Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Of lítill svefn gerir þig feitan n Getur þyngst um allt að sex kíló á ári O f lítill svefn getur orsakað of­ fitu. Í rannsókn sem birtist í Science Translational Medi­ cine kemur fram að þeir sem sofa minna en fimm og hálfan tíma á nóttu gætu þyngst um sex kíló á ári, jafnvel þótt að breytur eins og matar­ æði og hreyfing séu teknar með í reikninginn. Talið er að niðurstöð­ urnar útskýri af hverju einstaklingar sem fitna með aldrinum eigi erfiðara með að sofa og af hverju vaktavinnu­ fólk, sem berst við að sofa á daginn, sé líklegra til að vera í yfirvigt. Fylgst var með áhrifum svefns á 21 sjálfboðaliða í rúmar sex vikur. Í ljós kom að svefnleysi hægði á efna­ skiptum um allt að 12 prósent. Ef minni orka er notuð og færri kaloríur brenndar þá þyngjumst við – jafnvel þótt við breytum engu í mataræði og hreyfingu. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að þegar fólk sefur minna en fimm og hálfan tíma brennir það 120 færri ka­ loríum á dag. Á ársgrundvelli þýðir það tæplega sex kílóa þyngdaraukn­ ingu. Ullin er ávallt sígíld í tísku og á Íslandi er eiginlega ófyrirgefanlegt að segja skilið við prjónaðar flíkur. „Ullin er svolítið í bakgarðinum,“ segir Bergþóra Guðnadóttir sem sækir í ræturnar í framleiðslu sinni fyrir Farmers Market. DV skoðar ull og tísku, íslenska sem erlenda. Rokkuð en rómantísk mýkt Í prjónakjól og vaðstígvélum með völd Frú Vigdís Finnbogadóttir tekur við embætti á svölum heimilis síns 30. júní árið 1980. Konur með völd ættu ekki að útiloka mýkt og mynstur. Prjónaðar flíkur minna á ábyrgð og tengingu við náttúruna. Prjónaðar flíkur þurfa ekki að vera úr lopa og þær þarf ekki að prýða íslenskt mynstur. Fínlega ofið, prjónað efni gefur endalausa mögu- leika á að vera virkilega glæsilega til fara. Vigdís hætti ekki að vera í prjónuðum flíkum þegar hún tók við embætti og oft brúkaði hún vaðstígvélin með þegar hún ferðaðist um landið. Mýkt innra sem ytra Mjúk undirföt úr ull sækja í sig veðrið og eru praktísk árið um kring á Íslandi enda oft kuldi og nepja þótt sólin sé á lofti. Bergþóra Guðnadóttir hjá Farmers Market hafði lengi hugsað um að setja á markað undirföt úr ull áður en hún lét til skarar skríða. Ullin er það efni sem henni finnst best að vinna með. „Ég byrjaði að vinna með ull í skóla og finnst gaman að vinna með hluti sem eru í kringum mig, hlutlæga og huglæga. Ullin er svolítið í bakgarðinum okkar,“ segir Bergþóra. Töff en í öryggistónumAllir litir öðlast aukna mýkt á prjónaðri flík. Ef innihald fataskápsins núna er lítið annað en svart teygjuefni, skyrtur og gráir öryggistónar er tími til kominn að kynnast því hvernig er að klæðast sömu litum með breyttri áferð og tónum. Í nýrri línu Munda eru fallegar kápur, kjólar, leggings og peysur í þessum öryggistónum en um leið er farið úr þægindahringnum. Í þessum flíkum er hægt að mæta til vinnu jafnt og á opnun og í bíó. Frískandi hönnunFremstu hönnuðir heims eru farnir að nota prjónaefni í aukn- um mæli til að ná fram spennandi áhrifum og nýjum litum og áferð. Tsumori Chisato er japanskur fatahönnuður sem notar prjónið til að skapa líflegt og litríkt útlit. Í vetrarlínu hans er að finna þessa skemmtilegu peysu sem minnir á snjókorn. Sofðu lengur Að sögn vísinda- manna í Boston borgar sig að sofa lengur en fimm og hálfan tíma á nóttu. Rokk af rokknumRokkað útlit og svolítið harðkjarna tapar engum mætti þó þú bætir prjóni við. Leðurbuxur má- tast fullkomlega við prjónið, auk þess sem það er alltaf fallegt að sjá tveimur efnum teflt saman ef það er vel gert. Þessi peysa er frá Gudrun tískuhúsinu sem er í eigu tveggja færeyskra kvenna. Þær nýta sér náttúrufegurð Færeyja í sköpun sinni á ullarfötum sem hafa með tíð og tíma orðið að hátískuvöru. Þær líkja aðferðum sínum við matargerð. „Sumar flíkur eru skyndibiti meðan aðrar eru ógleymanleg máltíð,“ segir Guðrún og vísar í að hvert einasta hráefni og stílbragð er úthugsað smáatriði og hluti af heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.