Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 3
LYF FÁ BÖRN TIL AÐ STELA Fréttir 3Mánudagur 19. mars 2012 H ann var ótrúlegur. Meira að segja starfsfólkinu á spít- alanum fannst hann vera ótrúlegur. Hann var bara He-Man,“ segir Guðbjörg Erla Ragnarsdóttir, eiginkona Jóns Björns Marteinssonar sem lést þann 14. mars síðastliðinn eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Jónbi var aðeins 28 ára gamall þeg- ar hann lést. „Hann ætlaði alltaf að berjast við þetta af fullum þunga. Líf okkar snérist bara um þetta. Það kom aldrei til greina að gefast upp.“  Fór með Eyjastelpuna heim Þau kynntust í partíi árið 2006, tveimur mánuðum áður en Jónbi var greindur. „Síðan hann greindist hef ég bara verið hans og staðið við hlið hans,“ segir hún. Það hefur því reynt ótrúlega mikið á samband þeirra hjónanna, en þau bjuggu sér heim- ili í Vestmannaeyjum þar sem þau áttu hund og hús og létu fara vel um sig. „Það var hann sem dró Eyjastelp- una heim til Vestmannaeyja. Hann fann sig bara hér og hér leið hon- um vel,“ segir Guðbjörg. „Styrkur- inn og stuðningurinn sem við höfum fengið hefur verið ómetanlegur. Það hefur verið haldið rosalega vel utan um okkur hérna og er enn gert.“ Hún segir að fólk hafi boðist til að gera hvað sem er fyrir þau, jafnvel bankað upp á og boðist til að vaska upp. Voru á leið til útlanda Baráttan var löng og ströng, en Jónbi neitaði að gefast upp. Hann reis alltaf upp og sagði að hann ætlaði ekki að láta sjúkdóminn heltaka sig. Krabbameinið dreifði sér víða og hann losnaði aldrei alveg við það. „Fyrir rúmum þremur vikum varð hann slappur. Við vorum að fara til útlanda, því hann hafði átt smá góð- an tíma og við vildum nýta hann. Við vissum jú ekkert um framhald- ið,“ segir Guðbjörg. Hún segir að Jónbi hafi kennt sér meins, var með beinverki og þau tengdu það við að hvítu blóðkornin væru að falla hjá honum. „Þegar þau detta niður þá hrinur ónæmiskerfið. Hann var með lyf við því sem hann tók,“ segir hún, en það dugði ekki til og þau leituðu því til læknis í Vest- mannaeyjum. „Hann fékk ekki nóg súrefni, var kominn með lungna- bólgu og nýrun virkuðu ekki,“ segir hún. Bað um tölvu á gjörgæslunni Þetta var á laugardegi og á sunnu- degi fóru þau með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þar var Jónbi lagður inn en var meðvitundarlaus í rúm- an sólarhring. „Honum var eigin- lega haldið sofandi, en vaknaði svo daginn eftir, þá var hann í öndunar- vél en var vakandi. Þá bað hann um sjónvarp og tölvu og var kominn á Facebook. Þetta er eitthvað sem enginn hefði getað nema hann,“ segir Guðbjörg kímin. „Læknarn- ir, þeir hlógu bara að honum. Þeir höfðu aldrei séð svona gerast á gjörgæsludeild.“ Reif kjaft eins og honum var einum lagið Jónbi var síðar fluttur af gjörgæslu og á almenna deild. „Þá var hann farinn að borða og stóð upp. Um leið og þeir tóku öndunarvélina var hann farinn að rífa kjaft eins og hon- um var einum lagið,“ segir Guðbjörg. Þau hjónin fengu þá tvo góða daga saman en þá kom bakslagið og í ljós kom að nýrun störfuðu ekki og Jónbi veiktist meira. „Þetta var orðið svart. En hann hélt áfram að berjast þrátt fyrir það.“ Guðbjörg segist horfa til baka glöð enda veit hún að þau gerðu allt sem þau gátu. „Ég verð svo glöð þegar ég hugsa til þess hvað hann barðist vel. Ég vissi það þegar hann fór að hann barðist fram í síð- asta andardráttinn.“ Stóð sig vel í Mottumars Jónbi skipar nú þriðja sætið yfir þá sem hafa safnað mest til styrktar Mottumars, átaksverkefni Krabba- meinsfélagsins sem nú stendur yfir. Guðbjörg Erla segir að nafn Jónba verði áfram í söfnuninni, enda sé um að ræða gott málefni sem mikil- vægt sé að vekja athygli á. Á vefsíðu Mottumars má lesa hlýlegar og hug- ljúfar kveðjur vina hans sem lýsa honum sem hugrökkum, hressum og skemmtilegum grallara en fyrst og fremst jákvæðri hetju.  Átak Krabbameinsfélagsins stendur yfir allan marsmánuð og er hægt að heita á einstaklinga og lið á vef átaksins. n Barðist eins og ljón við krabbamein í sex ár n Var í þriðja sæti í Mottumars „Hann var bara He-Man“ „Ég verð svo glöð þegar ég hugsa til þess hvað hann barðist vel. Ég vissi það þegar hann fór að hann barðist fram í síðasta andardráttinn. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar asta@dv.is Giftu sig í fyrra Jónbi og Guðbjörg giftu sig í fyrra. Þau höfðu aðeins verið saman í tvo mánuði þegar hann greindist með krabbamein. Heldur áfram í Mottumars Jónbi verður áfram með í Mottumars og segir Guðbjörg átakið vera mikilvægt. „Ég fór í búðir og tók bara það sem mig langaði í og hafði enga samvisku gagnvart því. n Misnotkun flogaveikilyfja sögð valda stelsýki n Þekkt aðferð í undirheimunum þannig. Það er ekki til neitt lyf sem lætur þig fara að skíða eða kaupa Toyotu. Ég er ekkert að gera lítið úr þessum útskýringum en þetta er eitt- hvað sem slævt hafa dómgreind sem gerir það að verkum að þau teygja sig frekar í eitthvert dót. Svo kem- ur alltaf réttlætingarpakkinn, þau hugsa ekki upphátt að þetta sé ekki í lagi, þau bara réttlæta. Það getur vel verið að það séu einhver sérstök lyf notuð ef það á að fara að gera eitt- hvað. Ég meina, það er alveg þekkt staðreynd að amfetamín er oft notað þegar fólk ætlar að fara að berja ein- hvern. Það getur vel verið að það sé til en ég á samt alveg ofsalega erfitt með að trúa því að það sé eitthvert sérstakt lyf sem kalli fram eitthvert „element“ í þér sem er ekki til stað- ar. Eitthvað sem kallar fram svona, held þetta sé bara til staðar í þeim. Láta vaða þegar dómgreindin dofn- ar,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.