Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 64
Aftur í
umboðs-
manninn?
Spákona á balli
n Margt var um manninn á balli
með hljómsveitunum Grafík og
SSSól sem haldið var í félagsheim
ilinu í Bolungarvík að kvöldi páska
dags. Fjöldi gesta af tónlistarhátíð
inni Aldrei fór ég suður framlengdi
dvöl sína á Vestfjörðum til að missa
ekki af þessum skemmtilega við
burði. Spákonan skrautlega Sigríður
Klingenberg lét sig ekki vanta á ballið
en litríku kjólarnir og fjaðrahatt
arnir sem hún klæðist venjulega
voru fjarri góðu gamni.
Aldrei þessu vant
fór lítið fyrir spá
konunni sem
tók vel undir
með Helga
Björns þeg
ar hann
hrópaði,
eins og
honum
einum
er lagið,
yfir salinn:
„Er’ ekki
allir sexí?“
Herská Jónína
n Jónína Benediktsdóttir er passasöm
á eiginmann sinn, Gunnar Þorsteins-
son kenndan við Krossinn. „LÁTTU
HANN Í FRIÐI,“ skrifar Jónína til
ungrar stúlku sem vingaðist við
Gunnar á Facebook eftir að hún
hafði svarað því til að hún þekkti
hann ekki persónulega. Nokkrum
dögum síðar bar Jónína því við að
sendinguna mætti rekja til víruss í
tölvunni. Jónína hefur áður lent í
vanda vegna póstsendinga. Á síð
asta ári var fjallað um póstsend
ingar Jónínu til Ástu Knútsdóttur,
talskonu kvenna sem sökuðu eigin
mann hennar um
kynferðislegt áreiti.
„Þú ert ógeðs
leg manneskja
ég horfði á þig
faðma og kyssa
manninn minn
af sjúklegri
nautn,“ sagði
hin herskáa
Jónína
meðal ann
ars.
Sámur gekk laus
í miðbænum
n Það var góður dagur hjá Sámi,
hundi Dorritar Moussaieff, á miðviku
dag þegar hann fékk að spóka sig
stuttlega án taums í miðbæ Reykja
víkur. Sámur var að sjálfsögðu í fylgd
með eiganda sínum sem var að hitta
vinkonu sína í listagalleríi á Tryggva
götu í Reykjavík. Gleðin var þó stutt
hjá Sámi en hann fékk að ganga laus
úr skotti jeppabifreiðar sem Dorrit
var ekið í og inn í galleríið i8. Það
gilda hins vegar skýrar reglur um
hundahald í Reykjavík sem banna
lausagöngu hunda í bænum – án
nokkurra undantekninga.
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 13.–15. apríl 2012 42. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
„Nú standa allar dyr opnar“
n Einar Bárðar kveður Kanann og útskrifast með meistarapróf í sumar
É
g get staðfest að ég er hættur
á Skjánum sem nú á Kanann,“
segir Einar Bárðarson, fyrrver
andi eigandi Kanans sem var
seldur til Skjásins um áramótin. „Síð
ustu verkefnin sem ég vann að voru
dagskrárbreytingar, nafnabreytingar
og nýr morgunþáttur með Svala og
Svavari Erni sem ég réð til leiks og er
farinn í loftið. Ég hef mikla trú á þeim
þætti sem og þessari frábæru stöð
enda hef ég lagt allt mitt í hana síð
ustu þrjú ár,“ segir hann.
Einar sagði við DV að enn væri
verið að ganga frá lausum endum
á starfslokasamningi en verkefninu
væri lokið af hans hálfu og hann væri
stoltur af Kananum. „Á innan við
þremur árum bjó ég til frábæra út
varpsstöð með mjög færu fólki og ég
er stoltur af því en þetta var drullu
erfitt. Margt af besta fólkinu í ís
lensku útvarpi hefur komið að þessu
með mér og það voru mikil forrétt
indi að fá að kynnast því og vinna
með því. Bæði gömlum reynslubolt
um og ungum upprennandi snilling
um,“ segir Einar sem situr þó ekki að
gerðalaus.
„Núna er ég á fullu að klára
lokaverkefni og síðustu áfanga í
MBAnámi í Háskólanum í Reykja
vík. Ég útskrifast í byrjun júní með
meistara gráðu í viðskiptum og
stjórnun, þannig að nú standa allar
dyr opnar. Ég ætla að einbeita mér
að því að klára námið, ná frábær
um árangri þar og skoða hvort það
eru ekki einhver spennandi og krefj
andi verkefni þarna úti. Hvort sem
ég fer í eitthvað sjálfur eða hvort ég
nýti MBAmenntunina og allra mína
reynslu fyrir einhverja aðra,“ segir
Einar Bárðarson.
Einar er annar millistjórnandinn
sem hverfur af Skjánum fyrirvara
lítið á stuttum tíma. Alfa Lára Guð
mundsdóttir, markaðsstjóri Skjás
ins, hætti einnig á Skjánum um
miðjan febrúar.
Einbeitir sér að náminu Einar er í MBA-námi í HR.