Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 59
VALKOSTUR I AUÐLINDAÁKVÆÐI NÝRRAR STJÓRNARSKRÁR STJÓRNLAGARÁÐS. VALINU SEM HALDIÐ ER FRÁ ÞJÓÐINNI Þar sem búið er að blása af þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnar- skrá, a.m.k. í bili, er ekki úr vegi að benda á hvers vegna sumir lögðu sig svo mjög í líma að halda tillögum stjórnlagaráðs frá þjóðinni. Dögun Samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einka- eigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóð- arinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og upp- sprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlind- irnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hag- nýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn- ræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignar- réttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlind- unum. VALKOSTUR II AUÐLINDAÁKVÆÐI STEINGRÍMS J. SIGFÚSSONAR, JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR, FRAMSÓKNARFLOKKS OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Í SAMRÆMI VIÐ NÝTT KVÓTAFRUMVARP. Þó auðlindir í náttúru Íslands séu þjóðareign skal nýtingarrétturinn afhentur einkaaðilum á grundvelli þriggja ára nýtingartíma, valinn af handahófi. Ekki má hrófla við nýtingarréttinum nema með samþykki rétthafa og ríkisstjórnar- fundir án íhlutunar nýtingarrétthafa marklausir. Þannig getur réttkjörin ríkisstjórn ekki efnt loforð sín við kjósendur gangi þau í berhögg við hagsmuni þeirra sem sitja á nýtingarrétt- inum á hverjum tíma. Heimilt er að versla með nýtingarréttinn, veðsetja hann og leigja. Skulu slík markaðstorg vera án ríkisafskipta nema verði bankahrun en þá skal ríkið hlaupa undir bagga og jafn- framt tryggja að nýtingarrétturinn skipti ekki um hendur. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi nema slíkt ógni hagsmunum nýtingarrétthafa. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auð- lindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Þannig bera stjórnvöld kostnaðinn en nýtingarrétthafar hagnaðinn. Framundan er raus alþingismanna um valkost II en loforð ríkisstjórnarinnar sem hverfast um valkost I koma hvergi fram og eru eins og þjóðin sjálf, hundsuð. Þessi niðurstaða ber fyrirfram vitaðri þröng- hagsmunagæzlu sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks glöggt vitni en lýsir jafnframt tvöfeldni og/eða getuleysi samfylkingar og vinstri grænna. Vilji þjóðarinnar kemur hvergi fram og þannig virðast margir þingmenn vilja hafa það. Höfum þetta hugfast næst þegar við veljum okkar þingfulltrúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.