Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Ó lafur Ragnar Grímsson forseti er eins og Íslendingur á ster- um. Í góðærinu var dæmigerð- ur Íslendingur þjóðernissinn- aður svo jaðraði við hroka. Fólk var almennt stolt af útrásarvíkingun- um sem keyptu upp eignir erlendis og komu á íslenskri gullöld. Ólafur Ragnar magnaði þjóðernishyggjuna upp, þegar hann talaði um líkindi Ís- lands og mestu heimsvelda sögunn- ar og útskýrði eðlislæga útrásargetu Íslendinga. Þessu var lítið mótmælt enda var Ólafur Ragnar magnari fyrir almennt viðhorf Íslendinga, frekar en boðberi breyttra hátta. Síðan breyttist viðhorfið, og þá breyttist Ólafur með, eins mikið og spegill getur breyst. Þegar lýðræðisbylgjan reis meðal þjóðarinnar eftir hrun reis lýðræðis- bylgja innra með forsetanum. Hann gaf þjóðinni tvisvar tækifæri til að ráða hvort hún borgaði Icesave- skuldina eða ekki. Ólafur endurspegl- aði aukinn lýðræðisvilja og takmark- aðan greiðsluvilja almennings, sem þurfti að borga fyrir mistök fjármála- stofnana. Ólafur Ragnar er eins og þjóðin vill almennt að hann sé, og jafnvel eins og þjóðin þarf að hann sé. Hann var farvegur fyrir sjálfsréttlætingu þjóðar. Og sjálfshól. Ef Íslendingar hefðu farið í geim- ferðakapphlaup hefði Ólafur Ragnar réttlætt það með Leifi Eiríkssyni og landafundunum. Ef Ísland hefði byggt kjarnorkuvopn hefði hann út- skýrt að Íslendingar hefðu lifað með ógnarkröftum úr iðrum jarðar allt frá landnámi og lært að beisla orkuna, og því væri okkur í blóð borið að um- gangast enn öflugri krafta en kjarn- orkuvopn. En fyrir tilviljun hittu Ís- lendingar á lánabólu og voru nógu illa að sér, fífldjarfir og siðlausir, til að blása út stærstu banka heims, út frá höfðatölu, og veðsetja eigur sínar og auðlindir til að kaupa upp eignir erlendis. Ólafur Ragnar endurspeglar enn þjóðina og magnar hana upp. Ís- lendingar eru nú sérstaklega dug- legir að nota Facebook. Við erum þriðju stærstu notendur Facebook miðað við höfðatölu, á eftir Falk- landseyjum og Mónakó. Í viðtali við CNN í október sagði Ólafur Ragnar að Facebook hefði umbreytt samfé- laginu þannig að þingið, ríkisstjórn- in og aðrar valdastofnanir skiptu nú minna máli en það sem færi fram á Facebook. „ Félagsmiðlar hafa breytt lýðræðisstofnunum okkar á þann hátt að það sem á sér stað í hefðbundnum valdastofnunum ... er næstum því orðin hliðarsýning,“ sagði hann. Ólafur útskýrði yfir- burði þjóðar sinnar með gamal- kunnum hætti: „Lestur var alltaf mikilvægur fólki á Íslandi, sem og skapandi skrif. Einhvern veginn hefur það gerst með stafrænu bylt- ingunni að áhuginn hefur flust yfir á tölvur, vefsíður, farsíma og svo fram- vegis. Þannig að Ísland stendur nú einna fremst á þessum sviðum ...“ Stundum segir fólk að hann sé po- púlískur, eða lýðskrumari, en öðrum stundum lýðræðissinnaður hold- gervingur þjóðarinnar. Hvort sem er mun Ólafur Ragnar aðlagast þjóð- inni. Mörkin eru óljós milli þeirra áhrifa sem Ólafur hefur á Íslendinga og áhrifa Íslendinga á Ólaf. Hann er spegilmynd af okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Valdarán VG n Víst er að lögregluforinginn Geir Jón Þórisson hefur aukið líkur sínar á að verða vara- varaformaður Sjálfstæðis- flokksins með yfirlýsing- um um að þingmenn hafi að ein- hverju marki stjórnað búsáhaldabylting- unni og tengdum óeirðum. Öllum er nefnilega ljóst að Geir Jón er ekki að vísa til þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins heldur beinist ásökunin að Vinstri grænum sem þá hafi í raun framið eða lagt upp valdarán með athæfi sínu. Villikattavængur n Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra hefur verið í hópi þeirra innan VG sem hvað jákvæðastur er á að- ildarviðræðurnar við ESB. Á milli hans og Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra hefur ríkt mikil samheldni. Nú er aftur á móti vík milli vina eftir að Ögmundur lagði til að kosið yrði um framhald viðræðna. „Fyrst Ögmundur reisir þessa kröfu nú af svo miklum krafti þá hefði hann betur beitt sér innan villi- kattavængsins í VG ásamt vini sínum í utanríkisráðu- neytinu til að flýta viðræðun- um þannig að það væri hægt að ljúka þeim fyrir lok kjör- tímabilsins,“ sagði Össur. Lífeyrir Hermanns n Einn vinsælasti álitsgjafinn á Bylgjunni er Hermann Guð- mundsson, forstjóri olíufélags- ins N1, sem kallaður er til bæði kvölds og morgna til að lesa í atvinnulíf og efnahag. Hermann upplifir að eigin sögn stærstu tíðindi Íslands- sögunnar nú þegar vísbend- ingar eru uppi um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu. Segir hann að Íslendingar verði þá ríkasta þjóð heims. Sjálfur á Hermann að baki fortíð hjá fyrirtæki sem hefur brennt upp ógrynni af pen- ingum lífeyriseigenda. Hann situr sem fastast. Hraunað yfir Sigurð n Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði ádrepu í Fréttablaðið þar sem hann sagði Sigurði G. Guðjónssyni hæstaréttar- lögmanni til syndanna. Greinin snér- ist um aðför að Gunnari Andersen, forstjóra Fjármála- eftirlitsins, og að Kastljósið kallaði á Sigurð G. sem álits- gjafa. Þykir Guðmundi Andra kominn tími til að hætt verði að leita til Sigurðar G. þar sem tengsl hans við útrásar- víkinga séu mikil. „Sigurður er auðvitað ekki bara einhver „hæstaréttalögmaður telur…“ eins og það heitir alltaf hjá Fréttastofunni, rétt eins og einskær titillinn veiti mönn- um status véfréttarinnar í Delfí eða jafnvel sjálfs Jahve. Í slíkum tilvikum væri nær að segja: „Verjandi Sigurjóns Árnasonar telur að málið á hendur honum eigi að ónýta.“ Þetta er þjóð- lagaplata Fjöllin eru þau sömu Bubbi Morthens gefur út nýja plötu. – DV Jógvan Hansen segir engan mun á Íslandi og Færeyjum. – DV Íslendingur á sterum„Stundum segir fólk að hann sé pop­ úlískur, eða lýð­ skrumari S álfræðingurinn víðkunni Alf- red Adler sagði: „… óhófleg viðkvæmni er merki um van- máttartilfinningu.“ Aðgerðir kollega hans, Péturs Maack Þor- steinssonar, eru ágætt dæmi. Sem kunnugt er hefur Pétur kært Snorra Óskarsson, kennara á Akur- eyri, til lögreglu fyrir að voga sér að sýna í bloggfærslu á eigin bloggsíðu, að enn er til í þessum heimi fólk sem er mótfallið samkynhneigð. Þetta telur Pétur vera brot á hatursaf- brotaákvæði almennra hegningar- laga, sem mælir fyrir að „hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóð- ernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Tjáðu þig að vild en ekki móðga neinn Íslendingar hafa alltaf átt erfitt með að skilja hugtakið tjáningarfrelsi. Í augum margra okkar þýðir tjáning- arfrelsi að þú mátt tjá þig eins og þú vilt ef þú móðgar engan. Rithöfundurinn Salman Rus- hdie benti á: „Without the free- dom to offend, it [freedom of ex- pression] ceases to exist“, eða „það er ekkert tjáningarfrelsi án frels- is til að móðga.