Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 29. febrúar 2012 Miðvikudagur
Bresku hjónin komin
n Gjafmildir Íslendingar björguðu brúðkaupsferð breskra hjóna
B
resku brúðhjónin Ian og Lyn-
sey Morris, sem urðu fyrir
barðinu á innbrotsþjófum á
meðan þau giftu, sig eru kom-
in til landsins. Hjónin urðu að hverfa
frá áætlunum sínum um brúðkaups-
ferð til Íslands vegna innbrotsins en
þjófarnir stálu meðal annars trúlof-
unarhring Lynsey auk vegabréfs Ians.
Málið vakti mikla athygli hér á landi
og tilboð um gjafir flæddu yfir þau
hjónin frá góðviljuðum Íslendingum
sem sáu aumur þeim hjónum.
„Atvikið eyðilagði algjörlega
fyrsta daginn okkar sem hjón,“ sagði
Lynsey um innbrotið í viðtali við DV
á sínum tíma. Þá sagðist hún vera
í skýjunum vegna góðmennsku Ís-
lendinga. Þá segist hún hafa grátið af
gleði þegar símtalið frá Iceland Ex-
press kom en fyrirtækið bauð þeim
frítt flug til og frá Íslandi. „Fyrsta degi
hjónabandsins var eytt í símanum
með tryggingafyrirtækjum og lög-
reglu. Það er erfitt að lýsa áhrifunum
sem þetta hefur á mann.“
Þeirra Ians og Lynsey bíður
skemmtileg ferð en fjölmörg fyrir-
tæki buðu brúðhjónunum ungu
upp á alls kyns fría þjónustu. Hjón-
in hittu þá Heimi Má Pétursson
upplýsingafulltrúa og Skarphéðin
Berg Steinarsson, forstjóra Iceland
Express, á þriðjudag en fyrirtækið
hefur séð um allan undirbúning
og skipulagningu vegna ferðarinn-
ar. Hjónin gátu ekki þegið allar þær
gjafir sem otað var að þeim en eru
að eigin sögn afar þakklát.
„Þau Ian og Lynsey eiga ekki til
orð til að lýsa þakklæti sínu vegna
þess hlýhugar sem Íslendingar hafa
sýnt þeim. Þau heimsóttu skrif-
stofur Iceland Express í morgun
og komu færandi hendi. Þau gáfu
starfsfólki úrvals konfekt og önnur
sætindi, dæmigert breskt sælgæti
og fallega áritað kort, með þökk-
um til allra sem tóku þátt í að gera
brúðkaupsferð þeirra eftirminni-
lega,“ segir á Facebook-síðu Iceland
Express.
G
uðbjartur Hannesson vel-
ferðarráðherra sat í banka-
ráði Landsbankans árið
2001 þegar bankinn stofn-
aði umdeild aflandsfélög á
borð við LB Holding. Stjórnarseta
Gunnars Andersen í því félagi árið
2001 hefur orðið þess valdandi að
stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað að
reka hann úr stóli forstjóra.
Guðbjartur sat í bankaráði
Landsbankans frá 1998–2003 og
í bankaráði Heritable-bankans í
London frá 2002–2003. Hann hætti
í stjórn bankanna þegar Samson
Holding með Björgólfsfeðga í farar-
broddi keypti bankann árið 2003.
Aldrei efast um stofnun
aflandsfélaga
Guðbjartur segir að allt hafi verið
uppi á borðunum þegar félögin voru
stofnuð og um þau hafi verið fjallað
opinberlega á sínum tíma. „Þess-
ar aflandseiningar voru stofnaðar á
þeim tíma, það lá alltaf fyrir og var
löglegt og farið vel yfir það,“ segir
Guðbjartur Hannesson í samtali við
DV. „Ég held að það hafi ekki kom-
ið neitt ólöglegt upp í sambandi við
þessi aflandsfélög,“ segir hann.
Guðbjartur segist aldrei hafa
haft efasemdir um stofnun slíkra
aflands félaga, hvorki í tíð sinni sem
stjórnarmaður í bankanum, né í
seinni tíð. „Efasemdirnar eru frekar
um hvernig menn hafa verið að nota
þessi félög. Það er skelfilegt að fylgj-
ast með hvernig hlutirnir breytt-
ust og hvernig menn fóru að nota
hlutina til þess að fela gjörninga og
annað, en það var ekkert að form-
inu á sínum tíma. Það hvað menn
hafa framkvæmt í þessum félögum,
það er það sem er ámælisvert,“ segir
Guðbjartur við DV.
Hann nefnir einnig að Heritable-
bankinn í Bretlandi hafi verið góður
banki þegar Landsbankinn í ríkis-
eigu átti hann. „Það er líka ámælis-
vert hvernig hann var ekki notaður
þegar menn voru að færa út kvíarn-
ar, eins og með Icesave.“ Með því á
Guðbjartur við að Icesave-reikn-
ingarnir í Bretlandi hafi ekki verið
stofnaðir í nafni Heritable og þar
með voru þeir á ábyrgð íslenska rík-
isins.
Fortíðin Gunnari fjötur um fót
Ástæða þess að fortíð Gunnars í
Landsbankanum er að verða honum
fjötur um fót nú áratug síðar, er
stjórnarseta hans í aflandsfélög-
um. Hann sat meðal annars í stjórn
LB Holding sem var í eigu bankans,
en hann bar fyrir sig að hafa verið
óvirkur stjórnarmaður. LB Holding
var fyrsta kaupréttarfélagið sem fjár-
magnað var af Landsbankanum.
