Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Rekinn og sér lítið fram undan n Telur ástæðu uppsagnar vera að hann spurði forstjóra um bensínstyrk É g var búinn að vinna þarna í tæp fimm ár. Mér var sagt upp daginn áður en ég hefði átt að hækka í launum,“ segir Ólafur Reynir Svavarsson, sem vann sem bensínafgreiðslumaður hjá Skeljungi þar til hann fékk uppsagn- arbréf þann 30. mars síðastliðinn. Í húsbíl til að spara bensín Ólafur, sem verður sextugur á árinu, segir uppsögnina hafa ver- ið mikið áfall og að fram undan sjái hann „allt svart“. Hann seg- ist ekki hafa fengið neina skýringu á því hvers vegna honum var sagt upp störfum, en sjálfur telur hann ástæðuna vera þá að fyrir stuttu tók hann forstjóra fyrirtækisins tali þegar hann var staddur á bensín- stöðinni. Ólafur spurði forstjórann hvort starfsmenn fyrirtækisins ættu rétt á einhvers konar bensínstyrk en Ólafur býr á Suðurnesjum ásamt eiginkonu sinni en hafðist við í hús- bíl í Reykjavík þann tíma sem hann var á vöktum til að spara bensín- kostnað. „Ég tók hann á eintal þar sem hann kom upp á stöð til okkar. Fyrir mér eru allir jafnir og ég vildi bara tala við hann eins og maður við mann. Ég vildi bara fá að vita hvort það væri hægt að fá bensínstyrk því þá hefði ég farið heim á milli vakta en ekki verið í húsbílnum. Ég var stundum í viku í burtu frá konunni. En hann vissi ekki neitt og sagði mér að tala við stöðvarstjórann. Ég fann að honum fannst þetta óþægi- legt að ég væri að tala við hann. Mig grunar að þetta sé ástæðan fyr- ir uppsögninni því eins og stend- ur á meðmælabréfinu sem ég fékk ásamt uppsagnarbréfinu, þá var ég mjög góður starfsmaður og alltaf til í að hlaupa til ef það kom eitthvað upp.“ Ómannúðleg uppsögn Í meðmælabréfinu sem Ólafur minntist á stendur einmitt að hann sé duglegur og ósérhlífinn starfs- maður sem eigi gott með að vinna með öðrum. Hann mæti vel til vinnu og sé sjaldan veikur. „Hvað viltu hafa það betra?“ spyr Ólafur, hristir höfuðið og horfir niðurlútur á meðmælabréfið sem hann heldur á. „Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég er að verða sextugur núna í maí,“ segir hann og það er greinilegt að honum reynist erfitt að ræða stöðu sína. Ólafur hefur starfað við ýmis- legt í gegnum tíðina en vann lengst af sem sjómaður, eða í um 30 ár. Hann segir allt vinnuumhverfið orðið mun ópersónulegra en það hafi verið áður fyrr. „Það var gott að vinna þarna, og mér leið vel í þessu starfi en það er ekkert mannúðlegt við það hvernig þeir stóðu að upp- sögninni.“ Réttmætt segir rekstrarstjóri Svanur Valgeirsson, rekstrarstjóri neytendasviðs hjá Skeljungi segir að eðlilegar ástæður liggi á bak við upp- sögnina. Hann segir að þær ástæður sem Ólafur nefnir eigi ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti sagðist Svanur ekki geta tjáð sig um mál einstakra starfsmanna fyrirtækisins. „Ég vildi bara fá að vita hvort það væri hægt að fá bensín- styrk því þá hefði ég farið heim á milli vakta en ekki verið í húsbílnum. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Starfsmaður á plani Ólafur Reynir Svavarsson var rekinn úr vinnu sinni sem bensínafgreiðslu- maður hjá Skeljungi. Afskriftir hjá Birni Inga Kröfuhaf- ar eignar- haldsfélags Björns Inga Hrafnssonar, Caramba - hug- myndir og orð ehf., þurfa að af- skrifa rúmlega 730 milljóna kröfur á hendur félaginu. Rúmlega 733 milljóna kröfum var lýst í bú félagsins. Kröfuhafarnir eru fjórir: Kaupþing, Arion banki, KPMG og Tollstjórinn í Reykjavík. Skiptastjóri Caramba, Guðbjörg Benjamínsdóttir, segir að tæplega 2,2 milljóna króna eignir hafi verið til í búinu og fóru þessar eignir í skiptakostnað og til kröfuhafanna. Skiptum á búi félags- ins er lokið og hafa þau verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Pálmi í kröggum Vafi leikur á rekstrarhæfi eig- anda ferðaskrifstofu Pálma Haraldssonar, Iceland Express. Móðurfélag Iceland Express heitir Eignar- haldsfélagið Fengur og tapaði það rúmum 1,5 milljörðum króna árið 2010. Tapið er þó að mestu leyti, rúmar 1.300 milljónir, niðurfærsla á viðskiptavild út af taprekstri dótturfélaga Fengs, Iceland Express og Astraeus. Þetta kemur fram í ársreikningi Fengs fyrir árið 2010 sem skilað var til ársreikn- ingaskrár þann 28. mars síðastliðinn. Eigið fé Fengs er hins vegar ennþá já- kvætt, stendur í 285 milljónum, og er eiginfjárhlutfallið 19 prósent. Ögmundur gegn fjárhættuspilum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að gripið verði til lagasetningar til að sporna við þátttöku Íslend- inga í fjárhættu- spilum á erlendum vefsíðum. Hann segist ætla að leggja fram frumvarp um málið með haustinu. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvaða leiðir eru færar í þessum málum en aðrar þjóðir í kringum okkur hafa sumar hverjar bannað erlendar fjárhættuspilasíður og þar með komið í veg fyrir að fyrir- tækin á bak við síðurnar hefji viðskipti við landsmenn. „Það sem verið er að gera er að láta vinna heildarstefnu- mótun um happdrætti og fjárhættu- spil,“ segir Ögmundur um málið. Fréttir vikunnar í DV 4 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur Skúli á hægum batavegi n Enn beðið eftir niðurstöðum lífsýna og geðmats í hnífstungumáli S kúli Eggert Sigurz, fram- kvæmdastjóri Lagastoðar, ligg- ur enn á gjörgæsludeild Land- spítalans eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á skrifstofu sinni þann 5. mars síðastliðinn. Sam- kvæmt heimildum DV er Skúli á hæg- um batavegi, en ástand hans er þó enn talið alvarlegt. Þó er vonast til að Skúli geti útskrifast af gjörgæsludeild og lagst inn á almenna deild innan skamms. Skúli, sem var haldið sofandi í öndunarvél í nokkrar vikur eftir árás- ina, hefur að mestu losnað úr öndun- arvél og er með meðvitund. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Guðgeir Guðmundsson, 34 ára Reykvíkingur, játað að hafa veist að Skúla með hníf. Ástæða árásarinnar er talin vera innheimtubréf frá Lagastoð. Skuld- in hljóðaði upphaflega upp á 80.000 krónur en Guðgeir og Skúli höfðu komist að samkomulagi um að hún skyldi lækkuð um 30.000 krónur áður en Guðgeir lét til skarar skríða og veitt- ist að Skúla með stórum veiðihníf. Guðgeir hefur setið í gæsluvarð- haldi frá 6. mars en farið var fram á geðrannsókn yfir honum. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir en beðið er eftir niðurstöðum geðlækna varðandi sakhæfi Guðgeirs sem og niðurstöð- um úr lífsýnum sem send voru til Sví- þjóðar. Samstarfsmaður Skúla, Guðni Bergsson lögmaður, sem kom Skúla til hjálpar eftir að Guðgeir réðst á hann, særðist sjálfur á læri en hefur snúið aftur til starfa á lögmannsstof- unni. Faldi sig á bak við gám Lögreglan á Suðurnesjum stöðv- aði á páskadag ökumann við reglubundið eftirlit en grunur lék á að maðurinn væri undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Maðurinn ók inn á bifreiða- stæði fyrirtækis í Reykjanesbæ og fylgdi lögreglubíll á eftir. Á bíla- stæðinu stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina, stökk út úr henni og tók til fótanna að gámi aftan við hús- næði fyrirtækisins. Hann faldi sig bak við gáminn en var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem akstur undir áhrifum fíkniefna fékkst staðfestur. Árásarmaður Guðgeir Guðmundsson hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann veittist að Skúla Eggerti Sigurz á lögmanns- stofunni Lagastoð þann 5. mars síðastliðinn. Afskrifa 730 milljóna skuldir hjá Birni Inga K röfuhafar eignarhaldsfélags Björns Inga Hrafnssonar, Ca- ramba - hugmyndir og orð ehf., þurfa að afskrifa rúm- lega 730 milljóna kröfur sín- ar á hendur félaginu. Rúmlega 733 milljóna kröfum var lýst í bú félags- ins. Kröfuhafarnir eru fjórir: Kaup- þing, Arion banki, KPMG og Tollstjór- inn í Reykjavík. Skiptastjóri Caramba, Guðbjörg Benjamínsdóttir, segir að tæplega 2,2 milljóna króna eignir hafi verið til í búinu og fóru þessar eignir í skiptakostnað og til kröfuhafanna. Skiptum á búi félagsins er lokið og hafa þau verið auglýst í Lögbirtinga- blaðinu. Björn Ingi er fyrrverandi aðstoð- armaður Halldórs Ásgrímssonar og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins. Árið 2005, þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs, fékk hann 60 milljóna kúlulán frá Kaup- þingi til að kaupa hlutabréf í bank- anum og hagnaðist félag hans um tæpar 30 milljónir. Í apríl 2008, eft- ir að Björn Ingi hætti afskiptum af stjórnmálum, réð hann sig til starfa hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 sem ritstjóri Markaðarins, viðskipta- rits Fréttablaðsins, og yfirmaður viðskiptaumfjöllunar Stöðvar 2. Hann hætti hjá 365 í janúar 2009 og stofnaði vefmiðilinn Pressuna í kjölfarið ásamt fleiri fjárfestum, meðal annars Vátryggingafélagi Íslands. Síðan þá hefur Björn Ingi sett nokkra aðra vefmiðla á laggirnar og einnig keypt vefmiðilinn Eyjuna. Kaupþing stærsti kröfuhafinn Guðbjörg segir að Kaupþing hafi ver- ið langstærsti kröfuhafinn með nærri 730 milljóna króna kröfu. Arion banki var næststærsti kröfuhafinn með 4 milljónir og svo fóru hinir tveir með það sem eftir stóð. Á árunum fyrir hrunið fjárfesti Caramba í fyrirtækjum sem tengd- ust Kaupþingi og eigendum þess og sýna kröfulýsingarnar í búið fram á að það var bankinn sjálfur sem fjár- magnaði þessi viðskipti Björns Inga. Caramba keypti meðal annars hluta- bréf í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og SPRON. Tvöfaldaði skuldirnar rétt fyrir bankahrunið Fjallað var um þessi viðskipti Björns Inga við Kaupþing í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Björn Ingi var þar efstur á blaði á lista yfir lánveitingar til fjölmiðlamanna með 563 milljónir króna á bakinu. Þar kom meðal ann- ars fram að í september 2008 hefði félagið fjárfest í hlutabréfum í Exista, stærsta hluthafa Kaupþings. Orðrétt sagði: „Lán til Björns Inga Hrafnssonar voru öll veitt af Kaupþingi banka hf. Annars vegar voru lánin til Björns beint en þau voru hæst í lok september 2008, rúmar 100 milljónir króna. Hins vegar voru lán veitt til fé- lags í hans eigu, Car amba-hugmyndir og orð ehf. Þau lán voru því sem næst öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Þau hlutabréf sem hæstu samningarnir voru um voru í Kaup- þingi, Exista, Bakkavör og SPRON. Þá vekur athygli að í september 2008 gerði félagið nýja samninga um kaup á hlutabréfum Exista, sem námu um 230 milljónum króna. Við gerð þeirra samninga ríflega tvöfölduðust skuldir félagsins.“ Caramba tvöfaldaði því skuldir sín- ar rétt fyrir bankahrunið, þegar Björn Ingi var ritstjóri Markaðarins og hefði, líklega, átt að vera meðvitaður um þá hættu sem tekin var að steðja að ís- lenska efnahagskerfinu. Björn Ingi vill ekki tjá sig um það aðspurður af hverju hann fjárfesti í Exista rétt fyrir bankahrunið. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta. Ég ætla ekki að vera að ræða eitthvað sem gerðist fyrir mörgum, mörgum árun.“ Hann segir að umtalsverðar fjármunir falli á sig út af gjaldþrotinu. „Svona er þetta; þetta fór bara svona. Það er um- talsvert sem fellur á mig persónulega út af þessu. Svona gengur lífið,“ segir Björn Ingi. Meiri eignir en talið var Skiptastjóri Caramba segir að meiri eignir hafi verið í búinu en talið hafi verið í fyrstu. Guðbjörg segir að bú Caramba hafi verið talið eignalaust með öllu en svo hefðu fundist þar rúmar tvær milljónir króna. Hún seg- ir að endurútreikningur á bílaláni sem Caramba var með sem og inneign á bankareikningi hafi skilað búinu þessum tveimur milljónum. „Þetta var töluvert meira en menn höfðu þorað að gera ráð fyrir,“ segir Guðbjörg en eignir fóru upp í kostnað við skipti á búinu og rann afgangurinn til kröfu- hafa. Við athugun á eignasögu Car amba í gegnum Lánstraust kemur fram að félagið var eigandi fjögurra bifreiða sem það á ekki lengur. Um er að ræða Toyota Rav, Hyundai Accent, Renault Megane Scenic og Suzuki Vitara. End- urútreikningurinn á bílaláninu hefur því væntanlega verið vegna þessara lána, eða einhvers þeirra. Guðbjörg segir að á árunum fyrir hrun hafi Caramba stundað umfangs- mikil viðskipti með hlutabréf. „Það voru greinilega mikil viðskipti með hlutabréf í félaginu, kaup og sala á verðbréfum, á árunum 2006 til 2008.“ Guðbjörg segir aðspurð að hún hafi ekki vísað neinum meintum lögbrot- um í rekstri Caramba til eftirlitsaðila. n Rúmlega tveggja milljóna eignir n Kaupþing lánaði „Þetta var töluvert meira en menn höfðu þorað að gera ráð fyrir. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is föstudagur 30. janúar 200910 Fréttir Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán frá KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir króna árið 2005 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð-herra. Björn Ingi seldi hlutabréfin í bankanum og græddi meira en 20 milljónir. Sérfræðingur segir að Björn Ingi hafi staðið í „hreinu braski“ og efast um siðferðilegt réttmæti viðskiptanna. Björn Ingi segir ekkert ólöglegt við viðskiptin en viðurkennir að spyrja megi um siðferðilegt réttmæti þeirra. AÐSTOÐARMAÐURINNFÉKK TUGMILLJÓNA LÁN Björn Ingi Hrafnsson fékk rúmlega 60 milljóna króna lán frá KB-banka árið 2005 til þess að kaupa hluta-bréf í bankanum. Björn Ingi var að-stoðarmaður Halldórs Ásgrímsson-ar forsætisráðherra á þessum tíma. Þetta kemur fram í ársreikningi eign- arhalds- félagsins Caramba sem er í eigu Björns Inga og eiginkonu hans. Skuld Caramba við KB-banka er bókfærð sem tæpar 62 milljónir í ársreikningi félagsins. Í ársreikningi Caramba fyrir árið 2006 kemur fram að Björn Ingi hafi selt hlutabréfin í bankanum því í lið sem heitir „eignarhlutir í öðrum félögum“ kem-ur fram að eign-arhaldsfélagið hafi aðeins átt lítinn hlut í Exista en ekkert í KB-banka. Árið áður hafði Björn Ingi átt hlutabréf í bankanum fyrir tæpar 60 milljónir. Hagnaður Caramba 29 milljónir árið 2006Á ársreikningnum fyrir árið 2006 kemur hins vegar hvergi fram að Björn Ingi hafi keypt hlutabréf í KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir árið 2005. Það kemur ekki heldur fram að hann eigi hlutinn í bankanum enn-þá. Björn Ingi seldi eignarhlut sinn í bankanum áður en ársreikningurinn fyrir árið 2006 var gerður því skuldir hans við lánastofnanir á árinu 2006 eru tæpar þrjár milljónir krónur en voru rúmar 62 milljónir árið áður. Hagnaður félagsins á árinu 2006 er bók-færður sem tæp- ar 29 milljón- ir á árinu 2006 og eigið fé félagsins var 5,5 milljónir í árslok 2005 en rúmar 23 milljónir í árslok 2006. Árið 2004 átti Caramba hins vegar engar eignir samkvæmt ársreikningum og hagnaðurinn af fé-laginu var 0 krónur.Björn Ingi seldi því hlutabréf Caramba í KB-banka og borgaði lán-ið aftur á milli þess sem hann skilaði ársreikningi fyrir árið 2005 og 2006 og græddi félagið á því meira en 20 milljónir króna. En gengi hlutabréfa í KB-banka hækkaði töluvert á milli áranna 2005 og 2006. Björn Ingi stað-festir þetta í samtali við DV. Ekkert óeðlilegtBjörn Ingi segir að það hafi ekkert verið óeðlilegt við þessi viðskipti sín. Hann segir aðspurður að hann muni ekki hvort um kúlulán hafi verið að ræða eða ekki. Kúlulán er lán sem veitt er til viðskiptavinar án þess að borgað sé af því þar til undir lok láns-tímans, en þá er höfuðstóll lánsins greiddur út í einni greiðslu. Hann segir Caramba hafa fengið 60 milljónirnar að láni frá KB-banka til að versla með hlutabréf og að hann hafi borgað lánið aftur. „Þetta félag var í hlutabréfaviðskiptum og það er ekkert að fela í þessum efn-um,“ segir Björn. Aðspurður segist hann hafa verið aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms-sonar þegar hann keypti hluta-bréfin. „Ég hafði hins vegar verið í hlutabréfaviðskiptum síðan árið 2001,“ segir Björn Ingi. Aðspurður hvort lánið frá KB-banka hafi verið veðlaust seg-ir Björn Ingi að veð hafi verið í hlutabréfunum sjálfum og svo hafi að ákveðnu leyti verið per-sónulegar ábyrgðir á bak við eignarhaldsfélagið.Björn Ingi segir aðspurð-ur að vissulega megi spyrja þeirrar spurningar hvort það sé siðferðilega réttlæt-anlegt að aðstoðarmaður