Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 24
Gylfi Þór óstöðvandi n Rodgers vill fá Gylfa til frambúðar G ylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fót- bolta, heldur áfram að fara á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeild- inni. Gylfi skoraði tvö mörk í 3–0 útisigri velska liðsins á Ful- ham en Lundúnaliðið hefur verið afar erfitt heim að sækja á Craven Cottage. Gylfi skoraði með skalla af stuttu færi í fyrri hálfleik og lagði svo boltann snyrtilega í netið með hægri fæti eftir frábæra sókn Swan- sea. Gylfi hefur nú skorað fimm mörk í níu leikjum með Swan- sea og þess utan gefið tvær stoðsendingar. Brendan Rod- gers, stjóri Swansea, fer ekki lengur í neinar grafgötur með það að hann vill frá Gylfa til frambúðar frá þýska liðinu Hoffenheim. „Við höfum talað við um- boðsmann hans og ég hef gert formanni liðsins grein fyrir því hvað ég vil gera. En þegar allt kemur til alls þá er það undir Hoffenheim komið hvort það vilji selja Gylfa. Við þurfum miðjumann sem skorar mörk og Gylfi hefur smellpassað inn í leikmannahópinn,“ sagði Brendan Rodgers í viðtali eftir sigurinn. Gylfi hefur skorað öll fimm mörkin á útivelli en eftir komu hans hefur útivallarárangur Swansea snarlagast. Fyrir jól vann liðið ekki einn útileik en nú hefur það unnið fjóra af síð- ustu sex. Swansea er nú kom- ið með 39 stig og er endanlega sloppið við fall. Walesverjarnir geta frek- ar farið að horfa upp á við og jafnvel blandað sér í baráttu um Evrópusæti því aðeins eru þrjú stig í Liverpool sem á þó leik til góða. Ævintýri Swan- sea og Brendan Rodgers held- ur allavega áfram því ljóst er að velska liðið verður áfram í úr- valsdeildinni á næsta tímabili. Svo mikið er víst. 24 Sport 19. mars 2012 Mánudagur 3–0 Gylfi fagnar með liðsfélögum sínum. M cLaren-menn byrja tímabilið í Formúlu 1 af krafti en Jenson Button vann fyrstu keppni ársins í Ástr- alíu árla sunnudagsmorguns. Button hóf leik annar á rásl- ínu en liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, var á ráspól. Hamil- ton þurfti þó að sætta sig við þriðja sætið eftir að hafa misst bæði Button og heimsmeist- arann Sebastian Vettel fram úr sér snemma í keppninni. Vettel varð annar og liðsfélagi hans á Red Bull, Mark Webber, varð fjórði. Svisslendingur- inn Romain Grosjean á Lotus, sem kom öllum á óvart með að ræsa þriðji, lenti í árekstri strax á öðrum hring og féll úr keppni. Frábær byrjun á tímabilinu „Það var mikilvægt fyrir okkur að koma stigum á töfluna strax í fyrstu keppni,“ sagði Jenson Button sigurreifur á frétta- mannafundi eftir keppnina. Í fyrra stakk Sebastian Vettel á Red Bull af eftir fyrstu keppn- irnar og er fastlega búist því að hann verði sterkastur í ár. „Við höfum ekki verið svona sterk- ir svona snemma á tímabilinu áður. Þannig að allt í allt var þetta frábær dagur,“ sagði But- ton. Ólíkt undanförnum tíma- bilum leit McLaren-bíllinn vel út á undirbúningstímabilinu og var árangurinn í Melbourne áframhald af góðu gengi í und- irbúningi liðsins. „Síðustu ár hafa fyrstu keppnirnar verið okkur erfiðari. En núna erum við augljóslega í góðu formi og getum byggt á þessu strax. Ég myndi bara ganga svo langt að segja að við höfum verið lang- bestir hér í Ástralíu. Þetta var alveg frábær byrjun á tíma- bilinu,“ sagði Button. Alonso bjargaði Ferrari Ferrari átti afskaplega erfiða helgi í Ástralíu og hóf Fern- ando Alonso keppni 16. á rásl- ínu. Hann keyrði aftur á móti frábærlega og endaði í fimmta sæti og nældi því í nokkur stig fyrir sig og liðið. „Ferrari er alltaf Ferrari. Hinir bílarnir