Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 25
Sport 25Mánudagur 19. mars 2012 F ótboltaheimurinn sam- einast þessa stund- ina í bæn fyrir Fabrice Muamba, leikmanni Bolton, sem hneig nið- ur í bikarleik liðsins gegn Tot- tenham á laugardagskvöld- ið. Muamba fór í hjartastopp þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og horfðu 30 þúsund áhorfendur á White Hart Lane og milljónir útu um heim allan skelkaðar á þennan unga pilt umkringdan lækn- um og sjúkraliði þar sem það reyndi að koma hjartanu aftur af stað úti á miðjum vellinum. Hann var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann er nú á gjörgæslu og berst fyrir lífi sínu. Howard Webb, dómari leiksins, flautaði hann af og þá hefur Bolton fengið að fresta næsta leik sínum sem átti að vera gegn Aston Villa á þriðju- dagskvöldið. Mikill baráttumaður Fabrice Muamba er fæddur í Kinshasa, höfuðborg Saír. Hann ólst upp í miðri borg- arastyrjöld og þurfti oft í æsku sinni að flýja kúlnahríð. „Það hindraði okkur í að spila fót- bolta því við vorum hræddir um að verða drepnir. Nokkrir vina minna slösuðust í styrj- öldinni,“ sagði Muamba um æsku sína í viðtali við The Gu- ardian í fyrra. Fabrice vakn- aði aftur á móti einn morgun- inn við það að faðir hans sagði að hann ætlaði út. Í rauninni fór hann alla leið til Bretlands þar sem hann sótti um póli- tískt hæli. Það var svo ekki fyrr en í desember árið 1999 sem Fabrice og restin af fjölskyld- unni fengu að koma til Lund- úna líka. Fabrice Muamba hefur þurft að yfirstíga margt á sinni ævi og hefur hann alltaf bar- ist eins og ljón. Hann gefur sig alltaf allan í hvern einasta leik. „Ég er ekki hæfileikarík- asti fótboltamaður sem til er en ég veit hvað ég þarf að gera til að halda mér þar sem ég er. Og það mun ég halda áfram að gera. Ég verð bara að berjast og halda áfram að hafa gaman. Ég vil njóta alls þess sem lífið getur gefið mér,“ sagði hann í sama viðtali en erfiðasta bar- átta hans til þessa stendur nú yfir. Mætti óboðinn á æfingu hjá Arsenal Muamba hóf feril sinn á Eng- landi í unglingastarfi Arsenal en það var ekki vegna þess að útsendarar liðsins höfðu séð hann spila. Wimbledon hafði áhuga á pilti en sjálfur vildi hann ekkert annað fara en til Arsenal. Hann tók því upp á því að mæta á æfingasvæði Arsenal og biðja um að fá að fara á reynslu. „Við stundum það ekki að hleypa hverjum sem er á reynslu en hann var svo sannfærandi og yndisleg- ur piltur að við gáfum honum tækifæri,“ segir David Court, næstráðandi í unglingastarfi Arsenal, í viðtali við AP. „Fabrice er einn af þessum krökkum sem þrá það að ganga vel og eru tilbúnir að gera allt sem hann er beðinn um. Hann vill alltaf verða betri. Fabrice er yndislegur strákur, svo einlæg- ur og hlýr,“ segir Court. Aðeins einu sinni var Muamba með uppsteyt á æfingu og sá hann eftir því strax. „Einu sinni bað ég hann um að spila miðvörð og hann setti upp fýlusvip. Ég sagði honum þá bara að fara inn í hús ef hann vildi ekki spila. En svona fimm mínútum síðar kom hann aftur og baðst innilega afsökunar. Þetta gerð- ist aldrei aftur. Það elskuðu all- ir Muamba hjá Arsenal,“ segir David Court. Fótboltaheimurinn sameinast Stuðningsmenn bæði Totten- ham og Bolton sungu nafn Fabrice Muamba hástöfum á meðan þeir stóðu í óvissunni á White Hart Lane á laugar- dagskvöldið. Það leið ekki á löngu þar til allar helstu stjörn- ur ensku úrvalsdeildarinnar voru farnar að senda honum batakveðjur á samskiptavefn- um Twitter og fótboltaþáttur- inn Match of the day byrjaði á dramatískum nótum á laugar- dagskvöldið þar sem Muamba voru sendar batakveðjur. Leikir sunnudagsins hófust svo allir með mínútu lófataki og í Leeds var nafn Muamba sungið hátt og lengi. Það var svo við hæfi að fyrrverandi liðsfélagi Muamba hjá