Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 19. mars 2012 Mánudagur
Heilabilaður af neyslu áfengis
n Sviptur sjálfræði eftir langvinna og þunga ofneyslu
H
æstiréttur staðfesti í síð-
ustu viku úrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur um að karl-
maður sem er vistmaður á
Landakotsspítala í Reykjavík, verði
sviptur sjálfræði. Maðurinn er hald-
inn heilabilun sem stafar af lang-
vinnri og þungri áfengisneyslu. Það
voru börn mannsins sem fóru fram
á sviptinguna. Fyrir dómi var lagt
fyrir vottorð yfirlæknis á heilabil-
unardeild Landspítala en í því seg-
ir að heilabilunin einkennist meðal
annars af innsæis- og dómgreindar-
leysi og töluverðu minnisleysi. Hann
sjái ekkert því til fyrirstöðu að halda
áfram að neyta áfengis þrátt fyrir að
hafa orðið fyrir miklu heilsutjóni af
völdum þess en eins og áður sagði er
heilabilunin rakin til ofneyslu hans á
áfengi.
Í janúar var maðurinn sviptur
fjárræði. Í vottorði um heilsu hans
frá því hann var sviptur fjárræði kem-
ur fram að hann telji sig geta haldið
heimili og séð um persónulega um-
hirðu sína en það sé hann í raun ekki
fær um. Framganga mannsins fyrir
dómnum þótti vera í samræmi við
það sem var sagt í læknisvottorðum.
Dómurinn komst að þeirri niður-
stöðu að maðurinn væri alls ófær um
að ráða sínum persónulegu högum
vegna heilabilunarinnar. Þess vegna
taldi dómurinn að það væri nauð-
synlegt að svipta hann sjálfræði til
þess að veita honum þá læknisþjón-
ustu sem hann þarf á að halda.
Sólpalladeila í
Vesturbænum
H
arðar nágrannadeilur hafa
staðið yfir frá árinu 2007 um
sólpall úr timbri sem stendur
við Lágholtsveg 11 í Vestur-
bænum í Reykjavík. Eru það
íbúar á Grandavegi 38, sem liggur að
lóð Lágholtsvegar, sem eru ósáttir við
staðsetningu pallsins.
Hefur málið undið það mikið upp
á sig að lögregla hefur ítrekað verið
kölluð á staðinn vegna meintra eigna-
spjalla og hávaða, samkvæmt heimild-
um DV. Þá kærðu íbúar á Grandavegi
38 Guðbjörgu Guðmundsdóttur, íbúa
á Lágholtsvegi 11, til lögreglu vegna
meints eignaskaða.
Ólafur Tryggvason, íbúi á Granda-
vegi 38, segir aðspurður um málið það
hafa farið í „… alls konar kæruferli út af
eignaskaða og fleiru. Síðan þurfti sak-
sóknari að senda málið aftur til lög-
reglu svo einhvern veginn var þetta að
velkjast á milli þar. Þannig að ég veit
ekki alveg hvar þetta stendur í dóms-
kerfinu.“ Hann vill þó ekki útskýra það
neitt frekar hvað liggur á bak við kær-
urnar.
Hefur staðið frá 1984
Umræddur pallur var byggður
árið 1984, þá með samþykki allra
nágranna, en núverandi íbúar á
Grandavegi 38 keyptu eignina árið
2004. Í ágúst árið 2007 fékk Guðbjörg
bréf frá byggingafulltrúa Reykjavíkur-
borgar þar sem krafist var skýringa á
„óleyfispalli“. Má því leiða að því lík-
ur að íbúar á Grandavegi 38 hafi vakið
athygli borgaryfirvalda á umræddum
palli, sem þá hafði staðið þar án at-
hugasemda í 23 ár.
Einar Örn Thorlacius, yfirlögfræð-
ingur skipulags- og byggingasviðs hjá
Reykjavíkurborg, segir í samtali við
DV að það sé líklegt að borginni hafi
borist ábending um að staðsetning
pallsins væri ekki í samræmi við deili-
skipulag, en hann stendur innan við
þrjá metra frá lóðamörkum. Í kjölfarið
hafi eiganda pallsins verið gert að gera
grein fyrir honum. Guðbjörg varð ekki
við þeirri kröfu borgaryfirvalda.
Aðrir nágrannar styðja pallinn
„Í júní 2010, greinilega, þá er þolin-
mæði okkar þrotin og við sendum
kæranda [Guðbjörgu, innsk. blm.]
bréf og krefjum hann um að fjar-
lægja pallinn eða sækja um bygging-
arleyfi,“ segir Einar. Hann telur líklegt
að ýtt hafi verið við borgaryfirvöldum
vegna málsins. Má aftur leiða líkur
að því að um nágrannana á Granda-
vegi 38 hafi verið að ræða. Guðbjörg
sótti í kjölfarið um byggingarleyfi fyr-
ir pallinum. Þeirri umsókn var synjað
á þeim forsendum að samþykki íbúa
á Grandavegi 38 fylgdi ekki með þrátt
fyrir að þess væri krafist. Samþykki
nokkurra annarra nágranna fylgdi
þó umsókn Guðbjargar, en meðal
nágranna hennar eru Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona, Guðni Th. Jó-
hannesson sagnfræðingur og Jón Ár-
sæll Þórðarson sjónvarpsmaður.
