Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 12
Landsdómur víðar en hér 12 Fréttir 19. mars 2012 Mánudagur G etan til að kalla ráðherra til ábyrgðar gjörða sinna er kjarni þingræðisreglunnar. Jón forseti Sigurðsson, rit- stjóri Nýrra félagsrita, skrif- ar meðal annars um kröfuna um að hægt sé að kalla ráðherra til ábyrgð- ar árið 1846. „Í þeim löndum sem hafa löggjafar-þíng, koma stjórnar- herrarnir sjálfir fram á þíngunum af stjórnarinnar hendi, og eru þar til andsvara fyrir fulltrúum þjóðarinn- ar um sérhvað það, sem þeir gjöra, sem æðstu embættismenn til að framkvæma allsherjar-viljann. Þeir hafa sjálfir ábyrgð embættis síns og aðgjörða sinna, og geti þeir ekki fengið meira part fulltrúanna til að fallast á álit sitt í merkilegum mál- efnum, geta þeir ekki verið lengur í völdum.“ Landsdómur víða Lög um sérstaka ráðherraábyrgð er að finna víðar en á Íslandi. Í dönsku stjórnarskránni er gert ráð fyrir sér- stökum dómstól sem kallast ríkis- réttur og er oft sagður fyrirmynd landsdóms. Dómurinn er skipaður þrjátíu dómurum, fimmtán hæsta- réttardómurum og fimmtán aðil- um kjörnum til sex ára í senn. Líkt og í tilviki landsdóms er það lög- gjafinn sem ákærir. Svipuð ákvæði er að finna í norsku stjórnarskránni, þótt norski ríkisrétturinn hafi víð- ari skyldur. Kæra má bæði dómara og þingmenn fyrir norska ríkisrétt- inum. Danski ríkisrétturinn hefur fjór- um sinnum verið kallaður til. Síðast árið 1995 í svokölluðu Tamílamáli, Erik Ninn-Hansen, dómsmálaráð- herra í ríkisstjórn Hilmars Baunsga- ard, samsteypustjórnar Konserva- tive Folkeparti, Venstre og Radikale Venstre, var ákærður fyrir að mis- nota vald sitt þegar hann stakk um- sóknum, frá ættingjum tamílskra flóttamanna um rétt til að flytja til Danmerkur, undir stól. Ninn- Hansen var fyrsti ráðherrann sem ákærður var fyrir dómnum frá því 1910. Aðrar hliðstæður Löggjafarþing Bandaríkjanna getur ákært dómara Hæstaréttar og ráð- herra fyrir landráð, mútuþægni eða önnur afbrot. Öldungadeildin dæm- ir síðan í málinu. Bill Clinton, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, var þannig ákærður 1998 fyrir að hafa sagt ósatt í vitnaleiðslum um sam- skipti sín og Monicu Lewinsky. Þá má nefna að þýska sambandsþing- ið getur ákært forseta sambandslýð- veldisins fyrir að brjóta þýsk lög vilj- andi. Þýski stjórnlagadómstóllinn dæmir í málum fyrir dómstólnum. Líkist kviðdómi Ástæða sérstaks dómstóls og laga sem fjalla eiga um ráðherra er sú hugmynd að sérstöku valdi skuli fylgja sérstök ábyrgð. Landsdómur er sá dómstóll hér á landi sem kemst næst því að vera skipaður kvið- dómi. Talið er mikilvægt að dómar- ar geti litið til fleiri þátta en aðeins þröngrar skilgreiningar laga. Þannig eiga dómarar að geta sett sig í spor ákærða enda brot á ráðherraábyrgð víðtækari en brot á öðrum lögum. Dóminn skipa fimmtán dómar- ar. Þeir fimm dómarar Hæstarétt- ar sem starfað hafa þar lengst auk dómstjóra í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Ís- lands auk átta manna kjörinna af Al- þingi til sex ára. Forseti Hæstaréttar er einnig forseti landsdóms. Skylt er hverjum sem er kjörgengur að taka kjöri í dóminn. Matskennd brot Hér á landi er lögum um ráðherra- ábyrgð ekki ætlað að koma í stað al- mennra hegningarlaga. Gerist ráð- herra brotlegur við lög en brotin varða ekki starf hans, fara slík mál fyrir almennan dómstól. Brot ráðherra á lögum um ráð- herraábyrgð skiptist í þrjá flokka: n Sérstökum völdum skal fylgja sérstök ábyrgð n Sérstakur dómstóll fyrir stjórnmálamenn ekki aðeins á