Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 28
Sarkozy á undir högg að Sækja N icolas Sarkozy, forseti Frakklands, mun ekki gegna embætti annað kjörtímabil ef marka má nýlegar skoðana- kannanir í Frakklandi. Helsti andstæðingur hans, François Hollande, er sigurstranglegri samkvæmt flestum könnun- um og því virðist sem stefni í vinstrisinnaðan forseta. Ekki svo langt á eftir Hollande fylgir frambjóðandi þjóðernis- sinnaða öfga-hægriflokksins Front National. Gengið verð- ur til kosninga þann 22. apríl næstkomandi en ef nauðsyn krefur verður kosið aftur á milli tveggja efstu þann 6. maí. Hollande og Sarkozy eru óneitanlega risarnir í þessum forsetakosningum, en þrátt fyrir að franskir fjölmiðlar veiti þeim mesta athygli er ekki langt í aðra frambjóðendur. Í könnunum hefur Marine Le Pen, frambjóðandi umdeilda flokksins Front National, ver- ið um það bil 10 prósentustig- um á eftir Hollande. Þar á eftir fylgja kommúnistar og kristi- legir demókratar, 2 til 4 pró- sentustigum á eftir Le Pen. Hlaut annað sætið 2002 Front National tekur afstöðu gegn innflytjendum og leggur áherslu á þjóðernishyggju – gælir jafnvel við þjóðrembu – og fellur því snurðulaust und- ir öfga-hægri skilgreininguna. Flokknum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi: Hann var á pólitíska jaðrinum frá stofnun árið 1972 fram á tí- unda áratug síðustu aldar en er núna þriðji vinsælasti flokk- ur landsins samkvæmt könn- unum fyrir komandi forseta- kosningar. Ástæða þess að flokkurinn átti í fyrstu erfitt uppdráttar var öfgafullar skoðanir for- mannsins, Jean-Marie Le Pen, sem er faðir Marine Le Pen og stofnandi flokksins. Hann hélt meðal annars á lofti efasemd- um um að helförin hefði átt sér stað. Vegna þessa var hann sakfelldur – nánar tiltekið fyrir að kynda undir kynþáttafor- dómum – þar sem það hefur verið ólöglegt í Frakklandi frá árinu 1990 að neita því að hel- förin hafi átt sér stað. En þrátt fyrir erfitt upphaf náði Jean-Marie ótrúlegum árangri í forsetakosningunum árið 2002, þar sem hann lenti í öðru sæti á eftir Jacques Chi- rac. Hann komst óvænt í seinni lotu forsetakosninganna þar sem hann hlaut rétt rúmlega hálfu prósenti fleiri atkvæði en frambjóðandi Sósíalista- flokksins, tæplega 17 prósent atkvæða. Í seinni lotunni hlaut Jean- Marie rúmlega 17 prósent at- kvæða; einungis tæpt prósent kosningabærra manna, að undanskildum þeim sem kusu hann í fyrri lotunni, vildi hann sem forseta fremur en Jacques Chirac. Það er því ljóst að hann naut stuðnings mjög ákveðins hóps manna, en var ekki vin- sæll á meðal almennra kjós- enda. Rödd fólksins Undir núverandi forystu hefur flokkurinn orðið jarðbundn- ari, þó að þessi þjóðernissinn- aði öfga-hægriflokkur sé langt í frá óumdeildur. Marine Le Pen hefur markvisst reynt að skerpa skilin á milli eigin póli- tískra skoðana og skoðana föð- ur síns, en þó án þess að slíta tengslin. Hún hefur ekki tek- ið undir efasemdir föður síns um að helförin hafi átt sér stað og hún er til dæmis ekki eins staðföst og Jean-Marie í þeirri skoðun að taka eigi upp dauðarefsingar aftur; hún vill efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, en Jean-Marie vildi breyta lög- unum beint. Aftur á móti hefur Jean-Marie enn sterkt áhrifa- vald innan flokksins og er til dæmis enn aðalritari hans. Áherslur Front National eru margvíslegar en fyrirsjáanlega