Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 13
Landsdómur víðar en hér Höfuðborgarsvæðið Auðar: 93 Í leigu: 136 Ófullgerðar: 72 Í vinnslu: 14 Samtals: 340 Suðurnes: Auðar: 266 Í leigu: 144 Ófullgerðar: 69 Í vinnslu: 50 Samtals: 529 Vesturland Auðar: 70 Í leigu: 112 Ófullgerðar: 56 Í vinnslu: 6 Samtals: 244 Vestfirðir Auðar: 12 Í leigu: 11 Ófullgerðar: 15 Í vinnslu: 1 Samtals: 39 Norðurland Auðar: 34 Í leigu: 64 Ófullgerðar: 3 Í vinnslu: 13 Samtals: 114 Austurland Auðar: 136 Í leigu: 74 Ófullgerðar: 12 Í vinnslu: 3 Samtals: 225 Suðurland Auðar: 87 Í leigu: 141 Ófullgerðar: 28 Í vinnslu: 4 Samtals: 260 Norðurland 34 Austurland 136 Suðurland 87 Suðurnes 266 Vesturland 70 Höfuðborgarsvæðið 93 Vestfirðir 12 Tómar íbúðir Íbúðalánasjóðs M argar af þessum sjö hundruð eignum eru þannig að það myndi enginn leigja þær í því ástandi sem þær eru,“ segir Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, um íbúðir í eigu sjóðsins. Þann 20. febrúar síðastliðinn átti Íbúðalána- sjóður 1.751 eign en athygli vekur að þar af standa 698 auðar. Flestar eignir Íbúðalánasjóðs eru á Suð- urnesjum, 529, og þar af standa 266 íbúðir auðar. Til samanburðar á sjóðurinn einungis 340 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem eft- irspurnin eftir íbúðum til leigu er mest. Af þeim standa 93 auðar. Margar óíbúðarhæfar „Þær eru auðar, það er alveg rétt,“ segir Sigurður. Eins og fram kem- ur hér að framan bendir hann á að margar þessara íbúða séu ekki íbúðarhæfar. Þannig séu sumar eignir sjóðsins enn á byggingar- stigi og nánast fokheldar og eng- inn myndi leigja þær í því ástandi sem þær eru. „Það þarf til dæmis að skipta um eldhúsinnréttingu eða baðinnréttingu og það vantar að setja kannski þrjár til fjórar milljón- ir í þær. Ef einhver keypti þær færi hann sennilega beint í að gera þær upp. Þetta er þá afleiðing af þessu tvennu; það er ekki leigumarkaður til staðar og ástandið er þannig að þær eru ekki leiguhæfar.“ Sigurður segir að Íbúðalánasjóð- ur vinni nú að því að kortleggja stöð- una betur og koma óíbúðarhæfu húsnæði í leiguhæft ástand. Samtals eru 255 eignir óíbúðarhæfar. Lítil eftirspurn Eftirspurn eftir leiguhúsnæði er talsverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem sjóðurinn á hlutfallslega mjög fáar íbúðir eins og sést á meðfylgj- andi mynd. Ástandið er verst á Suð- urnesjum þar sem Íbúðalánasjóður á 529 eignir en eftirspurn eftir hús- næði þar er hins vegar lítil. „Því miður er minnst af þessu á höfuð- borgarsvæðinu. Það er kannski vandamálið. Þetta er aðallega á svæðum þar sem er ekki endilega mikil eftirspurn,“ segir Sigurður og bendir á Suðurnes sem dæmi. „Það er mjög erfitt ástand þar í ofanálag.“ Íbúðalánasjóður á einnig tals- vert margar íbúðir á Austurlandi, eða 225. Þar af standa 136 íbúðir auðar. Þessi mikli fjöldi er afleiðing af uppbyggingu Kárahnjúkavirkj- unar en samhliða henni jókst eft- irspurn eftir húsnæði mikið. Hún minnkaði snarlega þegar fram- kvæmdum lauk en Sigurður segist ekki hafa miklar áhyggjur af stöð- unni á íbúðamarkaði á Austurlandi. „Fyrst þegar ég kom til starfa hafði maður kannski áhyggjur af Austur- landi en það hefur ræst glettilega úr því. Þar er hreyfing og hlutir eru að gerast og ég held að til lengri tíma litið sé ástandið þar betra í öllu til- liti en til dæmis á Suðurnesjunum. Þetta er eitt af þessum svæðum sem urðu dálítið heit fyrir hrun en stærstu áhyggjurnar eru ekki þar.