Guðbjörgu var gert að fjarlægja
pallinn innan þrjátíu daga ella yrði
þvingunaraðgerðum beitt. Hún varð
þó ekki við því heldur kærði ákvörð-
un byggingafulltrúa í desember árið
2010.
Málið stopp hjá kærunefnd
Byggingafulltrúi lýsti viðhorfum sín-
um til kærunnar og skilaði greinar-
gerð til kærunefndar í febrúar 2011
þar sem málið hefur legið í rúmt ár.
Aðspurður hvort það sé ekki óeðli-
lega langur tími, svarar Einar því
játandi. „Samkvæmt lögum hefur
nefndin þrjá mánuði frá því við skil-
um okkar greinargerð. Hún getur
reyndar framlengt úr þremur í sex
mánuði ef málið er mjög viðamikið.
En hvort sem við lítum á þrjá eða sex
mánuði þá er ljóst að fresturinn sem
nefndin hafði er liðinn.“
Báðir aðilar bíða því niðurstöðu
málsins sem velkst hefur um í kerf-
inu síðastliðin fimm ár, bæði hjá lög-
reglu og borgaryfirvöldum. „Þetta er
leiðindamál enda á milli og ég vona
að það leysist bara eins fljótt og hægt
er,“ segir Ólafur á Grandavegi 38.
Sér ofan í heita pottinn
Í samtali við Vesturbæjarblaðið í
desember árið 2010 sagði Guðbjörg
að að eigendur Grandavegs 38 hefðu
gert harðskeytta atlögu að sér sem
nágranna um sumarið vegna palls-
ins. Þar skýrði hún einnig frá því af
hverju hún teldi nágranna sína vilja
losna við pallinn. „Í garði húss að
Grandavegi 38 er heitur pottur og
virðist það einkum angra húseig-
endur þar, að í þennan pott sést frá
pallinum mínum og reyndar einnig
frá rishæð. Ég mun þar af leiðandi
ávallt sjá ofan í garð inn og pottinn,“
sagði Guðbjörg í samtali við Vestur-
bæjarblaðið. Hún vildi ekki tjá sig
um málið þegar DV hafði samband
við hana.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Ólafur Tryggva-
son, íbúi á Granda-
vegi 38, segir aðspurður
um málið það hafa farið í
„… alls konar kæruferli út
af eignaskaða og fleiru.“
n Nágrannar vilja losna við 28 ára gamlan sólpall við Lágholtsveg 11
Umdeildur Sólpall-
urinn við græna húsið
hafði staðið án vand-
kvæða í 23 ár þegar nýir
nágrannar urðu ósáttir
við staðsetningu hans.
Mynd SigtryggUr Ari
Breiðfylkingin
stofnuð
Síðari stofnfundur Breiðfylkingar-
innar var haldinn á Grand hóteli á
sunnudag. Að framboðinu standa
Hreyfingin, Borgarahreyfingin og
Frjálslyndi flokkurinn, auk nokk-
urra einstaklinga úr stjórnlaga-
ráði. Fylkingin leggur áherslu á
„öflugar aðgerðir í þágu heimil-
anna á lýðræðisumbætur með
nýrri stjórnarskrá, á nýskipan auð-
lindamála og uppstokkun á stjórn
fiskveiða, á siðvæðingu stjórnsýslu
og fjármálakerfis, á lagalegt rétt-
læti og afdráttarlaust uppgjör við
hrunið og auk þess er samstaða
um að þjóðin sjálf ráði niðurstöðu
ESB-málsins,“ segir í yfirlýsingu
vegna fundarins.
Ástþór með „saklaust grín“:
Frambjóðandi
vekur athygli
á vefnum
Myndbandi af forsetaframbjóð-
andanum Ástþóri Magnússyni
þar sem hann talar meðal annars
um „tannlausar og tælenskar kell-
ingar“ í partíi með tónlistarmann-
inum Sverri Stormsker hefur verið
dreift mikið að undanförnu á Fa-
cebook. Í myndbandinu sem er
tekið upp í einkasamkvæmi má sjá
þegar gítarleikari nokkur sting-
ur upp á því að Ástþór og Sverrir
fari í rímnabardaga. Ástþór tekur
manninn á orðinu og reynir við
rímur með misjöfnum árangri.
Á meðal þess sem Ástþór segir
í myndbandinu er: „Honum finnst
best að láta tannlausar kellingar
sjúga sig [...] tælenskar og tann-
lausar, það er hans mottó, það er
það sem hann vill.“ Aðspurður um
það hvort ummælin í myndband-
inu séu óheppileg í ljósi þess að
hann sé á leiðinni í forsetafram-
boð segir Ástþór svo ekki vera.
„Ég og ágætur vinur minn
Sverrir Stormsker slógum á létta
strengi í einkasamkvæmi. Þetta
var tekið upp með falinni mynda-
vél án minnar vitneskju. Ég hef
ekkert á móti tælenskum konum
né tannlausu fólki yfirhöfuð enda
um saklaust grín að ræða.“
Sviptur sjálfræði Börn mannsins fóru
fram á að hann yrði sviptur sjálfræði.