Þá segir Gunnar að ekkert hafi
verið sameiginlegt með starfsemi
félaganna á þeim tíma sem hann var
í stjórn bankans og því sem gerðist í
eigendatíð Björgólfsfeðga.
Annað sem er að verða honum
að falli er að í álitsgerð sem stjórn
FME lét vinna fyrir sig kemur fram að
Gunnar hefði mátt vita að fyrirspurn
FME til Landsbankans árið 2001 um
þessi félög hefði verið svarað á ófull-
nægjandi hátt hjá bankanum.
„Upphafið var ekki þarna“
Guðbjartur segir aðspurður að
hann óttist ekki að þær ákvarðanir
sem voru teknar í stjórnartíð hans
í Landsbankanum hafi í raun búið
til þann jarðveg sem varð til þess að
aflandsfélög voru notuð með þeim
hætti sem við þekkjum. „ Upphafið
var ekki þarna. Lagaumhverfið í
heiminum og á Íslandi þá og síðar
hefur skapað ákveðinn jarðveg, en
það réttlætir ekki það svindl og þá
sviksamlegu gjörninga sem hafa ver-
ið gerðir síðan en það skýrist ekkert
af þessu.“
Aflandsfélögin
voru misnotuð
n Var í bankaráði Landsbankans þegar aflandsfélögin voru stofnuð
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Ég held
að það
hafi ekki komið
neitt ólöglegt
upp í sambandi
við þessi afla-
ndsfélög
Uppsögn Stjórnarseta Gunnars Andersen í LB
Holding varð til þess að FME rak hann úr starfi.
Ekkert ólöglegt
Guðbjartur segist aldrei
hafa haft efasemdir um
stofnun aflandsfélaga
á borð við LB Holding.
Mynd SiGtryGGUr Ari
M
y
n
d
S
iG
tr
yG
GU
r
A
ri
Aldrei fleiri með kennsluréttindi:
Körlum við
kennslu fækkar
Aldrei áður í mælingum Hag-
stofunnar hefur hlutfall kennara
með réttindi mælst hærra. Í nýjum
tölum Hagstofu Íslands kemur
fram að á árunum 1998 til 2008
hafi hlutfall réttindakennara verið
á bilinu 80 til 87 prósent. Haustið
2010 voru 92,3 prósent kennara
með kennsluréttindi og haustið
2011 voru 95,5 prósent kenn-
ara með kennsluréttindi. Haustið
2011 voru 213 manns við kennslu
án kennsluréttinda og er það mikil
breyting frá haustinu 2002 þegar
931 einstaklingur án réttinda vann
við kennslu í grunnskólum lands-
ins.
Hæst er hlutfall réttindakenn-
ara á landinu á höfuðborgarsvæð-
inu utan Reykjavíkur, þar sem 97,5
prósent kennara hafa kennslurétt-
indi. Aðeins á Norðurlandi vestra
(88,0%), Austurlandi (87,8%) og
Vestfjörðum (84,3%) hafa færri
en 90 prósent kennara kennslu-
réttindi. Hlutfall kennara með
kennsluréttindi á landsbyggðinni
hefur aukist hratt síðustu ár, frá
því að vera undir 50 prósentum á
síðasta áratug síðustu aldar í ein-
staka landshlutum.
Haustið 2011 voru 7.337 starfs-
menn í 6.681 stöðugildi í grunn-
skólum á Íslandi. Þar af eru 4.743
starfsmenn við kennslu í 4.559
stöðugildum. Starfsfólki fækk-
aði þriðja árið í röð. Starfsmönn-
um við kennslu, það er skóla-
stjórnendum, deildarstjórum og
kennurum, fækkaði um 143, sem
er fækkun um 2,9 prósent. Frá
árinu 2008, þegar starfsmenn við
kennslu voru flestir, hefur þeim
fækkað um 358 manns, eða um sjö
prósent. Sé litið á stöðugildi hefur
stöðugildum sama hóps fækkað
um 112 frá fyrra ári, sem er fækkun
um 2,4 prósent. Frá árinu 2008
hefur stöðugildum starfsmanna
við kennslu fækkað um 457, eða
9,1 prósent. Öðrum starfsmönn-
um grunnskólans en starfsfólki
við kennslu hefur fækkað um 189
manns frá hausti 2008, eða 6,8
prósent og stöðugildum þeirra
fækkað um 194, eða 8,4 prósent.
Haustið 2011 voru karlar 19,9
prósent starfsfólks við kennslu og
er það í fyrsta skipti sem hlutur
þeirra fer undir 20 af hundraði.
Fleiri andvígir
ESB-aðild
Ný könnun Capacent Gallup fyrir
Samtök iðnaðarins um viðhorf til
aðildar að Evrópusambandinu og
aðildarviðræðna gefur til kynna að
56,2% séu andvíg aðild en 26,3%
hlynnt. Þetta kemur fram á vef
Samtaka iðnaðarins og kemur þar
fram að tölurnar séu svipaðar og
komið hafa fram í sambærilegum
könnunum fyrir samtökin árin
2011 og 2010.
Þegar spurt var út í viðhorf til
aðildarviðræðna kemur í ljós að
43,6 prósent eru fylgjandi því að
íslensk stjórnvöld dragi umsókn
til baka en 42,6 prósent andvíg.
Munurinn er ekki tölfræðilega
marktækur.
Samtök iðnaðarins hafa kann-
að hug til aðildar að Evrópusam-
bandinu reglulega frá árinu 2000.
Komin til landsins Heimir Már Pétursson tekur á móti Lynsey og Ian Morris á Keflavíkur-
flugvelli í gær.