Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Mánudagur 19. mars 2012 n Robert Bales myrti 16 saklausa borgara á hrottalegan hátt H ann taldi að ef hann ætl- aði sér að verða alvöru fót- gönguliði í hernum þyrfti hann að drepa.“ Þetta seg- ir Daron Wyatt, yfirmað- ur rannsóknardeildar lögreglunn- ar í Anaheim í Bandaríkjunum, um Itzcoatl „Izzy“ Ocampo, 23 ára, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða sex einstaklinga; fjóra heimilislausa karlmenn af handahófi, konu og son hennar. Fyrsta morðið framdi Ocampo í október síðastliðnum og hélt svo morðunum áfram allt þar til hann var handtekinn í janúar. Bandaríska vef- ritið The Daily Beast fjallaði ítarlega um morðin á dögunum og skyggnd- ist inn í sjúkan hugarheim Ocampos. Umfjöllunin byggir að mestu á yfir- heyrslum yfir Occampo. Vildi læra að drepa Daron Wyatt hefur farið með rann- sókn málsins en Ocampo gekk fyrst í bandaríska herinn árið 2006. Til- gangur Ocampos með því að ganga í herinn virðist aðeins hafa verið einn: Að taka þátt í bardögum og læra hvernig á að drepa. Hann gegndi herþjónustu í Írak um sex mánaða skeið. Hann varð þó fyrir verulegum vonbrigðum með þann tíma þar sem hann tók ekki þátt í neinum bardög- um. Ocampo lýsti því við yfirheyrslur að hann hefði undirbúið sig vel áður en hann framdi morðin. Þannig hefði hann skoðað myndir af mannslíkam- anum til að sjá hvernig væri best að stinga fórnarlömb sín beint í hjarta- stað. Þá tók hann ávallt með sér aukaföt sem hann klæddi sig í eftir að hafa myrt fórnarlömb sín. Ocampo, sem fæddist í Mexíkó, skoðaði einn- ig klámtímaritið Penthouse áður en hann lét til skarar skríða. Byrði á samfélaginu Ástæða þess að Ocampo valdi að myrða heimilislausa karlmenn er sú að hann taldi þá vera byrði á sam- félaginu, að sögn Wyatts. Þeir væru berskjaldaðir og auðveldir að finna. Hafði hann þá skoðun að hann væri að gera samfélaginu greiða með því að losa það við þá og leit á það sem skyldu sína. Samkvæmt yfirheyrsluskjölum sem The Daily Beast vitnar til leið honum sem „sönnum landgöngu- liða“ þegar hann var búinn að myrða fyrstu fórnarlömb sín, Ra- quel Pacheco, 53 ára, og son henn- ar, Juan Herrera, sem var 34 ára. Þau voru stungin til bana á heim- ili sínu þann 18. október í fyrra. Í yfirheyrslunum sagði Ocampo að ástæðan væri sú að þau „hefðu verið með stæla og stundum ekki heilsað honum“. Ocampo þekkti þau bæði enda var hann ágætur kunningi Eders Herrera, bróður Juans Herrera og sonar Raquel. Í kjölfarið fylgdu fjögur morð sem fyrr segir og í öllum tilfellum var um að ræða heimilislausa karl- menn í Orange-sýslu í Kaliforníu. Ætlaði að myrða 16 Ocampo lýsti því yfir við yfirheyrslur að hann hefði viljað myrða sextán manns í það heila. Vildi hann líkja eftir Charles Whitman, fyrrverandi hermanni sem myrti 16 manns og særði 32 í skotárás í Texas árið 1966. Whitman valdi fórnarlömb sín af handahófi og skaut á þau úr turni skammt frá heimavist við háskólann í Austin. Ocampo tókst þó ekki ætl- unarverk sitt því hann var handtek- inn þegar öryggismyndavélar náðu myndum af honum og bíl hans. Eftir að hafa myrt mæðginin þann 18. október myrti Ocampo James McGillvray, sem var 53 ára. Hann stakk manninn til bana fyrir utan verslunarmiðstöð en Ocampo réðst á fórnarlamb sitt meðan það svaf. Sjö dögum síðar myrti hann 42 ára karlmann, Lloyd Middaugh. Eftir morðið kom Ocampo við í 7-Eleven verslun og keypti sér þurrkað kjöt og gekk svo heim til sín. Því næst beindi hann spjótum sínum að 57 ára karl- manni, Paulus Smit, sem hann lædd- ist upp að og stakk mörgum sinnum. Síðasta morðið framdi hann 13. janúar þegar hann myrti 64 ára karl- mann, John Berry, eftir að hann sá mynd af honum í Los Angeles Ti- mes. Blaðið hafði fjallað um morð- in og við umfjöllunina birtist mynd af Berry. Hann ákvað að leita hann uppi og fann hann fyrir utan veit- ingastað. Hann ákvað að bíða með að láta til skarar skríða þar sem of margir voru á ferli. Hann leitaði hans því aftur daginn eftir og lét þá til skarar skríða. Hann stakk Berry mörgum sinnum en gætti ekki að því að vitni var að atburðinum. Vitn- ið lét lögreglu vita og var Ocampo handtekinn síðar um kvöldið, útat- aður í blóði. Sér ekki eftir morðunum Við yfirheyrslur var Ocampo spurður að því hvort hann sæi eft- ir því að hafa myrt fórnarlömb sín. Hann sagði að „… í rauninni sæi hann ekki eftir neinu þótt hann vonaði að fórnarlömbin myndu hvíla í friði.“ Verjandi Ocampos lýsti því yfir þegar málið var dóm- tekið fyrir skemmstu að skjólstæð- ingur hans þjáðist af áfallastreit- uröskun eftir veruna í Írak. Málið verður næst tekið fyrir þann 20. apríl næstkomandi en dóms er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Þá tók hann ávallt með sér aukaföt sem hann klæddi sig í eftir að hafa myrt fórnar- lömb sín. Gekk í herinn til að Gerast morðinGi Ætlaði að læra að drepa Ocampo vildi læra að drepa í hernum. Hann myrti fjóra heimilislausa karlmenn og taldi sig vera að gera samfélaginu greiða. Mynd ReuteRS n Myrti heimilislausa karlmenn í Kaliforníu n Taldi þá vera byrði á samfélaginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.