verið verulegur annmarki vegna þess að fólk hagnast á lagabrotum.  Gísli: Við vildum sum fá pósitíft ákvæði um áhrif brota á stjórnarskrá en löggjafinn verður eftir sem áður að tryggja að lögum og stjórnarskrá sé fylgt. T.d. er landsdómsmál í gangi vegna stjórnarskrárbrots. Jónas Halldórsson: Mun umræðan um nýja stjórnarskrá, ekki ávallt vera lituð af pólitík? Þar með gera allt starf ráðsins bullandi pólitískt sem leiðir svo til engrar niðurstöðu og áframhaldandi mass og skrafs?  Gísli: Jónas; stjórnarskrá er auðvitað þjóð- félagsmál, pólitík. Hún þarf hins vegar ekki að vera – flokkspólitísk. Ég er vongóður um málefnalega umræðu og niðurstöðu. Gunnlaugur Sigurðsson: Segir það ekki ýmislegt um þjóðina ef meirihluti hennar kemur til með að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn í næstu kosningum, þó glögglega sjáist hverra hagsmuna þeir gæta?  Þorvaldur: Spyrjum að leikslokum, Gunn- laugur. Ég á von á, að þjóðin samþykki frum- varp stjórnlagaráðs, hvort sem Sjálfstæðis- flokknum líkar það betur eða verr. Frumvarp stjórnlagaráðs ber af Gömlu Gránu. Þorvaldur og Gísli sátu fyrir svörum á Beinni línu DV á mánudag. Í máli þeirra kom meðal annars fram að þjóðaratkvæðagreiðslur séu í raun bindandi og Alþingi geti ekki leyft sér að ganga gegn vilja þjóðarinnar. Þeir óttast ekki að Alþingi sé að falla á tíma til að afgreiða frumvarpið. Nöfn: Gísli Tryggvason og Þorvaldur Gylfason Menntun: Þorvaldur er hagfræðiprófessor og Gísli er lögfræðingur Staða: Meðlimir stjórnlagaráðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.