Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 36
36 Viðtal 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Þ etta kom þannig til að þarna á tímabili var ég nánast í hverri viku í viðtölum í heimildar- myndum út af þátttöku minni í Wikileaks og út af tjáningar- frelsislöggjöfinni sem ég náði í gegn- um þingið. Einn daginn voru tveir heimildarmyndagerðarmenn, sem ég var mjög spennt að hitta, staddir hér á landi. Judith var önnur þeirra en hún gerði heimildarmyndina um Daniel Ellsberg, Most Dangerous Man in America. Judith var stödd hér á kvik- myndahátíð þar sem var verið að sýna myndina um Ellsberg. Ég stakk upp á því að hún og annar heimildarmynda- gerðarmaður gerðu saman heimild- armynd um Wikileaks því mér fannst þau vera á svipuðum slóðum. Ég leiddi saman hesta þeirra, þau byrjuðu að- eins að vinna saman en svo hugsaði Judith að hún nennti ekki að gera aðra mynd um mann og vildi gera mynd um konu sem væri að gera eitthvað merkilegt á heimsvísu,“ segir þingkon- an Birgitta Jónsdóttir um tildrög þess að verið er að gera heimildarmynd um hana. Mynd um Birgittu og baráttu- málin Judith kom að máli við Birgittu og viðraði við hana hugmynd sína að heimildarmynd sem myndi fjalla um Birgittu sjálfa og baráttumál henn- ar. Birgitta ákvað að slá til þrátt fyrir að segjast kunna því illa að vera sjálf í sviðsljósinu. „Mér finnst óþægilegt þegar fólk er að setja mig á einhvern hetju-„status“ en þetta vekur athygli á því sem ég hef verið að berjast fyr- ir,“ segir hún um myndina sem hefur hlotið nafnið The Mouse that Roared. Myndin er í vinnslu og verður ekki til- búin fyrr en á næsta ári og enn er verið að taka hana upp. Í lýsingu á myndinni segir að Birg- itta sé heillandi leiðtogi sem gangi um í Nancy Sinatra-stígvélum með blátt naglalakk sem dregur fram bláa litinn í augum hennar. Þannig ferðist hún um heiminn og fjalli um baráttu sína fyrir upplýsinga- og tjáningarfrelsi og heilli fólk með tilfinninganæmni ljóðskálds- ins, listamanninum í sér og móður- inni sem kemur frá femínískasta landi í heiminum. Þannig lýsir Judith þing- konunni. Kvikmyndagerðarkonan hefur fylgt Birgittu eftir á ferðum hennar og mun myndin fyrst og fremst fjalla um bar- áttumál hennar. „Fókusinn er kannski ég en aðalfókusinn er samt á þau verk sem ég hef verið að vinna sem tengj- ast baráttu minni fyrir upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Það hefur það haft mik- il áhrif annars staðar í heiminum og hefur sett þrýsting á Evrópusamband- ið og látið þeim í té sem eru að berjast fyrir sambærilegum málum fyrirmynd til að vinna eftir,“ segir hún. Næst munu leiðir þeirra Judith liggja saman þegar Birgitta, sem er fé- lagi í alþjóðasamtökum þingmanna er láta sig málefni Tíbet varða, tek- ur þátt í sjöttu ráðstefnu samtakanna sem fram fer í kanadíska þinginu. Þar mun Birgitta stýra pallborðsumræð- um um tengsl menningar- og trúfrelsis við samfélagslegan stöðugleika. Judith fylgir henni á ráðstefnuna og tekur upp það sem þar fer fram. Persónufrelsið Birgitta komst í kastljósið fyrir um það bil þremur árum þegar hún komst inn á þing fyrir Hreyfinguna. Áður en hún komst á þing var hún áberandi mót- mælandi en á þeim tíma var hún tíma- bundið án atvinnu. Þegar Birgitta var kosin inn á þing fyrir Hreyfinguna fór hún þannig af bótum og í starf alþing- ismannsins sem hún sinnir af hugsjón. Síðan þá hefur hún verið áberandi í baráttunni fyrir tjáningar- og upplýs- ingafrelsi og IMMI-verkefnið hefur þar verið hvað mest áberandi ásamt þátt- töku hennar í Wikileaks. „IMMI hefur vakið athygli víða um heim og margir sem horfa til Íslands í þessum efnum sem landsins sem þorði.