Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 20
Mælir með Barcelona n Ronaldinho ráðleggur Neymar E ftirsóttasti knattspyrnu- maður heims, brasil- íska undrið Neymar, hefur verið orðaður við öll helstu stórlið heims á undanförnum mánuðum. Það þykir þó nokkuð ljóst að aðeins félög á borð við Real Madrid, Barcelona og Manc- hester City hafa bolmagn til þess að leggja fram þær fjár- hæðir sem Santos mun krefj- ast þegar kemur að því að selja piltinn. Evrópumeistarar Barce- lona eru eitt þeirra liða sem Neymar hefur verið orð- aður hvað mest við ásamt erkifjendum þeirra í Real Madrid. Barcelona hefur not- ið góðs af Brasilíumönnum í gegnum tíðina, manna á borð við Ronaldo, Romario og Rivaldo. Vilja þeir endi- lega gera Neymar að næstu brasilísku stjörnu í Katalóníu. Einn annar Brassi sem hefur gert það gott í Barce- lona er Ronaldinho en hann spilar í dag með Neymar hjá Santos. Hann hefur verið að mæra Barcelona í samtölum sínum við Neymar en Ro- naldinho átti sín bestu ár í Katalóníu. „Ronaldinho hefur sett viðmiðið fyrir leikmenn eins og mig,“ segir Neymar í viðtali við El Mundo Deportivo. „Ég tek vel til greina öll þau fögru orð sem Ronaldinho hefur viðhaft um Barcelona-liðið og borgina. Hann segir mér að þarna sé frábært að vera. Það vita allir hversu frábært lið þetta er og hversu frábær- ir leikmenn spila þarna.“ Neymar er samnings- bundinn Santos til ársins 2014 en hann útilokar ekk- ert að flytja sig um set í sum- ar. „Það getur allt gerst,“ segir hann. 20 Sport 29. febrúar 2012 Miðvikudagur Handboltinn aftur af stað Eftir hlé vegna bikarúrslita í handboltanum fer N1-deild- in aftur af stað á fimmtudag- inn. Hún hefst í Mosfells- bænum þar sem Afturelding tekur á móti Akureyri klukk- an 18.30. Nýkrýndir bikar- meistarar Hauka taka á móti Val í Schenkerhöllinni klukkan 19.30 og á sama tíma mætast FH og Fram í Hafnarfirði. Eftirsóttur Neymar er vonar- stjarna framtíðarinnar. MyNd REutERs AG heppið með drátt Dregið var í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í hand- bolta í gær en þar eiga Ís- lendingar þrjú lið. Dan- merkurmeistarar AKG voru heppnir með drátt en þeir mæta sænska liðinu Savehof. Dagur Sigurðsson og strák- arnir hans í Fücshe Berlin mæta löndum sínum frá Hamborg, og Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, mætir pólska liðinu Wisla Plock. Fari allt eftir bókinni ættu að minnsta kosti tvö Ís- lendingalið að fara áfram í átta liða úrslitin og ekki má afskrifa Berlínarrefina. Arsenal græðir Þó gengið á vellinum sé upp og ofan hjá Arsenal vant- ar ekkert upp á að rekstur félagsins sé einn sá besti á Englandi. Arsenal skilaði 49,5 milljóna punda hagnaði á síðustu sex mánuðum og er eigið fé félagsins nú 115,2 milljónir punda. Stafar þessi hagnaður af sölu leikmanna, þá sérstaklega Cesc Fabregas til Barcelona. Þrátt fyrir að hafa keypt fimm leikmenn á lokadegi félagskiptagluggans kom Arsenal út í plús hvað félagskipti varðar á síðustu sex mánuðum. Lagerbäck mætir nýjasta landsliðinu n Fyrsti alvöru leikur Svíans verður gegn Svartfellingum F yrsta alvöru prófraun nýja landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, Lars Lagerbäck, verður í dag, miðvikudag, þeg- ar