“ Pétur og skóla- yfirvöld á Akur eyri eru að reyna að banna skoðun sem – til allrar ham- ingju – fór úr tísku með okkar kyn- slóð. Við þurfum hins vegar ekki að fara í langt tímaferðalag til að finna almenna fordæmingu á samkyn- hneigð og ég ímynda mér að stór hluti mannkyns, á okkar dögum – og örugglega ófáir Íslendingar – séu enn sammála þeirri trú Snorra að samkynhneigð sé ósiðleg. Ég tek fram að ég tilheyri ekki þeim hluta. Ég trúi að allir einstak- lingar eigi að hafa rétt til að haga sér eins og þeim sýnist, í einkalífi og á almannafæri, á meðan hegðun þeirra skaðar ekki aðra. Ég trúi að samkynhneigð pör eigi að njóta ná- kvæmlega sömu réttinda og gagn- kynhneigð pör. Mér býður við þeirri staðreynd að til er fólk sem telur sig hafa rétt til að skipta sér af kynferð- islegu og félagslegu lífi samborgara sinna. Og að vitna blint í biblíuna til að rökstyðja málstað (og biblían get- ur rökstutt hvaða hlið á hvaða mál- stað sem er) sinn er merki um vits- munalega leti. „Þó notirðu staf og stein...“ Ég hef hins vegar mikla trú á visku barnarímunnar „Þó notirðu staf og stein til að brjóta mín bein, geta orð þín aldrei meitt mig.“ Ég veit hvað þú ætlar að segja núna – orð geta meitt, sérstaklega börn, sem ekki hafa lært hvernig bregðast á við einelti og níð- ingu. Staðreyndin er, hvort sem okk- ur líkar það betur eða verr, að það munu ekki allir alltaf vera okkur sammála um mál sem okkur eru kær. Það er okkar ábyrgð – sem for- eldra, þjóðfélagsþegna, manneskja – að standa upp og verja það sem okkur er kært. Og við eigum – nema okkur sé ógnað með valdi – að nota skynsemi okkar og orð til að hrekja andstæðar skoðanir. Að beita valdi til að réttlæta okkar persónulegu sjónarmið – og ekki efast eitt augna- blik um að máttur ríkisins til að sekta og fangelsa er hin æðsta vald- beiting – er kjarni eineltis. Noam Chomsky sagði: „Ef við trúum ekki á tjáningarfrelsi fyrir fólk sem við fyrirlítum, þá trúum við alls ekki á tjáningarfrelsi.“ Ég þekki Snorra ekki og ég er svo sannarlega ekki sammála sannfæringu hans um að samkynhneigðir muni brenna í vítis logum. En, eftir því sem ég best kemst næst, hefur hann aldrei hótað neinum með líkamsmeiðing- um (a.m.k. ekki í þessu lífi), hefur aldrei svívirt neinn einstakling op- inberlega fyrir hans eða hennar lífs- stíl og hefur ekki reynt að þvinga skoðunum sínum upp á nemendur. Aðgerðir skólayfirvalda og kæra Pét- urs eru aðeins til þess fallin að gera píslarvott úr Snorra. Hinir ofsóttu ofsækja Það er hámark kaldhæðninnar að þjóðfélagshópur sem var ofsóttur skuli sýna sama umburðarleysið fyr- ir gagnstæðum skoðunum sem hann fordæmdi eigin ofsækjendur fyrir að sýna. Rétt eins og samkynhneigð hefur aldrei ógnað kristnu samfélagi (þrátt fyrir tíðar þrumuræður préd- ikara og pólitíkusa), ógna kristnar trúarskoðanir ekki samfélagi sam- kynhneigðra – á meðan þær skoð- anir eru ekki yfirfærðar í kúgandi löggjöf eða álíka aðgerðir. Þjóðfélag sem getur fangelsað einstakling fyr- ir trúarskoðanir hans hefur einnig vald til að fangelsa einstakling fyrir kynferðisáttu hans. Ef við viljum búa í frjálsu og opnu þjóðfélagi þurfum við að þykkja okk- ar skráp og hlýða reglunum sem við lærðum í barnaskóla: Leikið ykkur fallega við hin börnin. Notið orðin ykkar, ekki hnefana. Móðgunarfrelsi Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 29. febrúar 2012 Miðvikudagur Kjallari Íris Erlingsdóttir „ Í augum margra okkar þýðir tjáning- arfrelsi að þú mátt tjá þig eins og þú vilt ef þú móðg- ar engan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.