Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 19. mars 2012 Mánudagur vilja kaupa 365 S igmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörns- son, fjárfestar og eigend- ur Hamborgarafabrikk- unnar, hafa áhuga á því að eignast fjölmiðlafyrirtæk- ið 365 og eru að skoða leiðir til þess, samkvæmt heimildum DV. Þeir eru hluti af fjárfestahópi sem veltir fyrir sér þeim mögu- leika að bjóða í fyrirtækið. DV hef- ur líka heimildir fyrir því að tví- menningarnir hafi þegar tryggt sér fjármögnun fyrir kaupunum ef af þeim getur orðið. Sigmar Vil- hjálmsson vill aðspurður ekki tjá sig við DV. „Ég vil ekki tjá mig um málið.“ Simmi og Jói eru fyrrver- andi starfsmenn 365 og ættu því að þekkja fyrirtækið af eigin raun. „Ekki í sölumeðferð“ Þó Sigmar og Jóhannes hafi áhuga á félaginu þá virðist málið ekki vera komið það langt að viðræð- ur séu hafnar við eigendur 365. Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi fjölmiðlafyrirtækis- ins 365, segir að fyrirtækið sé ekki í sölumeðferð. „Félagið er ekki í sölumeðferð og enginn hefur talað við mig um þessar eigendabreyt- ingar, mér sýnist þetta vera enn einu sinni ein ekki-fréttin um fé- lagið,“ segir Ingibjörg. Hávær orð- rómur hefur verið um það í langan tíma að Ingibjörg, sem er eigin- kona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ætli sér að selja fyrirtækið. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að hópur fjárfesta vildi kaupa 365, sem meðal annars á Stöð 2 og Fréttablaðið. Ekki var tek- ið fram í frétt blaðsins hvaða aðil- ar það væru sem væru áhugasamir um fjölmiðlafyrirtækið. Miðað við eftirgrennslan DV um málið virðist sem málið snúist um að einhverjir aðilar undirbúi að reyna að kaupa fjölmiðlafyrirtækið en að þessir að- ilar hafi ekki enn haft samband við Ingibjörgu og Jón Ásgeir. Á meðal þeirra eru Sigmar og Jóhannes. Leitar ekki að hluthöfum Ingibjörg segist koma af fjöllum þegar hún er spurð hvort hún sé að selja félagið eða hvort nýir hlut- hafar séu að koma að því. „Eins og ég sagði við VB þá get ég ekki svarað því sem ég veit ekki um. Ef starfsmenn ásamt öðrum langar til að koma að rekstrinum eða leggja fram fé þá hafa þeir ekki haft sam- band. Landsbankinn hefur ekki haft samband. Ég hef ekki ver- ið að leita að hluthöfum. Ég veit ekki til þess að það séu breytingar í eigandahópi félagsins. Félagið er ekki í sölumeðferð og enginn hefur talað við mig um þessar eigenda- breytingar, mér sýnist þetta vera enn einu sinni ein ekki-fréttin um félagið.“ Landsbankinn á hliðarlínunni DV hefur heimildir fyrir því að Landsbankinn komi ekki með neinum hætti að þessum hugs- anlegu eigendabreytingum á 365. Landsbankinn er viðskiptabanki 365 og skuldar félagið honum um fjóra milljarða króna. Landsbankinn er hins vegar, samkvæmt heimildum DV, mjög ánægður með viðskiptin við núver- andi eigendur 365 í þeim skilningi að þeir eru sagðir standa við skuld- bindingar sínar gagnvart bankan- um. „Allt stendur eins og stafur á bók,“ segir heimildarmaður blaðs- ins. Bankinn er því ekki að þrýsta á um það að Ingibjörg selji 365. Við- ræður um kaup á 365 þurfa því að fara fram í gegnum Ingibjörgu eina en ekki bankann. Af orðum Ingibjargar að dæma er það hins vegar ekki svo að fyrir- tækið sé ekki til sölu fyrir rétt verð. „En eins og ég sagði áður getur vel verið að fólk sé að spá í að kaupa félagið og er það bara ágætt að áhugi sé fyrir hendi, en ég myndi halda að þeir aðilar þyrftu að hafa samband við eigandann ef eitthvað á að verða úr. Ég vona að þetta sé skýrt og þessi saga vindi ekki meira upp á sig – það þarf alla vega selj- anda til að kaupandi geti keypt.“ Staðan er því væntanlega sú, samkvæmt þessu, að einhverjir að- ilar undirbúa að leggja fram tilboð í 365 en hafa ekki enn haft sam- band við Ingibjörgu vegna málsins eða lagt fram tilboð. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Simmi og Jói í hópi fjárfesta n Ingibjörg segist ekki leita hluthafa„Veit ekki til þess að það séu breytingar í eigandahópi félagsins. Simmi og Jói græða á tá og fingri: Seldu 1.000 borgara á dag Leiðir þeirra Simma og Jóa lágu fyrst saman í útvarpinu árið 1998. Síðan þá hafa þeir starfað saman í hinum ýmsu verkefnum, aðal- lega í fjölmiðlum, bæði útvarpi og sjónvarpi. Þeir stýrðu sjónvarps- þættinum 60 mínútum um skeið og voru kynnar í sjónvarpsþætt- inum vinsæla Idol-Stjörnuleit fyrir fáeinum árum. Fyrir tveimur árum ventu þeir sínu kvæði í kross og opnuðu saman veitingastaðinn Hamborgarafabrikkuna. Meðeigandi þeirra í henni er Skúli Gunnar Sigfússon sem einnig á Subway. Stöð 2 fylgdist náið með uppbygg- ingunni en vikulegir þættir voru um framgang mála. Vinsældir staðarins voru strax gífurlegar, enda hafði staðurinn verið rækilega kynntur og seldu þeir 180 þúsund hamborgara á fyrstu sex mánuðunum. Það jafngildir um 1.000 hamborgurum á dag þann tíma. Nautafélagið, sem á og rekur Hamborgarafabrikkuna, stendur vel og er nánast skuldlaust. Árið 2010 var hagnaður félagsins 34,7 milljónir króna. Simmi og Jóu voru sama ár valdir markaðsmenn ársins af Ímark en þeir þykja afar snjallir á því sviðinu. Auk Hamborgarafabrikkunnar reka þeir Íslensku kaffistofuna. Einnig eru þeir með vörulínu undir nafni Hamborgafabrikkunnar sem seld er í Hagkaupum. Í henni er að finna matvöru, meðal annars hamborgara, sósur og kökur. Engin tilboð Ingibjörg segir að 365 sé ekki í söluferli. Slógu í gegn Hamborg- arafabrikka Simma og Jóa hefur slegið í gegn. Þeir hafa starfað saman frá árinu 1998.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.