Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 2
LYF FÁ BÖRN TIL AÐ STELA 2 Fréttir 19. mars 2012 Mánudagur A lþekkt er að misnokun lyfja veldur því að dómgreind slævist. Tvítugur karlmaður sem þekkir til í undirheim- um Reykjavíkur segir að dæmi séu um að börnum eða ung- lingum séu gefin lyf til þess að þau hiki síður við að stela. Það geri þau til að fjármagna neyslu á dópi. „Maður gefur 14–15 ára krökkum pillur sem lætur þá verða stelsjúka og þeir stela öllu,“ segir maðurinn í sam- tali við DV. Hann vill ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ný- lega sagt skilið við undirheimana og reynir að fóta sig í heimi án fíkniefna. Hann stal fyrir eigin neyslu og segir algengt að 14–15 ára krakkar sæki í lyf sem sljóvgi dómgreind þeirra og geri þau óhrædd við að stela. Hann segir lyfjaneyslu í þessum tilgangi vera þekkta, sum lyf segir hann hafa þau áhrif að fólk verði stelsjúkt. Yfirlæknir á Vogi segist ekki þekkja til þess að fólk taki lyfin gagn- gert til þess að stela. Þó sé þekkt að tiltekin lyf geri fólk óútreiknanlegt. Misnota lyf við flogaveiki og kvíða Þekkt er í undirheimunum að fólk noti lyfseðilsskyld lyf til þess að koma sér í vímu. Samkvæmt heimildum er það þekkt aukaverkun af ýmsum lyfj- um að fólk steli eða geri aðra hluti sem það man svo jafnvel ekki eftir að hafa gert eftir að víman rennur af því. Þetta munu samkvæmt heimild- um meðal annars vera lyf sem vana- lega eru gefin við flogaveiki en hafa einnig verið notuð sem kvíðastill- andi. Þekktasta lyfið sem talað er um í þessu sambandi er lyfið Rivotril en einnig er talað um lyfið Mogadon. Aðspurður segir maðurinn þó að hann sé ekki með það á hreinu hvaða lyf sé um að ræða í þeim til- vikum sem hann þekkir til. „Bara læknadóp, vímugefandi lyf. Það eru sumar pillur sem hafa þessi áhrif. Ég veit ekki beint við hverju þetta er en þetta eru bara pillur sem eru á mark- aðnum,“ segir hann og bætir við: „Ég var ekki mikið að sækjast í að gefa krökkunum þau en þeir komu oft til manns og maður gaf þeim, maður er náttúrulega sjálfur alveg ruglaður. En það biður enginn um þetta nema hafa prófað það.“ Fara í óminnisástand Árið 2007 lýsti rannsóknarlögreglu- maðurinn Aðalsteinn Aðalsteins- son í viðtali við Morgunblaðið yfir áhyggjum sínum af aukinni notk- un lyfsins Rivotril. Í starfi sínu hafði hann orðið var við aukinn fjölda fólks sem neytti þessara lyfja og fremdi alls kyns ofbeldis- og þjófn- aðarglæpi undir áhrifum þess, oft án þess að muna eftir því. „Flestir sem taka þetta gleyma stað og stund fara í einhvers konar óminnisástand við að taka þetta lyf,“ segir Aðalsteinn. Hann segir það vel geta passað að önnur lyf valdi sams konar verkun. „Alveg örugglega. Ég þekki það ekki nógu vel en þetta lyf vakti athygli mína,“ segir hann. „Það er algjörlega mín tilfinning, miðað við allt það fólk sem ég hef talað við í gegnum tíð- ina, að fólk fer að gera hluti sem það jafnvel hefði aldrei gert. Jafnvel ljóta hluti, ofbeldi og rán. Skjólstæðingar lögreglu voru trekk í trekk að koma við sögu í ofbeldisglæpum og þjófn- uðum undir áhrifum þessa lyfs.“ Hann segir helstu ástæðu þess að fólk sæki í lyfið vera þá að það sé ódýrt. „Menn komast í áhrif við að nota þetta lyf. Ég held að þetta hafi samt minnkað stórlega, en þetta er ennþá á markaði,“ segir Aðalsteinn. Tók bara það sem hana langaði í „Rivotrilið breytti mér algjörlega. Ég fór í búðir og tók bara það sem mig langaði í og hafði enga samvisku gagnvart því,“ segir kona á fertugs- aldri sem misnotaði lyfið Rivotril til skamms tíma en hún var á þeim tíma í eiturlyfjaneyslu. „Ég hef heyrt af mörgum svona dæmum, fólk verður ruglað af því að taka sum af þessum lyfjum með víni,“ segir maður á þrí- tugsaldri sem þekkir vel til í undir- heimunum. Fjölmargir aðrir hafa sömu sögu að segja um aukaverkan- ir þessara lyfja. „Fólk verður bara al- veg ruglað og tekur hluti. Ég veit um einn sem þurfti að fara til besta vinar síns þegar það var runnið af honum og