Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 19. mars 2012 Mánudagur Vildi ekki fara aftur í stríðsátök n Robert Bales myrti 16 saklausa borgara á hrottalegan hátt H ermaðurinn sem myrti 16 sak- lausa borgara í Afganistan á sunnudaginn í síðustu viku heitir Robert Bales. Það var Fox-fréttastofan sem reið á vaðið á laugardag og nafngreindi hann, fyrst allra miðla. Eftir að hann var nafn- greindur hafa komið fram ýmsar upplýsingar um bakgrunn hans. Bales er 38 ára, kvæntur og faðir tveggja ungra barna, 3 og 4 ára. Því er haldið fram að erfiðleikar hafi ver- ið í hjónabandi Bales og eiginkonu hans og þau hafi einnig átt í fjárhags- erfiðleikum. Bales skráði sig í herinn eftir hryðjuverkaárásirnar 11. sept- ember árið 2001. Hann barðist í Írak og særðist meðal annars illa á fæti. Hann hafði dvalist í Afganistan síðan í desember en þetta var í fjórða sinn sem hann var kallaður út til að sinna herskyldu. Bales mun hafa verið afar ósáttur við að vera sendur af stað í fjórða skipti en samkvæmt fjölskyldu hans hafði hann fengið loforð hjá hernum um að hann yrði ekki sendur aftur, það hefði hins vegar verið svik- ið. Herinn hefur ekki staðfest þetta. Fjölskylda Bales segir hann hafa orðið vitni að því degi fyrir skotárás- ina þegar annar fóturinn var skot- inn af félaga hans í hernum. Herinn hefur ekki staðfest þetta heldur. Því hefur einnig verið haldið fram að ástæðan fyrir þessum grimmu og tilefnislausu árásum Bales hafi verið sú að hann hafi átt í hjónabandser- fiðleikum ásamt því sem hann hafi verið undir miklu álagi og auk þess undir áhrifum áfengis þegar árásin átti sér stað. Þessu hafnar lögmaður hans, John Henry Browne, en hann segir að Bales hafi misst stjórn á sér. „Hann hefur aldrei sagt neitt niðr- andi um múslima. Hann er í grunn- inn mjög góðhjartaður,“ var haft eft- ir lögmanni hans. Það er þó vitað að árið 2002 var Bales handtekinn fyrir að ráðast á konu, sem var ekki eig- inkona hans, hann játaði brotið og var dæmdur til 20 tíma námskeiðs í reiði stjórnun. viktoria@dv.is Á hverju ári mæta helstu fyrir- menni Bretlands á veðhlaupa- brautina í Cheltenham. Meðal þeirra eru meðlimir konungs- fjölskyldunnar. Veðhlaupa- keppnin sem fram fer í bænum hefur löngum verið talin ein sú fínasta og eftirsóknarverðasta að mæta á í land- inu. Því hefur kynlífsbransinn einn- ig tekið eftir. Á kvöldin, eftir að veð- hlaupum dagsins er lokið, umbreytist bærinn og barir og kaffihús breyt- ast í nektarstaði og hótel breytast í hóruhús. Á meðan veðhlaupahátíðin stendur breytist Cheltenham í hjarta kynlífsbransans í Bretlandi. Þessu fylgir mikil áfengis- og vímu- efnaneysla auk annarra vandamála. Ekki er langt síðan bensínsprengju var kastað á einn af nektardansbör- unum. Þá þurfti dyravörður á einum staðnum að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri árás nokkurra manna sem voru gestkom- andi í borginni. Sækja menn á veðhlaupabrautina Um 250.000 einstaklingar eru við- staddir Cheltenham-veðhlaupahá- tíðina ár hvert. Þetta hefur laðað að fjölda nektardansara og vændis- kvenna sem vilja græða á þeim gífur- lega fjölda ríkra einstaklinga sem sækja hátíðina. Græða þær bæði á þeim sem vilja fagna sigri á brautinni og þeim sem vilja drekkja sorgum sín- um eftir tap dagsins. Í ár eru það átta skemmtistaðir sem reyna að lokka til sín karlmenn sem hafa það fyrir aug- um að horfa á og jafnvel kaupa sér konur. Staðirnir leggja upp úr því að fanga athygli sem flestra gesta í bæn- um í tengslum við hátíðina. Staðirn- ir bjóða upp á skutluþjónustu á milli veðhlaupabrautarinnar og nektar- staðanna auk þess sem margir þeirra hafa ráðið ungar háskólastúlkur til að dreifa auglýsingum um nektarsýning- ar þar sem boðið er upp á „fulla nekt“. Staðirnir hengja einnig upp flennistór skilti þar sem nektardanssýningarnar eru kynntar. Bjóða upp á vændi Það er þó ekki bara nektardans sem er í boði á skemmtistöðunum eins og blaðamaður breska blaðsins The Daily Mail komst að þegar hann var gestur á hátíðinni. Nokkur fjöldi nektardansmeyja var tilbúinn að bjóða upp á kynlífsþjónustu eftir að vinnu á skemmtistöðunum væri lok- ið. „Þetta er betra en Amsterdam,“ sagði bankamaður í samtali við The Daily Mail um hátíðina. Hann vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við að unnusta hans myndi þá komast að því hvað hann væri að gera í Chel- tenham. Hann lýsti