Íslandi Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Hér á landi er lögum um ráð- herraábyrgð ekki ætlað að koma í stað almennra hegningarlaga. Dreginn fyrir dóm Lög um ráðherraábyrgð er að finna víðar en á Íslandi, til dæmis í Danmörku og Bandaríkjunum. Hefur tekið hálft annað ár Munnlegum málflutningi er lokið og kveða ætti upp dóm á næstu vikum 16. mars 2012 Munnlegum málflutningi lýkur. Ekki hefur verið tilkynnt um hvenær dómur verður kveðinn upp. 5. mars 2012 Munnlegur málflutningur hefst með skýrslutöku á Geir Haarde. Um fimmtíu vitni eru kölluð til fyrir dómnum, þar á meðal ráðherrar í ríkisstjórn Geirs og hátt settir embættismenn auk yfirmanna bankanna. 1. mars 2012 Frávísun á tillögunni er samþykkt á Alþingi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði tveimur dögum áður afgreitt tillöguna út úr nefnd og lagt til að greidd yrðu atkvæði um frávísun öðru sinni. 16. desember 2011 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leggur fram þingsályktunartillögu um að fallið verði frá ákæru á hendur Geir. Tillögunni er dreift á lokadegi þings og veldur nokkrum titringi. Þingmenn deila meðal annars um þingtæki tillögunnar. 3. október 2011 Lands- dómur vísar frá sakargiftum í liðum 1.1 og 1.2 í ákærunni gegn Geir. Dómurinn hafnar að öðru leyti frávísun málsins. 28. september 2010 Alþingi ákveður að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna embættisstarfa sinna. 33 þingmenn greiddu atkvæði með ákæru en 30 greiddu atkvæði gegn henni. 12. október 2010 Sak- sóknari og varasaksóknari Alþingis kosnir af Alþingi. Í fyrri hluta nóvember 2010 voru saksóknarar komnir í leyfi frá föstum störfum. 10. júni 2011 Landsdómur hafnar kröfu Geirs um að dóm- ararnir Ástríður Grímsdóttir, Brynhildur Flóvenz, Fannar Jónason, Hlöðver Kjartansson, Linda Rós Michaelsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vil- hjálmur Vilhjálmsson víki sæti í málinu. 10. maí 2011 Ákæra gefin út og undirbúningi málsgagna og gerð skjalaskrár fyrir ljósritun lokið. Landsdómi og verjanda voru afhent skömmu seinna 10 hefti með málsgögnum upp á 3.683 bls. auk 122 bls. langrar skjalaskrá. 20. janúar 2012 Fyrri umræða um tillögu Bjarna Benediktssonar um að falla frá ákæru. Magnús Orri Schram mælir fyrir því að tillagan verði tekin af dagskrá. Þingsályktun Bjarna er naumlega sam- þykkt inn í nefnd. stjórnarskrárbrot, brot á landslög- um og ráðmennskubrot. Geir H. Ha- arde, fyrrverandi forsætisráðherra, er ákærður fyrir brot á góðri ráð- mennsku. Í greinargerð með frum- varpi um ráðherraábyrgð segir að óneitanlega sé þessi tegund brota nokkuð matskennd. Ráðherra get- ur því brotið af sér með framkvæmd sem er ekki beinlínis lögboðin, né þarf framkvæmdaleysi að vera bannað með lögum. Í greinargerð laganna frá 1963 segir að einmitt það hversu matskennd brot á ráð- herraábyrgð eru sé birtingarmynd séreðlis ráðherraábyrgðar. Ráðherra má krefja ábyrgðar fyr- ir sérhver störf eða vanrækt starfa, sem hann gerist sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annað- hvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórn- arskrá, landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyr- irsjáanlega hættu. Margoft breytt Núverandi lög um ráðherraábyrgð tóku gildi árið 1963. Þau sækja þó uppruna sinn til laga frá árinu 1904. Sama ár og Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, var skipaður af Danakonungi. Þau lög má rekja til ákvæða stjórnarskrárinnar um ábyrgð ráðherra. Alþingi hafði tvisv-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.