Ísland mætir Svartfjalla- landi á Pod Goricom-vell- inum í höfuðborg landsins, Podgorica. Lagerbäck tapaði sínum fyrsta leik með Íslandi síðastliðinn föstudag þegar hópur skipaður leikmönn- um sem spila hér heima og í Skandinavíu tapaði gegn Jap- an, 1–3. Í kvöld verður Lager- bäck með sterkasta hóp sem hann getur valið og verður fróðlegt að sjá hvort A-liðið nái að spila betri leik en B- hópurinn síðastliðinn föstu- dag. Vill vinna alla leiki Lagerbäck tapaði fimm fyrstu leikjum sínum þegar hann tók við sænska landsliðinu en eftir það kom hann Svíum á fimm stórmót í röð. Hann hef- ur áður sett fyrirvara á þessa fyrstu æfingaleiki sína með liðið en hann er þó staðráð- inn í að vinna þá alla ef hægt er. „Ég vonast auðvitað til þess líka að vinna leikinn,“ sagði Lagerbäck á fréttamanna- fundi í Svartfjallalandi. „Þó svo menn noti vináttulands- leikina til að skoða ýmsa hluti, og þó að þetta sé minn fyrsti leikur með þessa leikmenn sem eru í hópnum núna, þá vil ég vinna alla leiki, því það skiptir máli að skapa og við- halda hugarfari sigurvegara.“ Nokkur framherjavanda- mál eru í hópnum en Lager- bäck vill spila með tvo fram- herja, ólíkt því sem Ísland hefur gert undanfarin ár. Að- eins eru tveir framherjar í hópnum: Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason en báð- um líður betur að spila rétt fyrir aftan fremsta mann. Að- spurður hvort ekki væri slæmt að hafa ekki kost á að velja þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen, sem báð- ir eru meiddir, svaraði Svíinn: „Svona er þetta bara í fótbolta, stundum meiðast menn og þá verður bara að velja einhverja aðra, maður kemur í manns stað í þessu, liðsheildin er alltaf mikilvægust.“ Nýjasta landsliðið Lið Svartfjallalands er yngsta landslið í heimi en það var áður sameinað liði Serbíu. Löndin tvö léku sinn síðasta leik sameinuð á HM í Þýska- landi 2006 og tókst ekki að komast upp úr riðli. Svartfell- ingar léku sinn fyrsta leik sem sjálfstæð þjóð 28. mars 2009 en þá tapaði liðið fyrir Ítölum á heimavelli í undankeppni HM 2010. Svartfjallaland hef- ur aðeins spilað 26 landsleiki sem þjóð en til samanburðar er hægt að benda á að hinn 27 Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Þekktustu leikmenn Stefan Savic Miðvörður hjá Man. City Landsleikir: 12 Mörk: 2 Stevan Jovetic Framherji hjá Fiorentina Landsleikir: 19 Mörk: 7 Mirko Vucinic Framherji hjá Juventus Landsleikir: 24 Mörk: 11 ára gamli Emil Hallfreðsson sem hefur ekki spilað lands- leik fyrir Ísland síðan í mars 2010 á 29 landsleiki að baki. Svartfjallalandi mistókst að komast á HM í Suður-Afr- íku en það var ansi nálægt því að komast á EM í Póllandi og Úkraínu. Það lenti í und- anriðli með Englandi, Sviss, Wales, Albaníu og Búlgaríu og tókst að hirða annað sæt- ið í riðlinum með því að gera frægt jafntefli við England í næstsíðasta leik riðilsins. Í sama leik fékk Wayne Roo- ney rautt spjald og vegna þess missir hann af fyrstu tveimur leikjum Englands á EM. Í um- spilinu tapaði Svartfjallaland þó tvívegis fyrir Tékklandi og sat eftir með sárt ennið. Fyrsta alvöru prófið Lagerbäck er með A-hópinn í Svartfjallalandi. MyNd sigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.