Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 19. mars 2012 Mánudagur Töfrafræin ótrúlegu n Chia-fræ eru sannkölluð ofurfæða C hia-fræ hafa verið vinsæl með- al þeirra sem hugsa um heils- una enda eru þau talin í hópi tíu öflugustu ofurfæðutegunda heims en einnig eru þau sögð vera eitt best geyma leyndarmál næring- arfræðinnar. Tilurð fræjanna er talið mega rekja allt aftur til 3.500 fyrir Krist en þau eru talin hafa verið hluti af fæðu Maja og Asteka. Chia-fræin eru tal- in vera svokölluð ofurfæða þar sem þau eru ótrúlega rík af næringarefn- um. Fræin eru ótrúlega próteinrík en í hverjum 100 grömmum má finna 30 grömm af próteini sem er meira en er að finna í ýmsu kjöti, til dæmis kjúk- lingabringum. Fræin eru því tilvalin til þess að bæta út í brauð, grauta og orkudrykki til þess að auka prótein- innihald. Þau eru einnig mjög rík af omega 3 og 6 fitusýrum, og halda sumir því fram að þau séu sú fæða sem inniheldur mest af omega 3 úr jurtaríkinu og eru því frábær fyrir hjartað og vinna gegn bólgum í lík- amanum. Fræin eru einnig rík af kalki, járni, magnesíum, fosfór og trefjum. Það er talið best að borða fræin hrá en þó virðast ýmsir eiginleikar þeirra halda sér við hitun, til dæm- is virðast omega-fitusýrurnar ekki skemmast þar sem þær eru bundnar andoxunarríkum trefjum. Chia-fræ hafa að geyma mikið af andoxunarefnum sem er einmitt það sem líkaminn þarfnast til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi og æsku- ljóma. Fræin hjálpa einnig til við að halda blóðsykri jöfnum sökum hás próteins, trefja og fitusýruinnihalds. Það sem þykir hvað best við fræin er hversu bragðlítil þau eru og þau passa þau vel í ýmsan mat án þess að skemma hann. Þau eru gædd þeim mögnuðu eiginleikum að þrátt fyrir að vera nánast bragð- laus þá bragðbæta þau mat sem þau eru sett út á. Þau eru einnig mjög seðjandi þrátt fyrir að vera nánast hitaeiningasnauð og því mjög góð í baráttunni við aukakílóin. viktoria@dv.is Ofurfæða Chiafræin eru meðal tíu öflugustu fæðutegunda heims. Einfaldar ostastangir Ostastangir eða Mozzarella Sticks eru frábær fingramatur í öll partí. Einföld leið til að gera svoleiðis er að kaupa rifinn mozzarella-ost og deig sem á að gera vorrúllur úr. Hver rúlla er fyllt með smá osti og stangirnar eru svo djúpsteiktar í sjóðheitri olíu. Með stöngunum er hægt að hafa alls kyns sósur. Salsasósa er mjög góð með osta- stöngum sem og spagettísósur. Litur á veggina Það getur breytt rými heilmikið með því að mála veggi í nýjum litum. Vertu djörf/djarfur og taktu smá áhættu og veldu óhefðbund- inn lit á vegginn hjá þér. Dökk- fjólubláir og -bleikir tónar gefa hlýjan blæ og geta gert heilmikið fyrir rýmið. Ekki láta frostpinnann leka Margir foreldrar þekkja það að þegar börnin fá frostpinna er hann gjarn á að leka, og hálfur frostp- inninn endar oft annaðhvort á föt- um barnanna eða á gólfinu. Þessu fylgir oft leiðindaklístur sem getur verið erfitt að fást við. En það er til auðveld lausn við þessu. Með því að setja möffinsform undir ísinn þá lekur af ísnum í formið og allur óþarfa sóðaskapur er úr sögunni. Auðvelt og ódýrt. O kkur hugnast ekki öðru- vísi búskapur því við viljum vera í sátt við náttúruna,“ segir Bjarney Pálína Bene- diktsdóttir, bóndi á Mið- skeri, en hún og eiginmaður hennar, Sævar Kristinn Jónsson, ala upp svín við vistvænar aðstæður. Ýmis dýr eru á Miðskeri en auk svínanna eru þau Bjarney og Sævar með kindur, hesta, hænur, kisur og hunda. Aðalatvinna þeirra hjóna er þó fólgin í kartöflu-, korn- og svína- rækt sem, að sögn Bjarneyjar, smell- passar saman. „Svínin éta þær kart- öflur sem eru ekki söluhæfar og líka kornið sem er súrsað auk aðkeyptrar fóðurblöndu. Kartöflurnar sjóðum við í stórum potti úti,“ segir Bjarney en þau hjónin hafa haldið svín frá 1996. „Gylturnar hafa alltaf fengið að ganga um lausar í stórum stíum. Ég er alveg viss um að þeim líður betur svona. Ég efast ekki um það. Þær eru að brasa svo mikið í stíunum sínum. Svo fá þær líka hálm og hey inn til sín og eru mun frjálsari. Þetta er allt annað,“ segir hún og bætir við að það standi til að útbúa útihólf svo þær geti farið út á sumrin. Bjarney segist verða vör við auk- inn áhuga á vörum beint frá búi. „Ég held að fólk sé farið að hugsa meira um hvernig farið er með dýr- in, hvernig dýrin hafa það og svona. En svo eru líka aðrir sem hugsa bara um besta verðið – sama hvernig það er til komið,“ segir Bjarney og bætir við að hún fái oft að heyra að kjöt frá þeim sé sérstaklega gott. „Og ekki bara frá vinum okkar, heldur frá öll- um sem smakka,“ segir hún og bætir við að útskýringin sé sennilega fólg- in í því að vistræn ræktun sé mun náttúrulegri en verksmiðjufram- leiðsla. Á Miðskeri eru að jafnaði tíu gylt- ur sem koma upp tólf grísum að meðaltali í goti, tvisvar á ári. „Afföll eru lítil, við vökum alltaf yfir gylt- um sem eru að gjóta. Svín eru mjög skemmtileg dýr og hver gylta hefur sinn sjarma, ef maður má taka svo- leiðis til orða,“ segir Bjarney sem kallar gylturnar allar sínum nöfnum. „Mér þykir mjög vænt um þessi dýr og finnst alltaf jafn leiðinlegt þegar það þarf að fara með fullorðna gyltu í sláturhús. Það er allt öðruvísi með litlu grísina en þeir eru svona sex mánaða þegar þeim er slátrað en þá eru þeir orðnir stórir og frekir.“ Bjarney segir sveitalífið skemmti- legt og rómantískt. „Það er ágætis líf að vera bóndi. Nema þá helst að pening- arnir streyma ekkert inn. Hamingjan er samt ekki fólgin í peningum,“ segir hún og bætir við að það hafi verið áhugi frekar en nauðsyn sem leiddi þau út í að selja beint frá býli. „Þetta er töluverð vinna en þetta er líka áhugamálið okk- ar. Mörgum blöskrar vinnutíminn en þegar við erum búin að vinna á kvöld- in þurfum við ekkert að fara í ræktina. Þetta er nefnilega fjölbreytt og mikil hreyfing.“ indiana@dv.is Svín eru skemmtileg dýr n Hjónin á Miðskeri ala upp svín við vistvænar aðstæður Miðsker Svínin á Miðskeri búa í vistvænu umhverfi. Litlir grísir Eva Pálína gefur grísunum. Þykir vænt um svínin Bjarney bóndi ásamt nokkrum gyltum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.