skila honum einhverju dóti sem hann hafði rænt af honum. Hann hafði ekki hugmynd um af hverju hann hafði tekið það,“ segir hann. Sjúkleg áfengis- og lyfjavíma Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segist ekki hafa heyrt af því að fólk taki lyf til þess að stela. „Nei, ég hef nú ekki heyrt þessu lýst með svo ákveðnum hætti, að tengja það við hnupl í búðum. Aftur á móti er það vel þekkt að þegar áfengi og lyf koma saman þá getur útkoman á því verið kannski óútreiknanleg hvað hegð- un varðar. Þetta er stundum kallað sjúkleg áfengis- og lyfjavíma. Eitt- hvað sem menn gátu ekki séð fyrir að myndi verða. Þetta er ein af hætt- unum við það að taka saman lyf sem hafa áþekka verkun. Við þessu er var- að í öllum handbókum um lyf og líka í allri kennslu um áfengisneyslu, að nota ekki áfengi með ákveðnum lyfj- um. Vegna þessa getur maður fram- kallað hegðun sem er manni mjög óeðlileg og ekki í neinu samræmi við manngerðina. Þannig að það hafa oft orðið mikil vandamál út af þessu. En ég hef aldrei heyrt þetta í sambandi við stelsýki beint,“ segir Þórarinn. Láta vaða þegar dómgreindin dofnar Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi í Mótorsmiðjunni, tek ur í sama streng og Þórarinn. „Ég held að viðkomandi túlki það bara n Misnotkun flogaveikilyfja sögð valda stelsýki n Þekkt aðferð í undirheimunum Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Dómgreindin dofnar Mummi segir að fólk í vímu „láti frekar vaða“. Yfirlæknir á Vogi Þórarinn bendir á að þekkt sé að misnotkun lyfja og áfengis geti valdið óútreiknanlegri hegðun. Pillur til að stela „Maður gefur 14–15 ára krökkum pillur sem lætur þau verða stelsjúk og þau stela öllu,“ segir tvítugur piltur sem þekkir vel til í undirheimum Reykjavíkur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Annþór Kristján Karlsson: Lýsti eftir manni á Facebook Annþór Kristján Karlsson, sem margoft hefur verið dæmdur fyrir ofbeldisverk og lengi vel gekk undir nafninu handrukkari Ís- lands vegna grófra aðferða sinna við innheimtu skulda, virðist hafa notað samskiptasíðuna Facebook til að leita að einstaklingum sem hann af einhverjum ástæðum þurfti að hafa upp á. Skjáskot af Facebook-síðu Ann- þórs sýnir status sem skrifaður var ekki löngu eftir að hann lauk afplánun á Bitru. Þar spyr hann Facebook-vini sína hvar hann geti fundið tiltekinn mann. Einn af þeim sem líkar við status Annþórs er Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón stóri. Þegar vinir Annþórs spyrja hvers vegna hann sé að leita að þeim manni segir hann: „Ég gleymdi að færa honum blóm á konudaginn ;).“ Börkur Birgisson sem situr ásamt Ann- þóri í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi, lík- amsmeiðingum, hótunum, inn- brotum og þjófnuðum, skrifaði athugasemd við stöðuuppfærsl- una og sagði að manninn mætti finna á „Rangabar“ eða „Rónakó“. Þegar blaðamaður DV hafði sam- band við Annþór, stuttu eftir að statusinn var ritaður, og spurði hvers vegna hann væri að leita að manninum, var hann fjarlægður af síðunni. Ekki er langt síðan Annþór lauk afplánun á fjögurra ára dómi sem hann hlaut fyrir stórfellt fíkniefna- smygl árið 2008. Hann losnaði af áfangaheimilinu Vernd í ágúst í fyrra og hefur því að öllum líkind- um rofið skilorð verði hann fund- inn sekur um þau brot sem hann er grunaður um að hafa framið á síðustu mánuðum. Talsverður erill Nóg var að gera hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags vegna ölvunar og hávaða frá heimil- um og skemmtistöðum. Maður var handtekinn á Vegamótastíg grunaður um að hafa skemmt bíl en hann var nokkuð ölv- aður. Hann var færður í fanga- geymslu og látinn sofa úr sér þar til hægt var að ræða við hann. Lögreglunni barst svo til- kynning um að rúða hefði verið brotin í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Einnig barst tilkynning um að brotist hefði verið inn í íbúð við Álfhóls- veg en ekki er vitað hverju var stolið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.