Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 255,6 kr. 263,5 kr. Algengt verð 254,6 kr. 260,3 kr. Höfuðborgarsv. 254,5 kr. 260,1 kr. Algengt verð 254,8 kr. 260,8 kr. Algengt verð 257,9 kr. 263,8 kr. Melabraut 254,6 kr. 260,2 kr. 14 Neytendur 29. febrúar 2012 Miðvikudagur Frábær þjónusta n Ánægður viðskiptavinur Alterna símafélagsins hafði samband við DV og vildi koma á framfæri ánægju sinni með félagið. Þannig vildi til að hún fékk himinháan símareikning um síðustu mán­ aðamót og hún hafði samband við félagið til að athuga hvort það gæti staðist að reikningurinn væri svona hár. Fulltrúi félagsins var fljótur að svara og sagðist ætla að koma til hennar afriti af sundurliðuðum reikningi og ef hún kannaðist ekki við einhver símtöl sem tilgreind væru þar myndu þeir glaðir endurskoða reikninginn. Það sem viðskiptavinurinn var samt ánægðastur með var að Alterna sendi út­ prentaðan reikning­ inn aðeins nokkrum klukkutímum síðar til hennar heim að dyrum. Sjónvarpið dettur út n Lastið fær Vodafone en viðskipta­ vinur fyrirtækisins er óánægður með þjónustuna sem hann fær. „Ég er með sjónvarpið hjá Vodafone og það sem ég er óánægður með er að sjónvarpið dettur út oft á dag, stundum á klukkutíma fresti. Það þýðir að við þurfum að endurræsa myndlykil­ inn með tilheyrandi bið á að geta horft á sjónvarpið. Það sem er skrýtnast er að þetta virðist tengjast veðri því þetta gerist oftar þegar það er rok,“ segir hann. DV hafði samband við Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa Vodafone, og bar lastið undir hann. „Sem betur fer eru vandamál af þessu tagi sjaldgæf. Í hverju tilviki eru þau sértæk og aðstæðubundin, ástæður vandræðanna geta verið margar og oftar en ekki er þeirra að leita á heimilum viðskiptavina. Lé­ legur frágangur á snúrum, slælegt ástand lagna eða loftneta. Það er ómögulegt að segja til um það hvað veldur vandræðunum hjá þessum viðskiptavini en ég vona að hann sé búinn að hafa samband við þjón­ ustuverið okkar til að fá úrlausn sinna vandamála.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Snjallforrit njósna um þig n Geta lesið tölvupósta, smáskilaboð og hlerað símtöl F ramleiðendur snjallforrita hafa leyfi til að fara inn í símann þinn og nálgast þar heilmikið safn af persónu­ upplýsingum um þig. Þeir geta njósnað um þig með því að lesa skilaboð þín, skoða tölvu­ pósta og hlera símtöl. Það eru snjallsímaeigendurnir sjálfir sem veita þetta leyfi því þegar þeir hala niður snjallforriti þurfa þeir að samþykkja vissa skilmála þar sem þetta kemur fram. Það eru þó fæstir sem vita af þessu eða lesa smáa letrið í skilmálunum. Fyrirtækin vita hvar þú ert Internet­fyrirtæki nota ókeypis snjallforrit í snjallsíma, betur þekkt sem app, til að komast yfir upplýsingar um eigendur sím­ ans. Með þessu geta þeir fylgst með símtölum þínum, skoð­ að smáskilaboð og jafnvel stað­ sett þig. Þetta kemur fram í um­ fjöllun breska blaðsins The Daily Mail en með því að samþykkja skilmála sem fylgja slíkum snjall­ forritum gefur þú fyrirtækjunum leyfi til þess að skoða allar þessar upplýsingar. Til dæmis segja for­ svarsmenn Facebook að eigend­ ur Android­síma sem hala niður snjallforritum fyrirtækisins, gefi fyrirtækinu þar með leyfi til að lesa smáskilaboð sín. Þeir halda því þó fram að þeir hafi ekki nýtt sér það leyfi. Síður eins og Flickr