ráðherra eigi í slíkum viðskiptum. „Það má eflaust velta öllu slíku fyr-ir sér. Hins vegar gilda engar slíkar reglur um það. Þá verða menn líka að gefa út einhverjar reglur um hverjir megi eiga í hlutabréfaviðskiptum og hverjir ekki,“ segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að eignarhaldsfé-lagið Caramba hafi ekki búið til nein gríðarleg auðævi hingað til og að fé-lagið standi ekki vel eftir efnahags-hrunið í haust. „Allur sá sparnaður sem var í félaginu tapaðist í efnahags-hruninu í haust,“ segir Björn Ingi. Aðspurður af hverju hann hafi ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2007 segir Björn Ingi að það sé „í ferli“. Hreint brask Sérfræðingur í hlutabréfaviðskiptum, sem DV hafði samband við og hefur kynnt sér ársreikninga Caramba, seg-ir að lánið til Björns Inga virðist hafa verið kúlulán. „Það er alveg greini-legt,“ segir sérfræðingurinn. Sérfræðingurinn segir að það áhugaverða við ársreikningana sé hvernig Björn Ingi hefði staðið í skil-um við bankann af láninu ef verðið á hlutabréfunum hefði fallið. Hér er spurningin hvort skuldin við bank-ann hefði fallið á eignarhaldsfélagið en ekki Björn Inga sjálfan. Eignar-haldsfélagið hefði þá orðið gjaldþrota en ekki Björn Ingi. Aðspurður segir sérfræðingurinn að hlutabréfaviðskipti Björns Inga virðist ekki hafa verið ólögleg. Hann segir hins vegar að um „hreint brask“ hafi verið að ræða hjá Birni Inga og að það sé spurning hvort það sé við hæfi að aðstoðarmaður forsætis- og utanríkisráðherra sé að leika sér í hlutabréfaviðskiptum á þennan hátt. IngI F. VIlHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Það má eflaust velta öllu slíku fyrir sér. Hins vegar gilda engar slík- ar reglur um það. Þá verða menn líka að gefa út einhverjar regl- ur um hverjir megi eiga í hlutabréfaviðskiptum og hverjir ekki.“ Björn Ingi í braski Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán til hluta-bréfakaupa frá KB-banka árið 2005 sem færði honum tugmilljóna króna hagnað. Björn Ingi var á þeim tíma aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms-sonar, forsætisráðherra Íslands. mynd Karl PEtErsson Kúlulán Kaupþings KB-banki veitti Birni Inga Hrafnssyni 60 milljóna króna kúlulán til hluta-bréfakaupa í bankanum. Björn Ingi átti hlutabréfin til skamms tíma, seldi þau svo og græddi meira en 20 milljónir króna. KúlulánEingreiðslulán þar sem lántakand-inn borgar ekki af láninu fyrr en lánstímanum lýkur. Vextirnir geta verið greiddir reglulega af láninu en þeir geta líka verið endurlánaðir og bætast þá við höfuðstólinn. 30. janúar 2009 730 milljóna afskriftir Eignarhaldsfélag Björns Inga Hrafnssonar skilur eftir sig um 730 milljóna króna skuldir sem ekkert fæst upp í. Félagið stundaði umfangsmikil viðskipt i með hlutabréf tengd Kaupþingi og eigendum þess á árunum fyrir hrun. Kona Kærði nauðgun Kona kærði nauðgun sem á að hafa átt sér stað í heimahúsi á Ísafirði aðfaranótt páskadags á meðan tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór fram. Lögreglan á Vestfjörðum stað- festi að meint kynferðisbrot hefði verið kært og segir hún að málið sé í rannsókn. Samkvæmt tilkynn- ingu frá lögreglunni var einn aðili handtekinn að morgni páskadags og hefur hann verið yfirheyrður vegna málsins. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var haldin í níunda skiptið um helgina og fór hún mjög vel fram samkvæmt upplýsingum DV. Enginn gisti fangageymslur en jafnan er mikill fjöldi manns sem sækir hátíðina. Vill koma böndum á fjárhættuspil 6 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur Ástþór á svig við sannleikann n Bauð sig fram til Alþingis í síðustu kosningum Á stþór Magnússon forsetafram- bjóðandi segir ekki satt í svari sínu til Írisar Erlingsdóttur bloggara þegar hann er spurð- ur út í þátttöku sína í stjórnmálum. Spurningin sem Íris beindi til Ást- þórs var: „Ert þú meðlimur í stjórn- málaflokki eða pólitískum sam- tökum? Ef svo er, hvaða flokki eða samtökum?“ Ástþór fór í svari sínu út fyrir spurninguna sem slíka og sagðist aldrei hafa starfað með stjórnmála- flokkum. „Ég tilheyri engum stjórn- málaflokkum og hef aldrei starfað með neinum þeirra. Ég hef engar tengingar við stjórnmálaflokkana né starfað með þeim og þess vegna vel til þess fallinn að vera hlutlaus umboðsmaður allrar þjóðarinnar á Bessastöðum,“ sagði hann. Staðreyndin er hins vegar sú að Ástþór bauð fram undir merkjum Lýðræðishreyfingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Hann var fyrsti maður á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður auk þess að vera einn helsti talsmaður flokksins út á við. Flokkur- inn hlaut 1.107 atkvæði og náði eng- um manni á þing. Flokkurinn hefur verið starfandi talsvert lengur en síðan 2009 sam- kvæmt því sem kemur fram á heima- síðu hans. Þar segir að Lýðræðis- hreyfingin hafi verið stofnuð árið 1998 þegar hópur fólks hafði sam- band við Ástþór með það í huga að undirbúa framboð til Alþingis. Ekki þótti hins vegar tímabært að flokk- urinn myndi bjóða fram þá en það gerði hann hins vegar rúmum tíu árum síðar. Segir ekki allt Ástþór Magnússon virðist hafa gleymt þátttöku sinni í Lýðræðishreyfing- unni sem bauð fram til Alþingis árið 2009. Ö gmundur Jónasson innan- ríkisráðherra vill að gripið verði til lagasetningar til að sporna við þátttöku Íslend- inga í erlendum fjárhættu- spilum á netinu. Hann segist ætla að leggja fram frumvarp um málið með haustinu. Ekki liggur þó ná- kvæmlega fyrir hvaða leiðir eru fær- ar í þessum málum en aðrar þjóðir í kringum okkur hafa sumar hverjar bannað erlendar fjárhættuspilasíð- ur og þar með komið í veg fyrir að fyrirtækin á bak við síðurnar hefji viðskipti við íbúa í landinu. „Það sem verið er að gera er að láta vinna heildarstefnumótun um happdrætti og fjárhættuspil,“ segir Ögmundur um málið. Hann segist gera ráð fyrir að skýrsla um málið liggi fyrir áður en þing kemur sam- an í haust og að með haustinu verði hægt að leggja fram tillögu að laga- og reglugerðarbreytingum. „Þarna er að mörgu að hyggja og þarna þarf að taka heildstætt á þessum mál- um.