“ Fáar íbúðir í útleigu Íbúðalánasjóður stefnir að því að selja 220 eignir á árinu og á síðasta ári var tilkynnt að sjóðurinn ætlaði að setja 130 íbúðir á leigu á þessu ári. Þeirri vinnu hefur hins vegar miðað hægt og eru aðeins örfáar íbúðir komnar í útleigu það sem af er ári. „Það hefur dregist aðeins hjá okkur. Að vísu erum við búin að gera upp einhverjar íbúðir og einhverjar eru farnar í leigu […] Ég ætla ekki að hengja mig í dagsetningu en það er verið að klára þetta allt.“ Sigurður segir að hugsanlega nái sjóðurinn að selja meira en 220 eignir á árinu. „Við gerum líka ráð fyrir því að eitthvað muni bætast í þannig að eignastaðan gæti orð- ið svipuð eða jafnvel meiri. Þetta er ekki búið. Þetta gæti auðveld- lega farið yfir tvö þúsund eignir. Við höfum ekki fest það alveg niður og munum leggja mat á það þegar líð- ur aðeins á árið.“ Fréttir 13Mánudagur 19. mars 2012 Sjö hundruð íbúðir SjóðSinS eru auðar n Íbúðalánasjóður á 529 eignir á Suðurnesjum n Gengur hægt að leigja út íbúðir„Það er mjög erf- itt ástand þar í ofaná lag. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Margar íbúðir óíbúðarhæfar Sigurður segir að vinna standi yfir við að koma íbúðum í íbúðarhæft ástand. 225 eignir sjóðsins eru óíbúðarhæfar. Flestar þeirra eru ófullgerðar. n Sérstökum völdum skal fylgja sérstök ábyrgð n Sérstakur dómstóll fyrir stjórnmálamenn ekki aðeins á Íslandi Fyrir þetta er Geir ákærður 1 Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og við- búnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri. 2 Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahags- reikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. 3 Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Lands- banka Íslands hf. í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. 4 Fyrir að hafa á framangreindu tímabili látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherra- fundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherrafund- um og ekkert skráð um þau efni á fundunum. Var þó sérstök ástæða til þess, einkum eftir fund hans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og formanns stjórnar Seðlabankans 7. febrúar 2008, eftir fund hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með banka- stjórn Seðlabankans 1. apríl 2008 og í kjölfar yfirlýsingar til sænsku, dönsku og norsku seðlabankanna sem undirrituð var 15. maí 2008. Forsætisráðherra átti ekki frum- kvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórninni sérstaka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska ríkið. ar áður samþykkt frumvarp um ábyrgð ráðherra, fyrst árið 1886 og árið 1894, í bæði skiptin neitaði Danakonungur að staðfesta lögin. Því hefur verið haldið fram að lög um ráðherraábyrgð sem og lög um landsdóm séu gömul og úreld, eins og áður sagði eru núgildandi lög fimmtíu ára gömul, í lagaleg- um skilningi þykir það ekki mjög gamalt en að auki var lögum um ráðherraábyrgð breytt bæði 1982 og 1998. Alþingi hefur sömuleiðis gert breytingar á lögum um lands- dóm; árin 1992, 1998 og 2008. Árið 2001 lagði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu, til að lögunum yrði breytt og skoðað hvort leggja skyldi niður landsdóm og sækja mál gegn ráðherra fyrir almenn- um dómstólum líkt og aðra emb- ættismenn. Breyta þarf stjórnar- skrá eigi slík breyting að ganga í gegn. Árið 2001 ritaði Jóhanna grein um málið þar sem hún segir að þrátt fyrir að hún telji eðlilegt að skoða hvort leggja skuli lands- dóm niður, geti átt við að Alþingi fari með málshöfðunarréttinn og kjósi sérstaka meðdómendur er tækju sæti í dómi kæmi til þess að mál yrði höfðað gegn ráðherra. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.