Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 43
43Helgarblað 13.–15. apríl 2012
„Besta sýningin á höfuð-
borgarsvæðinu“
„Vel sungið á of
stóru sviði“
Ævintýri Múnkhásens
La Bohéme
í Hörpu
Uppáhaldsbíómyndin?
„Hún er kannski ekki uppáhalds, en Rush
Hour 2 hefur alltaf snert mig í hjartastað.“
Dóri DNA
SELDU FLEIRI PLÖTUR EN MADONNA
tónlistin þeirra sem selur og
það skiptir mestu máli,“ segir
Róbert og Arnar Eggert tekur
í sama streng. „Þau eru með
færan umboðsmann og góð-
an útgefanda sem er lykillinn
að þessu.“
Úr áhugamáli í alvöru
„Þetta fór frá því að vera
áhugamál í að vera þvílík al-
vara,“ sagði Nanna Bryndís
í viðtalinu. „Kröfurnar til
okkar nú eru miklu meiri
og við finnum alveg fyrir
því. Við reynum að standa
undir þeim en halda samt í
ánægjuna af því að spila. Vel-
gengnin hefur í raun komið
okkur svolítið á óvart.“
Velgengnin er óumdeil-
anleg en það þykir mjög
góður árangur að ná inn á
Bill board-listann í fyrstu til-
raun. „Ég man ég talaði við
krakkana þegar þau voru ný-
búin að vinna Músíktilraunir
og þetta var númer eitt hjá
þeim og þau voru mjög þétt í
þessu. Það skiptir öllu máli,“
segir Arnar Eggert. „Þetta
eru held ég mjög heilsteyptir
krakkar og það skiptir líka
miklu máli,“ segir Róbert.
Höfðar til fjöldans
Tónlist Of Monsters and Men
virðist höfða til fjöldans.
„Þetta er tónlist sem smell-
passar inn í ákveðinn stíl sem
er mjög móðins núna,“ segir
Arnar Eggert. „Þetta er ekk-
ert nýtt „sound“ sem þau eru
með en það virkar. Svo eru
þau bara vel spilandi og góð,“
segir Róbert um tónlistina.
„Þessi bönd sem hingað til
hafa slegið í gegn erlendis hafa
verið með furðulega músík
meðan þetta band er frekar
„normal“. En við eigum svo
alveg líka svona „mainstream“
velgengnisögu, Alda Björk til
dæmis með Real Good Time,“
segir Dr. Gunni.
Erlendir gagnrýnendur
hafa hrósað bandinu í há-
stert og binda vonir við það.
Sölutölur þessa fyrstu viku í
Bandaríkjunum virðast líka
gefa skýr skilaboð um að
hljómsveitin höfði til fjöldans.
Álög sem fylgja
annarri plötu
En er velgengnin komin til að
vera í þessum óútreiknanlega
bransa sem tónlistarheim-
urinn er? Að mati þeirra sem
DV talaði við er ómögulegt að
spá fyrir um slíkt en nauðsyn-
legt er að halda rétt á spil-
unum í framhaldinu. „Músík-
bransinn er eiginlega orðinn
þannig í dag að það er bara
ein plata á band. Það er svo
mikil nýjungagirni og áhersla
á að allir séu ungir og ferskir.
Það þarf ekkert að vera að það
verði eitthvað meira en svo
eru alltaf bönd sem komast
áfram í næsta borð ef við töl-
um um þetta eins og tölvuleik.
Þær þróast þá og breytast en
hjakka ekki í sömu músíkinni
en auðvitað er alltof snemmt
að vera að pæla í því núna
heldur á bara að fagna því sem
er í hendi,“ segir Dr. Gunni.
„Þetta er auðvitað fyrsti túr-
inn og allt að gerast á fullu og
með því að komast inn á lista
eru þau komin inn á einhverja
skrá. Maður skilur vel að fólk sé
æst yfir þessu núna en það þarf
að sjá hvað gerist á næstu miss-
erum. Það er oft talað um viss
álög sem fylgja plötu númer
tvö þegar fyrsta platan geng-
ur svona vel, þá eru komnar
ákveðnar væntingar. En það er
bara að anda með nefinu og sjá
hvað gerist,“ segir Arnar Eggert.