“ Ögmundur vill þó ekki rugla saman hefðbundnum happdrætt- um og fjárhættuspilum sem stund- uð eru á netinu og í spilakössum. Skattur eða lokað á starfsemi Stjórnvöld í löndum á borð við Ítalíu og Bandaríkin hafa farið þessa leið og bannað fjárhættuspil á netinu með einhverjum undantekningum. Í öðrum ríkjum, til dæmis Frakk- landi, hafa stjórnvöld farið þá leið að skattleggja sérstaklega þau fyrir- tæki sem bjóða upp á slíka þjónustu frekar en að banna starfsemi þeirra með einhverjum hætti. „Það er áhyggjuefni hvernig net- spilun er að þróast og það þarf að setja henni skorður,“ segir Ögmund- ur sem segist persónulega vera þeirrar skoðunar að það ætti að loka á hana með öllu. „Þetta er hugsan- lega hægt að gera í samkomulagi við kortafyrirtæki, að það séu settar ein- hverjar hömlur, en þetta er eitt af því sem er innifalið í okkar athugunum,“ segir hann og bætir við að markmið- ið sé að koma böndum á fjárhættu- spilastarfsemi á netinu og víðar. Ekki er ljóst hvaða áhrif slíkar að- gerðir hefðu í för með sér á Íslandi en í samtali við DV hefur minnst einn pókerspilari sem hefur um- talsverðar tekjur af fjárhættuspilun á netinu sagst muni flytja úr landi til að geta haldið áfram að spila. Ein- staka Íslendingar hafa talsverðar tekjur af spilamennsku á netinu en ekki er kunnugt hvort einhver Ís- lendingur hafi fjárhættuspil að að- alstarfi líkt og þekkist erlendis. Fjárhættuspil ólögleg á Íslandi Fjárhættuspil eru að mestu leyti ólögleg samkvæmt íslenskum lög- um. „Ef ég fengi öllu ráðið yrði allt þetta meira og minna bannað en ég er ekki einráður í þessum efnum og skoða hvað hægt er að gera í sam- komulagi,“ segir Ögmundur sem leggur skýra áherslu á að hann geri skýran greinarmun á fjárhættuspil- um og hefðbundnum happdrættum. Íslensk getspá er einn þeirra að- ila sem hefur undanþágu frá reglum um fjárhættuspil en fyrirtækið hef- ur umboð fyrir Víkingalottó og svo íslenska Lottóinu. Eins hefur Há- skóli Íslands talsverðar tekjur af happdrættinu sem skólinn rekur. SÁÁ hefur líka leyfi til að reka spila- kassa en félagið veitir einnig ráð- gjöf til þeirra sem eiga við spilafíkn að stríða. Ögmundur segir að spila- kassarnir séu einnig eitt af því sem verið sé að skoða í ráðuneytinu. Ástæðan fyrir því að Íslendingar geta hins vegar stundað fjárhættu- spil og veðmál á netinu er sú að fyr- irtækin sem standa að baki þjónust- unni starfa fyrir utan landsteinana. Vefsíðurnar sem Íslendingar geta heimsótt eru því starfræktar á stöð- um þar sem slík starfsemi er lögleg að öllu leyti eða að hluta. n Innanríkisráðherra vill koma í veg fyrir fjárhættuspil á netinu„Það er áhyggju- efni hvernig netspilun er að þróast og það þarf að setja henni skorður Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Vandamál Ögmundur Jónasson boðar frumvarp um fjár- hættuspil þar sem tekið verður á slíku á netinu. Fjárhættuspil á netinu Ef ég fengi öllu ráðið yrði allt þetta meira og minna bannað en ég er ekki einráður í þessum efnum,“ segir Ögmundur meðal annars um málið. Þóttist vinna fyrir Microsoft Lögreglan biður fólk að vera á varðbergi fyrir erlendum svika- hröppum sem reyna að svíkja fé af fólki í gegnum netið. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að íslensk hjón hafi fengið símtal frá manni á mánudagskvöld sem kynnti sig sem starfsmann hugbúnaðarfyrir- tækisins Microsoft í Bretlandi. Sagði hann hjónunum að þau þyrftu að setjast við tölvuna vegna villu sem komið hefði upp. Fólkið grunaði strax að ekki væri allt með felldu og sú reynd- ist raunin. Ekki kemur fram hvort hjónin hafi orðið fyrir tjóni af sam- skiptunum við manninn. Lög- reglan varar þó við einstaklingum sem setja sig í samband við fólk hér á landi en yfirleitt liggur eitt- hvað annað en hjálpsemi og góð- mennska að baki. Þeir sem fá óvenjuleg símtöl frá útlöndum eru beðnir um að koma ábendingum til lögreglu en hægt er að senda þær á netfangið svikapostur@rls.is. sextán ölVaðir og nítján dópaðir Sextán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuð- borgarsvæðinu um páskana. Þrettán þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Fimm voru teknir á skírdag, fjórir á laugardag, þrír á páskadag og fjórir á annan í páskum. Þetta voru fjórtán karlar á aldrin- um 15–44 ára og tvær konur, 26 og 45 ára. Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá lögreglu. Í henni segir enn frem- ur að nítján ökumenn hafi verið teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sextán þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Þrír voru teknir á skírdag, átta á laugardag, sex á páskadag og tveir á annan í páskum. Þetta voru átján karlar á aldrinum 16–38 ára og ein kona, 20 ára. Fimm þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og þrír hafa aldrei öðlast ökuréttindi. 