þjóðerniskenndar: Flokkurinn setur sig upp á móti ESB-að- ild og leggur áherslu á aukna verndarstefnu á alþjóðleg- um mörkuðum. Flokksmenn leggja áherslu á harðari refs- ingar og eru andsnúnir flest- um innflytjendum. Þeir hafa ekkert á móti innflytjendum frá Evrópu en vilja minna sjá af fólki frá öðrum heimsálfum. Í raun er varla hægt að sjá annað en að flokkurinn tali fyr- ir þjóðrembu. Marine Le Pen sagði til dæmis fyrir skemmstu að franskir verkamenn væru þeir „færustu í öllum heim- inum“. Í stuttu máli er flokk- urinn óneitanlega sérfróður í kaffistofu-pólítík; áherslan er á tortryggið og þjóðernissinnað hversdagsfólk og þaðan kem- ur líklegast slagorð Marine Le Pen: „Rödd fólksins.“ Valdið er ykkar! Kommúnistar hafa einnig ver- ið viðvarandi afl í frönskum stjórnmálum en frambjóðandi Front de Gauche (FDG), Jean- Luc Mélenchon, hefur fylgt fast á hæla Le Pen. Hann hefur ver- ið 1 til 2 prósentustigum á eftir og í sumum könnunum hefur hann mælst með fleiri atkvæði. FDG er í raun kosningabanda- lag á milli kommúnista og annarra minni vinstriflokka. Þrír aðrir forsetaframbjóðend- ur eru á ysta væng vinstrisins en Mélenchon er langvinsæl- astur á meðal þeirra. Áhersla Jean-Luc er á að breyta sjálfum grunnstoðum fransks samfélags. Hann telur að kapítalisminn hafi brugð- ist og vill hefja byltingu, eða það sem hann kallar „byltingu borgaranna“. Þó að nafnið sé vægast sagt dramatískt er hug- myndin hóflegri. Hann stefnir á algjöran kosningasigur og vill í kjölfarið endurskoða stjórn- arskrána með marxíska sögu- skoðun að leiðarljósi. Það eru reyndar háleit markmið fyrir frambjóðanda sem er með um fimmtán prósenta fylgi þegar mest er í skoðanakönnunum. Á meðal annarra kosningalof- orða hans er að innleiða há- marksþak á laun. En þótt hann vilji ekki blóð- uga byltingu heldur hann samt tengslum við hina heims- frægu frönsku byltingarsögu. 18. mars síðastliðinn var hald- inn ógnarstór borgarafund- ur á vegum vinstribandalags- ins. Tugþúsundir fjölmenntu á Bast illutorgið í París. Þar þrumaði hann yfir lýðnum og slagorð hans er líklegast ekki orðum aukið með hugmynda- fræði hans í huga: „Valdið er ykkar!“ er lausleg þýðing af slagorði hans: „Prenez le pouvoir!“ Sósialistar gegn íhaldinu Stærsti hægri flokkur Frakk- lands, UMP, eða Union pour un Mouvement Populaire, hefur farið með forsetaemb- ættið frá árinu 1995, fyrst í for- setatíð François Mitterand og síðar í tíð Nicolas Sarkozy. En nú virðist ætla að verða breyt- ing á því. Í Frakklandi er kosn- ingaferlið tvíliðað og Hollande hlýtur vanalega 51 til 54 pró- sent atkvæða í skoðanakönn- unum þegar spurt er út í seinni umferð. Í fyrstu umferð kjósa menn sinn frambjóðanda og ef enginn hlýtur meirihluta at- kvæða verður önnur umferð þar sem tveir efstu frambjóð- endurnir heyja einvígi sín á milli. Sarkozy er vanalega með um 2 til 3 prósentustiga meira fylgi en Hollande þegar spurt er út í fyrri umferð kosning- anna, en þegar spurt er út í seinni umferðina er það Holl- ande sem að fer með afger- andi sigur af hólmi. Ástæður fyrir þessu geta verið marg- víslegar en það liggur beinast við að ætla að það sé vegna fjölda frambjóðenda á vinstri- væng stjórnmálanna. Einunigs Marine Le Pen og Sarkozy eru á hægri vængnum, á meðan sjö frambjóðendanna geta tal- ist afgerandi vinstrisinnaðir. Kannanir hafa auk þess leitt í ljós að um það