Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 29
Fólk 29Mánudagur 19. mars 2012
n 37 ára og sjálfstæð
L
eikkonan Eva Longoria fagnaði
fyrir helgi 37 ára afmæli sínu.
Eva er nýhætt með Eduardo
Cruz sem hún hafði verið með
í um það bil ár. Hún var því einhleyp
á afmælisdaginn en vinkonur henn-
ar, þær Victoria Beckham og Kate
Beckinsale, pössuðu upp á að hún
væri ekki einmana á afmælisdaginn
og fóru með henni út að borða. Vin-
konurnar vöktu mikla athygli gesta
og ljósmyndara þegar þær komu til
kvöldverðarins. Fyrr um daginn sást
til Evu Longoria aleinnar í verslun-
arferð í Beverly Hills.
Vinkonurnar í afmælisveislu
Victoria Beckham og Kate Beckinsale
litu til Evu um kvöldið.
Einhleyp
á afmælis-
daginn
n Anna Wintour klæddist sama kjólnum tvisvar
Fræga fólkið
endurnýtir
F
orsetafrú Bandaríkjanna, Mic-
helle Obama, hlaut nýlega mik-
ið lof fyrir að sjást tvisvar í sama
kjólnum – en það er afar sjald-
gæft hjá ríka og fræga fólkinu. Mic-
helle virðist hafa hrundið af stað nýju
tískuæði í heimi þar sem hefur oft á
tíðum þótt syndsamlegt að klæðast
sömu fötunum oftar en einu sinni.
Nú hefur Anna Wintour, ritstjóri
Vogue, sem þykir ein sú allra tísku-
meðvitaðasta, fylgt fordæmi hennar.
Í síðustu viku klæddist hún opinber-
lega glæsilegum síðum Chanel-kjól
sem hún hafði klæðst áður – og það
í Hvíta húsinu – fyrir þremur árum.
Það virðist því vera inni hjá fræga
fólkinu að nota fötin sín betur.
Fyrirmyndin
Michelle Obama
virðist hafa
komið af stað nýju
tískuæði, allavega
hefur Anna
Wintour fylgt í
fótspor hennar
og klæðst sama
kjólnum tvisvar
opinberlega.
Í Hvíta húsinu
Hér sést Anna í
Chanel-kjólnum í
fyrra skiptið sem
hún klæddist
honum.
Endurnýting
Nú virðist vera
inni að endurnýta
og hér sést Anna
í kjólnum í annað
sinn.
Tjáir sig um
ástamál Lopez
J
ennifer Lopez var fljót að finna
sér nýjan kærasta eftir skilnað-
inn við Marc Anthony. Einn ein-
staklingur náinn söngkonunni
hefði þó óskað sér að hún myndi fara
hægar í hlutina. „Ég vildi að hún gæfi
sér smátíma til að hitta einhvern í
stað þess að láta ástsjúka karlmenn
eltast við sig,“ sagði Benny Medina,
umboðsmaður stjörnunnar, í viðtali
við Vogue og segir að þráhyggja þess-
ara manna vinni gegn því að Jenni-
fer geti átt í heilbrigðu sambandi.
Nýjasti kærasti Lopez heitir Casper
Smart og er 18 árum yngri en söng-
konan.
n Stjórnast af ástsjúkum mönnum
Ein í verslunarferð
Eva Longoria leit vel út
þar sem hún spásseraði
um götur Beverly Hills.
Með umbanum
Benny Medina
talar um ástamál
söngkonunnar í
viðtali við Vogue.
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
30
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox