Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 19
Fjárhagslegt helvíti Neytendur 19Mánudagur 19. mars 2012 V ið kynntum fyrir þeim að þessi lán væru í raun mark- aðssett fyrir ungt fólk sem hefur ekki reynslu af fjár- málum og fólk sem áttar sig ekki á vöxtunum. Einnig hvað teljast eðli- legir vextir af lánum og hvað ekki,“ segir Sigríður Marta Harðardóttir hjá Lögréttu aðspurð um réttinda- fræðslu sem félagið bauð upp á í framhaldsskólum landsins síðast- liðið haust. Lögrétta er félag lög- fræðinema við Háskólann í Reykja- vík. „Við reyndum að brýna fyrir nemendum að það á ekki að taka lán fyrir neyslu og að smálánin séu einmitt oft vegna neyslu. Við bentum þeim á að ef þau eiga ekki 10.000 krónur núna, þá eiga þau þær ekkert frekar eftir tvær vikur og hvað þá 12.500 krónur sem smá- lánið hefur hækkað í,“ segir hún. Umræðan um markaðssetn- ingu smálána hefur aukist til muna í samfélaginu enda hefur henni verið beint að unga fólkinu. Fram- kvæmdaráð Lögfræðiþjónustu Lögréttu brást við þessu á haust- mánuðum með réttindafræðslunni í fjölmörgum framhaldsskólum landsins. Aðspurð hvað félagið hafi von- ast til að ná fram með fræðslunni segir Sigríður að markmiðið hafi verið að unga fólkið áttaði sig þeim háu vöxtum sem fylgja smálánun- um og að það beri ábyrgð á eigin skuldbindingum. „Það er ljóst að það er mikið af ungu fólki sem þarf fræðslu um lánin til þess að það átti sig í raun og veru á hvers konar skuldbindingar það er að gangast undir. Í réttindafræðslunni var far- ið yfir mun vaxta á venjulegu hús- næðisláni sem ber um 6 prósenta n Júlía Marie tók smálán n Það var fljótt að vinda upp á sig og fyrr en varði var hún komin í vítahring n Lögrétta fræddi framhaldsskólanema Vara nemendur við smálánum vexti og smáláni sem ber 600 pró- senta vexti á ársgrundvelli. Hættur við töku smálánanna komu nem- endum mörgum hverjum á óvart en stór hluti þeirra hafði íhugað eða þegar tekið lán í formi smá- láns.“ Hún segist vona að félagið hafi náð að opna augu nemendanna því það var upplifun Lögréttu að ungmennum fyndist það ekki til- tökumál að taka smálán og ljóst væri að þó nokkur þeirra væru að lenda í vítahring vegna smálán- anna. gunnhildur@dv.is Fræddu nema Sif Steingrímsdóttir og Sigríður Marta Harðardóttir. Mynd sigtryggur ari Hámarkslán og skilmálar Smálánafyrirtækin eru nú fimm talsins og bjóða upp á svipuð lán en það eru lægri upphæðir til styttri tíma. Á heimasíðu eins fyrirtækisins er viðskiptavinum bent á að smálán leysi tímabundinn lausafjárskort. Ef viðskiptavinur eigi við efnahagsleg vandmál að stríða leysi smálán ekki vandann heldur auki hann. Þeim sem glíma við fjárhagsvandamál er því ráðlagt að ná yfirsýn yfir skulda- stöðu sína og útgjöld. Annað fyrirtækið segir að smálán geti komið sér vel við ýmsar aðstæður, svo sem „… ef þú varðst bensín- og peningalaus á sama tíma, ef þú þarft að kaupa gjöf fyrir ástina þína með litlum fyrirvara eða ert auralaus í rigningu og alltof litlum skóm.“ Þau setja einnig öll skilyrði fyrir lánum sem eru birt á heimasíðum þeirra. Kredia Fyrsta lán: 10.000 krónur Hámarkslán: 40.000 krónur Skilyrði: Viðskiptavinur skal vera orðinn 18 ára gamall. Hann skal vera rétthafi þess farsímanúmers sem hann skráir hjá Kredia, má ekki vera á van- skilaskrá og verður að vera með virkt netfang á samningstíma. Svo lengi sem viðskiptavinur er ekki í vanskilum gagn- vart Kredia getur hann verið með fleiri en eitt lán í einu. Hraðpeningar Fyrsta lán: 10.000 krónur Hámarkslán: 40.000 krónur Skilyrði: Viðskiptavinur skal vera orðinn 18 ára og hvorki á vanskilaskrá né hjá Umboðsmanni skuldara. Hann skal vera með virkt netfang og vera rétthafi þess farsímanúmers sem hann skráir hjá Hraðpeningum. Smálán Fyrsta lán: 20 ára og yngri: 10.000 krónur Yfir 20 ára: 25.000 krónur Hámarkslán: 20 ára og yngri: 50.000 krónur Yfir 20 ára: 100.000 krónur Skilyrði: Þeir einstaklingar sem eru fjárráða, með íslenska kennitölu, virkt netfang og eiga lögheimili á Íslandi geta fengið lán hjá Smálánum. Það er og skilyrði að viðkomandi hafi forræði á búi sínu og hafi ekki fengið heimild til að leita greiðsluaðlögunar á þeim tíma sem lánsumsókn er send Smálánum. Það er skilyrði fyrir lánveitingu að lántaki hafi virkt netfang á lánstíma. Múla Fyrsta lán: 18 til 20 ára: 10.000 krónur Yfir 20 ára: 25.000 krónur Hámarkslán: 100.000 krónur Skilyrði: Múla krefst þess að við- skiptavinir fylli út greiðslumat áður en lánabeiðni er samþykkt. Fyrirtækið lánar viðskiptavinum sínum allt að 100.000 krónur í einu en til þess að geta tekið svo hátt lán þarf viðskiptavinur að byggja upp lánstraust. Það gerir hann með því að greiða lán á réttum tíma. Lántökuheimild hækkar með skilvísum greiðslum. 1909 Fyrsta lán: 20 ára og yngri: 10.000 krónur Yfir 20 ára: 25.000 krónur Hámarklán: 100.000 krónur Skilyrði: Viðskiptavinur skal vera orðinn 18 ára og má ekki vera á van- skilaskrá Creditinfo né skráður hjá Umboðsmanni skuldara. Hann skal vera með virkt netfang á samningstíma og vera rétthafi þess farsímanúmers sem hann skráir hjá 1909. „Hann var nálægt gjald- þroti um daginn og ég hef þurft að lifa á mömmu og pabba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.