eru kannski fljótari en við en þetta er eins og þegar Manc- hester United eða Chelsea eiga slæma leiki. Þau vinna samt alltaf, 1–0,“ sagði Alonso eftir keppnina en hann var sáttur við stigin. „Augljóslega er ég ánægður með úrslitin. Ég náði að tak- marka skaðann fyrir okkur og ná í nokkur stig. Þetta var erfið helgi alveg frá upphafi til enda,“ bætti hann við. Liðsfélagi hans, Felipe Massa, náði aftur á móti ekki að ljúka keppni en hann er undir mikilli pressu frá Ferr- ari í ár eftir slakt tímabil í fyrra. Standi hann sig ekki almenni- lega eru litlar sem engar líkur á að hann keyri Ferrari-bílinn á næsta ári. Ekkert óvænt Eftir frábæran akstur í tíma- tökum fylgdust margir spenntir með Romain Grosj- ean hjá Lotus en hann lenti í árekstri þegar Pastor Maldo- nado á Williams keyrði á hann. Frönsku nýliðarn- ir tveir áttu misjöfnu gengi að fagna. Jean-Eric Vergne á Toro Rosso-bílnum náði ell- efta sæti en Charles Pic hjá Marussia varð síðastur eins og búast mátti við. Kimi Raikkonen náði sjö- unda sæti í endurkomu sinni í Formúluna. Hann bjóst ekki við miklu fyrir fyrstu keppni en eftir að henni var lokið vildi hann meira. „Ég hefði auðveldlega getað gert betur. Ég byrjaði vel og komst vel í gegnum traffíkina sem mynd- aðist. Mér líður eins og ég hafi aldrei yfirgefið Formúluna,“ sagði Finninn fljúgandi. n Góður dagur hjá McLaren í Ástralíu n Ferrari sterkara en haldið var Jenson Button fagnar fyrstur Lokastaðan í Ástralíu Ökuþór Lið 1. Jenson Button McLaren 2. Sebastian Vettel Red Bull 3. Lewis Hamilton McLaren 4. Mark Webber Red Bull 5. Fernando Alonso Ferrari 6. Kamui Kobayashi Sauber 7. Kimi Raikkonen Lotus 8. Sergio Perez Sauber 9. Daniel Ricciardo Toro Rosso 10. Paul Di Resta Force India 11. Jean-Eric Vergne Toro Rosso 12. Nico Rosberg Mercedes 13. Pastor Maldonado Williams 14. Timo Glock Marussia 15. Charles Pic Marussia Aðrir kláruðu ekki Fyrstur Jenson Button vann fyrstu keppni ársins. Mynd REutERs Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Formúla 1 Ásdís sjöunda Spjótkastarinn Ásdís Hjálms- dóttir úr Ármanni byrjaði keppnistímabilið vel á sterku kastmóti sem haldið var í Svartfjallalandi um helgina. Ásdís kastaði lengst 57,65 metra. Hún varð í sjöunda sæti af alls nítján keppend- um en tólf af þessum nítján hafa kastað yfir 60 metra. Þarna voru tvær af þeim kon- um sem kastað hafa lengst í ár. Lengst hefur Ásdís sjálf kastað 61,37 metra og er það að sjálfsögðu Íslandsmet. Mótið var liður í undirbún- ingi Ásdísar fyrir Ólympíu- leikana í Lundúnum en hún hefur nú þegar náð lágmarki fyrir þá. Stórleikur í Digranesi Nítjánda umferðin í N1-deild karla í handbolta verður leik- in í heild sinni í kvöld, mánu- dagskvöld. Þar ber hæst leik liðanna í 2. og 3. sæti, Hauka og HK, en hann fer fram í Digranesi. Með sigri geta HK- ingar jafnað Hauka að stigum en topplið FH heimsækir sjóðheita Akureyringa. Vals- menn, sem þurfa nauðsyn- lega að vinna alla þá þrjá leiki sem eftir eru, taka á móti Aftureldingu í Vodafone-höll- inni. Framarar heimsækja svo botnlið Gróttu. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.30 fyrir utan leikinn fyrir norðan sem hefst á slaginu sjö. Næstsíðasta umferðin klárast Deildarkeppninni í Iceland Express-deildinni er við það að ljúka en seinni helming- ur 21. umferðarinnar verður spilaður í kvöld, mánudags- kvöld. Þá tekur Njarðvík á móti nýkrýndum deildar- meisturum Grindavíkur í Ljónagryfjunni, spútniklið Þórs frá Þorlákshöfn fær botnlið Vals í heimsókn og ÍR heimsækir Keflvíkinga. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.