Bot- lon, Gary Cahill, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í bik- arleik liðsins gegn Leicester á sunnudaginn. Hann var ekki lengi að rífa sig úr treyjunni en undir henni var hann í bol þar rituð voru einkunnarorð fót- boltans þessa dagana: „Pray 4 Muamba“ eða „Biðjið fyrir Muamba“. n Fabrice Muamba hneig niður í bikarleik n Berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Beðið fyrir MuaMBa Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Skelfilegt Muamba steinlá á vellinum. Með von um skjótan bata Blóm og kransar hafa verið lagðir við sjúkrahúsið og leikvang Bolton. Beðið fyrir Muamba Gary Cahill spilaði með honum hjá Bolton. Treyjan „Láttu þér batna.“ Stóru liðin áfram Liverpool og Chelsea kom- ust bæði í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á sunnu- daginn. Chelsea lagði Leicester á heima- velli, 5–2, og Liverpool vann Stoke, 2–1, þar sem Stewart Downing af öllum mönnum skoraði sigurmark- ið. Everton og Sunderland þurfa að mætast aftur eftir jafntefli á Goodison Park og þá þarf að endurtaka leik Tottenham og Bolton sem var stöðvaður vegna atviks- ins með Fabrice Muamba. Úrslit Enski bikarinn Everton - Sunderland 1-1 0-1 Phil Bardsley (12.), 1-1 Tim Cahill (22.). Tottenham - Bolton Leik hætt 0-1 Gareth Bale (6. sm), 1-1 Kyle Walker (10.). Chelsea - Leicester 5-2 1-0 Gary Cahill (11.), 2-0 Salomon Kalou (16.), 3-0 Fernando Torres (66.), 3-1 Jermaine Beckford (76.), 4-2 Ben Marshall (87.), 5-2 Raul Meireles (90.+1). Liverpool - Stoke 2-1 1-0 Luis Suarez (23.), 1-1 Peter Crouch (25.), 2-1 Stewart Downing (56.). Enska úrvalsdeildin Fulham - Swansea 0-3 0-1 Gylfi Þór Sigurðsson (36.), 0-2 Gylfi Þór Sigurðsson (65.), 0-3 Joe Allen (76.). Wigan - WBA 1-1 1-0 James McArthur (53.), Paul Scharner (64.). Úlfarnir - Man. United 0-5 0-1 Jonny Evans (20.), 0-2 Antonio Valencia (42.), 0-3 Danny Welbeck (45.+1), 0-4 Javier Hernandez (55.), 0-5 Javier Hernandez (61.). n Ronald Zubar, Úlfarnir (38.). Newcastle - Norwich 1-0 1-0 Papiss Demba Cisse (10.). Staðan 1 Man. Utd 29 22 4 3 73:27 70 2 Man. City 28 21 3 4 69:20 66 3 Tottenham 28 16 5 7 52:34 53 4 Arsenal 28 16 4 8 57:39 52 5 Chelsea 28 14 7 7 48:32 49 6 Newcastle 29 13 8 8 41:41 47 7 Liverpool 28 11 9 8 33:26 42 8 Swansea 29 10 9 10 34:34 39 9 Sunderland 28 10 7 11 36:31 37 10 Everton 28 10 7 11 28:31 37 11 Fulham 29 9 9 11 37:40 36 12 WBA 29 10 6 13 35:38 36 13 Norwich 29 9 9 11 39:46 36 14 Stoke 28 10 6 12 27:39 36 15 Aston Villa 28 7 12 9 31:35 33 16 Blackburn 28 6 7 15 40:60 25 17 Bolton 28 7 2 19 31:57 23 18 QPR 28 5 7 16 29:48 22 19 Wigan 29 4 10 15 25:54 22 20 Wolves 29 5 7 17 30:63 22 Enska úrvalsdeildin Barnsley - Reading 0-4 Birmingham - Middlesbr. 3-0 Blackpool - Brighton 3-1 Crystal Palace - Hull 0-0 Doncaster - Derby 1-2 Ipswich - Peterborough 3-2 Leeds - West Ham 1-1 Millwall - Southampton 2-3 Portsmouth - Bristol City 0-0 Watford - Coventry 0-0 Cardiff - Burnley 0-0 Staðan 1 Southampton 37 21 9 7 68:35 72 2 Reading 37 21 7 9 52:30 70 3 West Ham 36 19 10 7 56:35 67 4 Birmingham 36 16 11 9 58:36 59 5 Blackpool 37 16 11 10 62:50 59 6 Middlesbr. 36 16 11 9 43:40 59 7 Hull 36 16 10 10 37:28 58 8 Cardiff 37 15 13 9 54:47 58 9 Brighton 37 16 10 11 45:39 58 10 Leeds 37 15 9 13 55:50 54 11 Derby 37 15 7 15 41:48 52 12 Leicester 36 14 9 13 51:44 51 13 Cr.Palace 36 12 14 10 36:32 50 14 Burnley 36 14 7 15 48:44 49 15 Ipswich 36 14 6 16 59:65 48 16 Watford 37 12 12 13 42:54 48 17 Barnsley 37 12 7 18 46:61 43 18 Peterborough 36 11 8 17 56:60 41 19 Millwall 37 9 10 18 41:53 37 20 Nottingham F. 36 10 5 21 33:55 35 21 Bristol City 37 9 8 20 32:59 35 22 Coventry 37 7 10 20 31:50 31 23 Doncaster 36 7 10 19 33:58 31 24 Portsmouth 36 9 10 17 34:40 27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.