10 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur V afi leikur á rekstrarhæfi eig- anda ferðaskrifstofu Pálma Haraldssonar, Iceland Ex- press. Móðurfélag Iceland Express heitir Eignarhalds- félagið Fengur og tapaði það rúmum 1,5 milljörðum króna árið 2010. Tap- ið er þó að mestu leyti, rúmar 1.300 milljónir, niðurfærsla á viðskiptavild út af taprekstri dótturfélaga Fengs, Iceland Express og Astraeus. Þetta kemur fram í ársreikningi Fengs fyrir árið 2010 sem skilað var til ársreikn- ingaskrár þann 28. mars síðastliðinn. Eigið fé Fengs er hins vegar ennþá já- kvætt, stendur í 285 milljónum, og er eiginfjárhlutfallið 19 prósent. Fram kemur í skýringu í ársreikn- ingnum að gangi fjárhagsleg endur- skipulagning félagsins ekki eftir sé rekstrarhæfi þess „brostið“. Endur- skoðandi félagsins setur fram ábend- ingu um rekstrarhæfi félagsins í upp- hafi reikningsins þar sem vísað er til þessarar skýringar. „Án þess að gera fyrirvara um álit okkar viljum við vekja athygli á skýringu 18 í ársreikn- ingi þar sem vísað er í atburði eftir lok reikningsskiladags sem valda því að rekstrarhæfi félagsins sé brostið nema til komi nýtt eigið fé eða skuld- um verði breytt í eigið fé. Framsetn- ing eigna og skulda félagsins miðast við áframhaldandi rekstur þess.“ Skarphéðinn vill ekki tjá sig Iceland Express er eitt af þremur ís- lenskum flugfélögum og ferðaskrif- stofum sem fljúga áætlunarflug frá Íslandi til útlanda allt árið. Hin tvö flugfélögin eru Icelandair og WOW air. Aukin samkeppni færðist í flug- bransann á Íslandi í fyrra þegar Skúli Mogensen tilkynnti um stofnun flug- félagsins WOW air. Þar að auki munu ýmis erlend flugfélög fljúga til og frá landinu í sumar, meðal annars Easy Jet og þýsku flugfélögin Air Berlin og Germanwings. Mikil samkeppni verður því á flugmarkaðnum til og frá Íslandi í sumar. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Fengs og forstjóri Iceland Express, segir að hann muni ekki tjá sig um hvernig rekstrarhæfi félagsins sé háttað um þessar mund- ir og hvort fjárhagslega endurskipu- lagningin hafi gengið eftir. „Ég segi ekki eitt aukatekið orð við þig.“ Erfiðleikar vegna Astraeus Fengur átti breska flugfélagið Astra- eus sem fór í greiðslustöðvun síðla árs í fyrra, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum. Astraeus var leiguflug- félag sem sá um áætlunarflug fyrir Iceland Express. Fengur lánaði Ice- land Express 1.200 milljónir króna í fyrra til að mæta tapi Iceland Ex- press vegna rekstrarerfiðleika Astra- eus. Tap íslensku ferðaskrifstofunnar út af slitameðferð breska flugfélags- ins gæti numið 700 til 800 milljón- um króna en hlutafé þess er metið á 0 krónur í ársreikningnum. Tap Ice- land Express út af falli Astraeus er tilkomið vegna fyrirframgreiðslna á flugvélaleigu og óflognum flugtím- um. Þá kemur fram í ársreikningn- um að heildartap Iceland Express vegna rekstrarársins 2011 gæti num- ið á bilinu 1.500 til 1.600 milljónum króna. Þetta yrði mikill viðsnúningur frá rekstri félagsins árið þar á undan þegar félagið skilaði 55 milljóna króna hagnaði. Óvissa um endurgreiðslu Í ársreikningnum kemur fram að mik- il óvissa ríki um það hvort Iceland Express geti endurgreitt Feng 1.200 milljóna króna lánið sem félagið fékk í fyrra. Vegna þessa er bent á að eign- arhlutur Fengs í Iceland Express sé í reynd tapaður þar sem bókfært verð hans er einungis tæplega 470 millj- ónir króna. Orðrétt segir um þetta í ársreikningnum: „Eignarhaldsfélag- ið Fengur hefur lánað Ísland Express um 1.200 milljónir króna á árinu 2011. Í ljósi þessa er ljóst að eignarhluturinn í Ísland Express sem eignfærður er í ársreikningi 2010 að fjárhæð 469 millj- ónum króna er tapaður auk þess sem mikil óvissa ríkir um getu félagsins til að endurgreiða lánið frá árinu 2011.“ Iceland Express gæti því, sam- kvæmt þessu, mögulega ekki greitt Feng til baka lánið sem félagið fékk frá Feng. Þetta þýðir að Fengur tapar þeim fjármunum auk þess taps sem það hefur orðið fyrir út af falli Astra- eus, meðal annars vegna taps á 222 milljóna króna láni sem Fengur veitti breska flugfélaginu í fyrra. Krafa Fengs á hendur Astraeus hefur þegar verið afskrifuð í bókum Fengs, líkt og segir í ársreikningnum: „Hlutafé í Astraeus, ásamt kröfu á félagið, hefur verið af- skrifað að fullu í bókum Eignarhalds- félagsins Fengs og því ekki fært til verðs í ársreikningi í árslok 2010.“ Í eigu félags í Lúxemborg Fengur hefur getað fjármagnað þessi dótturfélög sín vegna þess að félagið fékk nærri 3,6 milljarða króna að láni frá móðurfélagi sínu í Lúxemborg, Nupur Holding, árið 2009. Þetta kom fram í ársreikningi Fengs árið 2009. Þessir fjármunir voru endurlánaðir til dótturfélaga Fengs. Það sem hefur gerst eftir útgáfu þess ársreiknings er að Fengur er nú í eigu annars félags í Lúxemborg, Academy S.a.r.l. Fengur, og þar með talið Iceland Express, er því á endanum í eigu annars aðila nú en árið 2009. Pálmi vildi ekki greina frá því í við- tali við DV í fyrra hvernig hann fjár- magnaði lánið til Fengs. Það eina sem hann vildi segja var að lánið sýndi að hann nyti ennþá lánstrausts: „Það kemur þér bara ekkert við hvernig ég fjármagna mín félög […] Ég nýt ennþá lánstrausts.