og Yahoo! eru einnig taldar lesa skilaboð með snjallforritum sínum en snjallforrit minni fyrirtækja ná einnig í persónuupplýsingar um eiganda símans. Þær geta jafnvel tekið myndir af símanum, hringt úr honum og hlerað símtöl. Harðlega gagnrýnt Þessi misnotkun á persónuupp­ lýsingum hefur verið harðlega gagnrýnd af þeim sem berjast fyrir aukinni persónuvernd og Nick Pickles, framkvæmdastjóri Big Brother Watch, líkir snjallforrita­ markaðinum við stjórnlaust villta vestrið. Emma Draper, hjá alþjóð­ legum samtökum um persónu­ vernd segir: „Persónuupplýsingar fólks eru dýrmæt söluvara og fyrir­ tæki munu ganga mjög langt til að komast yfir sem mest af þeim.“ Selja auglýsendum upplýsingar Facebook­snjallforritið hefur verið sótt í Android síma yfir 100 millj­ ón sinnum og fæstir notendur vita hvað þeir eru að samþykkja. Snjallforritin geta, eins og fyrr segir, einnig staðsett símann, séð símanúmer og netföng tengiliða. Þar að auki er með þessu móti hægt að skoða internetsögu þína og hvaða síður þú hefur heimsótt. Slíkar upplýsingar eru oft seldar til auglýsenda og fyrirtækja í mark­ aðsrannsóknum sem ausa óum­ beðnum auglýsingum og skila­ boðum yfir snjallsímaeigendur. Daniel  Rosenfield,  forstöðu­ maður snjallforritafyrirtækisins Sun Products, viðurkennir að það sé mun hagstæðara og ábóta­ samara að selja auglýsingafyrir­ tækjum persónuupplýsingar en að rukka notendur fyrir snjallforritið. „Þær tekjur sem við fáum fyrir að selja snjallforritin komast ekki ná­ lægt þeim sem við fáum þegar við gefum snjallforritin og fyllum þau með auglýsingum.“ Ótrúlegt magn af persónuupplýsingum „Flest fullorðið fólk er nú komið með snjallsíma sem eru upp­ spretta ótrúlega mikils magns af upplýsingum um líf fólks og fyrir­ tækin notfæra sér það,“ segir Chris Bauer, við London­háskóla. Talsmaður Facebook segir að ástæða þess að fólk þurfi að gefa leyfi til að fyrirtækið hafi aðgang að smáskilaboðum sé sú að snjall­ forritið þurfi að lesa og skrifa upp­ lýsingar á milli sín og SMS­snjall­ forritsins í símanum. Tilgangurinn sé ekki sá að fyrirtækið geti njósn­ að um skilaboðasendingar eig­ andans. Hann segir einnig að muni Facebook einhvern tíma ákveða að heimila slíkar aðgerð­ ir muni það verða kynnt vel fyrir notendum og viðeigandi leiðbein­ ingar muni fylgja. Frá Google kom tilkynning en þar segir: „Við höfum verið leið­ andi hvað varðar að upplýsa neyt­ endur um hvaða snjallforrit kom­ ast yfir persónuupplýsingar og krefjast samþykki neytandans.“ Flickr og Yahoo! svöruðu ekki fyrirspurnum The Daily Mail um málið. Staðsetur síma Sér inter- netsögu Sér sms skilaboð Sér tengi- liðaskrá Sér lykilorð á netinu Sér sím- talaskrá Kemst inn í símtöl Kemst inn í myndavél Flickr X X X X X Flixter X X X You Tube X X X Foursquare X X X TweetDeck X X X Netflix X Facebook X X X X X Ancestry.co.uk X X Badoo X X X X X Angry Birds X X Yahoo! Messenger X X X X Shazam X X My Fitness Pal X X X My Remote Lock X X X Snjallforritin geta komist að ýmsum persónuupplýsingum en þetta er listi yfir nokkur forrit og hvaða upplýsingar þau komast yfir Komast yfir þessar upplýsingar Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Fólk ekki vel upplýst þegar það halar niður snjallforritum Réttur notandans er lítill Í september 2011 gaf norska persónuverndin út skýrslu sem ber heitið Hvað veit