því þannig að boðið væri upp á einkadans bak við luktar dyr – eða í raun bara tjald sem dregið væri fyrir – og þar væri mönn- um boðið að káfa á nektardansmeyj- unum gegn aukagreiðslu. „Dansinn kostar bara 20 pund en konurnar leyfa þér að borga auka 20 pund svo þú fáir að snerta þær. Þetta er mein- laust gaman, í alvöru,“ útskýrði mað- urinn. Vændi víðar Það er þó langt frá því að það séu aðeins nektardansmeyjarnar sem bjóða upp á kynlífsþjónustu. Vænd- iskonur flykkjast frá ýmsum borgum og bæjum í Bretlandi til Chelten- ham til þess að freista þess að græða. „Dansararnir undirbjóða okkur,“ seg- ir vændiskona sem kallar sig Jeanette í samtali við The Daily Mail. „Við vit- um allar að sumir dansararnir mæla sér mót við karlmenn eftir að klúbb- unum er lokað og bjóða þeim tiltölu- lega ódýra þjónustu. Þetta er pirr- andi,“ útskýrir hún en sjálf rukkar hún rúmlega 200 þúsund krónur fyr- ir nóttina. Jeanette segist verða vör við að austurevrópskir karlmenn komi með vændiskonur til Cheltenham og geri þær út í vændi. Segir hún að leigðar séu heilu íbúðirnar undir þessa starf- semi. Fleiri í kynlífsgeiranum í Bret- landi hafa sömu sögu að segja. Glufa í lögunum gerir þetta mögulegt Það sem gerir börunum það kleift að bjóða upp á nektardans er glufa í lögum frá árinu 2009. Þar er kveð- ið á um að ekki þurfi að sækja um sérstakt leyfi til að halda nektarsýn- ingar svo lengi sem það sé ekki gert oftar en einu sinni í mánuði. Þessa glufu nýtir fyrirtækið Eroticats, undir stjórn Camillu Griffiths, sér en fyrir- tækið skipuleggur meira og minna allar nektarsýningar í Cheltenham á meðan á veðhlaupavikunni stend- ur. Nektarsýningarnar eru því aðeins haldnar eitt kvöld á hverjum stað. Eroticats græðir gífurlega á þessari viku sem Cheltenham-veðhlaupa- hátíðin stendur yfir. Fyrirtækið tek- ur nefnilega tuttugu prósent af allri innkomu nektardansmeyjanna og borgar ekki sérstaklega fyrir afnot af börunum, þeir njóta aðeins góðs af aukinni áfengissölu. Vændi grasserar á veðhlaupabrautinni n Ein frægasta veðhlaupahátíð Breta er í raun hjarta kynlífsbransans Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Þetta er betra en Amsterdam Konunglegir gestir Camilla Parker-Bowles, hertogynjan af Cornwall og eiginkona Karls Breta- prins, er meðal annars gestur á Cheltenham Festival-veðhlaupahá- tíðinni í ár. Mynd ReuteRS Óttast ís- lensk eldgos Gos í íslenskum eldstöðvum er ein af helstu ógnum við þjóðarör- yggi Bretlands samkvæmt nýjum hættulista frá stjórnvöldum þar í landi. Á listanum er einnig að finna inflúensufaraldur, hamfara- flóð og hryðjuverk. Á hættulistan- um er bent á þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í Evrópu en einnig eru áhyggjur af gosstöðvum á borð við Lakagíga sem spúa eitruðum gosgufum. Er bent á að í gosinu 1783 hafi aska og gosgufur borist yfir til Evrópu og Asíu með þeim afleiðingum að uppskerubrestur varð og þúsundir létu lífið. Rændu tveimur konum Á sunnudag rændu egypskir hirð- ingjar úr samfélagi bedúína tveim- ur brasilískum konum sem voru á ferðalagi um Sínaískaga. Mann- ránið er það þriðja á skaganum það sem af er ári. Konurnar, sem eru 18 og 40 ára, voru í hópi 36 ferðamanna í hópferðabíl. Tveir vopnaðir hirðingjar þvinguðu bílinn til að stoppa og völdu kon- urnar tvær úr hópnum ásamt fararstjóra hópsins og héldu með þau til fjalla. Þarlend lögregluyfir- völd hafa gefið það út að annar ræningjanna sé faðir manns sem var dæmdur í fangelsi fyrir fíkni- efnamisferli og vopnaburð. Hann hafi framið mannránið til að fá soninn lausan. Gauck forseti Þýskalands Joachim Gauck var á sunnu- dag valinn forseti Þýskalands. Hann hlaut 991 atkvæði af 1.232 og studdu fulltrúar allra stærstu stjórnmálaflokkanna hann. Gauck tekur við af Christian Wulff sem sagði af sér forsetaembætti vegna hneykslismáls. Gauck er 72 ára mannréttindafrömuður frá Austur-Þýskalandi og fyrrverandi prestur en á sínum tíma afhjúpaði hann glæpi austurþýsku öryggis- lögreglunnar, Stasi, þegar hann var yfirmaður stofnunar sem hefur umsjón með skjalasafni öryggis- lögreglunnar. Áður hafði stjórn Angelu Mer- kel, kanslara Þýskalands, komist að samkomulagi um að tilnefna Gauck í embætti en hann var for- setaefni stjórnarandstöðunnar árið 2010. Bales Hermaðurinn sem myrti 16 saklausa borgara er kvæntur, tveggja barna faðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.