“ Miðað við ársreikning Fengs fyrir árið 2010 er félagið búið að endur- greiða Nupur Holding lánið sem fé- lagið fékk frá því árið 2009. Skuldir félagsins við tengd félög minnkuðu úr nærri 3,5 milljörðum króna árið 2009 og niður í 0 krónur árið 2010. Ekki kemur fram í ársreikningnum hvernig Fengur fjármagnaði endurgreiðslu á láninu til Nupur Holding. Milljarða arðgreiðslur Arðgreiðslur til félaga í Lúxemborg sem eru í eigu Pálma hafa verið tals- verðar síðustu árin. Pálmi greiddi sér meðal annars 4,4 milljarða króna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu Fons árið 2007 vegna hagnaðar félagsins árið áður. Fons var móðurfélag Ice- land Express og Astraeus á árunum fyrir hrunið. Sá arður fór til móður- félags Fons, Matthew Holding S.A., þar í landi. Ljóst er því að Pálmi átti að minnsta kosti fjármuni í Lúxemborg á árunum fyrir hrunið þó ekki sé hægt að fullyrða að peningarnir sem notað- ir voru til að fjármagna lánið til Fengs hafi verið hluti af arðinum sem Pálmi tók sér út úr íslenskum eignarhalds- félögum á árunum fyrir hrunið. Þá hélt breska blaðið The Sunday Times því fram í febrúar í fyrra að aflandsfélagið Pace Associates, sem skráð er í Panama, hefði tekið við arð- greiðslum fyrir hluthafa Iceland-keðj- unnar á árunum fyrir hrun. Pálmi átti um 30 prósenta hlut í keðjunni þeg- ar mest var en hann seldi þann hlut til eignarhaldsfélagsins Styttu í ágúst 2008. Upphæðin sem The Sunday Times sagði að greidd hefði verið út sem arður til hluthafa Iceland var 290 milljónir punda, meira en 50 milljarð- ar króna. Miðað við eignarhlut sinn hefur Pálmi fengið meira en 15 millj- arða króna af arðinum sem greiddur var út úr Iceland-keðjunni. Ætlaði að einbeita sér að rekstri Talsverða athygli hefur vakið hversu mikla fjármuni Pálmi Haraldsson hefur verið reiðubúinn að leggja Iceland Express til. Hann virðist reiðubúinn að hætta miklu til að halda ferðaskrifstofunni gangandi. Í helgarviðtali við DV á fyrri hluta árs 2010 sagðist Pálmi ætla að ein- beita sér að rekstri fyrirtækja sinna í framtíðinni: „Ég er bara búinn að taka mína stefnu í lífinu. Nú er ég bara Pálmi; nú er ég bara rekstrar- maður og ég er með önnur gildi í Vafi leikur á rekstrarhæfi eiganda Iceland Express n Tap Iceland Express 2011 gæti numið 1.500 til 1.600 milljónum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Um rekstrarhæfi Fengs „Í kjölfar þeirra atburða sem fjallað er um hér að framan í skýringu 18 er ljóst að fjárhagsstaða félagsins er ekki góð. Stjórnendur og eigendur félagsins eru að vinna að endurskipulagningu félagsins, en ljóst er að ef ekki kemur til nýtt eigið fé eða að skuldum verði breytt í eigið fé eins og fyrirhugað er, þá er rekstrarhæfi félagsins brostið. Ásreikningurinn er settur fram miðað við áframhaldandi rekstrarhæfi.“ „Ég nýt ennþá lánstrausts Lánar fyrirtækjum sínum Móðurfélag Astraeus og Iceland Express, sem er í eigu Pálma Haraldssonar, hefur lánað þessum félögum háar fjárhæðir til að bjarga þeim fyrir horn. Fréttir 11 Miðvikudagur 11. apríl 2012 Gjafmildir Íslendingar n Tólf milljónir króna hafa safnast til styrktar börnum á Sahel-svæðinu V ið erum afar þakklát fyrir stuðn- inginn og það mikla traust sem UNICEF er sýnt,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Söfn- un UNICEF, Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, fyrir börn í lífshættu á Sahel-svæðinu gengur vonum framar. Þúsundir Íslendinga hafa þegar svar- að neyðarkalli UNICEF sem sent var út í síðustu viku. Alls hafa 12 milljónir króna safnast hjá UNICEF á Íslandi og er söfnunin enn í fullum gangi. Sahel- svæðið er stórt svæði í Afríku sem nær frá Atlantshafinu í vestri að horni Afr- íku í austri. „UNICEF er á staðnum í öllum átta ríkjunum á Sahel-svæðinu þar sem þurrkar og uppskerubrestur hafa sett börn í lífshættu. UNICEF hefur þekk- ingu, reynslu og getu til að bjarga lífi vannærðra barna og reynslan sýnir að 95% vannærðra barna sem fá með- höndlun á þessu svæði lifa af. Flest börnin ná sér á einungis fáeinum vik- um,“ segir Stefán Ingi í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Framlögin frá Íslandi verða meðal annars notuð til að meðhöndla börn sem þjást af alvarlegri bráðavannær- ingu. Meðal þess sem börnin fá er víta- mínbætt jarðhnetumauk, svokallað Plumpy‘nut, sem er sérstaklega þróað fyrir bráðavannærð börn og er fullt af próteinum og nauðsynlegum snefil- efnum. Börnin fá þrjá skammta á dag í fáeinar vikur eða þar til þau ná sér. Einn pakki kostar 56 krónur. Með framlögunum frá Íslandi getur UNI- CEF sem dæmi útvegað 214.000 skammta af þessari kraftaverkafæðu. „Hver króna skiptir máli og það er gleðilegt að sjá að fólk hér á landi finn- ur fyrir samtakamættinum. Það áttar sig á að það hefur raunverulega mögu- leika á að koma börnum á Sahel-svæð- inu til hjálpar,“ segir Stefán Ingi. Hægt er að styrkja neyðarsjóð UNICEF á Íslandi með því að hringja í söfnunarsímanúmerin 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krón- ur) og 908-5000 (5.000 krónur). n Viðskiptavinir hafa 14 daga til að hætta við smálán Fjórtán dagar til að skila láninu H ægt er að komast hjá því að borga þann mikla vaxta- kostnað sem fylgir því að taka smálán hjá íslensku smálánafyrirtækjum. Sam- kvæmt lögum og reglum um neyt- endavernd hafa viðskiptavinir 