appið um þig? Þar eru kortlagðar þær persónuupplýsingar sem snjallforritin komast yfir. Skoðuð voru bæði 20 erlend og 20 norsk fyrirtæki sem bjóða upp á ókeypis snjall- forrit í snjallsíma og í niðurstöðum skýrslunnar eru settir fram eftir- farandi punktar: n Þeir sem hala niður snjallforritun- um eru ekki nægilega vel upplýstir um hvaða persónuupplýsingum er safnað saman, af hverjum og hvernig þær eru notaðar. n Það er óskýrt hver ber ábyrgð á þeim upplýsingum sem safnað er saman. n Réttur notenda til aðgangs að persónuupp- lýsingum er lítill þar sem það kemur ekki nægilega vel fram hver meðhöndlar upplýsingarnar. n Möguleikinn til að setja skýrt fram hvernig upplýsingarnar eru notaðar í App Store eða Android Market, er sjaldan notaður. Væri þessi möguleiki betur nýttur gæfi það notendum betri möguleika á að taka upplýsta ákvörðun um hvort þeir kjósi að hala niður snjallforritinu eða ekki. n Möguleikinn til að setja skýrt fram í snjallforritinu sjálfu hvernig persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar er sjaldan notaður. Það er mikilvægt að setja slíkar upplýsingar einnig fram í snjallforritinu sjálfu svo þær séu aðgengilegar notendum, jafnvel eftir að snjallforritinu hefur verið halað niður. Séu upplýsingarnar einungis í snjallforritinu sjálfu sér notandinn þær ekki fyrr en eftir að hann nær í snjallforritið. n Möguleikinn til að setja skýrt fram hvernig persónuupplýsingar eru notaðar á heimasíðum þess sem fer með þær er sjaldan notaður. Þetta er óheppilegt því með því að nýta þann möguleika hefði Persónuvernd aukinn aðgang að upplýsingum. Auk þess sem það mundi gefa betri mynd af því hver ber ábyrgð á snjallforritinu og undir hvaða lögsögu meðferð snjallforritsins á persónuupplýsingum fellur. Ábyrgðin er þín Hjá Persónuvernd fengust þær upp- lýsingar að þegar þú hleður niður snjallforriti samþykkir þú tiltekna vinnslu. Það sé hins vegar mikið búið að fjalla um að það sé ómögulegt fyrir neytandann að átta sig á því hvaða vinnsla eigi sér stað. ESB og persónu- verndarstofn- anir hafi verið á benda á þetta og gagnrýna. Hinn skráði notandi eigi að vera meðvitaður um það að það fari fram tiltekin vinnsla á persónuupplýsingum en það sé hins vegar spurning um hvernig menn framkvæmi slíkt og hvernig fræðslan sé uppfyllt. Algengt sé að upplýsingar séu seldar áfram. Auglýsendur geta svo notað það og látið auglýsingar sínar birtast hjá þeim markhópi sem þeir kjósa. Samkvæmt Persónuvernd er ekki hægt að fullyrða að þetta sé alltaf svona en mögulegt sé að menn séu að bruðla með þetta. Þegar spurt var hvort fyrirtækin væru að brjóta af sér með þessu fengust þau svör að fyrirtækin verði að fá samþykki notenda en aftur á móti sé spurning hvort fræðsla til notenda sé nægilega góð. Þetta geti verið lögmætt en ekki uppfyllt skilyrði sem gerð eru um fræðslu. Allt þetta sé matsatriði. Persónuvernd hefur ekki skoðað sérstaklega hvernig þessu sé háttað hjá íslenskum fyrirtækjum en lögin hér á landi eru byggð á tilskipun ESB og hún er notuð til hliðsjónar þegar lögin eru túlkuð hér á landi. Leiðbeiningar til notenda snjall- síma og ókeypis snjallforrita eru þær að lesa skilmálana vel. Vilji fólk ekki að þessar persónuupplýsingar séu notaðar verður fólk að sleppa því að nota viðkomandi snjallforrit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.