“ Þingsályktunartillagan sem snýr að IMMI-verkefninu og Birgitta lagði fram á Alþingi fjallar um það að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varð- andi tjáningar- og upplýsingafrelsi. Verkefnið hefur vakið mikla athygli og gert Birgittu að hálfgerðri baráttuhetju víða um heim. Nánast vikulega er haft samband við hana og hún beðin um að flytja erindi á ráðstefnum eða taka þátt í pallborðsumræðum er snúa að þessum málefnum. Hefur hún meðal annars tekið þátt í pallborðsumræð- um við Michael Moore. Hún er með- al þekktustu baráttumanna heimsins fyrir persónufrelsi og það er það sem vakti áhuga Judith á íslensku þingkon- unni. Berst fyrir grundvallarréttindum Hún segir það mikilvægt að fólk fái að ráða því hverjir hafi aðgang að þeim persónulegu gögnum sem við erum með á netinu. Sjálf hefur hún lent í því að bandarísk yfirvöld hafi heimtað að fá persónuleg gögn frá henni, til dæm- is einkaskilaboð og IP-númer. Ljóst er að þessi krafa tengist baráttu hennar með Wikileaks árið 2010 og hefur hún ekki getað ferðast til Bandaríkjanna í meira en ár vegna ráðgjafar frá utan- ríkismálaráðuneytinu um að það sé ekki áhætta sem vert er að taka. „Við erum með nánast öll okkar gögn á tölvutæku formi og við njót- um ekki sömu verndar þar og við ger- um í raunheimum. Ég tók þennan slag við bandarísk yfirvöld því að einhver verður að taka þátt í að berjast fyrir þessum grundvallarréttindum er lúta að friðhelgi einkalífsins í netheimum. Ef þau eru ekki til staðar úti, þá eru þau ekki til staðar hér því við lifum í heimi sem hefur engin landamæri. Ef það er brotið á þessum réttindum hjá þessum stærstu ríkjum sem við erum í samskiptum við og hýsum persónu- gögn okkar hjá, þá er jafnframt verið að brjóta á réttinum til friðhelgi einka- lífs hérlendis.“ Mjög alvarlegt Hún segir fólk verða að hafa það í huga að flest okkar persónugögn eru á net- inu. „Það er mjög alvarlegt að yfir- völd haldi að þau geti fengið um mann persónugögn án þess að maður viti af því. Ég persónulega met það þann- ig að ég sé í þannig hættu, vegna þess að bandarísk yfirvöld hafa gengið svo langt að fara inn á mín persónugögn en ég á að njóta friðhelgi sem þing- maður. Það kannski sýnir hvað þeir geta gengið langt og hafa gert.“ Barátta Birgittu Þingkonan og ljóðskáldið Birgitta Jónsdóttir heyr baráttu fyrir persónufrelsinu og tekur slaginn við bandarísk yfirvöld. Barátta hennar vekur athygli og nú vinnur Judith Erlich að heimildarmynd um baráttukonuna Birgittu sem fyrir þremur árum fór af atvinnuleysisbótum og inn á þing. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Það býr ekki ótti í mér varðandi svona lagað. Kannski er það af því að ég er gamall pönkari. Berst fyrir frelsinu Birgitta heyr baráttu við bandarísk yfirvöld. Hún segir mikilvægt að berjast fyrir upplýsinga-, tjáningar- og persónu- frelsi einstaklinga. Mynd sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.