14 daga frest til að endurskoða ákvörð- un um að taka lán. Það er þó ekki ókeypis að segja upp láni sínu innan 14 daga þrátt fyrir að ekki megi rukka fólk um sérstakt uppsagnargjald á samningnum. Smálánafyrirtækin viðurkenna öll þennan rétt viðskiptavina en krefjast skriflegrar uppsagnar á lánasamn- ingnum. Það er talsvert flóknara en gengur og gerist í lántöku hjá fyrir- tækjunum en hjá flestum þeirra er nóg að senda textaskilaboð með far- síma til að fá lán. Þarf alltaf að greiða kostnað Þrátt fyrir að neytandi ákveði að hætta við smálán sem hann hefur tekið hafa smálánafyrirtækin rétt á því að rukka viðkomandi um greiðslu á þjónustugjaldi. Þjón- ustugjaldið, líkt og vextirnir, eru almennt háir hjá þessum fyrir- tækjum og þarf til að mynda neyt- andi að greiða 2.500 krónur í kostn- að annan en vexti af 10.000 króna láni til fjórtán daga hjá smálána- fyrirtækjunum Hraðpeningum og Kredia. Þessi fjórtán daga frestur hefst um leið og viðskiptavinur smálánafyrir- tækjanna hefur fengið skilmálana senda í pósti. Það er því í raun bara eitt tækifæri fyrir neytendur að hætta við smálán og eru nokkur fyrirtækj- anna sem kveða sérstaklega á um það í samningum sínum við við- skiptavini að eftir að samningi hefur verið sagt upp er ekki möguleiki á frekari lánum. Gildir um öll fjarsölulán Lög um réttindi neytenda til að falla frá gerðum lánasamningum gilda ekki bara um smálán heldur um langflest fjarsölulán. Aðeins eru nefndar þrjár takmarkanir á þess- um rétti neytenda í lögunum. Það er sú fjármálaþjónusta sem get- ur sveiflast í verði innan frestsins, eftir verðbreytingum á fjármála- mörkuðum, án þess að þjónustu- veitandi hafi stjórn þar á, ferða- og farangurstryggingar eða aðrar sam- bærilegar vátryggingar sem hafa skemmri gildis tíma en einn mánuð og þeir samningar sem hafa verið efndir að fullu af báðum samnings- aðilum að ósk neytanda. Neytendur komast ekki hjá því í neinu tilfelli að borga kostnað sem kveðið er á um í lánasamningnum. Hins vegar er kveðið á um að kostn- aðurinn eigi að vera í sanngjörnu hlutfalli við þá þjónustu sem innt er af hendi, miðað við heildarfjár- hæð fjarsölusamningsins. Ekki er tilgreint nánar hvað þetta sann- gjarna hlutfall er. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Ekki ókeypis að hætta Viðskiptavinir geta sagt upp gerðum lánasamningi við smálánafyrirtækin en komast samt ekki hjá því að borga kostnað sem fylgir láninu. Vannærð börn Framlag Íslendinga hingað til dugar til að kaupa 214 þúsund skammta af kraftaverkafæðunni Plumpy‘nut. lífinu. Ég ætla bara að sjá um mín fyrirtæki núna.“ Í viðtalinu var Pálmi meðal annars spurður að því hvort hann gæti greitt þrotabúi Fons til baka þá fjóra milljarða króna sem fyrir- tækið skuldaði. Svaraði Pálmi því til að hann ætti ekki slíka fjármuni: „Nei, það er ekki til í orðabókinni. Auð vitað gæti ég ekki greitt hana til baka. Það er af og frá. Ég á ekki einu sinni brot af þessum pening- um. Ekki nema Iceland Express fari að ganga rosalega vel.“ Þá sagði Pálmi einnig í viðtalinu að hann ætti enga falda sjóði í útlöndum. Miðað við þessi orð Pálma ligg- ur ekki fyrir hvernig Nupur gat lán- að Feng þá 3,5 milljarða sem fé- lagið hefur meðal annars notað til að niðurgreiða rekstur Iceland Express og Astraeus. Staða Fengs er hins vegar orðin þannig, þrátt fyrir þetta, að rekstrarhæfi félags- ins, og þar með dótturfélaga þess, er í hættu. n „Nú er ég bara Pálmi; nú er ég bara rekstrar maður og ég er með önnur gildi í lífinu. 1 2 3 Tundurdufl í Sóleyju Sigurjóns: Annað skip fékk duflið í veiðarfærin Staðsetning duflsins sem kom í veiðarfæri togarans Sóleyjar Sigurjóns á miðvikudag gefur til kynna að annað skip hafi fengið duflið í veiðarfærin en síðan lát- ið það falla í hafið að nýju. Á vef Landhelgisgæslunn- ar kemur fram að vitað er að tundurdufl voru lögð norðar á hafsvæðinu eða nær Garðskaga en ekki á svæðinu þar sem Sóley Sigurjóns var að veiðum. Þegar farið var með þyrlu að skip- inu var staðfest að um væri að ræða þýskt tundurdufl frá seinni heimsstyrjöldinni. Þá var skip- inu gert að halda tafarlaust til hafnar til að hægt yrði að gera duflið óvirkt. Þegar sprengjusérfræðingar komu um borð í Sóleyju Sigur- jóns bentu skipverjar þeim á að nýlegt tóg væri í auga á duflinu og dregur Landhelgisgæslan þá ályktun að annað skip hafi feng- ið duflið í veiðarfærin en síðan látið það falla að nýju í hafið. Segir Landhelgisgæslan það vera mjög ámælisvert því með því séu viðkomandi að stofna sínu eigin öryggi og annarra í hættu. Mörg dæmi eru um það frá útlöndum að alvarleg slys hafi orðið þegar hreyft hefur verið við slíkum duflum áður en þau eru meðhöndluð rétt, því hver hreyfing getur komið af stað öfl- ugri sprengingu. Á vef Landhelgisgæslunn- ar segir að gæslan geri allt sem mögulegt er til að koma til móts við sjómenn sem fá tundurdufl í veiðarfærin og hraða sem mest þeim tíma sem fer í aðgerðina. Skipverjar Sóleyjar Sigurjóns sýndu hárrétt viðbrögð með því að hafa samband. Þúsundir dufla finnast ennþá innan ís- lenska hafsvæðisins og eru þau í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir langa legu í sjó, en sprengiefnið verður viðkvæmara með aldr- inum. Er það á ábyrgð allra að tilkynna um slík dufl og auka um leið öryggi þeirra sem fara um svæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.