bil tveir þriðju aðspurðra eru staðfastir í vali sínu – þriðjungur hefur ein- ungis lauslega ákveðið sig – en það virðist sem stuðnings- menn Sarkozys séu staðfastari í sínu vali. Hinir ríku urðu ríkari Sarkozy hefur nánast stöðugt tapað vinsældum í forsetatíð sinni en það eru margvísleg- ir þættir sem hafa valdið því. Stærsti orsakavaldurinn er ef- laust efnahagsvandinn á evru- svæðinu. UMP leggur líkt og aðrir hægriflokkar áherslu á hagvöxt, samkeppni og frjálst markaðssvæði en undir stjórn íhaldsmanna hefur efnahags- vandi skotið upp kollinum. Frakkland er í grunninn sósíal- istaríki; menntun er nánast ókeypis og barna-, örorku- og húsaleigubætur eru háar, svo dæmi séu tekin. En í forsetatíð Sarkozys hefur ójöfnuður auk- ist, hinir ríku hafa orðið talsvert ríkari en hinir fátæku eru fleiri. Samkvæmt úttekt dag- blaðsins Ouest France hef- ur ríkasta 0,01 prósent Frakka aukið auð sinn um þriðjung í forsetatíð Sarkozys. Á sama tíma hafa næstríkustu 0,9 pró- sentin orðið fimmtungi rík- ari. Á sama tíma hefur meiri- hluti Frakka aukið tekjur sínar um 5,1 prósent og þeim hefur fjölgað lítillega sem teljast fá- tækir. Það er því ljóst hverjar áherslur Sarkozys eru og það hefur vafalaust dregið úr fylgi hans á meðal þeirra sem eru ekki stórefnaðir. Önnur mál sem hafa líkleg- ast einnig dregið úr vinsæld- um Sarkozys eru mikið mann- fall í Afganistan á síðasta ári, hár fjárlagahalli franska ríkisins og ásakanir sem bárust árið 2010 um að Sarkozy hefði þegið ólög- lega há kosningaframlög und- ir borðið frá einni ríkustu konu Frakklands. Hann hefur neit- að sök í málinu sem þó er ekki lokið. Sterkt Frakkland? Aðstæður eru því nokkuð breyttar frá síðustu forseta- kosningum, sem fóru fram árið 2007, þegar Sarkozy lagði mótframbjóðandann Ségolène Royal að velli. Royal var fram- bjóðandi Sósíalistaflokksins og er fyrrverandi maki François Hollande, núverandi fram- bjóðanda sama flokks. Hún gaf aftur kost á sér í prófkjöri flokksins í fyrra en tapaði fyrir Hollande. Segja má að sam- kvæmt nýjustu skoðanakönn- unum séu aðstæður þveröfug- ar við þær sem voru árið 2007. Sarkozy sigraði Royal með um það bil 53 prósentum at- kvæða gegn 47 prósentum. Í dag er Hollande spáð sigri í annarri umferð forsetakosn- inganna með um það bil 53 prósentum atkvæða gegn 47 prósentum. Það er óraun- hæft að öllu óbreyttu að ein- hver annar verði sigurvegari en Sarkozy eða Hollande þar sem minna en mánuður er í seinni umferð kosninga. Þeir hljóta enn fremur mesta at- hygli í frönskum fjölmiðlum og það er því mjög ósennilegt að smærri frambjóðendur, líkt og til dæmis Eva Joly, muni hreppa embættið. Spurning- in er frekar hvort Frakkar kjósi „Sterkt Frakkland“ Sarkozys eða þá breyttu tíma sem Holl- ande lofar með slagorði sínu, „Le changement, c‘est main- tenant!“ „Sarkozy hefur nánast stöð- ugt tapað vinsældum í forsetatíð sinni. 28 Erlent 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Símon Örn Reynisson simon@dv.is Úttekt n Stefnir í sigur Sósíalistaflokksins í Frakklandi n Vilja byltingu borgaranna Óumdeilanlega risarnir Nicolas Sarkozy, að ofan á myndinni, og Holl­ ande eru sigurstranglegastir í kosningunum sem fara fram 22. apríl og 6. maí. Hin fjögur fræknu Frá vinstri: Marine Le Pen, Jean­Luc Mélenchon, Nicolas Sarkozy og François Hollande.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.